This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Hörður Guðjónsson 15 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Ég var að fletta gegnum spjallið og myndaalbúmin sl. sunnudagsmorgunn og fékk einhverja skrítna nostalgíutilfinningu.
Ég áttaði mig síðar um daginn hvað hefur breyst.
Umræðurnar og myndaalbúmin eru komin á kaf í gömlu góðu grasrótina meðal jeppamanna.
Fyrir ári síðan var allt vaðandi í myndum og umræðum um einhverja ofurtrukka sem menn heimsóttu í einhver ofur-„hype“-verkstæði og breytingafyrirtæki kannski einusinni í viku meðan milljónirnar mokuðust inní og utaná þessar risastóru peningahítir. Svo sér maður núna þessa sömu margsleiktu og stífbónuðu bíla á bílasölum þar sem menn eru grátbændir um að yfirtaka erlendu lánin af þeim.
Breytingin sem orðið hefur er ansi mikil finnst mér. Umræðurnar snúast um tæknimál og hvernig best sé að gera hlutina sjálfur, auglýsingarnar bera þess merki að menn séu að taka til í skúrunum til að koma gamla bílnum inn og myndaalbúmið er vaðandi í myndum þar sem menn eru að sprauta sjálfir eða breyta inni í þröngum og illa lýstum skúrum. Engar hvítskúraðar breytingahallir þar.Jeppamenn eru greinilega komnir niður á jörðina aftur.
You must be logged in to reply to this topic.