Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Grand Cherokee
This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Jóhannsson 14 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.11.2006 at 21:48 #199055
Sælir félagar
Ég er með spurningu varðandi stýrisbúnað í Grand Cherokee.
Ég er búin að hækka bílinn upp um 10 cm að framan og er nú að reyna að ákveða mig hvernig sé best og þægilegast að ganga frá öllu í kringum framhásinguna.
Er einhver með töfraformúluna fyrir þessu eða eru kanski nokkrar góðar leiðir færar?Best að taka það strax fram að ég bý lengst út á landi og vill helst ekki þurfa að ferðast langar leiðir með bílinn á verkstæði.
Eins var verið að benda mér á að setja hásingu undan eldri XJ bílunum að framan hjá mér. Er einhver sem veit hvað maður græðir á því?
Með von um sem flest svör og jafnvel smá umræðu.
Kveðja
Arnór -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.11.2006 at 23:49 #569622
Ég mæli frekar með 14" en 15"
5- 1/2" BS og 15" breið felga er jafn sterkt setup og 4"BS og 12" felga.Guðmundur
02.12.2006 at 01:10 #569624Sammála Gumma með felgubreiddina, allt yfir 14" er bara sóun á tommum. En svona bara til að halda þræðinum á floti verð ég að demba á ykkur einni spurningu enn. hafa menn eitthvað verið að stróka þessa mótora? þ.e.a.s 4.0l mótorinn. Gaman væri nú að heyra í einhverjum sem væri búinn að dudda í þessu, eða allavega kynna sér eitthvað um málið
02.12.2006 at 10:46 #569626[url=http://www.rpmmachine.com/amc-stroker-kit-4l.shtml:24e2w2xe][b:24e2w2xe]RPMmachine[/b:24e2w2xe][/url:24e2w2xe]
[url=http://www.hescosc.com/shop.asp?action=cat&catID=7550:24e2w2xe][b:24e2w2xe]Hesco[/b:24e2w2xe][/url:24e2w2xe]
[url=http://www.speedomotive.com/ps-147-15-jeep-40l-to-45l-stroker-crank-kit.aspx:24e2w2xe][b:24e2w2xe]Speed-O-Motive[/b:24e2w2xe][/url:24e2w2xe]
Einu sinni hélt einn góður Jeep sérfræðingur því fram við mig að Grandinn hefði upprunalega verið hannaður utan um 4L vélina og að hann hefði bestu aksturseiginleikana mað henni, V8 bílarnir væru framþyngri og höguðu sér ekki eins vel á vegi. Ég hef ekki reynslu af V8 þannig að ég þekki það ekki en með sexunni er hann fínn keyrslubíll.
02.12.2006 at 11:38 #569628Ég held að heimildirnar þínar séu byggðar á misskilningi. ZJ bíllin er örugglega hlutfallslega þyngri að framan með 242 en 318. Ástæðan er sú að 2 strokkar af 6 eru fyrir framan framhásinguna í 242 bínum en allir 8 eru aftanvið hana í 318 bílnum. Ég hef reyndar ekki vigtað þetta, þetta er bara mín tilfinning.
guðmundur
02.12.2006 at 11:47 #569630Samkvæmt OME gormaframleiðanda, þá eru gormar fyrir 8 bullu bílinn hafðir stífari en fyrir 6 bullu bílinn.
Veit þetta þar sem ég ætlaði að nota svona OME 8 bullu gorma undir hiluxinn hjá mér.
Þannig að sennilega hafði þessi sérfræðingur rétt fyrir sér.
kv
Rúnar (sem er alls ekki neinn jepp sérfræðingur).
02.12.2006 at 12:14 #569632Það þýðir samt ekki að að 8 bullu bíllin sé hlutfalslega þyngri að framan eða hvað rúnar
það þýðir bara að hann sé allur þyngri, sem hann vissulega er 150kg eða svo
02.12.2006 at 16:01 #569634Ef ég man fræðin rétt þá hefur það ekki úrslitaáhrif hvort hún er fyrir framan eða aftan hásingu, svo framalega sem hún er fyrir framan þyngdarmiðju bílsins. Hins vegar er líklega rétt að þeim mun nær sem hún er þyngdarmiðjuni þeim mun minni hluti þyngdarinnar lendir á framhjólunum. Svo skiptir kannski máli hvar mótorfestingarnar eru, þar lendir þyngdin á grindinni, er samt ekki vissu um hvort það er rétt, fylgdist líklega ekki nógu vel með í eðlisfræðitímunum hjá Ara Hrausta í menntaskóla
02.12.2006 at 17:08 #569636Fjarlægð massa frá massamiðjunni hefur heilmikil áhrif. Ef þyngdarmiðja vélarinnar er mjög aftarlega og nálægt þyngdarmiðju bílsins þá færist massi vélarinnar tilt. stutt upp og niður við lóðrétta fjöðrun og þar með hefur massi vélarinnar lítil áhrif. Ef massamiðja vélarinnar er hinsvegar mjög framarlega þá fær massi vélarinnar mikla lóðrétta hreyfingu sem hefur þá mikil áhrif á fjöðrun (þ.e. fjöðrunin þarf sífellt að slást við extra álag vegna þess hve mikil hreyfing er á massa vélarinnar). Best er því að hafa sem allra mesta þyngd nálægt miðju bílsins, s.s. bæði á breidd og lengd (s.s. aukatankar innan við grind og farangur beint fyrir aftan framsæti frekar en brúsa utan á bíl og farangur aftast í skotti;-)).
.
Varðandi mótorfestingar þá held ég að staðsetning þeirra hafi hverfandi áhrif á það hvernig massi vélarinnar verkar á fjörðun (nema þær séu svo óstöðugar að aukin hreyfing sé á vélinni). Hinsvegar hefur staðsetning þeirra mikil áhrif á hversu mikið álag er á þeim. Ef þær eru framarlega þá mynda þær ásamt millikassapúðanum festipunkta nálægt ystu hornum aflrásarinnar (langt frá þungamiðjunni) og minnka þar með hreyfingu á massa aflrásarinnar sem leiðir af sér jafnt álag á festipunkta. Ef mótorfestingarnar er hinsvegar mjög aftarlega þá verður meiri hreyfing á vélinni og þar með meira álag á mótorpúðana.
.
Freyr
02.12.2006 at 18:45 #569638Eitt mjög sniðugt í sambandi við 4lítra vélina.
Taka sveifarás og stimpilstangir úr 4,2 sexuni úr wrangler, setja í 4lítra vélina, passar beint úr sumum 4,2 motorum án tilfæringa en úr sumum þarf að sverfa úr botninum, fer eftir steypum á 4L botnum. þá verður 4L vélin 4,5L. Það er meira bore í 4L og talsvert meira stroke í 4,2L. Skipta um bensínspíssa, setja góða lofstíu og púst. Þá erum við að tala umm 240 hross og 300 pund/410 NM. Og aflið er á sömu stöðum og í 4L. Þar að segja hámarks afl og tog á sama snúning og áður. Sum sé mjög flott tjún.
02.12.2006 at 19:22 #569640Náungi sem setti saman svona vél á síðu [url=http://www.rockcrawler.com/techreports/stroker40/index.asp:34d1n3u8][b:34d1n3u8]RockCrawler[/b:34d1n3u8][/url:34d1n3u8]
02.12.2006 at 19:40 #569642Sælir
Hérna er besta og fróðlegasta síðan sem ég hef séð um að stróka 4.0 vélina, [url=http://www.jeep4.0performance.4mg.com/:de8gzb6x]Dino’s Jeep 4.0 Performance Site[/url:de8gzb6x]kv. Kristinn
02.12.2006 at 22:26 #569644Þetta eru góðar heimildir strákar, ég hafði ekki séð þessa á rockcrawler áður. En í flestum ef ekki öllum greinum sem ég hef séð um þetta er aðaláhyggjuefnið "quench heigth" (sem mér skilst að sé hæðin sem stimpilkollurinn gengur upp fyrir brún á blokkinni? ekki viss þó) og hvort verði kveikjubank. Svo eru langflestir þessir mótorar boraðir .030. Hefur ekki einhver hérna á klakanum prófað þetta? Minnir að einn svona hafi verið á Akureyri, getur það verið?
03.12.2006 at 23:35 #569646[url=http://www.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=4045:38ii06kk][b:38ii06kk]er með stroker…[/b:38ii06kk][/url:38ii06kk]
Annað mál, nú er "togstöngin" á litla cherokee(xj) ekki alveg bein út við hægra hjólið, veit einhver hvaða stýrisendi er notaður þar þegar stýrisgangnum er snúið við, eða eru menn kannski að nota beinan enda… og veit einhver hvort hægt er að fá lausa kóna hérlendis?
kv.
Siggi, sem langar að snúa stýrisganginum…
04.12.2006 at 00:41 #569648Fyrir XJ og ZJ sem eru með klofið stýri er hægt að nota stýrisgang úr TJ eða YJ en þeir eru með millibilsstöng sem hægt er að snúa kóninum í og það auðvelt að stytta stýrisstöngina í endann sem er við maskínuna. Ef þú vilt halda klofna stýrisganginum er hægt að saga endann hjólmegin af stýristönginni og snitta hann fyrir múffu og stýrisenda sem getur þá snúið á báða vegu en það er aðeins erfiðar og kostar snittbakka því það er ekki hægt að setja stöngina svona bogna upp í rennibekk til að snitta hana. Kónana hafa menn bara smíðað eða látið smíða eftir þörfum.
05.12.2006 at 17:32 #569650Sælir
Nú er allt að verða komið sem þarf til að klára bílinn og reikna ég með að verða farinn að keyra eftir 2 vikur.
En það er eitt sem ég er ekki alveg klár á. Ég er að fara að sitja tvöfaldan lið á drifskaftið að aftan.
Veit einhver hér hvernig maður útbýr þennan flangs aftan á millikassan?Breytingakveðja
Arnór
05.12.2006 at 18:41 #569652Talaðu við þá niðrí stáli og stönsum þeir geta pottþétt hjálpað þér
05.12.2006 at 19:21 #569654Hvernig var reynslan af Vinnuljósunum á Freyju? Ég var nefnilega að spá í hvort þau þyldu veður og vind eða hvort það þyrfti alltaf að vera að skipta.
kv. Samson
Sem er mjög heitur fyrir svona ljósum.
21.11.2010 at 16:14 #569656[quote="ossi":18ma0x4x]Þetta eru góðar heimildir strákar, ég hafði ekki séð þessa á rockcrawler áður. En í flestum ef ekki öllum greinum sem ég hef séð um þetta er aðaláhyggjuefnið "quench heigth" (sem mér skilst að sé hæðin sem stimpilkollurinn gengur upp fyrir brún á blokkinni? ekki viss þó) og hvort verði kveikjubank. Svo eru langflestir þessir mótorar boraðir .030. Hefur ekki einhver hérna á klakanum prófað þetta? Minnir að einn svona hafi verið á Akureyri, getur það verið?[/quote:18ma0x4x]
Sælir, ég rakst á þessa tilvitnun í bílinn minn í þessum þræði.
Nú er búið að Stroka Ofur Freyju í 4,7L. Ég er mjög sáttur við útkomuna, vélin vinnur mjög vel og virkilega spræk. Það sem ég þarf samt að gera núna er að setja nýja Rocker arma og nýjar flækjur. Þessi Stroker er svipuð og Dr. Dino er með á sinni síðu, ég fekk flesta hlutina hjá Hesco og Summit.
Ég er búinn að pósta inn myndum af samsetningu á mótor.[b:18ma0x4x]4.7L Medium-buck stroker Jeep. 262hp@4900rpm, 349 lbft @3000rpm[/b:18ma0x4x]
New 4.2L Crank shafts #HES9-4.2L-3895R. Performance rods 6.125“ #Hes406CR. ARP high performance rod bolts. 4.7L Stroker Engine 060 Forgaed Pistons, 29,3cc. Dimond Piston #HESDP47060. Crane Cams #753901, Lift:456/484. Mopar/Victor 0.043“ head gasket, 0.043" quench height. 24lb/hr fuel injectors with FPR. 2.5" exhaust. Overbore throttle body 58mm.mbk. mundi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.