This topic contains 134 replies, has 1 voice, and was last updated by Atli Eggertsson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.01.2007 at 11:40 #199283
Sælir félagar
Stórferð ársins. 44 tommur plús.
5. til 7. janúar
Ágúst Þór Keflavík x 2, LC 80-46″
Villi Grindavík x 2, Ford350-46,
Gundur Garðabæ x 2, LC 80-44″
Jói Gaukur Garðinum x 2, Patrol 44″
Heiðar Keflavík x 2, Scoutrol-44″
TNT Hafnarfirði x 2, LC 80-44,
Benni Akureyri x 2, LC 80-44,
Kristján, Óskar x 2, Suburban-49,
Alli Guðmunds Keflavík x 2, LC 80-44″
Ómar Keflavík x 2, 4Runner-46
Kalli Keflavík x 2, 4Runner-44 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.01.2007 at 01:09 #573508
gott að engin slys urðu á fólki, en samt leiðinlegt að lenda í svona tjóni… missa dýrann bíl í svona leðindum. en er tjónið algert ? þaraðsegja bíllinn handónýtur ? en hinn bíllinn
06.01.2007 at 01:29 #573510ég veitt ekki hve skemdirnar voru miklar á hinum en þær voru ekki eins mikklar og á mínum bíll (hann var allavegana dreiginn í bæinn)
06.01.2007 at 02:14 #573512Fengu menn vatn inn á vélar?
-haffi
06.01.2007 at 06:14 #573514Vorum að lenda í Keflavík með Scoutrolinn og búnir að koma honum í hús. Hann er nú eitthvað skemmdur, svo sem brettakantar, vantar stigbretti, grill, ljós og stuðari, beyglað húdd og toppurinn eftir dvöl okkar þar. Á morgun verður farið í að athuga með vélina, en ég var búinn að drepa á áður enn hann sökk. Bestu þakkir til allra sem hjálpuðu okkur, sérstaklega til strákanna frá Dagrenningu sem voru á kafi í vatni í fleiri tíma og söguðu skurð í ísinn í land fyrir bílinn hjá mér.
Hópurinn hélt áfram og gekk vel í Jökulheima, einhverjir héldu síðan áfram á Grímsfjall og voru í þungu færi síðast þegar ég heyrði í þeim. 49 tommu Subbinn var víst að skítvirka.Góða nótt
Heiðar
06.01.2007 at 08:20 #573516Þetta eru rosalegar myndir. Mikið verra en ég hélt.
Hlynur
06.01.2007 at 09:52 #573518Já, þetta eru svo sannarlega kaldir karlar í krapinu!
Ég reyndi svosum að láta vita af þessum aðstæðum á fjöllum í mínum síðasta pósti eftir að hafa lent í krapatjörn uppi á fjalli í um 800 metra hæð! En auðvitað eiga menn að láta á reyna hversu langt verði komist og láta ekki deigan síga fyrr en fullreynt er, annars sætum við alltaf heima. Það er bara synd hversu vatns-og klakatjónin verða mikil á tækjunum okkar nú til dags. Það eru um 30 ár síðan ég missti (rússa)jeppa almennilega niður um klaka síðast. Eftir að hafa brotið klakann í land, tappað vatni undan, þurrkað innan úr kveikjulokinu og hellt úr mottunni þá var bara sett í gang og keyrt heim. 5 eða 10 beyglur til eða frá breyttu engu í þá daga!
Gangi ykkur vel með græjurnar,
Ingi
06.01.2007 at 11:37 #573520Sjá þráðinn "Suðurlandsdeild"
Ingi
06.01.2007 at 11:47 #573522[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/5058:30pz61ka][b:30pz61ka]Myndirnar hans Jóhannesar[/b:30pz61ka][/url:30pz61ka]
06.01.2007 at 12:37 #573524Þar lætur Benni nokkuð mannalega,er hann ekki flúinn úr hópnum?
Annars eru þetta svakalegar aðstæður og vonandi sem minnst tjón hjá mönnum.
Kveðja jeepcj7
06.01.2007 at 12:42 #573526Það er forvitnilegt að vita hvar þetta gerðist, er einhver með GSP hnit af staðnum?
-Einar
06.01.2007 at 13:09 #573528væri líka gott ef að þeir sem voru í ferðinni gætu látið í té track með staðsetningunni á þessu, ef að það er til má endilega senda mér það. kristofers(hjá)simnet.is
06.01.2007 at 15:19 #573530jeepcj7, þú segir að Benni láti mannalega í þessu viðtali. Ég er líka búin að lesa þetta viðtal og þar er ég búin að telja 5 atriði þar sem þessi veslings blaðamaður hefur farið með rangt mál. Þú spyrð hvort hann sé ekki flúinn, kannski vilt þú kalla það því nafni þegar menn eru ekki tilbúnir að halda áfram við svona aðstæður. Ég kýs frekar að kalla það skynsemi að halda ekki áfram þegar menn eru ekki tilbúnir til þess. Aðrir voru tilbúnir til þess og það er bara þeirra mál, hann var ekki tilbúinn til þess og sneri þess vegna við. Það þarf ákveðinn kjark til að standa upp og segja að nú sé komið gott, sumir hafa hann og aðrir ekki. My man has big balls!
Heyrst hefur að menn úr skálanefnd Grímsfjallaskálanna hafi verið þarna á ferðinni seinna um kvöldið og þeir hafi snúið til baka allir sem einn. Af þeim sem héldu áfram úr Suðurnesjahópnum, er það helst að frétta að þeir komust í Grímsfjall klukkan fjögur í nótt í erfiðu færi. Einn bíll bilaði 8 km frá Grímsfjalli, nú er verið að draga hann áleiðis í bæinn.
06.01.2007 at 15:48 #573532[b:1jiaarg4]Staður án ábyrgðar[/b:1jiaarg4]
Eftir því sem mér sýnis á myndum frá staðnum þá er þetta á sandinum sem er á vegleggnum frá Þóristindi að afleggjaranum inn í Jökulheima ef það er rétt til getið þá eru þeir á þektum krapaslóðum, stundum hefur verið farið norður fyrir þessar tjarnir.
guðmundur
06.01.2007 at 16:47 #573534Ég styð Benna og þá sem sneru undan fyllilega. Eins og Alma segir þá þarf oftast meiri kjark til að snúa við heldur en að láta undan hópþrýsting og halda áfram. Þetta segir meira um skynsemi manna og þá áhættu sem er verðug. Nú er ég ekki að segja að þeir sem héldu áfram hafi verið óskynsamir eða kjarklausir heldur hafa þeir hreinlega haft aðrar hugmyndir um ferðina. Ég efast ekki um að allir hefðu haldið áfram ef um einhverskonar björgun hefði verið að ræða. Ef þeir hefðu til dæmis verið á heimleið hefðu þeir líklega ekki snúið við.
Kveðja:
Erlingur Harðar
…sem þorði ekki einu sinni að skrá sig í ferðina!!!!
06.01.2007 at 17:06 #573536einhver svona "leiðinda skítakomment" eins á jeep hérna áðan. Í fréttablaðinu var Benni að segja frá ferð sem hefði að öllum líkindum orðið snilldar ferð sem allt í lagi er að segja frá eins og henn gerði, ef þeir hefðu ekki lent í óhappi og misst tvo bíla niður um ís. Við ættum miklu heldur að finna til með þeim sem þarna skemdu bílana sína heldur en að vera með svona blammeringar. Vonandi lenda þeir sem héldu áfram ekki í neinum frekari vandræðum, en Benni gerir það að minnstakosti ekki núna þar sem hann tók skynsamlega ákvörðun og sneri við því hann vildi ekki lenda í að skema bílinn sinn, enda ekki aflóga stríðsáratæki sem litlu máli skiptir hvar dagar uppi.
Kv Beggi
06.01.2007 at 19:36 #573538Jói!!!! Hvað ertu búinn að gera við bílinn??
Getur fengið Fordinn aftur ef þú ert í vandræðum 😉En svona án gríns, ferlegt að sjá þetta. Samhryggist mönnum með óhappið, ömurlegt að "lenda" í svona.
Var engin leið að sneiða hjá sléttunni? Er ekki í bláma hægt að fara eitthvað ofar þarna?Kv. Baddi
06.01.2007 at 21:19 #573540Ágúst talar um að hafa misst bíla í krap nálægt Sandá að manni skylst nálægt Veiðivötnum . Ég hef ekki heyrt hana nefnda áður . Þessi krapavötn eru stórvarasöm eins og var fyrir mörgum árum þegar sleðar fóru á kaf í svona stöðuvatn við Hnausapollinn (Bláhyl). Á fyrsta Friðlandskortinu var þar með smáu letri Vosbúðir . Vonandi hafa menn ekki slasast eða orðið meint af volkinu . Ég set hér reikniformúlu sem ég sá eftir Sigurjón Rist um burðarþol íss.Ekki alveg viss um að ég muni þetta rétt . Þykkt íssins í sentimetrum í öðru veldi x100 deilt með 2. Sem sagt 8×8=64×100=6400-2=3200 kg. Þetta á við um góðan ís og hlut á ferð en minna burðarþol fyrir kyrstæðan hlut t.d. bíl. Ef ísinn er 10 cm. er þetta 10×10=100 x100 =10000-2=5 tonn. Ef þið hafið réttari tölur endilega koma með þær. Ég held að þetta sé í bókinni Vaddútí eftir Sigurjón Rist. Gleðilegt ferðaár. Olgeir
06.01.2007 at 21:46 #573542Ég var í ferð í fyrra, þar sem við misstum Hilux ofaní stöðuvatn rétt við Jökulheima.
http://www.fjallabellir.com/myndir/v/JokulheimarII/
Eftir það þá varð okkur ljóst að keðjusög er nauðsynlegur búnaður, kostar svipað og járnkall og er helmingi léttari.
Svolleiðis verkfæri hefði sparað gífurlegan tíma. Því ísinn brotnaði alltaf þegar frammdekkin hvíldu uppá, og 35m í land.
Eins og sést vel hér. (takið eftir skurðinum í bakgrunni)http://www.fjallabellir.com/myndir/v/Jo … ewsIndex=1
06.01.2007 at 22:51 #573544Sárt að missa 2 bíla þarna niður..
Spurning að við förum að setja dýptarmæla í bílana 😉
En Olgeir gaman að sjá þessa reikniformúlu fyrir ÍS.
Þannig að í rauninni gæti maður miðað við 10cm ís plús
þurfi til að flest farartæki séu örugg á ís.
En þetta hlýtur að vera líka spurning um dekkjastærð inn í formúluna. 3tonn á 31" brjóta væntanlega frekar ís heldur en 3 tonn á 49".
Góður punktur með keðjusögina.
Það væri nú eflaust sniðugt að klúbburinn ætti svoleiðis grip þeas hjálparsveitin.
Ég vona að þið sleppið sem allra best út úr þessum tjónum.
Þetta sport getur tekið vel í bókhaldið.
06.01.2007 at 23:11 #573546Ég held gott fólk að þið ættuð ekki að vera að gagnrýna menn eins og fram hefur komið hér að ofan, heldur að horfa á hvað gerðist. Svona slys var ekkert að gerast í fyrsta skipi um helgina, menn hafa keyrt ofan í ýmislegt og eyðilagt bílana sína undir ýmsum kringumstæðum.
Það er bara staðreynd að ekki er alltaf um hálvitaskap ökumanns um að ræða.
Strákar gangi ykkur vel með að vinna úr því tjóni sem þið lentuð í um helgina.
Sjálfur var ég að koma úr helgarferð og þurfti að skylja bíl minn eftir á jökli enn finnst það afskaplega lítið mál miða við hvað félagar mínir lentu í um helgina.
LG
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.