Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Grein Elíasar á mbl
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 14 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
28.09.2010 at 17:37 #214840
Elías Þorsteinsson (Elli Þorsteins) hefur sent umhverfisráðharra opið bréf á mbl.
Fín grein hjá honum og hvet ég alla til að lesa hana.Kveðja:
Erlingur Harðar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.09.2010 at 17:55 #704404
Takk kærlega fyrir linkinn á þessa frétt. Frábær grein hjá Ella. kv Jón Snæland
28.09.2010 at 18:46 #704406Sammála þetta er mjög góð grein hjá Ella og honum og klúbbnum til sóma.
kv Gísli
28.09.2010 at 20:21 #704408Þetta er mjög góð grein, Elli og aðrir þeir sem undir hana rita eiga heiður skilið.
Kveðja.
28.09.2010 at 21:15 #704410Fagleg, skýr, rökföst, einföld grein, vönduð. Bara köld og klár rök. Mög flott vinna.
Er ekki hægt að fá þennan mann til að skrifa í fleiri fjölmiðla?
//BP
28.09.2010 at 21:29 #704412Sælir félagar
Það var ekki við öðru að búast frá Ella Þorsteins.
Frábær grein og mjög vel upp sett.
Flott framtak hjá þér Elli og hinu nefndarmönum ferðafrelsisnefndar
Eyjafjarðardeildar vonandi hefur ráðherran dug í sér til
að svara (sem ekki er líklegt að hún geri).Kv
Jói Hauks
28.09.2010 at 21:59 #704414Mjög flott grein.
Takk takk.
29.09.2010 at 01:22 #704416Sælir félagar.
Vil aðeins koma á framfæri 15. gr., Lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, en þar segir eftirfarandi:
[b:fvv4ahkw]Tilvitnun hefst.[/b:fvv4ahkw]
IV. KAFLI Almennar meginreglur.15. gr. Umferð í þjóðgarðinum.
Setja skal í reglugerð ákvæði um umferð gangandi vegfarenda, ríðandi eða hjólandi manna og um umferð vélknúinna ökutækja í Vatnajökulsþjóðgarði.
Akstur vélknúinna ökutækja utan vega í Vatnajökulsþjóðgarði er bannaður. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum og á leyfðum vetraraksturssvæðum, sbr. 3. mgr., svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin. [b:fvv4ahkw]Í reglugerð er heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum á Vatnajökli allt árið um kring eða á tilteknum tímum ársins.[/b:fvv4ahkw] (innskot EÞ. Hér er ekki átt við Vatnajökulsþjóðgarð heldur aðeins Vatnahökul)
Í reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð skal gerð sérstök grein fyrir öllum vegum sem heimilt er að aka innan þjóðgarðsins. Enn fremur skal skilgreina þau svæði þar sem heimilt er að aka að vetri á snjó eða frosinni jörð og hvaða skilyrðum slíkur akstur er bundinn. [b:fvv4ahkw]Heimilt er að takmarka umferð á einstökum vegum, slóðum eða svæðum við tiltekinn tíma ársins eða binda hana við tiltekna notkun, svo sem vegna veiða, smölunar búfjár eða annarra landbúnaðarstarfa eða vegna rannsókna, ef það er talið nauðsynlegt vegna verndunar viðkomandi landsvæðis.[/b:fvv4ahkw]
Liggi landsvæði undir skemmdum og talið er nauðsynlegt að grípa til tafarlausra aðgerða getur viðkomandi þjóðgarðsvörður tekið ákvörðun um tímabundna lokun afmarkaðs svæðis fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Ákvörðun þjóðgarðsvarðar um tímabundna lokun svæðis skal birt í B-deild Stjórnartíðinda og með öðrum áberandi hætti í dagblöðum og á vefsíðu þjóðgarðsins.
Ákvæði þessara laga um akstur utan vega í Vatnajökulsþjóðgarði ganga framar ákvæðum náttúruverndarlaga um sama efni og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim.
[b:fvv4ahkw]Tilvitnun líkur.[/b:fvv4ahkw]Hér er sagt beinum orðum að heimilt sé að takmarka umferð við áðurnefnd atriði.
Það er deginum ljósara að Vatnajökulsþjóðgarðsnefnd hefur farið offarir í túlkun sinni á takmörkun umferðar í þjóðgarðinum og samkvæmt lögum er nefndinni ekki ætlað að gera tillögur til ráðherra um að banna umferð um þá slóða sem um getur eða ekki eru tilnefndir í skýrslunni vegna annarra atriða, þar með talið vilja „göngufólks“.
Óska eftir að þið félagar og velunnarar náttúru Íslands rýni lögin og tjáið ykkur.
slóðin er: [color=#4000FF:fvv4ahkw]http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=503cbf32-0557-4a31-92d7-bd2fecd09b77
[/color:fvv4ahkw]
Bestu kveðjur
Elli.
29.09.2010 at 06:43 #704418Verklagið
Það er orðið nokkuð ljóst að allt verkferlið er í skötu líki. Þjóðgarðsráðið sendir frá sér langan lista um meint fundarhöld með hagsmunaaðilum (höfum séð svona áður). Og reynt er að flagg meintu víðtæku samráði við útivistarfólk og ferðaþjónustuna. Flestir þessara funda voru með þeim hætti að sem fæstir vissu af þeim fyrr en við lásum upptalninguna eftirá. T,d fékk f4x4 aldrei að vita um fundi á norðursvæðinu. Þær upplýsingar sem fengust um vestursvæðið voru í gegnum oddvita Ásahrepp og í gegnum Hlyn Snæland eftir krókaleiðum. Svona var verkferlið meir og minna (í drasli). Síðan var það meir og minna tilviljunum háð hverjir fengu fundarboð á undirbúningsfundi.
Þetta nákvæmlega sama hefur verið að gerast í Slóðamálunum, Reykjarnesfólkvangi og friðlandinu í Þjórsárverum. Það er tími til kominn að ríkisbatteríið fari að taka upp fagleg vinnubrögð og efna Árósarsamninginn og önnur loforð sem hafa verið gefinn um samráð og hætti að slá á útréttar hendur útivistarfólks.
Ég vill en og aftur þakka öllum Eyfirðingum fyrir sína vinnu vegna Vatnajökulsgarðsins. Frábærlega vel framsettar athugasemdir.Það eina rökrétta sem ráðherra getur gert í núverandi stöðu. Er að senda verndaráætlunina aftur heim í föðurhús. Þar sem farið væri vel í gegnum þær athugasemdir sem hafa borist. Og ferðaþjónustu og útivistarfólki (öðru en eingöngu elítu göngufólki) væri hleypt endurskoðun verndaráætluninni/skipulagi ef sátt á að nást um garðinn.
29.09.2010 at 19:51 #704420Sælir félagar.
Jón, takk fyrir innleggið.
Ég er búinn að lesa lögin um Vatnajökulsþjóðgarð margsinnis og ég get ekki með nokkru móti séð að það sé í valdi nefndarinnar að koma með tillögur um skertar akstursleiðir ferðamanna brjóti þær ekki í bága við umhverfisspjöll. Ég tel hinsvegar að Vatnajökulsþjóðgarðsnefnd hafi farið langt út fyrir sitt valdsvið og í lögunum segir eftirfarandi í 22. grein um Vatnajökulsþjóðgarð.
[b:3e2obedj]
Tilvitnun hefst.[/b:3e2obedj]22. gr. Refsiábyrgð og dagsektir.
Brot gegn lögum þessum og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Sektir renna í ríkissjóð.
Beita má dagsektum er renna í ríkissjóð, allt að 500.000 kr., til að knýja menn til framkvæmda á ráðstöfunum sem þeim er skylt að hlutast til um samkvæmt lögum þessum og reglugerðum eða láta af atferli sem er ólögmætt.
[b:3e2obedj]
Tilvitnun líkur.[/b:3e2obedj]Við félagar í F4x4 höfum sannanir fyrir því að nefndin fór ekki eftir laganna hljóðan á meðan vinnu hennar (nefndarinnar) stóð.
Ég vil skoða framhaldið á faglegum grunni og óska eftir að ráðherra leggi Vatnajökulsþjóðgarðsnefnd niður og nefnd verði skipuð samkvæmt laganna hljóðan.
(Þar á ég við að taka tillit til svæðisráða og hagsmunaaðila)Kveðja.
Elli
29.09.2010 at 20:28 #704422Ég er virkilega ánægður með þetta erindi Eliasar og Jóns,að mínu mati er þetta vel unnið og góð rök sett fram fyrir máli jeppamanna,og ég bendi á nöfn og starfsheiti þeirra sem skrifa undir erindi Elíasar og spyr hvernig er hægt að hunsa slík erindi,?? Og nú er ekkert annað í stöðunni en að berjast til þrautar fyrir rétti okkar,
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.