Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Grind og ekki grind
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 21 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.05.2003 at 09:34 #192590
Það hefur valdið mér miklum heilabrotum undanfarið þetta með „grindarlausa“ og grindarbíla. Ekki það að ég skilji ekki muninn, þ.e. að annars vegar sé yfirbygging fest á sjálfstætt burðarvirki, og hins vegar að yfirbyggingin sé smíðuð sterkari en annars til að sjá um burð farartækisins.
Það sem ég skil ekki eru ÓRÖKSTUDDAR fullyrðingar manna um að „grindarlausir“ bílar séu ómögulegir fjallabílar.
Ég man eftir grein fyrir mörgum árum um einna fyrsta Cherokee jeppann sem settur var á alvöru dekk, og síðan þá hafa margir fengið andlitslyftingu.Ég hef ekki heyrt um vandamál sem tengjast „grindarleysi“ þessara bíla, nema þá kannski að ef neðri stífuvasar að framan eru síkkaðir beint niður án viðeigandi styrkinga eiga þeir til að brjóta sig lausa eða valda sprungumyndun vegna óheppilegs vægisátaks,…..en er það ekki bara reynslu- eða kunnáttuleysi breytaranna frekar en ónothæfi bílanna að kenna…..???
Allavega…
Ég auglýsi hér með eftir gildum rökum fyrir því að rakka niður fullgilda jeppa hér á vefnum (til hamingju Björn Þorri með nýja bílinn, gaman að sjá eitthvað nýtt í jeppaflórunni).
Kveðja
Grímur JónssPs. Minn bíll er á „grind“
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.05.2003 at 16:05 #473400
Helsti kosturinn við að taka hluta af burðarvirki bílsins og aðskija það frá boddiinu með gúmipúðum er betri hljóðeinangurn. Ókosturinn er að fyrir sama styrk, þá verður bíllinn þyngri. Gott dæmi um þetta eru Jeep XJ (cherokee) og
Jeep YJ (Wrangler). Þessir bílar eru með sama kram. YJ er með aðskilda grind en XJ ekki. Þessir bílar eru næstum jafn þungir þó XJ sé með miklu stærri yfirbyggingu.Það er oft auðveldara að breyta bíl sem er með sjálfstæða grind, það er hægt að lyfta boddíinu og ef fjöðrunarbúnaði er breytt, þá er oftast auðveldara að festa stífur og þess háttar við bílinn. Þetta er ekki einhlítt, t.d. virðist vera miklu meira mál að koma 38" dekkjum undir Toyota Land Cruiser 120 heldur en Cherockee eða Pajero.
16.05.2003 at 20:55 #473402Kannast ekki allir við sögur af Lödu Sport jeppum eftir slæmar festur?
Þá var ekki lengur hægt að loka hurðum eftir að teygt hafði verið á bílnum við að draga þá upp.
Hvers vegna skyldi það hafa verið?
16.05.2003 at 22:36 #473404Það kippist alltaf til einhver hluti af hjartanu í mér þegar minnst er á Lada Niva (Sport). Ég átti nefnilega tvo svoleiðis og þetta voru alveg ágætis bílar. Ég og félagi minn, sem er reyndar látinn núna, notuðum þá eins og hvern annan jeppa til þess að draga kerrur og kippa í aðra bíla, jafnvel þurfti að kippa í þá einstöku sinnum! Man eftir því sérstaklega þegar einn ágætur kunningi minn komst ekki á GAZ 69A (rússajeppa) upp úr Skjálfandafljótinu upp á skör og þá var það þessi fyrrgreindi maður á Lada Niva sem dró hann upp. Að vísu með mjög löngum spotta og teygjan notuð til hins ítrasta. Ekki varð maður var við að þeir lengdust, enda held ég það sé helber þjóðsaga.
17.05.2003 at 00:19 #473406Við skulum hér með auglýsa eftir sögum um lengingar á grindarlausum bílum, ef þær eru þá ekki þjóðsögur.
Það sem ég tel helst muna á jeppum með gind og ekki grind er eftirfarandi (ath ekki tæmandi):
1. Grindarlausir jeppar eru léttari, jafnvel miklu léttari.
2. Grindarlausir jeppar eru líklega veikbyggðari.
3. Auðveldara er að laga skekkta grind eftir óhapp (sem eru stundum tíð hjá mörgum virkum jeppamönnum) í grindarjeppa.
4. Ekki er eins rík hefð fyrir breytingum á grindarlausum jeppum en ég er viss um að það er hægt að breyta þeim jafnmikið (ef menn hafa tíma og nenna að dunda við nýjungar, sem er að verða of sjaldgæt finnst mér).
5. Úrklippuvinna er varasamari í grindarlausum jeppa vegna þess að boddíið er hannað til að vera burðarvirki bílsins.
o.s.fr.S Ing
17.05.2003 at 13:37 #473408
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég get alveg ýmindað mér að þetta með grindina sé að miklu leyti þjóðsaga og íhaldssemi.
Ég get alveg ýmindað mér að allavega í seinni tíð séu grindarlausir jeppar ekki síður sterkari en hinir af því að öll yfirbyggingin tekur meiri þátt í burðarvirkinu. Hinsvegar þegar kemur að því að hækka grindarlausa bíla kemur bara til greina ein aðferð og það er hækkun á fjöðrun.
Það er form hækkunar sem bílar með grind geta stillt í hóf og það kemur sér vel fyrir aksturseiginleika bílsins. ´Heildarþyngd bílsins hækkar með faðrahækkun en bara hluti af þyndinni með grindarhækkun. Það á að skila bílnum þeim eiginleikum að hann verður minna svagur og ekki eins valtur af því að þyngdarmiðjan í grindarhækkuninni fer ekki eins langt með upphækkuninni.
Þetta var líka nokkuð til í þessu með skemmdir á burðarvirkinu, mér hefur sýnst það á myndaalbúmi 4×4 að það hafi komið sér vel að geta hreinlega skipt um heilu grindurnar en hvað er þá til ráða fyrir eigendur grindarlausra bíla??
Kv Isan
17.05.2003 at 14:28 #473410[url=http://www.army-technology.com/projects/piranha/piranha8.html:3hgqgq49]Hérna[/url:3hgqgq49] er mynd af grindarlausum bíl, með sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum. Held að allir geti verið sammála um að þessi bíll geti ekki talist neitt sérstaklega veikbyggður
Syrkurinn fer náttúrulega bara eftir því hvernig dótið er byggt.
Kveðja
Rúnar
17.05.2003 at 14:59 #473412Ég held að það sé ekki endilega rétt sem Snorri segir, að það sé meiri hætta á að úrklipping veiki burðarvirki á "grindarlausum" bílum. Boddíið er nefninlega líka hluti að burðarvirki flestra bíla sem eru með sjálfstæða grind. Þetta sést m.a. hve mikil hreyfing er milli húss og palls á pallbílum.
Þetta, eins og fleira, fer eftir því hvernig bíllinn er hannaður en ekki bara hvort grindin er soðin föst við boddíið eða tengd við það með gúmípúðum.Ég er ekki sérfróður um viðgerðir á tjónabílum, en mér hefur samt skilist að með nútíma tækjum sé síst meira mál að lagfæra "unibody" bíla en þá sem eru með aðskilinni grind.
-Einar
17.05.2003 at 17:06 #473414
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Svo ég vitni nú í Mikka ref. Þetta er nú það mesta bull sem ég hef nokkurntíman heyrt.
Mín vitneskja er nú sú að flestir þeir grindarbílar sem hafa grindarskekst, þá skekkist boddýið alveg jafn mikið. Það er í raun algengara að skipt sé um boddý á grind, en grind undir boddý.
Athugið það líka að verksmiðjunúmer bílsinns er á grindinni en ekki boddýinu þannig að ef skipt er um grind, þá ertu með nýjan (annan) bíl.
kveðja Siggias
18.05.2003 at 00:35 #473416Þar með fór þessi þráður útaf sporinu eins og svo margir aðrir.
Ég leggi til að menn haldi sig frá efsta stigi lýsingarorða í yfirlýsingum, allvega ætla ég ekki að taka þátt í þannig hnippingum.
18.05.2003 at 08:15 #473418
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég segi afsakið, ég ætlaði ekki að særa neinn. Ég hélt bara að þar sem menn höfðu notað efsta stig lýsingarorða áður í þræðinum, þá mætti ég það líka.
Dæmi: "miklu léttari".
annars ætlaði ég ekki að skemma skemmtilega umræðu, bara að koma með smá innlegg, með minni vitneskju.
jeppamannakveðja siggias.
18.05.2003 at 11:15 #473420
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Ég er hamingjusamur eigandi að Jeep Cherokee XJ Sport árgerð 1998; hef átt hann í rúmt ár og eytt öllum þeim tíma í að planleggja breytingar á honum. Ég hef verið nokkuð hikandi um hvaða leið eigi að fara, meðal annars vegna þess að mér sýnist að ef of mikið er skorið úr aftan við framhjólin þá er skorið af sílsunum, en þeir eru partur af aðal burðarvirki bílsins.
Sú leið sem ég ætla að fara er að vera með bílinn á 35 tommum svona yfirleitt en eiga 36 tommu GroundHawg í skúrnum fyrir snjóinn; þannig vona ég að ekki þurfi að klippa of mikið. Ég veit að Sing vinur minn verður mér alveg ósammála en mér finnst XJ ekki bera 38 tommu dekk, hann er of lítill. Enda viktar hann ekki nema 1620 kíló og með 200 hestöflum og beinskiptingu ætti maður að geta bjargað sér sæmilega á ?bara? 36 tommu. Sing fær þá kanske að draga mann öðru hvoru.Amerískar bensínkveðjur
Óli Guðgeirss
18.05.2003 at 22:39 #473422Óli, skelltu druslunni á a.m.k. 38 tommur og hættu að væla þetta. Þú kemst örugglega helling á 36 tommum en bara miklu meira á 38 tommum. Og hafðu það Mudder en ekki GroundHawg (a.m.k. mín skoðun).
Ef það er eitthvað sem við höfum lært á síðustu 25 árum þá er það að þó að mönnum finnist tiltekinn jeppin ekki bera nema tiltekna stærð af dekjum, þá er það algjör taugaveiklun.
Þú getur líka sett 44" undir hann en það er íhugunaratriði hvort þú drífir nokkuð maira með því nema endrum og eins.Til að byrja með þá er jeppinn ekki að bera dekkin heldur eru dekkin að bera jeppann. Og það er léttara fyrir 38" dekkin að fljóta með jeppann heldur en 36" dekkin. Hann sekkur einfaldlega minna. Þannig að líta má þannig á það er léttara fyrir jeppann að snúa 38" dekkjunum. Þetta fann ég vel á CJ-5 jeppanum mínum árið 1981 þegar ég féll í sömu gryfju og þú ert í þann veginn að falla í. Hann vann sér þetta léttar á 38" heldur en 35" vegna þess að hann flaut betur (var reyndar á diagonal GumboMonsterMudder) þá.
Skoðaðu sílsana betur, það sem þú klippir burt af þeim er ekki mikilvægur hluti af burðarvirkinu (þarna þarf þó að kunna aðeins til verka), hafðu meiri áhyggjur af ryðsækni eftir klippur og suður.
Annars er alltaf velkomið að kippa í þig, það er ekki málið, en ef þú ert á of litlum dekkjum mun ég lesa þér pistilinn á meðan.
Sing
18.05.2003 at 22:43 #473424Ekkert mál.
Þessi pæling um grind eða ekki gind getur verið fróðleg og margt sem kemur upp þegar farið er að pæla.Varðandi grindarlausa og grindarjeppa þá ætti ekki að vera óleysanleg vandamál með grindarlausu jeppana þó að við séum vanari grindarjeppunum. Suma hluti þarf bara að nálgast örðuvísi og gera á annan hátt. Og finna þarf út úr öðrum vandamálum. En þetta er alltasaman hægt og þarf ekki að vera verra þó að það sé öðruvísi.
Í framhaldi af fyrri umræðu: Í þau skipti sem ég hef beygt gind hefur það ekki bitnað á boddíinu og það hefði verið mun meira mál að laga þær gindarsveigju ef gindin hefði verið sambyggð boddíi. Svo má aftur spyrja sig hvort grindin hefði bognað yfirhöfuð ef þetta hefði verið sambyggt. Versta dæmið mitt er IFS Toytan (88 Xcab)sem hoppaði aðeins. Grindin kýldist inn fyrir ofan IFS báðum megin að framan. Grindina varð að tjakka til baka.
Sing
19.05.2003 at 13:58 #473426
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sing þú auglýstir eftir einhverjum sem lengt hefur lödu.
Einhvað kom ég að því. Gerði það með spili framan á hilux sem ég keyfti í raun af þér.
Eigandin var búin að sekkja honum í holklaka, og mikið var djöflast áður en bíllin kom upp.
Eigandin batt í bílin sjálfur og nennti ekki að grafa sig niður í drulluna, og batta einhverstaðar hægramegin í bílinn. Einhvað sá á bílnum á eftir og stilla þurfti læsingar járn við hægri hurðina. Annars var þessi lada í notkun í nokkur á á eftir og ekkert að henni.
flestir grindarbílar hefðu sennilega líka farið ílla ef togað væri í eitt grindarhornið, hvað þá boddíið!
Svo hafa nú mörg boddiin gefið sig á bílum sem eru með óhóflegu boddylifti, liðast og skemst ofan á grindunum.Þetta er bara allt spurning um hvernig hlutirnir eru gerðir og hvernig þeir eru notaðir!
Er það annars ekki rétt man ´æeg ekki eftir þér á 37" Armstrong á Willys svo þú getur varla núið mönnum því um nasir þó þeir ætli að vera á 36! (Í spottanum)
E.Har
19.05.2003 at 14:53 #473428… en fyrst "miklu léttari" er ekki efsta stigs lýsingarorð. "Léttari" er miðstig, "Léttastur" er efsta stig…
… ekkert illa meint – ég hef bara gaman af því að flagga því litla sem ég kann í málfræði
Ég hef svosem ekki neinn nýjan sannleik í þessum grindarefnum, en af því að ég er nýbúinn að skipta úr grindar"lasusum" bíl (cherokee) yfir í grindarbíl (4runner) get ég uppfrætt þá sem hafa ekki tekið slíkt stökk, í hvora áttina sem er, að það reynir töluvert meira á boddýið í grindarlausu bílunum við "alvöru" akstur (jeppjepp) og það skilar sér m.a. í hinu skemmtilega innréttingajuggi og braki sem a.m.k. flestir cherokee eigendur kannast við.
Þessi munur er mjög áberandi á milli þessara bíla, en fleiri þættir geta svosem spilað inn í, eins og t.d. að cherokeeinn var á fjöðrum að aftan en 4runnerinn er á gormum hringinn (grunar reyndar að klafahásingin taki nú aðeins ljómann af þeirri dýrð – einhver sem þorir að fullyrða um það?).
Annað vesen sem ég lenti í með cherokeeinn sem ég hef heyrt að þekkist í grindar"lausu" bílunum; þó hann færi aldrei nema á 33" dekk á 10" felgum þá dugði sú viðnámsaukning til að stýrismaskínan bryti prófílana (eða grindarstubbinn) sem hún er skrúfuð í. Átti ekki auðvelt með að komast fyrir það en held að það hafi tekist að lokum. Þess má reyndar geta að jeep stýrið er margfalt léttara en toyotu stýrið og högg í stýrinu (sem er eitt enkenni 4runnersins) þekkist ekki í cherokee þannig að munurinn á dælunum gæti líka haft eitthvað að segja.
Ég tek samt cheerios á þetta og segi "Bæði betra".
kv.
Einar
20.05.2003 at 14:11 #473430
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta vandamál með stýrismaskínuna og að hún fari í ferðalag ef dekkin fara yfir 33 tommur er þekkt í Cherokee. Hér eru tvær lausnir á því máli, annars vegar [url=http://www.jeepin.com/features/brace/index.asp:25r45ujo]STÍFA[/url:25r45ujo] og hins vegar [url=http://www.jeepin.com/features/c_rok/index.asp:25r45ujo]STYRKTARPLATA[/url:25r45ujo]
sem fer utan á grindarbitann sem maskínan er skrúfuð í. Þeir sem skrifa þessa pistla mæla reyndar með að bæði platan og stífan séu notuð.Reyndar var reynt að leysa þetta vandamál, ásamt fleirum, með 1997 árgerðinni af Cherokee, en þá breyttist bíllin og sjálfberandi boddýið varð 70% stífara en á eldri árgerðum. Ég sel reyndar ekki þessa prósentutölu dýrar en ég keypti en víst er að bíllin breyttist talsvert 1997 og 1998 bíllin sem ég á núna er allur mun þéttari og ?juðast? minna en 1996 bíll sem ég átti áður.
Punkturinn er þó sá að allir þeir kraftar sem toga og teygja grind og boddýfestingar í hefðbundnum jeppum með sjálfstæðri grind virka uppí gegnum allt boddýið á sjálfberandi jeppum. Þar af leiðir brak og jugg í innréttingu og boddýi, og fleira skemmtilegt, nokkuð sem boddýfestingar á grindarbílum eiga að taka út. Að öðru óbreyttu ætti þess vegna sjálfberandi jeppi að endast skemur en grindarbíll ? en aðrir hlutir eru bara alls ekki óbreyttir.
Sjálfberandi boddý (með "innbyggðri" grind) er mun sterkara en boddýið á grindarbíl og hannað til að þola alla þá krafta sem rætt er um að ofan. Ástæða þess að framleiðendur búa til sjálfberandi jeppa er að það má fá sama eða meiri styrk með minni þyngd svo framarlega sem bíllinn er ekki kominn yfir vissa stærð og þyngd. Mér skilst einnig að sjálfberandi jeppar eins og Cherokee komi betur út úr árekstrarprófunum en grindarbílar af sambærilegri stærð; en ég er ekki verkfræðingur og væri áhugavert að fá skýringar í þessa veru frá Sing.
Allavega þykir mér jeppinn léttur og sprækur og ætla að breyta honum en það er rétt sem Sing segir að menn eru ekki alveg eins vissir um hvað þeir eru að gera þegar kemur að svona ?grindarlausu greyi.?
ÓHG
21.05.2003 at 00:35 #473432…fyrir ábendinguna – á eftir að selja cherokeeinn og kannski eins gott að útbúa hann almennilega að framan áður en það er gert.
Kv.
Einar
21.05.2003 at 08:50 #473434Ég er forvitinn að fræðast meira um þau tilfelli þar sem festingar á stýrismaskínu hafa gefið sig, sérstaklega hvort stýrisarmi hefur verið breytt og hvernig felgur hafa verið notaðar (breidd og staðsetning miðju).
Eg er með XJ á 36" dekkjum. Ég hef ekki orðið var við neitt los á stýrismaskínunni, en ég hef ekkert breytt stýrisgangi og er með 10" innvíðar felgur. Bíllinn er mjög góður í stýri, nánast eins og hann var fyrir breytingar.
Ég hef velt því fyrir mér að minnka hallann á stýrisstöngum með því að færa sjálfa stýrisvélina neðar og að gera samsvarandi breytingu á þverstífunni í hásinguna. Ætli eitthver hafi prófað þetta?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.