This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 17 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Góðan daginn,
skoðanir mínar núna síðustu misseri hafa verið að breytast, til hins betra vonandi en alla vega í þá átt að mér finnst landið okkar ÍSLAND skipta æ meira máli og þá betra að hafa það hreint og ósnortið.
Í þessari miklu umræðu um álver hér og álver þar stóriðju hér og stóriðju þar, finnst mér að þessir háu herrar sem öllu stjórna oft þvert á alla skynsemi hreinlega ekki vera að standa sig hvað Ísland varðar og þykjast þó margir af þeim vera ÍSLENDINGAR.
Núna á sér stað undirskriftasöfnun þar sem yfirskriftin er GRÆNT eða GRÁTT og ætla þeir sem að því standa reyna að stöðva allar stóriðju framkvæmdir í bili.
Ég vil hvetja þá sem landinu unna til að skrifa undir sáttmálann HÉR þá tel ég að við sem ferðumst mikið um landið getum þá haldið því áfram eins vel og hingað til.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
You must be logged in to reply to this topic.