This topic contains 134 replies, has 1 voice, and was last updated by Atli Eggertsson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.01.2007 at 11:40 #199283
Sælir félagar
Stórferð ársins. 44 tommur plús.
5. til 7. janúar
Ágúst Þór Keflavík x 2, LC 80-46″
Villi Grindavík x 2, Ford350-46,
Gundur Garðabæ x 2, LC 80-44″
Jói Gaukur Garðinum x 2, Patrol 44″
Heiðar Keflavík x 2, Scoutrol-44″
TNT Hafnarfirði x 2, LC 80-44,
Benni Akureyri x 2, LC 80-44,
Kristján, Óskar x 2, Suburban-49,
Alli Guðmunds Keflavík x 2, LC 80-44″
Ómar Keflavík x 2, 4Runner-46
Kalli Keflavík x 2, 4Runner-44 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.01.2007 at 01:12 #573668
kanski í þessu tilfelli (með þann hvíta) þegar hann var að koma með framhjólin að ísbrúninni, stinga öflugum og breiðum plönkum eða einhverju sambærilegu á ská niður með hliðonum, fyrir aftan framhjól og niður fyrir dekk, plankarnir nái vel uppúr, kanski 2 metrar til að fá gott vogarafl, þeir standa skakkir upp (út til hliðar), spotti eða spilvír settur í endann á plönkonum og tekið aðeins í þá, þannig að þeir halli svolítið aftur og út á hlið, dráttarbílar á plönkonum eru ekki beint fyrir aftan heldur út á ská eins og þarf. Síðan er tekið jafnt á plönkum og bíl og bíllinn vegin upp. ef ísbrúnin er viðkvæm mætti kanski leggja vinkiljárn á ísbrúnina. Ef að plankarnir vilja renna út mætti setja spotta á milli þeirra eins framarlega og hægt er, undir bíl. Þessa aðferð mætti nota að aftan líka og toga þá plankana beint aftur. Vona að þetta skiljist
er bara að spá og spökulera og hugsa "upphátt"
samúðarkveðja, Halli.
12.01.2007 at 12:26 #573670Ég las að menn hefði farið út í til að hreinsa ísinn út rásinni. Í því sambandi dettur mér í hug að ef um góðann ís er að ræða væri hugsandi að saga eða brjóta sæmilega fleka, skrúfa í þá ísskrúfu og kippa þeim í burtu með öðrum bíl.
Reyndar er það þannig að flottustu ísskrúfurnar eru rándýrar og enginn ísklifrari myndi vilja láta fínu skrúfurnar sínar í þetta en kannski eiga einhverjir eitthvað gamalt dót sem ekki er lengur notað í klifur.
12.01.2007 at 12:34 #573672Sniðugt, og engin spurning að það hefði getað flýtt fyrir að geta skrúfað í klakastykkin og hreinsað þau úr rásinni. Allt sem getur auðveldað og flýtt fyrir er sniðugt því þarna vorum við líka heppnir með veður. Hitastig rétt fyrir neðan frostmark og logn. Ef gert er ráð fyrir meiri kulda og vindi hefðu aðstæður verið miklum verri og þá einmitt skiptir máli allar mekanískar lausnir og ákveðin vinnubrögð ef bíllinn á bara ekki hreinlega að frjósa fastur í vökinni.
Agust
12.01.2007 at 18:27 #573674Mér dettur í hug hvort ekki sé hægt að notast við púst-tjakkinn(blöðruna) í þessu tilfelli, að stinga henni undir miðjan bíl eins framalega og hægt er. Blása svo kvikindið upp. Þá ætti framendinn að koma nokkuð beint upp og álagið dreifist á nokkuð stóran flöt miðað við drullutjakk. Þetta væri hægt að gera í nokkrum skrefum, setja eitthvað undir bílinn á meðan blaðran er færð framar, þar til hún er kominn að framhásingu. Þá mætti blása hana upp og draga svo bílinn aftur á bak og blaðran myndi að öllum likindum renna með bílnum. Svipuð útfærsla og hjá Kílinu hér á undan en bara mikið minna af dóti sem þarf til. Gæti gengið
kv.
Finnur
12.01.2007 at 19:54 #573676Mér hefur reynst best að koma söguðum ísflekum undir skarirnar, frekar en koma honum upp á ísinn.
Hlynur
12.01.2007 at 20:56 #573678Þar sem plankar og plötur eru hér til umræðu þá kemur hér smá reynslusaga þó ekki við nákvæmlega sömu aðstæður.
Lenti í því haustið 1999 að það bilaði hjá mér á bíll á Gígjökli. Hann fennti strax í kaf og kom ekki undan snjó fyrr en um vorið eftir snjóþungan vetur. Jökulsporðurinn hafði þá breyst og styst mikið og komið var 500 m sandbleytukviksyndi sem þurfti að koma vélarvana bílnum yfir. Lausnin var að fleyta bílnum á fjórum dokaplötum (50cm x 3m) með handafli yfir kviksyndið. Dokaplötur eru léttar og níðsterkar gular steypuuppsláttarplötur sem finna má um allar trissur í ýmsum stærðum. Ég er á þeirri skoðun að ekkert farartæki (utan svifnökkvi) hefði farið yfir þetta sandbleytudý nema með svona plötum. Það hefði einfaldlega horfið.Kv. Árni Alf.
13.01.2007 at 02:14 #573680eru verulega álitlegur kostur sem björgunartæki og greinilegt er að þekking sumra sem um þá skrifa hér hefur staðnað fyrir all mörgum árum. Nútíma dráttarvél á góðu búi er um og yfir 110 hestöfl, jafnvel 150 og sumsstaðar enn meira og 5 – 6 tonn á þyngd. Þær hafa mun betri aksturseiginleika en áður og munar þar kannski mest um mjúk belgmikil radialdekk sem ekki voru áður fyrr og svo fjörun á ökumannshúsi. Og nb. dekkin eru hönnuð til úrhleypinga svo það er vel hægt að aka nokkuð greitt á þeim á 6 – 8 pundum. Annað er að margar vélar hafa 50 -55 km ferðahraða sem er ekki svo slæmt. Frágangur ljósabúnaðar og rafkerfis almennt er mjög góður og bæði púst og lofthreinsari eru leidd upp með húsi svo vélarnar komast vel 2.metra djúpt vatn. Lyftigeta á skóflu er ekki óalgeng vel á 4 tonn og nánast undantekningalaust er hægt að nota skófluna til að losa fasta vél úr snjó. Ámoksturstæki eru tvívirk þannig að hægt er að lyfta vélinni 80 – 100 cm á loft að framan og ýta henni til baka með skóflutjökkunum. Sennilega má komast um allt hálendið á öflugri dráttarvél. Svona vél lyftir auðveldlega jeppa eins og patrol að aftan eða framan upp úr krapa og miðað við myndirnar hefði auðveldlega mátt koma traktor allstaðar að þegar patrolarnir fóru niður um daginn. Þetta eru tæki sem vert er að gefa góðan gaum sem björgunartæki og löngu liðin tíð að þær komist ekki um í snjó. Hafandi verið bóndasonur alla æfi og mikið verið á traktorum bæði í snjó og sandi og vatni er ég viss um að með aðstoð öflugrar dráttarvelar hefðu báðir jepparnir komist til byggða að mestu óskemmdir.
Traktorskveðja Beggi
13.01.2007 at 11:23 #573682djöfull vildi ég vera vitni að því þegar bergur ýtir ofurzetor með tvívirku skóflunni á 55 km/h um jökla.
13.01.2007 at 15:09 #573684Líst mjög vél á þetta naffok, aldrei að vita? Að maður sendi konuna á Traktor í kvennaferð.
13.01.2007 at 20:55 #573686að fara í einhvern sandkassaleik við þig Sigurður og ég held að hér hafi menn verið að tala um traktora sem björgunartæki en ekki sem þægilegan ferðamáta í fjallaferðum. En þar sem ég þekki persónulega til björgunarferðar á traktor þar sem bíll var sóttur í á inn á hálendið, pikkkfastur í krapa upp á miðjar rúður, og veit alveg hvernig færðin þangað var, þá segi ég það að traktorar eru mjög álitlegur kostur við svona björgun.
Og eitt með þann ágæta traktor Zetor. Hann er ekki fluttur inn lengur og hefur ekki verið í nokkur ár.
18.01.2007 at 23:33 #573688Ég þarf því miður að leiðrétta það sem ég skrifaði um burðargetu íss og vitnaði í Sigurjón Rist. Mig misminnti en er nú búinn að finna þessa þumalputtareglu í bókinni Vadd útí sem er æfiminningar hans. Þar segir að heill og ósprunginn ís beri . 10 sentimetra ís 10×10 =100×15=1500kg. 20 sentimetra 20×20=400×15=6000 kg. Þess ber að geta segir Sigurjón að ís á ám og vötnum er yfirleitt eitthvað sprunginn svo að vissara er að deila með tveimur. Öðru máli gegnir ef hratt er farið yfir þá nýtist burðargetan næstum eins og um ósprunginn ís . Vil koma þessu á framfæri því að ég var með vitlausa formúlu ú daginn. Kv.Olgeir
13.02.2007 at 01:50 #573690Ég er búinn að hugsa mjög mikið um það hvað við hefðum geta gert betur og það er altaf eitt sem poppar upp í huganum, hefðum við átt að skrúfa framhjólin undan…
13.02.2007 at 11:30 #573692Sæll Benni
Já þetta er rétt hjá þér en einnig hefðum við átt að skrúfa afturhjólin undan þá hefði hann lagst betur á kviðinn.
kv. frá einum sem einnig er að hugsa.
kv gundur.com
13.02.2007 at 11:41 #573694Ég held að mér hafi aldrei dottið í huga að skrúfa bíl í sundur þegar þeir eru fastir, jáfnvel þó maður viti "eftir á" að það geti bjargað einhverjum værðmætum.
Auðvitað sér maður margt "eftir á", hvað hefði betur mátt fara.
Ég held að ef þið hefðuð skrúfað hjólin undan, þá hefði það þótt undarleg ákvörðun og það hvefði þótt brandari ársins meðal "jeppakarla".
Jafnvel þó maður sjái, eftir að hafa heyrt lýsingar af þessum að það hefði verið skynsamlegt.
Held ég að engum mundi detta það í hug, hvað þá að framkvæma það.Ég held að menn megi bara vera kátir með að hafa komið sjálfir nokkuð heilir frá þessu.
Það hefði ekki verið gaman að lokast inni í dollunum og þær á bólakafi!Voru menn ekki bara að gera þetta eins skynsamlega og hægt var miðað við aðstæður?
Atli E.
bara "vitur eftir á".
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.