Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Greiddir félagar
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Ásmundsson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.02.2007 at 19:27 #199756
Greiddir félagsmenn
Frá og með næstu mánaðarmótum verður öllum félagsskírteinum lokað sem ekki eru greidd.kv
Gjaldkeri
þetta stendur svona á forsíðunni. Hvernig ætlið þið að loka félagsskírteinum?
erum við þá sjálfkrafa að segja okkur úr klúbbnum ef við borgum ekki?
Frekar óvenjulegar aðferðir sem þið eruð að nota, En mér finnst ekki eðlilegt að menn fái send bréf frá bankanum með tilkynningu um vexti og önnur leiðindi þegar um er að ræða félagsgjöld. Og svo á bara að loka félagsskírteinum? Er ég þá ekki lengur vildar vinur selects? En þarf ég ekki að borga félagsgjöldin til að fá sendan 07 miðann ? Og fá þar af leiðandi gilt félagsskírteini?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.02.2007 at 19:39 #581746
ég tók einmitt eftir þessu að þegar ég greiddi félagsgjaldið í desember, að mig minnir ca. 20 dögum eftir gjalddaga, að þá voru fallnir dráttarvextir á reikninginn. þetta fannst mér heldur skítt þar sem að um félagsgjöld er að ræða sem að ég ræð hvort að ég greiði eða ekki, en ekki afborganir af skuldum eða skyldugjöldum. hvað gerist ef maður ákveður að spara þetta árið og borga ekki félagsgjöldin, fær maður þá endalausa vexti og innheimtukostnað til að borga samt sem áður?
annars hef ég ekki fengið litla miðan sæta sem að á að líma á félagsteinið og óska hér með eftir að fá hann sendan takk fyrir. einnig hef ég ekki fengið setrið síðan að ég held um páska í fyrra eða í um eitt ár. og ekki er það vegna þess að ég hef skráð rangt heimilisfang því að ég hef fengið annan póst frá f4x4 og heimilisfangið sem er skráð hérna á síðuna og í þjóðskrá er rétt.
nöldurkveðja siggias
26.02.2007 at 22:59 #581748er það eithvað erfitt hjá þessari blessaðri stjórn að svara þessari fyrirspurn?
mér finnst allavega að það ættu að koma svör ekki bara að hunsa okkur sem viljum fá svör….
26.02.2007 at 23:14 #581750Búin að senda þessa fyrir spurn á gjaldkerann. En hún nær ekki að lesa allan pistla. Og ekki allir í stjórninni innsettir í öll málefni klúbbsins.
Er ekki bara verið að safna fyrir gjaldtöku Póst og fjarskiptastofnunar.
26.02.2007 at 23:56 #581752djöfulli er þetta pólitískt svar hjá þér frændi……
ekki það að ég sé eithvað að reyna að grilla ykkur en hvernig þetta er orðað fer alveg hrikalega í taugarnar á mér… og svo með ársgjaldi. hverjum datt í hug að setja gjaldagann á afmælisdaginn minn. (hell no að ég borgi það) og vextir ég ætla að láta þetta fara í lögfræðing fyrst þið setjið vexti á þetta.
27.02.2007 at 01:28 #581754ég fékk nú miðann fyrir þónokkru síðan svo það er eitthvað ekki alveg að ganga upp hjá stjórn ef miði er ekki kominn og greitt var í desember. en ég verð að taka undir að þetta eru frekar asnalegar aðferðir þar sem um er að ræða félagsgjald og þú þarft ekki að vera félagi þetta árið frekar en þú villt og vextir og dráttarvextir og bla bla bla ég á ekki orð en kannski það sé rétt hjá jóni að þeir séu hreinlega að safna í gjöldin frá póst og fjar..
maður spyr sig
Davíð Karl sem er greiddur en vantar setrið.
27.02.2007 at 01:57 #581756Þessi fyrirspurn fór framhjá mér…
En þetta er í mínum huga ósköp einfalt. Þegar menn ganga í félagsskap sem þennan þá ætlast þeir til að fá ýmis fríðindi og þjónustu frá þeim félagsskap. Í staðinn er ætlast til þess af þeim að sinna einum hlut – Borga félagsgjöldin !
Ég borga alltaf á gjalddaga og það gera langflestir. Frá þeim tíma sem ég borga þá fær klúbburinn vexti af innistæðunni – þannig vaxa peningarnir mínir í þágu klúbbsinns. Skussarnir sem ekki borga á gjalddaga eru því í raun að hafa peninga af félagskapnum, mér og öllum hinum sem borga á tilsettum tíma – er það sanngjarnt ? Mér finnst það ekki.
Síðan er það næsti punktur – Innheimta félagsgjalda kostar um 700.000 á ári – og hver borgar hana ? Félagsmenn !! Skiptir þá einhverju hvort það er í formi seðilgjalda eða líður ykkur betur ef þessi kostnaður er falinn fyrir ykkur og klúbburinn borgar bankanum bara aurinn… ??
Svo eru það þeir sem ætla að sleppa því að borga þetta árið af því að þeir eru blankir…. Væri þá ekki sjálfsögð kurteisi að láta klúbbinn vita svo að ekki sé verið að eyða peningum og vinnu í að senda þeim rukkun ? Það eru þó nokkuð margir sem hafa fengið senda rukkun á hverju ári án þess að borga – slíkar árangurslausar rukkanir kosta klúbbinn – okkur hin sem borgum – töluverða peninga.
Þannig að ég sé bar einfaldlega ekkert að því að innheimta gjöldin með innheimtukostnaði og vöxtum ef menn ekki greiða. Þetta eru frjáls félagasamtök og þeir sem koma hingað inn af fúsum og frjálsum vilja gangast undir þá sjálfsögðu kröfu að greiða félagsgjöldin á tilsettum tíma.
Hafi menn hins vegar ætlað sér að borga ekki framar er sjálfsögð og eðlileg kurteisi að segja sig úr félagskapnum og losa sig þannig undan kröfunni um greiðslu gjalda. Þannig hafa fjölmargir haft samband núna eftir að þeim var send ítrekun og kröfur á þá verið felldar niður um leið og þeir hafa sagt sig úr klúbbnum.
Láti menn hins vegar hjá líða að láta vita finnst mér einfaldlega eðlilegt og sanngjarnt að þeir greiði þann kostanð sem klúbburinn verður fyrir við að reyna að innheimta gjöld sem þeir lofuðu að borga með því að ganga í klúbbinn.
Hafi menn hins vegar greitt og ekki fengið miða eða blöð send þá eru þar mistök og við erum líka mannleg og gerum nokkur slík. Þannig að ef einhverjir telja sig eiga eftir að fá eitthvað sent þá er einfaldast að senda póst á skrifstofuna á f4x4@f4x4.is og sjá hvort að ekki sé hægt að leysa vandann.
Benni
27.02.2007 at 02:24 #581758Þú segir nokkuð Benni minn, það er náttúrulega hárrétt hjá þér að menn eiga að segja sig bara úr klúbbnum ef að þeir ætla ekki að borga. en smá forvitni með þetta blessaða setur nú hafa margir talað um að þeir fá hreinlega ekki setrið jahh jafnvel hátt í ár þessvegna en ég er forvitinn um eitt með setrið eins og hjá mér það er eins og það hreinlega gleymist bara að senda mér setrið ca 3 hvern mánuð og hefur það verið svoleiðis meira og minna síðan ég gekk í klúbbinn í að ég held apríl 2002 þannig að það eru þónokkur hefti sem ég hef misst af en ég fullyrði samt ekki að það sé nákvæmlega 3 hvern mánuð heldur svona að meðaltali og hef ég heyrt marga tala um þessi setursmál hér á vefnum alveg frá því ég byrjaði að pikka hérna inn sem hefur verið um 2003.
ekki það að ég ætli að vera með einhverja frekju og leiðindi hér við erum eins og þú segir Benni jú mannleg og ég er alls ekki að setja út á klúbbinn!! sérstaklega þar sem klúbburinn og allir sem hann inniheldur hafa reynst mér mjög vel og hef ég eignast marga félaga í gegnum hann. Þetta er bara svoldið spúkí með setrið:D hmm er kannski reimt í klúbbnum???? og nefndarmenn afturgöngur:D
maður spyr sig
Kv Davíð Karl (með öflugt ýmindunarafl:D)
27.02.2007 at 08:13 #581760Ég gekk í 4×4 fyrir þrem árum. fékk þá alltaf setrið. Eftir að ég seldi jeppan þá borgði é ekki félgsgjöldinn og hætti því í félaginu. Í Vetur fékk ég svo setrið sent án þess að hafa borgað félgasgjöld í tæp tvö ár, þar sem ég var kominn á jeppa aftur varð það til þess að ég skráði mig aftur í 4×4. Þanig að það hafur eitthvað farið úrskeiðis þegar sýðasta setru kom út mér til góða.
kv
Þórður Ingi
27.02.2007 at 08:26 #581762ég hef nú löngum verið skussi í fjármálum og borga yfirleitt ekki neitt á gjalddaga, en ég borga nú samt flesta mína reikninga fyrir eindaga og áður en þarf að fara að kosta í mig innheimtukostnaði. þessi reikningur frá f4x4 fyrir árgjald 2007 er nú samt sá eini sem ég þarf að borga dráttarvexti þó svo ég hafi greitt hann að mér fannst mjög tímalega, eða fyrir áramót, og ég er drulluhræddur um að einhver milljarðagróða bankastofnun fái þessa dráttarvexti en ekki f4x4 og þannig sé ég ekki gróðan sem benni talar um í þessu samhengi.
ég er búinn að senda nokkur mail og hringja nokkur símtöl útaf því að ég fæ aldrei setrið, og í fyrra fékk ég heldur ekki miðan litla fyrr en eftir mikið þras, þessi símtöl og bréfaskrif kosta og er innheimtukostnaður sem ég hef þarf að leggja út fyrir til að fá frá klúbbnum það sem mér ber sem greiðanda félagsgjalda. á ég að rukka klúbbin um þennan útlagða kostnað?
mér persónulega fynnst þú benni hljóma hálf heimskulega þegar þú segir í einni setningu að, að sjálfsögðu eigi að láta skussana borga en segir svo í næstu setningu að við eigum að sína stjórn biðlund því allir geti gert mistök.
keep up the good work
kveðja sigurður ásmundsson e1841
27.02.2007 at 09:30 #581764Siggias74-Sigurður Ásmundsson E-1841.
Sæll Sigurður, þarna held ég að þú sért að hengja bakara fyrir smið. Þú er skráður í Vesturlandsdeildina.
27.02.2007 at 09:50 #581766og ég las það fyrir ekki svo löngu að höfuðstöðvar 4×4 sjái um innheimtu fyrir vesturlandsdeildina og mig minnir tvær aðrar deildir
27.02.2007 at 09:51 #581768þannig var það ekki í fyrra, og það veist þú. Þetta er ný til komið
27.02.2007 at 09:55 #581770enda stóð ég í áðurnefndum bréfaskrifum og símtölum við stjórn vesturlandsdeildarinnar á síðasta ári, en ég get ekki séð að þetta hafi lagast neitt við það að móðurfélagið hafi tekið að sér að sjá um þetta fyrir vesturlandsdeildina
27.02.2007 at 10:05 #581772Ferlið þegar eitthver vill vera félagsmaður 4×4.
Sendir umsókn inn.
Skráður í félagatal
Sent á Skeljung til að útbúa félagskort. (margir skrá sig en greiða svo aldrei ósótt kort ca 300 stk)
Hvert kort kostar að meðaltali 500 krónur (upplýsingar frá skeljungi)
Merkt í exelskjal búið að panta kort
Fara inn á heimabanka búa til greiðsluseðil (kostar samt þó ég geri það sjálf) eða senda í banka og fá þá til að gera það. (kostar enn meira))
Kort kemur í hús merkja við að kort sé komið.
Greiddur færa í exel skjal merkt greiddur og í félagaskrá.
Búa nýtt exelskjal fyrir Setrið fréttablaðið okkar sem kemur út þrisvar á ári.
Senda kort á viðkomandi og merkja í exelskjalið kort farið.
Lítil vinna…….
Starfsmaður er í 50% starfi sem gerir tæpa 20 tíma á viku.
Hefur þó starfað hjá klúbbnum síðan fyrir Jól í 150. % starfi en einungis fengið greitt fyrir 50%.
Síðasta setur kom út í nóv 06 og var sent á alla félagsmenn sem eru á félagaskrá.
Þar sem skeljungskortin eru í dag virk vegna afsláttar á eldsneiti eru þeir sem ekki hafa greitt gjöldin að fá þann afslátt sem er í boði eins og greiddir (ekki réttlátt) þess vegna mun skeljungur géra kortin óvirk þar til greitt er.
Hver ógreiddur félagsmaður kostar að meðaltali klúbbin 1000 kr hvert ár.
Ég tek ekki menn af félagaskrá nema þeir óski eftir því,í sumum tilfellum hefur gengið ylla að fara af skrá mannleg mistök við gerum jú öll slík. (í bígerð er að taka alla út sem ekki hafa greitt 3 ár aftur í tíman síðan 2004 eða síðar)
Greiðsluseðlar voru sendir út í byrjun des 06 og eindagi var 31 jan 07.
Miði er síðan sendur á greidda félagsmenn.
Tekið er úr bankanum exelskjal borið saman við félagaskrá sem er einnig exelskjal og handfært.
Tekur frekar langan tíma og sat ég yfir þessu langt fram á kvöld, kvöld eftir kvöld ásamt dætrum mínum svo þú félagsmaður góður fengir miðann þinn sem fyrst.
Þar sem ég geng úr stjórn í maí 07 mun ég einungis vera starfsmaður 4×4 og þá vinn ég einungis mína tíma sem ég fæ greitt fyrir.
CA 150 bréf með límmiðum hafa komið til baka þar sem félagsmenn láta okkur (mig) ekki vita af nýju heimilisfangi.
Sent var út með síðasta setursblaði (nóv 06) blað með upplýsingum um nýtt félagatal og var óskað eftir breittum heimilisföngum, símano, netföngum, þeir sem hafa sent eru flestir virkir félagsmenn og hefur jafnvel ekkert breist neitt hjá þeim..
Stundum hringi ég í félagsmenn til að ath hvort þeir séu búnir að fá límmiðana sína og kort.
Það hefur verið eitthvað pikklis á póstinum (er farin í dag að sækja kortin til skeljungs þar sem þau skila sér ekki)
Einn ágætis félagsmaður fékk ekki límmiðan sinn þó ég væri búin að senda honum 3 miða það þarf ekki að gráta þá út hjá mér, á endanum bað hann mig að senda á annað heimilisfang.
Nokkrir hafa komið til mín til að fá sinn límmiða.
Öllum velkomið að kíkja og fá miðan eða uppáskrifað að þeir séu í klúbbnum ef mikið lyggur við.
Í dag sé ég um innheimtu fyrir Móðurfélag-R
Vesturlandsdeild-E
Eyjafjarðardeild-A
Húnvetninga-H
Einnig þarf ég að skrá greidda inn á exelskjalið okkar góða þegar greitt hefur verið´hjá hinum deildum
Suðurlandsdeild-X
Suðurnesjadeild-Ö
Hornafjarðardeild-Z
Skagafjarðardeild-K
Austurlandsdeild-U
Vestfjarðardeild-Í
Húsavíkur-Þ
Svo þessir aðilar fái einnig sent setrið góða.
Það kostar að halda úti starfsmanni, húsnæði, berjast fyrir okkar málefnum og framv……
Ég veit ekki um nein félagasamtök sem hægt er að skrá sig í og greiða ekki félagsgjöldin en vera samt full gyldur meðlimur.
Mæli með að við vinnum saman að góðu félagi og notum krafta okkar í að gæta að okkar hagsmunamála.
Enn og aftur vil ég benda á að allir sem starfa hjá klúbbnum géfa vinnuna sína .
Nú í mai losna sæti í stjórn og nefndum endilega bjóðið ykkur fram kanski eruð þið með lausnina hvernig best er að haga starfinu og félagaskránni, alltaf gott að fá nýtt blóð inn
kv
Agnes Karen Sig
Stjórnarmaður (gjaldkeri)
Og starfsmaður
27.02.2007 at 10:37 #581774það sem þú agnes telur upp að eigi að gera til að útiloka ógreidda félagsmenn frá því að njóta fríðinda greiddra félagsmanna er alveg hárréttar aðgerðir að mínu mati, og það er sárt að sjá að þú þurfir að vinna svona mikla vinnu án þess að fá fyrir það greitt nema að hluta. það kemur því sem að ég er að tala um bara ekki neitt við, því ég hef greitt félagsgjöld og hef gert það núna í þrjú ár.
fyrsta árið mitt fékk ég ekkert félagskort og gat því ekki nýtt mér neina afslætti eða annað sem mér átti að standa til boða sem greiddum félagsmanni. annað árið fékk ég loks sent félagskirteini og miðan litla til að líma á, en það kostaði mikið þras og bréfaskriftir. á þessum tveim árum fékk ég sent 1 eintak af setrinu eða um páska á síðasta ári. samt var ég á þessu tímabili búsettur á sama heimilisfangi og ég var við skráningu í klúbbin.
í ágúst á síðasta ári flutti ég á höfuðborgarsvæðið og flutti ég bæði lögheimili skráð í þjóðskrá og breytti einnig skráningu hér á þessari síðu með réttu heimilisfangi.
í desember greiddi ég félagsgjald fyrir árið 2007, með dráttarvöxtum þó svo að eindagi sé samkvæmt orðum agnesar 31 janúar. ég hef ekki fengið sent ennþá litla miðan með 07, þannig að ég get ekki nýtt mér afslætti hjá hinum ýmsu verslunum og þjónustuaðilum sem mér ætti að standa til boða sem greiddum félagsmanni, reyndar hef ég fengið afslátt hjá skeljungi vegna þess að það fer rafrænt fram.
ég persónulega styð það að það sé herjað á ógreidda félagsmenn með aðgerðum, eins og að loka kortum, en ég skil ekki hvað ég hef gert af mér til að fá ekki það sem mér ber.
kveðja sigurður ásmundsson e1841
27.02.2007 at 11:28 #581776að enginn í deildunum svari, þar sem Siggi var með félagsnúmerið E. En það er kannski vegna þess að það eru aðeins tveir hópar í 4×4. Þ.a.s móðurfélagið og Eyjafjarðardeild.
27.02.2007 at 11:42 #581778á ég þá ofsi, að láta færa mig yfir í móðurfélagið þar sem að vesturlandsdeildin er óstarfandi, og bíta í það súra epli að ég var svo vitlaus að ganga í vesturlandsdeildina á sínum tíma?
og svo smá vangaveltur.
ef ég er í vesturlandsdeildinni, er ég þá ekki gjaldgengur í stjórn og eða nefndir í 4×4, nema í vesturlandsdeildinni?
spyr sá sem hefur mikin áhuga á að starfa innan 4×4.
siggias
27.02.2007 at 11:43 #581780E-1841 Sigurður Ásmundsson 140274-6079 Búðarbraut 10 370 Búðardalur
Greinilega rangt heimilisfang í félagaskrá.
Sendi nýjan á þig.
kv
Agnes
27.02.2007 at 11:50 #581782Sé að ég er búin að laga þig inn í félagaskrá.
Þar er heimilisfangið Álfhólsvegur 15 man eftir að hafa sent á þig þangað.
Setti umslagið sem kom til baka með gamlaheimilisfanginu í nýtt og merkti þér.
Það hefur greinilega ekki skilað sér.
Eins og ég nefndi í fyrri þráði er þó nokkuð um að félagsmenn fá ekki póstinn sinn.
Þess vegna er ég farin að sækja kortin til Skeljungs.
En ég skal senda þér nýjan.
kv
Agnes
27.02.2007 at 11:59 #581784ég fékk um dagin bréf frá 4×4 á álfhólsveginn og sá ég að það bréf var stílað á búðarbraut og síðan breytt eftir endursendingu, en það bréf innihélt ekki litla miðan minn og leitaði ég að honum sérstaklega vel.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.