This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Karl Guðnason 19 years ago.
-
Topic
-
Hér á forsíðunni okkar má nú sjá könnun þar sem félagsmenn eru spurðir hvers vegna þeir hafi gengið í Ferðaklúbbinn 4×4. Gefnir eru upp nokkrir valmöguleikar. svo sem afslættir, fundir, skálar o.fl.
Ég sakna þess að sjá ekki á þessum lista lið sem gæti verið hagsmunamálin eða málefni. Þar á ég við þann grundvöll sem klúbburinn byggir á, þ.e. baráttuna fyrir því að mega aka á breyttum jeppum og að mega aka um hálendið. Fyrir tilstill ferðaklúbbsins er okkur kleift að aka löglega á breyttu jeppunum okkar. Einnig hefur klúbburinn staðið vörð um ferðafrelsi á landinu en á því sviði hefur hvað harðast verið sótt að okkur í gegn um árin.
Ég tel að þessi vinna Ferðaklúbbsins hafi skapað hundruðum manna atvinnu bæði við breytingar á jeppum og í ferðaþjónustu og stórlækkað kostnað við rannsóknir á hálendi og jöklum.
Það hefur oft verið sótt hart að okkur jeppamönnum og Ferðaklúbburinn 4×4 er okkar málsvari.
Ferðaklúbburinn þarf að halda vöku sinni á þessu sviði.
Kveðja
Hjalti
You must be logged in to reply to this topic.