This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 22 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Nýlega var ég að horfa á fréttir á Þýskri sjónvarpsstöð og rak í rogastans þegar það kom sem frétt að þjóðverjar vilja banna grindur framan á jeppum. Það sem virtist vera málið eru grindur sem ná upp fyrir grill séu með efri þverbita í sömu hæð og höfuð barns á óræðum aldri og valdi oft mjög slæmum höfuðáverkum ef ekið er á það. Það var talað við einhvern mann sem hefur með þessi mál að gera í Þýskalandi og hann sagði að beðið væri eftir lögum frá evrópusambandinu um þetta mál og ef það væri germönum ekki að skapi myndu þeir trúlega bara banna þessar grindur og ekki spá meir í það.
Þarna er eitthvað sem við mörlandarnir verðum að vona að verði ekki sett sem lög á okkur svo við verðum ekki sviptir krómdótinu sem er svo mikið stáss á jeppunum okkar og hefur reynst vel í klaka og ef menn eru að flýta sér of mikið ofan’í holur eða aðrar óslettur sem verða á vegi manns…
Mann er farið að hlakka til að blóta Þorra…
Hlynur R2208
You must be logged in to reply to this topic.