FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Gróf mismunun

by Karl GuðJónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Gróf mismunun

This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 14 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 06.03.2011 at 15:07 #217798
    Profile photo of Karl GuðJónsson
    Karl GuðJónsson
    Participant

    Komið þið sælir, ég ákvað að setja þenna spjallþráð líka hér inn.

    Ég ætla ekki að ræða lokanir á slóðum innan þjóðgarðsins að þessu sinni, látum það aðeins liggja á milli hluta.
    (Gaman væri ef einhver 4×4 félagsmaður myndi setja þetta inn á spjallið hjá 4×4, þar sem ég er ekki félagsmaður)
    Mig langar að vekja athygli á öðru og öllu alvarlegra máli, að mínu mati, í reglum/lögum um þennan blessaða þjóðgarð. Máli, sem mun skemma miklu meira fyrir okkur öllum sem ferðast munu innan garðsins á eigin vegum.
    Ég er að tala um þá grófu mismunun sem gerð er á milli ferðafólks. Eins og þið vitið kannski, þá mun fjölskyldu á eigin bíl verða óheimilt að reisa hefðbundið útilegutjald á miðjum öræfunum, en göngufólki er það hinsvegar heimilt.
    Sem sagt, allur meginþorri íslenskra ferðamanna verður skikkaður á tjaldsvæði í eigu ferðaþjónustuaðila, sem getur rukkað að vild. Þetta er langmesta svívirðan í þessum þjóðgarði og ég skil ekki hvað menn hafa rætt þetta mál lítið.

    Ég er að ljúka við langt bréf sem ég ætla að senda öllum þingmönnum í umhverfisnefnd alþingis, varðandi þessa svívirðilegu mismunun sem getur ekki staðist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

    Einnig mun ég senda umhverfisráðherra svipað bréf, ásamt ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins.
    Þegar og ef ég fæ svör þá mun ég birta þau hér á spjallinu, ef þau gefa leyfi fyrir því.

    Hér kemur smá bútur úr símafundi stjórnar þjóðgarðsins, sem haldin var þann 2. Júlí 2010

    http://www.vatnajokulsthjodgardur.is/me … 020710.pdf

    Þar kemur m.a. eftirfarandi fram:

    Ýmsar athugasemdir

    Tjöldun

    (Tilvitnun hefst)
    Andmælt er mismunun sem kemur fram í því að akandi gestir mega ekki tjalda til einnar nætur
    utan skipulagðra tjaldsvæða. Það skerði verulega möguleika akandi gesta til að upplifa
    náttúruna og ferðast með fjölskyldur. Ennfremur sé gisting á þjónustusvæðum aðeins í boði
    eins ferðaþjónustuaðila sem ráði verðlagningu að vild. Ákvæðið útiloki trússferðir sem njóti
    vaxandi vinsælda.

    Allmargir gerðu athugasemd við það að aðeins göngufólki væri heimilt að tjalda til einnar nætur
    utan skipulagðra tjaldsvæða. Þannig væri gestum þjóðgarðsins mismunað eftir ferðamáta og
    gert að kaupa þjónustu þess ferðaþjónustaðila sem starfar á hverjum slíkum stað. Ákvæðið
    útiloki líka trússferðir innan þjóðgarðsins (tilvitnun lýkur).

    Hér kemur skýrt fram að þetta skerði verulega ferðafrelsi mitt og ég sé þar að auki skikkaður á einkarekið tjaldsvæði sem geti rukkað mig að vild! Vandamálið og brotið er þar með viðurkennt.
    Á fundinum kemur einnig fram að stjórn þjóðgarðsins muni fara fram á það við Umhverfisráðuneytið að reglurnar verði rýmkaðar.

    Þann 28. Febrúar síðastliðin, samþykkti Umhverfisráðherra, Stjórnunar- og verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð. Ekkert hafði breyst þar hvað varðar mismunum á milli ferðafólks þegar kom að tjöldun.

    Baráttukveðja,
    Stefán Þ. Þórsson

  • Creator
    Topic
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)
  • Author
    Replies
  • 06.03.2011 at 16:33 #722422
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Tjaldbannið var fest í reglugerð gegn mótmælum Samút og fleiri, sjá 10undu grein:
    http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/We … %C3%B6kuls

    Mér er ekki kunnugt um hver fór fram á tjaldbannið, en það er oftast háttur stjórnsýslunar að setja fleiri bönn en færri.
    kveðja Dagur





    06.03.2011 at 22:51 #722424
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Ég sé strax tvær leiðir fram hjá þessu rugli:

    1. Labba með tjaldið spölkorn frá bílnum áður en maður tjaldar. Er maður þá ekki orðinn fótgangandi ?

    2. Fjárfesta í húsbíl, camper eða sambærilegu farartæki. Landvörður getur varla með nokkrum rétti skikkað dauðþreyttan og syfjaðan bílstjóra til að halda áfram akstri. Ég tala nú ekki um ef maður hefur verið svo forsjáll að fá sér aðeins í tána fyrir svefninn.

    Ágúst





    07.03.2011 at 07:38 #722426
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    [quote:1pfdhg7n]Þetta er langmesta svívirðan í þessum þjóðgarði og ég skil ekki hvað menn hafa rætt þetta mál lítið.
    [/quote:1pfdhg7n]

    Þetta er vissulega ljótt þó að þetta sé kannski ekki mesta svívirðan, þær eru margar aðrar og jafnvel verri en þessi.

    Þetta sýnir okkur greinilega hvað Vatnajökulsþjóðgarður ef fjandsamlegur fjölskyldunni.

    Fjölskyldufólk á ekki uppá pallborðið hjá þeim sem hatast úr í allt vélknúið og vilja ekki að nokkur njóti hálendisins nema geta gengið langar vegalendir. Hræsnin hjá flokki Svandísar er því mikil hvað þetta varðar, hinum fjölskyldu og mannvæna stjórnmálaflokk.

    Eftir því sem ég skoða þetta mál betur sé ég hvað þetta er glórulaust alltsaman: Lagt upp undir merkjum náttúruverndar en endar með því að hagsmunaaðilar hugsa bara um rassinn á sjálfum sér og njóta til þess aðstoðar ofstækisfólks sem hatast úr í allt vélknúið og auðtrúa almennings sem heldur í illa upplýstri tilveru sinni að leiðin til bættrar náttúrverndar sé að taka ferðafrelsið af almenningi.

    Sorglegt að skattfé okkar skuli fara í að greiða laun fyrir svona óskapnað sem VÞJ er að verða.





    07.03.2011 at 08:37 #722428
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    [quote="wolf":2l774n3u]2. Fjárfesta í húsbíl, camper eða sambærilegu farartæki. Landvörður getur varla með nokkrum rétti skikkað dauðþreyttan og syfjaðan bílstjóra til að halda áfram akstri. Ég tala nú ekki um ef maður hefur verið svo forsjáll að fá sér aðeins í tána fyrir svefninn.[/quote:2l774n3u]

    Þjóðgarðsverðir hafa vald til að reka
    þá sem eru akandi og stöðva sína
    bíla, á þjónustusvæði. Akandi er
    óheimilt að stoppa og leggja sig á
    milli þjónustusvæða.

    sjá neðst á síðustu síðunni hér: [url:2l774n3u]http://www.f4x4.is/attachments/1151_ferdafrelsi.pdf[/url:2l774n3u]





    07.03.2011 at 11:20 #722430
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Eins og Dagur bendir á er þetta tjaldbann ekki að koma núna með verndaráætluninni heldur kom í reglugerðinni sem var sett fyrir tæpum 3 árum og verndaráætlunin þarf að vera í samræmi við reglugerðina. Þessari baráttu var því tapað fyrir 3 árum. Ef menn vilja vita um sökudólginn þá er það náttúrulega sama stjórn þjóðgarðsins og gekk frá verndaráætluninni. Af því Dagur er að velta fyrir sér hver hafi beðið um þetta þá er tilfinning mín að svona ákvæði komi inn af því menn eru að horfa of mikið á skipulögðu svæðin, s.s. gömlu þjóðgarðana í Skaftafelli og Ásbyrgi. Þar getur svona ákvæði átt við, það er nefnilega ekki óalgengt að menn tjaldi rétt hjá skipulögðum tjaldsvæðum, nýti þjónustuna en telji sig ekki þurfa að borga. Eða einfaldlega skíta undir hvern stein þannig að stórvarasamt er að reka tánna í steinvölu. Vissir hópar sérlega slæmir með þetta þó ég fari ekki nánar út í það.
    En í hinum víðfemu svæðum Vatnajökulsþjóðgarðs á þetta engan vegin við, en það voru menn ekki að skilja. Þetta þýðir að þeir sem ferðast akandi er betra að vera ekki að drolla mikið við náttúruskoðun og eins gott að láta sér ekki detta í hug að taka eins og einn tind á leiðinni því þá ná menn ekki á náttstað. Eins útilokar þetta gönguferðir með trúss þar sem skilyrði fyrir rýmri tjaldheimild er að ganga með allan farangur á bakinu.
    Kv – Skúli





    07.03.2011 at 11:54 #722432
    Profile photo of Ragnar Þórðarson
    Ragnar Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 28
    • Svör: 202

    Ég er nú jafnmikill jeppakall og sá næsti og birsti mig við hvern þann sem vegur að jeppamenningu Íslands, að við séum svona og svona… En núna þarf ég að taka upp hanskann fyrir náttúrunna, því miður gegn mínu eigin fólki!

    Vandamálið er ekki náttúruverndin eða göngufólkið… vandamálið eru svörtu sauðirnir sem hafa komið ár sinni þannig fyrir borð að hún spillir fyrir okkur hinum sem ferðumst með skynsemi og nátturuvernd efst í huga. Einmitt þeir sem keyra þessa tíu metra út í móa til að koma 15kg fjölskyldutjaldinu, borðinu, stólunum, gashellunni, kæliboxinu og restinni af 500kg farangrinum að tjaldstæðinu eru ástæðan fyrir svona reglugerðum. Það eru til svo margir latir og lélegir jeppamenn, eflaust fleiri en við teljum, sem eru aktíft að skemma fyrir okkur hinum. Sjáið bara Arnarvatnsheiðina, menn nenna ekki einu sinni að skilja bílana sína eftir á stæðum eða við veginn heldur er komið moldarsvað sem hægt er að lesa úr hin og þessi hjólbarðamunstur alveg niður að vatnsborði. Ég hef séð fituhlunk sitja á tail-gatinu á 38" hiluxinum sínum meter frá vatnsborðinu, eftir að hafa bakkað tugi metra frá næsta vegi yfir gróið land, með stöngina í annarri og bjórinn í hinni! Og þá skiptir holdafar, bíltegund eða dekkjastærð engu máli fyrir þá sem ætla að æsa sig yfir orðalaginu.

    Það að göngufólk sem ber max 20-25 kg bakpoka með helstu nauðsynjum fái að njóta þeirra hygglinda að tjalda skv. almannarétti innan friðlands er ekki mismunun, bara skynsemi. Það fólk skilur ekki eftir sig moldarsvað eftir næturgistingu eða hjólför sem sjást þegar barnabarnabarnabörn þeirra ferðast um þetta svæði. Það eru auðvitað svartir sauðir í þeim hópi sem öðrum og þeir mega vel við því að líta í eigin barm.

    Við þurfum bara að taka okkur saman í andlitinu, hætta að grenja yfir þeim lögum og reglum sem hefur þurft að setja á okkur út af slóðaskap svörtu sauðanna og vinna með ríkinu og sveitarfélögum til að gera jeppamennsku aftur skemmtilega en ekki litna hornauga.
    Það hefur verið frábært að sjá hvað klúbburinn hefur verið virkur í landgræðslu, stikun og annarri náttúruvernd og skömm að ríki og sveitafélög skuli ekki leggja meira til í þessari vinnu, en það skiptir litlu máli hvað klúbburinn og kjarni hans gerir ef meirihluti jeppamanna á Íslandi, félagar eða ekki, aka um landið með öllum sínum litlu (stundum stóru) undartekningum á hvar má og hvar má ekki aka pínulítið utanvegar. Við þurfum öll að taka þátt í þessari nátturuvernd og gera okkar til að við öðlumst aftur traust sem náttúruunnendur.

    Það að við gætum þurft að ganga svo sem eina dagleið til að sjá perlur sem áður var hægt að skoða frá hlýju bílsins er ekki heimsendir, við gætum jafnvel komist í betra form, annað en þetta kúluform sem einkennir marga jeppamenn :) Svo höfum við vetrarríkið nánast út af fyrir okkur og engir göngugarpar að þvælast fyrir.

    Og fyrir þá sem vilja gera eitthvað spin-off af þessu þá vinsamlegast sleppið því, ég er bara að taka fyrir "fjölskyldan á heimilisbílnum sem má ekki tjalda nema á merktum tjaldstæðum í þjóðgarði Vs. Göngufólkið sem má tjalda skv. almannarétti í þjóðgarði".

    //Rétt áður en ég sendi kom gott komment frá Skúla… Þetta er þá ágætis spark í rassinn á stjórnvöldum sem bera ábyrgð á þessu svæði að koma upp sómasamlegri aðstöðu víðar… er það ekki?//





    07.03.2011 at 13:34 #722434
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Nú á ég konu sem er ferðamálafræðingur og hefur mikkla unun á útivist og ferðamennsku. Hún er í þeim vítahring að vera með liðagikt sem er afar óvenjulegt fyrir jafn unga konu… eða eins og hún lýsir því þegar hún fer til giktarlæknisins þá mætir hún gömlu fólki sem er að koma frá lækninu og þegar hún fer út mætir hún aftur gömlu fólki sem er á leiðinni til læknisins… Þetta er ekki meðfæddur sjúkdómur og hún bað ekki um að fá þennan sjúkdóm held þetta byrjaði upp úr þurru vorið 2009
    vítahringur… afhverju.. jú þetta er í stórum liðum, úlnliðum, ökklum og við þessu þarf hún m.a. að taka stera sem veldur því að hún bætir á sig sem m.a. tekur doldið á sjálfstraustið… hún getur ekki farið í ræktina og sprikklað það af sér eins og við hin því að hún er með liðagikt mannstu þannig að þetta er vítahringur…. ef ég læt hana hafa síman hjá þér ertu þá til í að segja henni að hún "þurfi að ganga svo sem eina dagleið til að sjá perlur sem áður var hækt að keyra að og það sé ekki heimsendir" eða ertu kanski búinn að átta þig á því að hún getur ekki farið í fjallgöngur.
    Það er frábært fyrir hana að geta svo að segja séð jafn mikið af landinu eins og hver annar íslendingur… hún auðvitað missir af æðislegum perlum eins og lónsöræfum og hornströndum þar sem eru engir vegir en núna á að fara að taka frá henni og [b:nwe4mu2a]öllum hinum íslendingunum sem eru með sjúkdóma, hreyfihömlun eða geta ferðast á tveim jafnfljótum[/b:nwe4mu2a] staði/perlur þar sem eru vegir nú þegar [b:nwe4mu2a]og hafa verið í tugi ára[/b:nwe4mu2a] án þess að skaða nokkurn.
    Rökin þín eru afþví að svartir sauðir skemma…jú það rétt… en eigum við þá ekki að loka öðrum stöðum/perlum líka svo svörtusauðirnir skemmi ekki þar líka…. er ekki fjallabakið friðland???

    Það er orðið svo þvílíkt búið að hræða líftóruna úr okkur jeppafólki að það liggur við að maður þurfi að keyra út í kannt og stoppa ef maður mætir einhverjum en þá er maður kærður fyrir utanvegaakstur. Þetta er orðin algjör þvæla og ég neita að begja mig meira.

    Kv.
    Óskar Andri
    R-3237





    07.03.2011 at 14:04 #722436
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Skúli minn, þú gleymir því að reglugerð er ekki náttúruhamfarir sem ekkert er hægt að gera við. Reglugerðir eru mannanna verk, og það er jafn auðvelt að breyta reglugerðinni einsog það var að setja hana saman, ef viljinn er fyrir hendi. Það er nefnilega hægt að skipta um skoðun ef fyrir því eru góð rök, menn er af því meiri menn að geta keypt góð rök. Það hefur einmitt verið þinn eiginleiki.

    Óskar minn samhryggist með konuna, það vill oft gleymast hjá þeim fullfrísku að það eru til þeir sem ekki geta ferðast á sama máta og fullfrískir.





    07.03.2011 at 14:38 #722438
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Nei Jón ég er ekkert að gleyma því en það var bara ekki það sem var verið að ræða um. Við skulum allavega reikna með því að það fari fljótlega í gang endurskoðun á reglugerðinni og þá er að sjálfsögðu hægt að taka þennan slag aftur.
    Ragnar er með beittan pistil og í sjálfu sér punktar í honum sem eiga rétt á sér. Ég held hins vegar að á þeim stöðum þar sem þetta ákvæði kemur til með að vera hindrun séu aðstæður yfirleitt þannig að það valdi ekki skaða þó menn tjaldi og jafnvel dragi fram tjaldborð og stóla og gasgrill. Gæsavatnaleið er ágætt dæmi, ef þú ætlar hana og t.d. ganga á Kistufell í leiðinni er tíminn mjög tæpur að ná á náttstað í Dreka, En þú skemmir enga náttúru með því að koma þér upp næturstað á melunum neðan við fellið. Nú er þetta svæði að vísu ekki ennþá orðið hluti garðsins en þess verður örugglega ekki langt að bíða. Sama má segja um Bárðargötu frá Hágöngulónu og suður úr. Ef þú ætlar að gera eitthvað fleira á þeirri leið en bara keyra (t.d. njóta náttúrunnar sem er jú tilgangur þjóðgarðs), þá ertu í slæmum málum.
    Við viljum kannski ekki endilega fá skipulögð tjaldsvæði út um allt, heldur fá að búa okkur næturstað í sátt við náttúrna. Það er að vísu rétt að þá þurfa menn að kunna að ferðast eða fá leiðbeiningar um það, t.d. hvernig þú gengur frá hægðum þínum en of margir virðast halda að þá sé nóg að lyfta einum stein og losa undir hann, en það er bara spurning um fræðslu og leiðbeiningar.
    Kv – Skúli





    07.03.2011 at 16:03 #722440
    Profile photo of Ragnar Þórðarson
    Ragnar Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 28
    • Svör: 202

    Ok ég á eftir að fá svo mikinn haturspóst núna…

    Náttúran á Íslandi er viðkvæm, með stuttan vaxtartíma á hverju ári og því þarf að vernda hana gífurlega vel. Ef það þýðir að við hlunkum okkur niður á fyrirfram ákveðnum tjaldstæðum í stað þess að stoppa þar sem við viljum held ég að við getum öll verið sammála um að það er ásættanlegt til að börnin okkar og barnabörnin fái að sjá fegurðina sem við fáum að njóta. Þetta er ekki okkar að skemma. En ég veit líka að það er ekki allstaðar svona viðkvæmt og þá mega þeir sem vilja búa til frumvarp um undanþágur um nákvæmlega afmörkuð svæði, en þetta er núna orðið að þjóðgarði og þá gilda ákveðnar reglur sem eru settar af ráðamönnum sem hafa því miður ekki allir vit á þessum málaflokki.

    Og hérna kemur haturpóstsefnið.
    Óskar ég finn til með þér og konunni þinni að geta ekki notið landsins og lífsins á sama hátt og við fullfríska fólkið eins og við erum flokkuð. Ég hef ekki reynslu af þessari stöðu og ætla mér ekki að reyna að segja að ég skilji ykkur því ég gæti það ekki nema að hafa reynt það.
    Það sem er vandamálið í þessari stöðu er siðfræðilegs eða jafnvel heimspekilegs efnis. Eigum við einhvern meðfæddan rétt á að ferðast um náttúrunnar eða eigum við að njóta þess sem gjöf að fá þann heiður að ferðast?
    Ef við sjáum þetta sem rétt geri ég ráð fyrir að þið viljið berjast fyrir hjólastólaaðgengi upp á Herðubreið, yfir Fimmvörðuháls og Laugaveg, jafnvel lyftur upp helstu fjallaperlur landsins? Eða er það fáránlegt dæmi? Eiga bara þeir sem geta gengið pínulítið að fá aðgengi, þeir sem geta gengið við stuðning eða á þetta að ná alveg til fjölfatlaðra í hökustýrðum hjólastól? Ef þið segið að þetta eigi að enda einhverstaðar eruð þið bara að hugsa um eigin aðstöðu.. hvert kemst ég. Og að hugsa þannig er að vera með hræsni, afsakið orðalagið.
    Ef við horfum frá hinu sjónarhorninu, að þetta sé gjöf en ekki réttur (eins og ég sé hlutina því ég er fullfrískur) þá lítur það þannig út að maður segi bara "tough luck" og gefi skít í aðra. Ég hef þá stefnu hjá mér að njóta íslenskrar náttúru þar til ég get það ekki lengur, það er auðvelt að segja þetta núna og við verðum bara að sjá til hvort afstaðan mín breytist með tímanum.

    Ég er enginn til að segja hverjir mega fara hvert en ég hef mínar skoðanir sem því miður hugnast ekki öllum, ég biðst velvirðingar á því.





    07.03.2011 at 17:39 #722442
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Verð að segja að ég hef gaman að skrifum Ragnars og þá sérstaklega fyrir það að draga fram aðrar hliðar á málunum. Það er auðvitað rétt að verndun náttúrunnar á að vera nr. 1 og það er aðal markmið þjóðgarðsins. Reyndar annað af tveimur aðal markmiðunum, hitt er að gera sem flestum mögulegt að njóta náttúrunnar. Þessi markmið fara kannski ekki alltaf saman og þá á það fyrra að ráða för, þ.e. verndunin. Af því leiðir að við viljum reglur sem ná því markmiði að lágmarka skaða á náttúrunni (lágmarka segi ég en ekki koma alfarið í veg fyrir þau því öll umferð getur valdið einhverjum skaða og þar er gangandi umferð ekki undanskilin), en setja ekki óþarfa hömlur á ferðalög. Þess vegna þarf þetta tjöldunarákvæði, verði því breytt, að innihalda heimild til að banna alfarið tjöldun á viðkvæmum stöðum sem þola ekki tjöldun. Þegar reglugerðin var í mótun lögðu útivistarfélög einmitt til slíkt ákvæði, s.s. að tjöldun sé heimil fjarri skipulögðum tjaldsvæðum en heimlit sé að banna alfarið að tjalda á sérstaklega viðkvæmum stöðum. Ég er t.d. á því að tjöldun á bökkum hverasvæðisins í Snapadal eigi að vera bönnuð og víðar. Hins vegar eru margir staðir innan þjóðgarðsins og staðir sem líklegt er að verði innan þjóðgarðsins í fyrirsjánlegri framtíð þess eðlis að þeir þola vel að sett séu upp tjöld af öllum gerðum.
    Hins vegar er ég sammála þér með þetta almenna sjónarmið að það telst ekki til ófrávíkjanlegra mannréttinda að allir fái að fara alls staðar. Einhvern tíman vildi einhver þingmaður setja malbikaðan veg upp á Heklu þannig að allir geti farið þangað, það er náttúrulega út í hött (að vísu myndi sú gamla líklega fyrir rest eyða þeim vegi með hrauni, en það er önnur saga). Það er sjálfsagt að skapa aðstöðu fyrir fatlaða að því marki sem það er skynsamlegt og hægt án þess að spilla náttúrunni með einhverri allsherjar láglendisvæðingu. Ég vill heldur ekki vegi eða slóða út um allt og alls staðar, en ef verið er að loka leiðum sem byggja á nokkuð traustri hefð finnst mér það eigi að byggi á rökum sem halda. Slík rök eru til í sumum tilfellum, en ég sé þau ekki í Vonarskarðsdæminu.
    Kv – Skúli





    08.03.2011 at 01:52 #722444
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Góðan daginn,
    ég er nú ekki sammála Ragga hvað það varðar að upp að náttúru perlum landsins þurfi að leggja hjólastólaaðgengi svo allir sitji við sama keip.
    Ég er á því að fyrirkomulagið eigi að vera óbreytt eins og það hefur verið til þessa.
    Svona boð og bönn fara bara illa í fólk og þá sérstaklega eins og í þessu tilviki eingöngu sett á til að ákveðnir aðilar fái allan arð af því fólki sem ferðast á þessum svæðum.
    Tóm mismunun.
    Kveðja Hjörtur og [url=http://www.jakinn.is/skrar/2010_1019Motmaeli-ferdafrelsis0020.JPG:heupt7yr]JAKINN.is[/url:heupt7yr]





    12.03.2011 at 01:23 #722446
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það hefur aldrei verið neitt sérstök prýði að klósettpappírsleifum og kúk undir steinum á þéttsetnum, vanbúnum ferðamannastöðum á hálendinu.
    Hins vegar: Ef einhver ætlar að halda því fram að þetta sé einhvers konar faraldur sem næst að taka fyrir með boðum og bönnum, þá tel ég að sá hinn sami hafi ansi rangt fyrir sér.

    Ef út í það er farið, þá er nú ansi langsótt að Vatnajökulsþjóðgarðssvæðið verði eitt samfellt "skítapleis", jafnvel þó að einn og einn Homo Sapiens Sapiens rölti smá spotta út fyrir veg og gangi örna sinna. Einna helst að pappírinn sé lýti. Kannski á að skylda ferðamenn til að skeina sér á mosatóm!

    Fyrir mér er rusl og drasl eins og fólk á betri vegum hendir hugsunarlaust út um gluggann (án þess að stoppa) mikið meiri mengun en lífrænn úrgangur sem náttúran tekur til sín fegins hendi.

    Ég á von á heljarinnar reiðilestrum yfir þessum kommentum mínum. Það verður bara að hafa það.

    kkv

    Grímur





  • Author
    Replies
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.