This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 13 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Komið þið sælir, ég ákvað að setja þenna spjallþráð líka hér inn.
Ég ætla ekki að ræða lokanir á slóðum innan þjóðgarðsins að þessu sinni, látum það aðeins liggja á milli hluta.
(Gaman væri ef einhver 4×4 félagsmaður myndi setja þetta inn á spjallið hjá 4×4, þar sem ég er ekki félagsmaður)
Mig langar að vekja athygli á öðru og öllu alvarlegra máli, að mínu mati, í reglum/lögum um þennan blessaða þjóðgarð. Máli, sem mun skemma miklu meira fyrir okkur öllum sem ferðast munu innan garðsins á eigin vegum.
Ég er að tala um þá grófu mismunun sem gerð er á milli ferðafólks. Eins og þið vitið kannski, þá mun fjölskyldu á eigin bíl verða óheimilt að reisa hefðbundið útilegutjald á miðjum öræfunum, en göngufólki er það hinsvegar heimilt.
Sem sagt, allur meginþorri íslenskra ferðamanna verður skikkaður á tjaldsvæði í eigu ferðaþjónustuaðila, sem getur rukkað að vild. Þetta er langmesta svívirðan í þessum þjóðgarði og ég skil ekki hvað menn hafa rætt þetta mál lítið.Ég er að ljúka við langt bréf sem ég ætla að senda öllum þingmönnum í umhverfisnefnd alþingis, varðandi þessa svívirðilegu mismunun sem getur ekki staðist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Einnig mun ég senda umhverfisráðherra svipað bréf, ásamt ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins.
Þegar og ef ég fæ svör þá mun ég birta þau hér á spjallinu, ef þau gefa leyfi fyrir því.Hér kemur smá bútur úr símafundi stjórnar þjóðgarðsins, sem haldin var þann 2. Júlí 2010
http://www.vatnajokulsthjodgardur.is/me … 020710.pdf
Þar kemur m.a. eftirfarandi fram:
Ýmsar athugasemdir
Tjöldun
(Tilvitnun hefst)
Andmælt er mismunun sem kemur fram í því að akandi gestir mega ekki tjalda til einnar nætur
utan skipulagðra tjaldsvæða. Það skerði verulega möguleika akandi gesta til að upplifa
náttúruna og ferðast með fjölskyldur. Ennfremur sé gisting á þjónustusvæðum aðeins í boði
eins ferðaþjónustuaðila sem ráði verðlagningu að vild. Ákvæðið útiloki trússferðir sem njóti
vaxandi vinsælda.Allmargir gerðu athugasemd við það að aðeins göngufólki væri heimilt að tjalda til einnar nætur
utan skipulagðra tjaldsvæða. Þannig væri gestum þjóðgarðsins mismunað eftir ferðamáta og
gert að kaupa þjónustu þess ferðaþjónustaðila sem starfar á hverjum slíkum stað. Ákvæðið
útiloki líka trússferðir innan þjóðgarðsins (tilvitnun lýkur).Hér kemur skýrt fram að þetta skerði verulega ferðafrelsi mitt og ég sé þar að auki skikkaður á einkarekið tjaldsvæði sem geti rukkað mig að vild! Vandamálið og brotið er þar með viðurkennt.
Á fundinum kemur einnig fram að stjórn þjóðgarðsins muni fara fram á það við Umhverfisráðuneytið að reglurnar verði rýmkaðar.Þann 28. Febrúar síðastliðin, samþykkti Umhverfisráðherra, Stjórnunar- og verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð. Ekkert hafði breyst þar hvað varðar mismunum á milli ferðafólks þegar kom að tjöldun.
Baráttukveðja,
Stefán Þ. Þórsson
You must be logged in to reply to this topic.