Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Grand Cherokee
This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Jóhannsson 14 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.11.2006 at 21:48 #199055
Sælir félagar
Ég er með spurningu varðandi stýrisbúnað í Grand Cherokee.
Ég er búin að hækka bílinn upp um 10 cm að framan og er nú að reyna að ákveða mig hvernig sé best og þægilegast að ganga frá öllu í kringum framhásinguna.
Er einhver með töfraformúluna fyrir þessu eða eru kanski nokkrar góðar leiðir færar?Best að taka það strax fram að ég bý lengst út á landi og vill helst ekki þurfa að ferðast langar leiðir með bílinn á verkstæði.
Eins var verið að benda mér á að setja hásingu undan eldri XJ bílunum að framan hjá mér. Er einhver sem veit hvað maður græðir á því?
Með von um sem flest svör og jafnvel smá umræðu.
Kveðja
Arnór -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.11.2006 at 22:11 #569582
Munurinn felst í því að hásingin í xj er með reverse drifi (háum pinjón) en í grand er drifið "venjulegt".
Freyr
26.11.2006 at 22:53 #569584Sæll Freyr
Ert þú með original hásinguna að framan hjá þér?
Ef svo er, er það þá ekki bara fínt.Ég á reyndar hásingu undan eldri bíl en ég ætla ekki að vera að svissa þeim út að óþörfu.
En mitt aðal vandamál í þessu öllu er varðandi stýrismaskínuna. Hún á það jú til að brotna úr ef ekki er rétt frá gengið.
Sumir segja að ég ætti að síkka sjálfa stýrismaskínuna niður.
Aðrir segja að snúa stýrissendum.
Enn aðrir segja að styrkja hreinlega í kringum stýrismaskínuna þvert undir vél í grindina hinum megin svo hún brotni síður úr.
Svo er annar möguleiki að panta sektorsarm sem er með síkkun.
Svo var ég nú búin að heyra einhverja aðra leið sem ég hreinlega man ekki.
Hvernig hafa menn helst verið að gera þetta?
Kveðja
Arnór
26.11.2006 at 23:11 #569586Í gamla mínum var sett liðhús hægramegin úr 99+ grand sem hefur heila millibilsstöng og togstöngin því komin upp um ca 10 cm á hásingu. það var samt sem áður pantað eithvað spes liðhús extra sterkt eithvað frá usa sem kostaði um 40 kall þá.
Ekki svo ósviðpað þessu
[url=http://www.jeepin.com/features/uturn/index.asp:10j5tle6][b:10j5tle6]hér[/b:10j5tle6][/url:10j5tle6] nema að togstöngin var hærra upp við hásingu.
26.11.2006 at 23:51 #569588Sæll Ingaling
Þetta lítur vel út. Veistu nokkuð hvar ég gæti fengið eitthvað svipað og þú varst með?
Þetta sett sem þú vísar í hér að ofan virðist vera flott. Þeir reyndar gefa það ekki upp fyrir ZJ bílinn. Bara fyrir TJ og XJ bíla.
Ætli það passi samt ekki fyrir minn?
Kveðja
Arnór
27.11.2006 at 00:56 #569590Ég hef átt 3 xj bíla, 2 á 38 og einn á 33. Ég braut aldrei neitt í þeim; enga krossa, öxla, drif eða e-ð. Þessi hásing er meira en nóg undir þessa bíla, auðvitað hægt að brjóta og beygja allt en með því að reyna ekki að komast allt á botngjöf þá dugar drifbúnaðurinn vel. Það sem helst hefur gefið sig í þessum hásingum eru krossarnir á öxlunum. borgar sig að kaupa Spicer eða álíka en ekki "eitthvað í bónus". Svo eins og með alla bíla; smyrja reglulega og skipta út því sem er slitið í stað þess að bíða eftir broti.
.
Í sambandi við stýrisganginn þá er lausnin sem einhver nefndi hér að ofan (fá liðhús úr nýlegum grand) fín. Einnig er hægt að öfugkóna liðhúsin sem eru í bílnum hjá þér, s.s. breyta þeim þannig að stýrisendarnir stingist niður í þau en ekki upp eins og orginal. Síðan er nauðsynlegt að styrkja festingarnar fyrir maskínuna, með stífu eða grindarstyrkinngu.
.
Svo eitt að auki. Orginal efri festingin á þverstýfunni er ekki nógu góð, það er kúluliður sem er ekki ólíkur spindilkúlu og er víst ekki nógu öflugur. Gott ráð er að taka aðra eins stífu og skera af henni neðri endann (er með fóðringu) og skipta kúluliðnum út fyrir hann. Það eru myndir af svoleiðis breytingu í myndaalbúminu mínu.
.
Freyr Þ
27.11.2006 at 10:27 #569592Jæja ég get sparað þér nokkra þús kalla… ekki fá þér liðhús úr nýrri grand, nema þú sért tilbúinn að henda felgunum þínum og fá þér felgur með 10 cm backspacing en ekki 13.5 eins og felgurnar sem þú ert með undir hjá þér. þessi breyting er mjög slæm þar sem felgur með svo lítið backspacing setur ofurálag á legur og einnig mun meiri hætta á að beygja framhásinguna. Ég prófaði þessa breytingu sjálfur og var búinn að skrúfa ný liðhús undir hjá mér en þetta gengur ekki með felgunum (original) sem við báðir erum með (breikkaðar). Besta lausnin er að öfugsnúa kónunum og vera með stangirnar ofan á í staðinn fyrir að vera með þær undir. Þú getur séð lesningu um stýrisbreyitingar á þessum vef.
http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/sty … iindex.htmEitt með hliðarstífuna, Þær eru ekki eins í Xj og Zj eða cherokee og Grand cherokee. Í grandnum eru þær mun sverari og duga fínt allavega hjá föður mínum. Grand cherokee 97" 39.5 breyting , búið að útbúa kónana þannig að stangirnar koma að ofan.
Með framhásinguna, þá er munurinn að í grandnum koma þær ekki reverse og eru mun veikari heldur en þær sem eru undir Cherokee og eldri wranglerum. Þær hafa nú samt dugað vel þessar hásingar sem eru undir Grand original þannig að ekki skipta henni út fyrr en eh klikkar. Með krossana í þeim, þá er hægt að panta frá USA krossa úr dana 44 og nýja öxla til að gera hásinguna sterkari.
Sjálfur er ég með dana 30 rev að framan hjá mér og original stærð af krossum (dana spicer) og búinn að nota slíkan búnað í 6 ár, fyrst 35" breyttur, síðustu 3 ár 38" breyttur. Ég er með 4.7 v8 250 hö og ekkert brotnar. Svo lengi sem maður botnar ekki græjuna í fullri beygju er þessi hásing í góðu lagi.
en jæja allar hafa sínar skoðanir og reynslu á þessu máli.
kv
Gunnar Ingi
27.11.2006 at 17:53 #569594Sælir
Takk fyrir góð svör!
Ég þarf greinilega aðeins að spá í þetta. Ég hugsa samt að fyrst þetta er svona með felgurnar að ég snúi hreinlega stýrisendum. Ég er mjög ánægður með hvað felgurnar eru innarlega núna. Þær eru reyndar aðeins of innarlega en þegar ég verð búin að láta breikka þær aðeins út þá eru dekkinn á akkúrat réttum stað.En í sambandi við að snúa kónunum. Er eitthvað flókið þar? Er ekki bara að gera eins og stendur á síðunni sem þú vísar í Gunnar Ingi að fara á næsta renniverkstæði og láta græja þetta þar?
Ég var alltaf með það í huga að senda allt ruslið í Stál og Stansa og biðja þá um að gera þetta. En það er kanski algjör óþarfi ef hægt er að gera þetta á næsta renniverkstæði.
Kveðja
Arnór
27.11.2006 at 19:56 #569596Sælir piltar, gaman að heyra að það eru fleiri en maður sjálfur að stumra yfir þessum eðaltækjum.
Mig langaði að spyrja hvort einhver ætti mynd af styrkingu fyrir stýrismaskínu í zj. Er soldið forvitinn að sjá hvernig þetta er útfært.
27.11.2006 at 22:11 #569598Jú bara að fara með þetta á næsta renniverkstæði og þeir ættu að geta reddað þessu. Þú gætir þurft að slípa af kantinum á stýrisstönginni sem snýr að felgunni ef það skyldi rekast smá í. Því þetta er nokkuð þröngt þegar þetta er komið upp á. Þetta er í notkun á einum ZJ sem ég þekki til og sá bíll er frábær í stýrinu og engin vandamál þar. Sá sem gerði það undir þeim bíl er Guðmundur Jónsson GJ. Járnsmíði. Hann er einnig höfundurinn á síðunni sem ég benti þér á.
kv
Gunnar IngiVarðandi styrkingu á stýrisvélina… þá sérðu nokkrar útfærslur á þeim á þessari síðu,
http://www.redrock4x4.com/shop/categories/201_311.html
þó ekki fyrir ZJ en smíðin væri svipuð. Það sem er að hrjá ZJ er að stýrisvélin er fest með 3 boltum en wranglerinn og Xj nota 4 bolta. Það sem hefur skeð er að eitt eyrað á stýrisvélinni brotni með þartilgerðum afleiðingum.
Ekki er ráðlagt að færa stýrisvélina niður þar sem ZJ er ekki með grind heldur unibody og því erfitt að halda styrknum sem er original nema með mikilli smíðavinnu.
27.11.2006 at 23:36 #569600Takk fyrir góð svör Gunnar Ingi, já aðeins hef ég orðið var við að þessar maskínur séu að slíta sig lausar, lenti reyndar í því sjálfur við vægast sagt hræðilegar aðstæður. En málið er (allavega með 4.0) að það næst ekki almennilega bein lína yfir í "grindina" hinumeginn því olíupannan er fyrir, þannig að það gæti orðið hálf klúðursleg stífa sem kæmi þarna, held ég.
Ætli það sé frekar að fara útí stýristjakk heldur en svona stífusmíði til að koma í veg fyrir brot? hafa menn eitthvað verið að gera það?
27.11.2006 at 23:59 #569602[url=http://www.jeepin.com/features/index.asp:250d2xpx][b:250d2xpx]Hér[/b:250d2xpx][/url:250d2xpx] má sjá fullt af áhugaverðu efni fyrir jeep bíla…
og [url=http://www.jeepin.com/features/c_rok/index.asp:250d2xpx][b:250d2xpx]þetta [/b:250d2xpx][/url:250d2xpx] er það sem örn er að pæla í í sambandi við maskínuna.Ps bíllinn minn gamli fór strax á 10cm backspeis þannig að það var ekkert mál að græja liðhúsið ur yngri grand. Felgurnar voru 13,5" breiðar með 10 cm back space og það passaði mjög vel á 38 miða við kanta. [img:250d2xpx]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3003/19611.jpg[/img:250d2xpx]
28.11.2006 at 00:54 #569604Hmm sniðug pæling. Maður þarf að fara útí skúr með kaffibolla og sígó og athuga hvort maður smíði bara ekki eitthvað svona.
Takk Ingi.
Var svona undir Grandinum hjá þér?
28.11.2006 at 09:59 #569606Varðandi styrkinguna þá er örugglega ekkert verra að setja svona plötu en það leysir ekki vandamálið sem að er að hjrá þessa bíla. Boltinn er ekki að rífa unibodíið eða allavega hef ég ekki heyrt að það hafi komið fyrir. Heldur er sjálf stýrismaskínan að brotna, þ.e.a.s eitt eyrað á henni sjálfri sem er að brotna þannig að styrkleikurinn í unibodyinu er nógur. Auðvitað má alltaf styrkja unibodyið en það gagnast því miður ekki sem lausn á þessum vanda. Ég veit að einn grand með 39.5 breytingu er að keyra vandalaust með enga stífu né styrkingu og búinn að gera það í 1.5 ár.
Þetta er búin að vera góð umræða um alvöru jeppa þ.e.a.s. Grandinn sem er flottur, léttur, nóg afl og drífur helling. Ég vona að fleiri félagar sjái ljósið og fjárfesti sér í fínum fjallajeppa sem vigtar um 1700 – 1850 kg með nóg af plássi og drífur mjög vel á 38 tala nú ekki um á 39.5.Kv
Gunnar Ingi
Jeep áhugamaður
28.11.2006 at 18:46 #569608Sammála síðasta ræðumanni! Skál fyrir mopar.
Það sem mér skilst að gerist er að það losnar upp á stýrismaskínuni og þá brotnar eyrað. Svona plata minnkar líklega hreyfingu á grindinni þar sem maskínan skrúfast á og minnkar þar með líkur á að það losni upp á þessu, en best væri að koma stífu á hálsinn á maskínunni til að stoppa mesta vindinginn. Veit bara ekki alveg hvernig.Datt svo í hug að láta ykkur sem eigið Grand vita að ef þið ætlið að smíða prófíltengi sem má kippa hressilega í þá á ég skapalón af sverum festingum á "grindarnefið". (7 boltar hvorum megin)
Heyrðu Arnór er komin niðurstaða hjá þér í stýrismál?
28.11.2006 at 21:42 #569610Nei reyndar var ekki styrking í mínum gamla og ég held að vandamálið sé einangrað við 4L vélina, hef ekki heyrt um vandræði með V8. Þetta er samt ekki staðhæfing. Enda sá ekki á grindinni bak við maskínu eftir flugferðina…
Ég sauð grindina í 88′ cherokeeinum hjá Kidda félagamínum allavega einusinni eða tvisvar og í bæði skiptin á bakvið maskínu. Sá bíll var á 33"
29.11.2006 at 12:11 #569612Sælir
Já þetta er góður þráður og margt sniðugt komið fram.
Jú Örn það er kominn niðurstaða hjá mér.
Ég ætla að láta snúa stýrisendunum á renniverkstæði hér á svæðinu. Svo ætla ég að síkka turninn fyrir hliðarstífuna svo hún verði með sama halla og stýrisstöngin.
Síðan ætla ég að reyna að möndla einhverja styrkingu á stýrismaskínuna.
Þá man ég ekki eftir mörgu öðru sem þarf að gera til að geta byrjað að keyra.En ég hefði áhuga á svona festingum eins og þú minntist á hér að ofan. Ég var einmitt farin að hugleiða hvernig best væri að ganga frá þeim málum.
Kveðja
Arnór
29.11.2006 at 16:27 #569614Ég komst ekki til að hækka minn áður en ég lét hann frá mér og flutti úr landi ,en ég verð að segja að þetta var einn vandræðaminnsti og "jafnbesti" bíll sem ég hef átt. Ég ferðaðis mikið á honum að sumri til þau 4 ár sem ég átti hann og einu bilarnirnar voru hjöruliðskross og vatnsdæla. Ég held að margir séu hræddir við þá vegna þess að þeir eru ekki á sjálfstæðri grind (það er þó undir þeim sterkleg grind sem er föst við botnin) en ég held að þeir og litli bróðir Cherokee séu löngu búnir að sanna að þetta meinta "grindarleysi" skiptir engu máli. Það er hægt að gera verulega góð kaup í þessum bílum notuðum og og þó að menn kaupi þá með 4L sexunni er fínt afl og gott tog svo ég tali nú ekki um V8. Og fyrir þá sem sem enn hafa ekki séð ljósið og eru fastir í grútarbrennurum er hægt að fá þá með 2.5-3.1L svoleiðis leiðindum ef menn vilja vera að kvelja sig. Beinskipta er líka hægt að fá ef menn vilja kvelja sig ennþá meira. Óbreittur 4L bíll er rétt innan við 1700kg ef ég man rétt.
29.11.2006 at 17:20 #569616Þegar þú lætur snúa kónunum. passaðu þig þá á að þeir halli rétt, Það er svo naumt plássið frá felgunni að ef snitt tappanum er hallað vitlaust þegar þetta er snittað þá er ekki hægt að nota hvaða stýrisenda sem er. Ef passað er upp á að hann halli aðeins aftur er þetta ekkert mál.
Alls ekki nota felgur með 4" backspace.(BS) hásingin þolir það ekki en ef þú notar 5-1/2" BS og minna en 13" breiða felgu bilar þetta ekki. Ég veit ekki um eina einustu XJ eða ZJ framhásingu sem hefur bognað eða slitið spindla á 5-1/2 " BS en allir þeir sem ég þekki og hafa set 4" BS felgur undir 38" bíla hafa lent í veseni með framhásinguna, slitið spindla eða beygt rörin, jafnvel bar á 12" breiðum felgum.
Guðmundur
29.11.2006 at 21:00 #569618Það er nú reyndar mín skoðun að þessar hásingar eru alls ekki það besta sem komið hefur frá vinum okkar í vestri, en ég skal bara hafa það útaf fyrir mig. En heyrðu Arnór það vantar eitthvað uppá að ég geti sett inn myndir hérna þannig að ég reyni að senda þér eitthvað um þetta í máli og myndum á email.
En svo er nú annað málefni sem gaman væri að heyra um svona fyrst þráðurinn er orðinn þetta góður. Aukatankar! Hef reyndar séð svona sílsatanka undir grandinum en ég er búinn að bíta það í mig að allavega 80 lítra tankur komist með sæmilegu móti undir bíl.
Any comments?
29.11.2006 at 23:21 #569620Sælir
Takk fyrir þetta innlegg Guðmundur. Ég ræði við þá á renniverkstæðinu varðandi þetta mál.
Varðandi felgurnar þá er ég með eitthvað nálægt 5-1/2" backspace hjá mér. En þær eru ekki nema ca 12" breiðar núna, en nú er dekkið líka ískyggilega nálægt því að rekast í gormin að aftan.
En þær verða líka breikkaðar út áður en ég byrja að nota bílinn. Stefnan var að fara í 15" breiðar felgur en spurning um "bara" 14" ef hitt er líklegt til að skemma hásinguna…Þakka þér fyrir Örn ég fylgist spenntur með mailinu
Kveðja
Arnór
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.