This topic contains 134 replies, has 1 voice, and was last updated by Atli Eggertsson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.01.2007 at 11:40 #199283
Sælir félagar
Stórferð ársins. 44 tommur plús.
5. til 7. janúar
Ágúst Þór Keflavík x 2, LC 80-46″
Villi Grindavík x 2, Ford350-46,
Gundur Garðabæ x 2, LC 80-44″
Jói Gaukur Garðinum x 2, Patrol 44″
Heiðar Keflavík x 2, Scoutrol-44″
TNT Hafnarfirði x 2, LC 80-44,
Benni Akureyri x 2, LC 80-44,
Kristján, Óskar x 2, Suburban-49,
Alli Guðmunds Keflavík x 2, LC 80-44″
Ómar Keflavík x 2, 4Runner-46
Kalli Keflavík x 2, 4Runner-44 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.01.2007 at 22:43 #573628
Þessi grein sem Eiríkur nefnir væri örugglega fróðleg lesing fyrir marga hér. Það virðist a.m.k. ekki vera almenn þekking, hvorki hjá bændum né borgarbúum, að dekk dráttarvéla séu sérhönnuð til úrhleypinga og því fljóta þessi tæki vel á snjó. Ég held að margur jeppamaðurinn gæti komið heim með minna skemmdan bíl í einhverjum tilvikum ef þessi þekking væri almennari. Ég hefði ekkert á móti því að greinin væri aðgengileg hér á vefnum. Vil samt ekki vera að þvinga þessu upp á menn.
Kv. Árni Alf.
PS 13 tonna hjólaskófla er ekki að fljóta vel í snjó skv. minni reynslu
10.01.2007 at 23:04 #573630ekkert jafnast á við zetor, hann gerir kraftaverk.
ég hef nú unnið mikið á dráttarvélum, bæði um sumur sem vetur, og fyrir ykkur sem virðast ekki vita mjög mikið um dráttarvélar þá vil ég fræða ykkur um ýmislegt í sambandi við slík eðalapparöt.
nr.1 dráttarvélar drífa ekkert í snjó, ekki einu sinni þó að hleypt sé aðeins úr dekkjunum. ef nota á dráttarvél í snjó þarf að útbúa hana kröftugum hlemmakeðjum með göddum.
nr.2 dráttarvélar komast eingöngu á 35 til 40 km./h við bestu aðstæður, háfjallaslóðar eru langt frá því að vera bestu aðstæður og þar er kannski hægt að fara yfir á 10km./h. því myndi það taka marga sólahringa að aka slíku tæki um hálendi íslands til bjargar druknuðum jeppamönnum.
nr.3 dráttarvélar eru hannaðar til að aka um ræktuð tún og akra, með ýmiskonar heyvinnutæki í eftirdragi, því ætti ekki að koma á óvart að hún sé ekki hentug til jeppaferða með ferðaklúbbnum 4×4.
10.01.2007 at 23:18 #573632Það má nú minna á að það fór dráttarvél með í 44"+ ferð 4×4 í haust, og gekk alveg ágætlega. Það eru nokkrir jeppar sem hafa verið sóttir af traktorsgröfu í Ásbrandsá, en þær hafa notað bakkóið til að brjóta bíla lausa úr svona vatna og ís festum. Ef hvíti Pattinn hefði verið látin eiga sig þar til búið var að saga frá honum, hefði hann komið heill upp, auðvita fyrir utan vatnstjón, en auðvita er best að vera vitur eftirá. Líklega hefði traktor ekki geta gert mikið í þessu tilviki, því líklega var vatnið í dýpra lagi.
Hlynur
10.01.2007 at 23:21 #573634
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig lýst mönnum á þetta apparat, er þetta ekki það sem hentar best á fjöll eins og aðstæður eru orðnar. Þorvarður Ingi bennti mér á þetta farartæki sem er með Lödu mótor.
[img:3o8amusf]http://www.home.no/migreg/Bilder/AltkamStalker.jpg[/img:3o8amusf]
[url=http://www.amphibiousvehicle.net/amphi/A/altkamspecial/altkam.html:3o8amusf][img:3o8amusf]http://www.amphibiousvehicle.net/amphi/A/altkamspecial/altkam.jpeg[/img:3o8amusf][/url:3o8amusf]
Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir
ÓE
10.01.2007 at 23:33 #573636Það beið beltagrafa á trailer á Hellu eftir því að við kölluðum á hana en það voru ekki allir gröfueigendur tilbúnir að leggja vélina í 2 metra vatn eins og við gáfum upp. þar fyrir utan vissum við ekki hvað var djúpt fyrir framan hvíta Patrolinn, því ekkert sem við vorum með náði í botn. Framendinn var bara á floti og hékk í spilvírunum.
Þar fyrir utan er minnsta málið að henda hásingunni undir aftur, tjónið á boddíi og rafmagni er miklu meira. Það væri nú ágætt ef einhver hefði patentlausn á þessu þegar framdekkin læsast svona undir ísnum. Ég sleit einu sinni fjaðrahengslin að fram í svona festu þegar framdekkin brotnuðu niður um ís og við vorum að draga hann afturábak.Ein leiðin er sú að saga í kringum bílinn og sökkva honum alveg og saga síðan rás í land eins og við gerðum með minn bíl og draga hann síðan í land.
Kv. Heiðar
11.01.2007 at 00:02 #573638
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
13 tonna hjolavel á kanski erfitt með að troða nyja slóð enn leikur ser að því að keyra í förum eftir 5- 10 jeppa og það ma hleypa úr dekkjunum á þeim beltavelar af svipaðri stærð eru oftast lægri enn hjolavelarnar og ætti vélin eins og eg hef unnið á að geta keyrt á ansi nálægt 2 metra dypi þær eru það háar og loftinntakið liggur það hátt…. beltavélar eru erfiðar viðureignar i snjó þær eiga það til að spóla bara ef snjórinn er gljúpur traktorsgröfur á breiðum dekkjum eru snilld enn þá er vandamalið að þær geta ekki farið eins djúpt… svona hjólavelar ferðast á 30-40km hraða á malbiki bara svipað og traktorinn. enn í fljótu bragði er einfaldasta lausnin að saga og spila svo upp og jafnvel saga afturfyrir eða frammfyrir bilinn og setja einhverskonar sliskjur ef von er á að ísinn þoli aðra uppáferð…….enn þetta er nottlega hrikalegt að missa bil svona niður og eðlilegt að eitthvað panikk eða fljótfærni eigi ser stað og menn læra bara af reynslunni og eru tilbúnir ef annað óhapp hendir
11.01.2007 at 00:10 #573640Þetta gæti orðið spennandi kapphlaup. 50 tonna beltagrafa á útopnu, aðeins léttari hjólagrafa í kjölfarið, 15 tonna hjólaskófla á blöðrudekkjum,
7 tonna Massey Ferguson með 5 pund í dekkjum í spyrnu við gamlan Zetor á keðjum með 30 pund í dekkjum. Ég held bara að það stefni í Björgunarleika 4×4 klúbbsins.
Víðsýni og opið hugarfar er góðs viti þegar bjarga þarf náunganum. Um það hljóta allir að vera sammála.Kv. Árni Alf.
11.01.2007 at 08:51 #573642Já Óskar þetta er snilldar farartæki hehe… spurning hvort að við þyrftum aðeins að skera í munstrið til að fá betra snjógrip en anskoti myndi maður nú hlæja ef maður sæji svona tæki mæta sér á fjöllum..
kv
Gunnar
11.01.2007 at 08:55 #573644Hvað með að taka dekkin bara undan?
kv
Rúnar.
11.01.2007 at 08:58 #573646Margar áhugaverðar pælingar búnar að koma framm í þessum þræði.
.
Er málið núna að hafa með eina keðjusög í ferð ef það er von á krapa? eða ef það þarf að fara yfir ísilagðar ár?
.
Annað sem ég hef verið að spá í. Hefði það skipt einhverju máli ef framdekkjunum hefði verið kipt undan þessum hvíta patrol og hefði það verið hægt við þessar aðstæður?
.
Kv.
Óskar Andri
11.01.2007 at 09:03 #573648Hellv… vorum við samtaka rúnar 😉
11.01.2007 at 09:38 #573650Kannski málið sé að fullkomna myndina og setja ámoksturstæki framan á Landroverinn!
11.01.2007 at 10:02 #573652Sýnist stefna í að félagið þurfi að versla neyðar traktor til að hafa stand by á hálendinu
Ég held samt (og vona að ég móðgi fá mikið með þessari yfirlýsingu) að ef ekki hefði verið um að ræða mikinn asa við að losa hvíta þá hefðu menn nú aðeins hugsað málið áður en þeir toguðu allt undan bílnum. Það er iðulega betra að brjóta ís og/eða moka meira en að bara dobla spil þangað til að eitthvað hreyfist. Segir sig sjálft að það kallar á vandræði. En ég geri mér að sjálfsögðu grein fyrir því að það eru oft góð ráð dýr við svona aðstæður og erfitt að meta allt rétt.
Með saknaðar kveðju til hvíta víkingsins
Baddi
11.01.2007 at 10:06 #573654
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þegar við náðum Troopernum hans Begga upp hér um árið, þá var þetta einmitt vandinn (eins og æfinlega) að ná dekkjunum upp á ísinn. Spilvírarnir eru festir í grindina og yfir dekk til að fá átakið meira upp á við, en út af fjöðruninni fylgja dekkin ekki nógu vel með.
Í þessu tilfelli virtist stoppa fyrr á hægra fram dekkinu, ísinn var nokkuð traustur við hliðina á dekkinu og prófuðum við því að gera smá haug úr snjó og klaka við dekkið leggja skóflu ofan á til að fá hart yfirborð, troða svo tveim álkörlum inn í felguna og vega dekkið upp, með spilin í átaki. (vonandi skilur þetta einhver)
Með þessu náðum við að lyfta dekkinu nokkrar tommur (2-3), en það virtist gera herslu muninn. Þetta er engin patent lausn en hjálpaði þarna.
ÓE
11.01.2007 at 13:26 #573656Það er ekkert einfalt að skera út um hvað séu rétt viðbrögð í stöðunni. Eitt sem gerir allar brellur erfiðari í þessu tilfelli er að hjólin voru langt frá því að ná til botns skv. því sem ég heyrði í gær. Það hefði þvi verið talsverð áhætta að fara að brjóta frá honum og missa hugsanlega afturendann líka niður og þá allan bílinn bókstaflega á bólakaf. Líklega rétt sem Heiðar segir að það að rífa hásinguna undan sé ekki það versta.
Ég er á því að það sé mikilvægast í svona tilfellum að það sé eigandi bílsins sem taki endanlega ákvörðun um hvað sé gert, þá kannski eftir að hafa hlustað á tillögur og rök frá félögunum.
Kv – Skúli
11.01.2007 at 13:37 #573658Ég sé ekki betur en að Heiðar hafi fundið bestu leiðina til þess að lágmarka skaðann. Ég legg til að Hjálparsveit 4×4 komi sér upp svona sög. Það er auðveldara að flytja keðjusög inn á hálendið heldur en vinnuvél, hvort sem hún vegur 7 tonn eða 30.
Ætli sé hægt að fá svona sög leigða í Húsasmiðjunni eða Byko?
Eitt trikk sem getur stundum komið að gagni, er að binda planka eða álíka, við hjólin. Það gæti hjálpað við að lyfta bíl upp á ísskör við ákveðnar aðstæður.
Það er oft auðveldara að losa bíla sem ekki hafa verið hækkaðir á fjöðrum. Þá standa hjólinn minna niður fyrir grindina, og minni hætta á að þau krækist undir ís eða álíka hindranir. Líka auðveldara að koma drullutjakk á felguna, til þess að lyfta hjólinu.
-Einar
11.01.2007 at 13:45 #573660er ekki bara málið að leggja í púkk fyrir 1 stk
þyrlu þeas svona Chinoc eða hvað þær heita aftur.
svo bara húkka í og fljúga með í bæinn, eða hringrás
ef því er að skipta. …
af léttu nótunum…
þá finnst mér sniðug hugmynd að rífa hjólin undan
sé það hægt á annað borð.
lítið mál væri fyrir klúbbin að eiga sniðugar slysgjur í svona verkefni.
spurning hvort einhver vilji ekki taka að sér að smíða einhv sniðugar slysgjur ?
Við í Hjálparsveitinni getum geymt þetta hjá okkur
svo þetta sé klárt þegar þetta gerist næst.
svona blöðrur geta eflaust hjálpað líka
það getur munað um hvern cm sem bílinn lyftist nær yfirborðinu.
11.01.2007 at 15:38 #573662Þetta er nú að verða langur þráður, enda gefur tilefnið ástæðu til þess að bollaleggja. Mig langar til að undirstrika það sem Einar Kjartansson segir hér rétt ofar um planka. Ég var nokkuð með snjóbíl hér fyrir margt löngu ásamt fleirum, og á toppgrindinni á honum voru ævinlega fjórir plankar, sem voru oft búnir að bjarga málunum. Meðan ég átti svo almennilegan bíl sjálfur, hafði ég líka þann sið að hafa meðferðis tvo 6×2" planka, lengdin miðuð við að passa þversum aftan í skúffuna á Hi-Lux, þ.e. um 140 cm. Kannski full stuttir og ef maður er með toppboga gæti maður kannski fest aðeins lengri planka. Þessir plankar voru búnir að koma nokkuð oft við sögu, t.d. einhverju sinni við að ná bíl sem hafði misst hjólin ofan í sprungu norðan í Bárðarbungu svo eitthvað sé nefnt, og einnig á ísskörum í ám og lækjum. Þar þurftu ekki endilega festur að koma til; meðan Seyðisáin var óbrúuð man ég eftir því að hafa notað plankana við að komast upp á skarir að henni nokkrum sinnum þegar maður var sem mest einn á ferðinni þarna. Plankar eru ekki þungir og taka ekki mikið pláss ef vel er hugsað fyrir staðsetningu þeirra strax í upphafi. Ég er ekki þar með að segja að þeir hefði endilega verið það rétta þarna, til þess þyrfti maður að vita meira.
kv.
Gamli ólsarinn, kominn á raupsaldurinn.
11.01.2007 at 17:57 #573664er nú langa fjöðrunarsviðið sem margir hafa lofsungið og dáð allt í einu orðin til trafala við þessar aðstæður sem margir þeir sömu hafa einmitt borið við kosti þess að hafa langt fjöðrunarsvið?
11.01.2007 at 17:58 #573666Jóa bíll, mikið dýpi og harðar skarir, þykkur ís, aftan við bílinn. Bíllin stóð ekki í botni heldur hékk í spilvír sem hengdur var í hann strax til að halda við hann. Svo þykkur var ísinn aftan við og landmeginn við bílinn að keðjusagir náðu ekki í geng. Dýpið þarna var 2 metrar plus líklega hátt í 3 metra. Í sjálfu sér gekk ágætlega að ná bilnum upp að aftan, eftir smá baks með járn/álkörlum inn í felgur eins og ÓE lýsir hér framar í þræðinum, enda kannski lítil fyrirstaða þegar stuðarinn er kominn upp og gott að pjakka frá dekkjum og afturhásingu, vandamálið byrjaði þegar átti að koma framhásingunni upp. Allir þessi bílar eru með langt fjöðrunarsvið og því hangir helv. hásingin langt niður og krækist í ísskörina. Plús að eitthvað hafði kvarnast úr ísbrúninni sem skemmir það sem áður var búið að pjakka og skapa fyrir afturhásinguna. Þá var ómögulegt að komast að því að pjakka frá hásingu undir bílnum og ísinn var farinn að "sökkva" þannig að allt var komið á flot í kringum bílinn og ekki á allra manna færi að vappa í ískrapanum. Mér sýnist að ágætis aðferð væri sú að vera með þessa stóru tréfleka eins og björgunarsveitin var einmitt með. Setja þá sitthvorumegin við bílinn. Leggja stálbita sem þolir þyngd þessara bíla t.d. fyrst undir bílinn að aftan þversum, ef þarf að lyfta upp að aftan, meðan verið er að koma afturendanum upp og hafa tjakka á tréhlerum undir bita báðum meginn. Tjakkarnir gætu þess vegna verið glussa bíltjakkar með 500 mm lyft stillt upp undir bitaendana sitthvorumeginn og bílnum þannig lyft upp, fyrst að aftan og síðan bitinn fluttur undir bílinn eins framanlega að framhásingu og hægt væri eða öðru setti komið upp þar. Tréflekarnir myndu tryggja að tjakkarnir gengju ekki niður í gegnum ísinn (tiltölulega traustur og þykkur ís á 3-4 fermetra tréhlerum) sem virka sem sleðar. Líklega væri nægjanlegt miðað við aðstæður þarna að lyftihæðin á tjökkum væri 500 mm. Ætti að duga til að koma heilu eða affelguðu dekki upp á skör, síðan væri bíllinn spilaður hægt upp og þá myndu flekarnir virka eins og sleðar sitt hvoru meginn við bílinn og renna með. Önnur útfærsla væri einskonar léttgálgi en sterkur gálgi yfir húddið með keðjutalíum kræktum í sitthvort framhjól. Þessi gálgi gæti líka verið þessi margumræddi þrífótur sem björgunarsveitin var með, kannski hefði bara þurft að vera tveir svoleiðis fyrir sitthvora hlið við framhjól og gefa sér tíma til að setja þá upp. Nú held ég að enginn geti í raun útbúið sig til að verjast öllu og flest myndum við hringja í björgunarsveitina eins og reyndin var þarna enda og er það eina rétta, kom í ljós að þeir höfðu þekkinguna og tækin, en gott væri að þeir myndu aðeins spá í og þróa "aðferð" við þessar aðstæður. þeir komu með allann búnað á kerru og hefði verið lítið mál að bæta meira af bitum, gálga efni og tjökkum við. Keðjusagir og þurrbúningar gerðu gæfumunin við að ná upp Heiðarsbíl þar sem ísinn var bara um 10cm þykkur og mjúkur. Tók það um 1 klst. á móti 6 klst við Jóabíl. Meiri parturinn af tímanum við Jóa bíl var baksið við að ná framendanum upp, fóru líklega 4 tímar í það. Heiðarsbíll stóð reyndar í botninn og var ekkert að fara neitt dýpra, ca. 1,5 metrar og grynnkaði ört. Vantaði 2 bíllengdir upp á að sleppa. Þegar búið var að saga fyrir rás stukku tveir frískir strákar úr björgunarsveitinni út í í þurrbúningum og hreinsuðu ísinn úr rásinni sem var búinn til, síðar bættust fleiri við úr öðrum björgunarsveitarbíl sem kom seinna. Þetta gekk átakslaust fyrir sig og olli engum skemmdum á þeim bíl umfram það sem orðið var. Hann bara rann upp rásina, enda eins og fyrr segir, það tók um 1 klst að ná honum upp. Hér var sem sagt um tvennskonar aðstæður að ræða, annarsvegar bíl á brún þykks og frekar sterks íss og hinsvegar bíll í þunnum ís. Þetta er svona smá lýsing á aðstæðum og mínum hugleiðingum um þetta, auðvitað veltir maður því fyrir sér hvernig best væri að gera þetta næst (vonandi aldrei aftur) en aðalatriðið var og er að enginn meiddist.
Agust
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.