This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Hálfdanarson 17 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Ég þurfti að skreppa í smá trúss leiðangur fyrir hestamenn í dag og ók leiðina upp hjá Bragabót, þar er allt orðið þurrt. Hins vegar er leiðin lokuð rétt sunnan vegamótanna við Eyfirðingaveg, austan við Skjaldborgarskála þar sem nokkrir vænir grjóthnullungar höfðu hrunið úr Skriðu og niður á veginn þar sem ómögulegt var að komast fram hjá.
Þetta eru tvö björg sem loka veginum, og það má sjálfsagt velta þeim með járnkalli, en þar sem ég var einn og án járnkalls þá snéri ég bara við.
Ef einhverjir vilja fara í grjótaglímu þá vitið þið af þessu.
GPS staðsetning er svona ca. N64 21.300 og W20 43.200
Með kveðju
Benni
You must be logged in to reply to this topic.