Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Gsm samband á fjöllum
This topic contains 52 replies, has 1 voice, and was last updated by Eiríkur Rafn Rafnsson 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.02.2008 at 20:40 #201824
nú virðist Vodafone vera að gera góða hluti
http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2008/02/08/gsm_samband_100_km_a_haf_ut/
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.02.2008 at 16:37 #613460
Þetta er bara hið besta mál ef að menn ná að auka útbreiðslu gsm á landinu og miðunum. Það er jú þannig að allir þessir túristar sem eru á ferðinni eru flestir með gsm og eru ekki að fara að fá sér neitt annað fyrir eina ferð yfir Kjöl eða inn í Öskju.
Hins vegar er það slæmt ef að þetta verður til þess að pælingar um CDMA2000 verða lagðar á hilluna því að ég held að það sé flottasta langdræga farsímakerfið sem að okkur gæti boðist, bæði hvað langdrægni, talgæði og gagnaflutningsgetu varðar. Ég veit að það er verið að prufukeyra kerfið núna og samkvæmt þeim heimildum sem ég hef innan símans þá er þetta kerfi að fara í loftið innan skamms – en svo getur það sjálfsagt allt breyst.
En þetta breytir ekki þeirri afstöðu minni að TETRA er alger snilld hvað þennan talstöðvarmöguleika varðar þó svo að ég gefi ekki mikið fyrir þetta sem síma – en virkar þó.
En meira er betra og þess vegna fær maður sér bara allt sem er í boði….
Benni
P.S.
Gsm sambandið náði víst ekki í gegnum veggi Setursins en slapp úti á hlaði – Þannig að hugsanlega má túlka það þannig að Ofsi haldi símanum.
09.02.2008 at 17:48 #613462Á nú að fara að bjarga Ofsa úr snörunni með því að túlka orðin eftirá að hætti ónefndra borgarfulltrúa! Ég bendi á að Eik er örugglega ekkert að fara að stökkva til og fá sér Tetra þannig að það er ekki ónýtt fyrir hann að fá Vodafone símann hans Ofsa.
Hitt get ég tekið undir að meira er betra og fyrir hinn venjalega túrhest og almennan ferðamann að sumarlagi er GSM eini raunhæfi kosturinn. Því er mjög gott ef símafélögin fara að keppast við að koma helstu ferðaleiðum á hálendinu í GSM samband, miklir öryggishagsmunir sem felsast í því. Ég trúi því hins vegar seint (ætla samt ekki að leggja neitt undir) að það komi til með að duga okkur eða öðrum hópum sem eru í einhvers konar extreme feramennsku. Því þurfa að koma til kostir sem eru beinlínis byggðir upp með þetta í huga. Þó dekkun VHF sé ekki 100% þá er hún gríðarlega góð.
Kv – Skúli
09.02.2008 at 18:06 #613464Ef það er satt að GSM náist í Setrinu, er OGvota gjörsamlega að drulla yfir símann, og síminn búinn að skíta upp á bak og klessa lortinn í hnakkann.
Ég veit samt ekki hvort maður á að vera glaður yfir því GSM náist í Setrinu, enda er GSM sími eitt mesta tákn láglendisvæðingar. Maður verður oft glaður þegar GSM dettur úr sambandi, þá fær maður frekar þá tilfinningu að maður sé komin til fjalla og færið að versna
Góðar stundir
09.02.2008 at 18:14 #613466Það er nú það skemmtilega við öll þessi tæki að það er hægt að slökkva á þeim ef manni langar til að vera sambandslaus….
Og ég hef nú heyrt um vana fjallamenn sem hafa setið fastir á láglendi – eða svo gott sem, Heyrði meira að segja af nýlegu dæmi þar sem að 44" patti sat fastur og var þá sem betur fer í gsm sambandi og gat hringt eftir hjálp……. Þannig að það er nú greinilega ekki alltaf ávísun á betri færð að vera í gsm sambandi
Benni
09.02.2008 at 19:03 #613468Datt í hug að bæta þessu inn í umræðuna enda er hún að verða fjörleg. Það er rétt sem fram kom hér að ofan þá geta allir hringt í 112 þrátt fyrir að ekki sé reikisamningur milli símafélaga. Þannig er öryggi almennings borgið. Þegar talað er um fjarskipti fyrir fjallamenn er tvennt sem skiptir máli, annarsvegar dekkun og hinsvegar gerð fjarskiptanna (sími, talstöð,ferilvöktun og gagnaflutningur svo eitthvað sé nefnt) Í dag hefur ekkert fjarskiptakerfi eins mikla dekkun og TETRA. Í rekstri eru 135 sendar víðsvegar um landið sem eru 15 fleiri en áætlanir gerðu ráð fyrir að væru í rekstri árið 2007. Á þessu ári verða 154 sendar komnir í rekstur. Neyðarlínan og Vodafon hafa gert með sér samkomulag um að GSM sendar verði í flestum háfjallastöðum sem Neyðarlínan er að setja upp. Það er gert til að tryggja að þeir sem eru með GSM að geta náð í 112 þegar aðstoðar er þörf og er gríðarlegt hagsmunamál auk betri þjónustu fyrir viðskiptavini Vodafone. Á þessu ári verða settir upp 17 fjallasendar þar af 6 sem reknir eru á rafstöðvum. Það er búið að setja upp TETRA og GSM sendi á Steinnýjarstaðarfjall á Skaga sem dekkar stórann hluta af Ströndum, nánast allan Skagann og leiðina á Siglufjörð. Neyðarlínan á mannvirki á fjallinu sem er í um 645 m hæð. Einnig er búið að setja senda upp á Grímsfjalli og Breiðbak en eftir er að koma rafstöðvum á staðinn til að unnt verði að taka kerfið í rekstur. Einnig verður settur upp sendar á Vaðöldu, Grjótárhnjúk, Snjóöldu, Reykjafell, Bláfell, Ásbrandsfjall/Hveravelli, Svartárkot svo eitthvað sé nefnt. Miðað er við að 96% dekkun verði komið árið 2009. TETRA er öryggis- og neyðarfjarskiptakerfi fyrir viðbragðsaðila. Kerfið hefur reynst mjög vel í vetur í fjölmörgum verkefnum. Neyðarlínan mun fjárfesta fyrir 120 millj. á þessu ári í nýjum fjarskiptastöðum þar sem ekki eru viðskiptalegar forsendur fyrir rekstri almenns fjarskiptakerfis. Það er gert til að koma á móts við þarfir björgunarsveita, vísinda- og rannsóknaraðila á hálendinu og annarra sem þurfa á þjónustu að halda utan núverandi fjarskiptakerfis. Verið er að mæla dekkun með sérstöku mælitæki til að unnt sé að velja nýja staði fyrir senda. M.a. er verið að mæla Langjökul af gefnu tilefni en hann er að mestu dekkaður sé miðað við handstöð og útiloftnet. Það er um 1.0 km við Þursaborg sem er í lélegu sambandi sem lagast í sumar með sendi á Hveravallasvæðinu. Eins verður svæðið milli Bláfells og Hvítár einnig dekkað. Aðalatriðið er að meiri dekkun gagnast öllum bæði almennum ferðamönnum og björgunaraðilum. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið allra.
Kv til hinna ótrúuðu.
09.02.2008 at 22:43 #613470Sælt veri fólkið. Sumstaðar á hálendinu er dálítið einkennilegt samband. Ég get nefnt að í Gilinu við Landmannahelli er nokkuð gott samband með GSM í öðrum glugganum í borðkróknum en ekkert í hinum glugganum. Besta sambandið á pallinum við nýju húsin er við eystri stigann. Í varðarhúsinu er búið að nota gamlan GSM síma með stefnuvirku útiloftneti í nokkur ár til samskipta og við posann. Þar í kring er ekkert GSM smband þó að maður labbi uppí Hellisfjall en norður við nýrri húsin er hægt að hitta á samband með því að ganga um og fínt samband stutt fyrir ofan borholuna. Þar er stefnan á Búrfell líka lægra í Sauðleysunni ,næstum í Lambaskarði.
Á Veiðivatnasvæðinu er mjög víða gott GSM samband enda sést víða mastrið á Vatnsfelli. Við höfum töluvert leitað að nothæfu GSM sambandi í Landmannalaugum ,en það fannst punktur uppí Laugahrauni um 150 metra frá hesthúsinu en það er of langt frá fyrir posa. Ég fann fyrir mörgum árum nothæfan punkt fyrir Benefon NMT handsíma á göngustígnum að lindunum 36 metra frá pallinum .Ekki náðist þar í haust og varð ég að fara austur að hesthúsi. Þetta stendur nú allt til bóta ef settur verður sendir á Snjóölduna eins og Jón segir hér á undan. Bara svona smá innlegg. Kveðja Olgeir
10.02.2008 at 10:10 #613472Þessir 15 viðbótar tetra sendar eru örugglega ekki á hálendinu heldur er þeim bætt við til að stoppa í götin sem eru í byggð. Síðast þegar ég vissi var langt í land með að það kláraðist. enda er cellustærð tetra ekki nema lítið eitt stærri en gsm í fjallendi og borgum og sendarnir miklu færri. Ekki veit ég nákvæmlega hvaðan þetta GSM samband kemur sem er í Setrinu en ef útbreiðslukortið er skoðað sést að það er að að koma langt að og líklega frá Vatnsfelli en það eru rúmir 50 km. Ef það er rétt þá eru 60 km GSM sendar staðreynd. Þagar búið er að setja upp annan sendinn (tetra eða gsm) kostar bara brot að bæta hinum við, svo líklegt er að samband á gsm og tetra muni haldast nokkuð í hendur í frammtíðinni sérstaklega þar sem cellustærðinn vriðst vera orðin sambærileg þetta er reyndar eithvað sem ég er bún að röfla um áður hér.
10.02.2008 at 11:53 #613474Það er gert ráð fyrir 17 TETRA sendum á fjöll og auk þess 10-14 í byggð til að stoppa í göt. Einnig verða settir upp endurvarpar í sama tilgangi. Fjöldi þeirra verður ákveðin eftir útbreiðslumælingar. GSM sambandi í Setrinu kemur frá sendi á Búrfelli og er sjónlína um 70 km. Þess vegna er ekki innanhússdekkun. Tetra merkið kemur frá Skrokköldu og er 31 km frá Setrinu. Þórhallur
10.02.2008 at 12:54 #613476Frá búrfelli erum við að tala um 71 km og þetta er ekki alveg sjónlína því á milli bera öll öræfin á gnúpverjaafrétti en þau eru í yfir 800 metrum þarna á milli, Búrfell er bar 680 og setrið er í 700 þetta er göldrum líkast.
10.02.2008 at 16:50 #613478Það má heldur ekki gleymast að það eru engin alvöru loftnet á þessum símum sem verið er að nota til að ná sambandi á í Setrinu núna, því hlýtur að vera hægt gera enn betri hluti með gemsa og loftneti. Á hvaða tíðni eru þessir ofur sendar veistu það Þórhallur eða einhver ?
10.02.2008 at 17:03 #613480Ég er nokkuð viss um að þetta er á 900 MHz, annars gengi þetta ekki með venjulegum símum. Með góðu Yagi beam loftneti þá ætti að vera hægt að nálgast 120 km. t.d. frá Háubungu við Grímsvötn í Búrfell.
Ein leið væri að setja síma (með handfrjálsum búnaði) í stað tvípólsins, reflector fyrir aftan og nokkur styttri element fyrir framan.
Guinness félagið er búið að bóka skálana á Grímsfjalli um næstu mánaðamót-Einar
10.02.2008 at 20:02 #613482Frá starfsmanni vodafone;
Varðandi drægni kerfisisn, þá er það staðreynd að þetta kerfi er mjög háð sjónlínu, sérstaklega á það við eftir því sem fjarlægð í sendi eykst. Þannig að í háldendi Íslands þá er viðbúið að margir dalir og erfið svæði verða ódekkuð. Til dæmis verður mjög erfitt að með fjallabaksleiðirnar svo dæmi sé tekið, það getur hver maður séð sem skoðar kort með góðum hæðarlínum.
þá er það ansi gróft og þ.a.l. ýmis minni skuggasvæði sem erfitt er að merkja sérstaklega á það. Það ætti því ekki að taka það of alvarlega.
11.02.2008 at 13:05 #613484GSM samband í setrinu kemur frá sendi á Vatnsfelli og sambandið á líklega eftir að batna þegar fleiri sendar koma inn á næstu vikum/mánuðum.
11.02.2008 at 14:10 #613486sælir ég sá að Ofsi var að biðja um staðfestingu á gsm sambandi. Ég fór á þorrablót um helgina og hringdi tvö símtöl úr Vodafone GSM símanum mínum, annað frá lauginni við Nautöldu, það var ekki gott samband en samband engu að síður, hitt var hringt af planinu við Setrið og þar var mjög gott samband.
Annað atriði sem menn gleyma stundum er handtækið sjálft, nú eiga næstum allir GSM síma og hægt að fá síma fyrir 5000 kall, sem er heldur minna en Tetra eða hvað þá CDMA xxx sem enginn hefur séð nokkur tæki fyrir.
ÞA
11.02.2008 at 14:24 #613488Eigendur Nokia tækja geta fljótlega keypt loftnets-kit fyrir bílinn hjá Vodafone. hef svosem ekki mikið meiri upplýsingar um það að svo stöddu.
ÞA
11.02.2008 at 21:14 #613490Sælir. Ef þessi tilraun hjá Vodafone heppnast eru þeir að jarða Símann. Mig langar að sjá hér á spjallinu hvernig gengur að ná sambandi með GSM símum á Laugasvæðinu á næstunni. Ég hef í nokkur ár verið með útiloftnet á bílnum inná afrétti og það munar verulega yfirleitt. Gallinn er að gamli 5110 síminn minn er nánast orðinn ónýtur. Gamlir nokia 6110,6210 eða 6310 hafa verið notaðir af vörðunum við Landmannahelli með stefnuvirku útineti frá Sigga Harðar . Þessir gömlu símar virðast líka oft ná betur en margir þessir tæknilegu nýju símar .Sem sagt reynslusögur vel þegnar. Kveðja Olgeir
11.02.2008 at 22:01 #613492Hvernig virkar það ef það á að vera opið í 112 úr öllum símum? Ef ég er með GSM frá Símanum og utan þjónustusvæðis Símans en innan svæðis hjá Vodafone þá að öllum líkindum sýnir síminn minn ekkert signal, er þá einhver ástæða til að reyna hringja í 112?
11.02.2008 at 22:27 #613494Þá kemur "Emergency only" á skjáinn og þú getur hringt í 112. Neyðarnúmerið er ekki háð því hvaða þjónustuaðila þú ert hjá heldur bara hvort að síminn sé í sambandi við einhvern GSM sendi.
12.02.2008 at 12:17 #613496Er ekki alveg að fatta hvaða ástæður eru fyrir því að Síminn getur ekki verið aðili að þessu langdræga kerfi Vodafóns. Það hlýtur að vera viðskiptalegs eðlis. Mér hefði samt fundist eðlilegt að báðir aðilar hefðu gert gagnkvæman samning um reiki á milli dreyfikerfa. Nú hlýtur aðeins að vera farið að jafnast samkeppnisstaðan hjá báðum aðilum. Spurning hverjir eru bestir að þrýsta á þetta???
Annars er ekkert stórt vandamál að vera með frelsiskort sem maður notar þega farið er inn á svæði Vódafóns og jafnvel hægt að láta hringinguna elta sig til að þurfa ekki að vera að vandræðast með of mörg símanúmer.
12.02.2008 at 13:40 #613498Það er nákvæmlega enginn ástæða fyrir Voda að hleypa símanum inn á svæði sem Vodi er einn með dekkun á, því síminn hefur í gegnum árinn markvisst reynt að eiga fyrir sig sjálfan senda sem eru á útjaðri dreifikerfisins til að ná fram sterkri stöðu hjá hagsmunahópum og eru símamenn hér að fá að kynnast eigin meðölum –
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.