Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › GSM – CDMA
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.03.2008 at 11:55 #202116
Það virðist vera svo að síminn komi til með að bjóða GSM í stað CDMA með langdrægar lausnir í huga allavega kom í morgun með póstinum kynningarbæklingur sem gefur það sterklega til kynna.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.03.2008 at 14:41 #617800
Er þá ekki spurning um að kaupfélagið fari að finna alvöru gsm bílasíma með mögnurum og alles ?
Annars var ég að heyra af gsm símum sem eru fyrir tvö sim kort – þannig er hægt að vera með bæði síman og vondafon í sama tækinu og hámarka möguleikana á sambandi….
Benni
17.03.2008 at 15:53 #617802Já það er morgunljóst að CDMA verður ekki fyrir valinu, farið verður beint í G3. Skv útbreiðslumyndum þá ætti það að vera mun öflugra kerfi en GSM/MNT en við vitum nú allir hvernig það er í raunveruleikanum.
Það verður gaman að sjá þróunina næsta haust á verðum á þessum símtækjum og áskriftarmöguleikum sem verða í boði. Ég er svona fyrst um sinn ekkert sérstaklega bjartsýnn …..
kv
Agnar
17.03.2008 at 16:08 #617804CDMA er dautt, lengi lifi GSM 😉 Ég fékk einmitt þennan póst líka í dag. Vonandi að fulltrúi Símans verði nú fáanlegur til að kynna þessi áform nánar fyrir þessum stóra hagsmunahópi sem félagar 4×4 eru.
17.03.2008 at 17:08 #617806Jæja Þá er fyrsta aðvörun kominn inn um bréfalúguna og þær verða fleiri
hvena þeir slögna á NMT og gsm G3 tekur við í haust og mun g3 vera kintur þegar nær dregur við munum fá meiri póst um þetta svo maður bíður eftir næsta bréfi
kv,,,MHN
17.03.2008 at 17:49 #617808Siminn hefur verið að prófa tvö þriðju kynslóðar farsmímakerfi, sem bæði byggja á CDMA tækni. Annað kerfið fylgir stöðlum frá sömu aðilum og GSM, og er sambærilegt við kerfið sem Síminn og Nova reka í þéttbýli, nema að langdrægi hlutinn vinnur á sömu tiðnum og 900 MHz GSM, í þéttbýli eru notaðar tíðnir nærri 2100 MHz. Þetta kerfi heitir UMTS og notar tækni sem kallast W-CDMA. Þetta er líklega það kerfi sem verður fyrir valinu. Hitt kerfið nefnist CDMA2000 og vinnur á sömu tíðnum og NMT notar, 450 MHz. Síminn er búinn að frá leyfi til þess að nota NMT tíðnirnar fyrir CDMA2000, en virðast ætla að falla frá því.
Einn galli við UMTS/900 kerfið er að það er varla tilbúið og símtæki fyrir það eru ekki komin á markað. Sjá [b:zyguwfyu][url=http://www.siminn.is/um-simann/frettasetur/nanar/store63/item57086/:zyguwfyu]frétt á vef símans.[/url:zyguwfyu][/b:zyguwfyu]Bæði þessi kerfi hafa þann ókost, samanborið við 1G (NMT) og 2G (GSM/Tetra), að símar sem eru nær stöð fá forgang fram yfir þá sem eru lengra í burtu. Þannig að ef notandi sem er nærri stöð fer að hlaða niður miklu af t.d. myndum, þá er hætta á að þeir sem fjær eru komist ekki að.
-Einar
17.03.2008 at 21:58 #617810eins og líklega allir sem eru skráðir fyrir NMT-síma. Hvað um það, mér sýnist að maður hafi tekið rétta stefnu með því gera ekki neitt fyrr í vetur. Segðu okkur Einar, hefur maður ekki skilið það rétt að það séu líkur á því að maður sé í betra sambandi með "útiloftneti"? – Ég er nú kannski alveg eins að hugsa um fiskiskipið mitt (!) eins og bíl.
17.03.2008 at 23:12 #617812Það er svo augljóst að Síminn er bara að eltast við Vodafone og sér að fljótlegra er að setja upp langdrægt GSM heldur en CDMA2000 kerfi. Það er synd að gróða sjónamið verði gæðum að falli því það gefur auga leið að 450mhz tíðni næst betur en 900mhz. Síminn er einfaldlega að reyna að stoppa okkur svo við förum ekki yfir til Vodafone. Eru bara að auglýsa kerfi sem er ekki til.
kv,
HG
18.03.2008 at 17:34 #617814þetta er óheillaþróun, en eins og bæklingurinn lítur vel út þá stefnir allt í að við verðum með fjölmörg kerfi sem öll eru miklum takmörkunum háð og sorglegt að ekkert símafyrirtækjana sjái sér hag í að vera með símkerfi sem vinnur á 450 MHz og þar af leiðandi langdrægt í alvöru. ég legg til að við förum að dusta rykið af gömlu gufunesstöðvunum sem eru í raun eina alvöru öryggistækið. ég er mjög hræddur um að við förum að sjá alvarleg slys sem má rekja til lélegs sambands og ef það gerist þá má alveg réttlæta að henda öllum þessum kerfum og setja upp alvöru langdrægt kerfi.
kv. Freyr
18.03.2008 at 18:21 #617816Ég vil bara benda á eina staðreynd, NMT, hvað sem það kann að hafa verið gott í minningunni, er mjög sjónlínuháð (þó ekki eins og GSM) og ég man eftir fullt fullt af stöðum sem voru alltaf NMT sambandslausir.
Það er reyndar staðreynd að á síðustu árum hefur NMT dalað allverulega.
.
Eftir allan þennan graut með langdrægt GSM, CDMA, TETRA og ég veit ekki hvað og hvað… Þá hef ég ákveðið að treysta ekki á neitt af þessu.
SSB (Gufunesstalstöðvar) eru, að mínu mati besti kosturinn, tíðnibandið er opið fyrir almenningi (nánast) og þarf engin amatör réttindi fyrir slíkt.
Ég er með SSB stöð í jeppanum, og ætla mér að hafa hana áfram. Þarf reyndar að laga loftnetið (brotnaði í veðralátum upp við langjökul) en annars er ég alltaf með kveikt á henni um helgar þegar ég fer á fjöll.
Þar af leiðandi hvet ég fólk sem hefur SSB í jeppanum að vera með þær tengdar og kveikt á þeim þegar þau ferðast, það er aldrei að vita hver er að hlusta.
.
Einnig er hægt að fá fínar SSB stöðvar á ágætis verði (kosta svipað og stök TETRA handstöð) sem væri hægt að setja inn sömu tíðni og er á Gufunesstöðvunum. Þær eru mun nettari en gömlu hlunkarnir og myndi ég alvarlega skoða þann valkost.
.
En þetta hefur þegar verið rætt á öðrum þráðum, og ætla ég ekkert að fara dýpra í það.
Einnig, ef einhver ætti SSB stöð og loftnet og allan pakkan, og væri til í að lána í tilraun með hlustunarmöguleika væri það frábært.
.
En þetta eru bara mínar pælingar.
kkv, Úlfr.
E-1851
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.