Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › GRAND CHEROKEE
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Steinþór Friðriksson 15 years ago.
-
CreatorTopic
-
10.01.2010 at 12:56 #209725
sælir Hafa menn verið að skiftaum mótora í cherokee 96-7 setja dísel mótor í þá og kvaða mótor þá og skiftingu og milikassa
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.01.2010 at 15:35 #675604
þeir eru til með diesel. Sniðugast bara að kaupann svoleiðis og sleppa við mikið ves…
10.01.2010 at 16:29 #675606komu þessar árgerðir með dísel veistu kvað það var stór vél í lítrum og hö og er til etkvað af svona vélum hér á landinu
10.01.2010 at 16:53 #675608(1993-1998) ZJ Grand var framleiddur með 4.0L I6(bensín), 5.2L V8(bensín), 5.9L V8(bensín) og svo 2.5L I4 (díesl) (bara 1995-1998, 114 HP, 300Nm)
(1999-2004) WJ Grand var framleiddur með 4.0L I6(bensín), 4.7L V8 (bensín), 2.7L I5 (dísel ) og 3.1L I5 (dísel 138 HP/384 NM)
Og það er nú ekki til mikið af þessum dísel hér á landi, ég hef séð nokkra WJ Grand (1999-2204) en hef aldrei séð ZJ dísel.
Kv,
Bergur
10.01.2010 at 17:20 #675610hafa menn verið að setja aðra dísel vél í þessa bíla og kvaða vélar þá
10.01.2010 at 17:31 #675612Ég hef ekki heyrt um að það hafi verið gert.
En má ég forvitnast um það afhverju þig langar að setja dísel í svona bíl ?Ef þú ert að spá í það til að ná niður eyðslunni, þá held ég að svona skipti yrðu nú andskoti lengi að borga sig. Það fylgir því hellings vesen að setja dísel vél í áður bensín bíl og hellings kostnaður.
10.01.2010 at 17:32 #675614Hvaða vél er í bílnum hjá þér eins og er?
10.01.2010 at 17:45 #675616málið er að ég er ekki búinn að kaupa bílin enn þá. var á 150 ford og nota bílin mikið í snat líka og fanst hann eiða helst til mikið að vísu talsvert þíngribíl ég er að gera upp við mig kvað ég á að fá mér í staðin og var að pæla í 80 cruser en mér fynst lítið úrval af þeim á sölu og frekar dýrir miðavið agstur átti 99 cherokee fyrir nokrum árum og var það ein skemtilegasti bíl sem ég hef átt að vísu óbreitu v8 hann var líka frekar þirstur eisog ég notaði hann pælingin er að maður fær 96-7 árgerð af cherokee breitan á sæmilega góðan pening
10.01.2010 at 21:01 #675618hvað er cherokee með 5.2 lítra mótor að eiða í snati á 38" ekki mynst eiðsla sem men hafa náð honum í heldur eiðsla að jafnaði
10.01.2010 at 21:11 #675620Ég hef átt 5.2L á 38" og án þess að hafa mælt það eitthvað nákvæmlega þá myndi ég segja innanbæjarsnatt væri í kringum 25L/100km
Ég á 2004 Grand á 38" núna með 4.7L V8 H.O. (265Hö) og hann er í sirka 20-21L/100 innanbæjar.
10.01.2010 at 21:19 #675622Keyri daglega um á 38" Grand cherokee 97" módelið 5.2 vél ekinn um 150 þús.
Einu breytingarnar á þeim bíl varðandi vél er opið pústkerfiÞessi bíll í daglegum akstri er að eyða 21 líter á hundraði en mjög auðvelt er að eyða yfir það ef þú ert með þungan fót.
Í langakstri er hann að eyða 16- 17 lítrum.
Í jeppaferðum fer hann með sirka 80-100 lítra á dag, miðað við 10-12 tíma keyrslu í misþungum færum.
kv
Gunnar
10.01.2010 at 22:18 #675624hafið þið enkverja reinslu af 3.1l disel úr 2001 chrokee annað hvort orginal eða breitum og kvernig þær vélar hafa verið að koma útt í vinslu er þær að skila sæmilega þessum 150 hö sem þær eru gefnar upp með og veit enkver hvar maður fengi drifhlutföl fyrir 38 breitingu og breta kanta á svoleiðis bíl
10.01.2010 at 22:30 #675626Minn er að vísu ekki með dísel og ég myndi ekki vilja hafa hann dísel, því aflið í þessu bíl er æðislegt með 4.7L V8 265Hö vélinni.
Brettakanta á WJ færðu hjá Formverk og kostuðu þeir 175.000 kr þegar ég keypti þá í október 2009.
Hlutföll flutti ég sjálfur inn, ég reyndar skipti út miðjunni á framhásingunni líka.
Og svo skipti ég um millikassa og setti 242 kassa í hann.Annars veit ég að Ljónsstaðabræður eiga til hlutföll í þetta fyrir þig, hlutfall í Dana 44HD að aftan er á um 75 þús hjá þeim síðast þegar ég vissi.
Framhásingin er Dana 30 undir þessum bílum sem er nú ekkert það allra sterkasta, hlutföll í hana gæti ég giskað á að myndu kosta á milli 30-45 hjá ljónsstaðabræðrum.Ég er mjög ánægður með minn og frábær í akstri.
[img:13sreo3v]http://photos-h.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc3/hs079.snc3/14659_1278947207494_1044426632_860738_2884600_n.jpg[/img:13sreo3v]
10.01.2010 at 22:55 #675628já ég veitt að það er frábær vinsla í 4.7 mótor og líka 5.2 l ég er samnt að skoða að fá mér dísel bílinn upp á að getta mínkað eiðsluna í daglegum notum. enn eru þessi bílar ekki á klöfum að framan þarf að skifta þeim út fyrir hásingu og þarf að skifta aftur hásinguni líka útt og afkverju skiftiru um millikassa er orginal kassin ekki nóu sterkur
ég hef ekkert átt við breitingar á svona bíl er svona að reina að setja saman kostnaðin við þetta
10.01.2010 at 23:10 #675630Þessi bílar eru á hásingum bæði að framan og aftan.
4.7L bíllinn er á Dana 44HD (álmiðja) að aftan
og Dana 30 að framan.Millikassinn í þeim bílum er NV247, sídrif ólæst.
NP/NV242 er með afturdrif, hátt læst og ólæst drif og lágt drif, þessvegna skipti ég.Það þarf ekki að skipta út hásingum, afturhásingin er alveg nógu sterk en það bara til ein tegund af læsingu í hana, Aussie Locker, þar sem hún er með álmiðju.
Dana 30 er með 7.2" drif sem er ekki það sterkasta í heimi og svo eru liðhúsin líka svolítið veik en lítið mál að styrkja þau.
Ég get sagt þér það að breytingin á mínum kostaði í kringum 1.200 þús og ég er með mitt eigið verkstæði og öll vinnan var unnin af mér og félaga mínum, svo þessi 1.200 þús eru bara efniskostnaður og auka/varahlutakostnaður. En ég líka sparaði ekki mikið við þetta og keypti flest allt nýtt og alltaf það besta.
10.01.2010 at 23:26 #675632ég er líka með eigið verkstæði og að ég ætla að breita bílnum sjálfur. 2001 bílin sem ég er að skoða er ekki sídrifin svo ég myndi losna við að skifta um millikassa afkverju skiftiru útt miðjuni í fram hásinguni
10.01.2010 at 23:29 #675634ég setti dana 30 reverse miðju á hásinguna þar sem drifið í þeim er sterkara og "bakkar" ekki þegar ekið er áfram.
Ég hefði líklega átt að fara í dana 44 reverse og gerði það eflaust eitthverntímann, ég bara átti nóg til af Dana 30 Reverse hásingum en enga dana 44 reverse
10.01.2010 at 23:49 #675636hefur lent í enkverjum vanda málum með dana 30
ætti það ekki að duga fyrir dísel bílin þar sem það munar um 110-120hö á bílonum
áttu dana 30 sem er ekki í notkun og þú myndir selja
ertu með auka tánk í bílnum hjá þér
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.