This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Grétar G. Ingvarsson 16 years, 9 months ago.
-
Topic
-
hesta og göngufólks
Hugmyndir hafa komið upp að landsvæði á norðausturlandi. Þ.a.s risa stórt landsvæði norðan Möðrudals, verði gert að griðlandi fyrir hesta og göngufólk. Hér er um mjög stórt landsvæði að ræða ( eiginlega allt svæðið þarna sem hægt er að kalla hálendi. ) Hvernig litist félagsmönnum á það að gefa það eftir til þessara litla hóps sem kallast elítu göngumenn og svo til hestamanna.
Þegar svona hugmyndir koma upp þá veltir maður því fyrir sér, hverjir það eru sem eiga að njóta og hverjir ekki. T,d með því að setja akstursbann á svona svæði. Hverjir eru það þá sem komast ekki um svæðið. Eigum við að sætta okkur við að það séu einungis einhverjir útvaldir sem eiga möguleika á ferðalögum um svæðið. Þar sem hugmyndin kemur frá þingmanni, þá mætti velta fyrir sér hversu margir þingmenn teystu sér til þess að ganga langar dagleiðir um svona svæði, eða hversu margir þingmenn séu hestamenn.
Ég legg til að félagsmenn spyrnir við fótum, gegn svona hugmyndum. Áður en búið verður að brytja landið upp í frekari smá einingar fyrir hina ýmsu sér hópa.
Hugmyndir af þessu tagi eru þegar komnar í framkvæmd t,d við Öræfajökul. Og eru svona hugmyndir í farvatninu víða t,d Snæfellsjökull og Kverkfjallasvæðið. Einnig hefur oft verið talað um Bárðargötu.
Þið verðið svo að fyrirgefa að ég skuli hafa upplýst félagsmenn um þetta leyndarmál.
Því auðvita er það graf alvarlegt mál að sauðsvartur almúgamaðurinn í 4×4 fái að vita nokkuð um þessar hugmyndir. Þó svo að þær séu komnar það langt að þær hafi verið lagðar formlega fyrir 5 sveitarstjórnir á svæðinu.
You must be logged in to reply to this topic.