This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Jónas Þór Jóhannsson 20 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Endurvarpi
Mig langar að koma frétt sem birtist í DV á framfæri, þar sem DV er einungis með 15% markaðshlutdeild hafa því margir mist af fréttinni. En grein þessi fjallar um peninga prestinn á Valþjófsstað. Sennilega hafa ekki margir lesið þessa grein en í greinarlok kemur fram að presturinn eigi í deilum við Björgunarsveitir á Austurlandi ( Landsbjörg ) vegna neyðarsenda á Snæfelli. Heldur presturinn því fram að sendirinn sé í landi Valþjófsstaða og en hafi hún ekki sett fram fjárkröfur vegna þessa. Ferðaklúbburinn er einnig með sendir þarna ( rás 42 ).
Það sem mér þykir merkilegast við þetta mál er það að Landsbjörg er með 60 senda og er í fyrsta skipti sem gerðar eru athugasemdir við staðsetningu þeirra eða ýjað að því að fá greitt aðstöðugjald fyrir sendana.
Annað sem er merkilegt við þetta má er að Landsbjörg skuli eiga í deilum við prest, þar sem neyðarsendinn er nú ætlaður til þess að bjarga sóknarbörnum prestsins, nema henni sé alveg sama um sóknarbörnin og hún sé aðalega að hugsa um seðlana.
Sem er í sjálfum sér nokkuð merkilegt að presturinn hafi gjörsamlega mist áttirnar á trúnni. En þó getur verið að hún ætli að nota peningana til göfugra málefna og gefa þá til heimilislausa barna í Afríku, hver veit. Ef svo er ekki legg ég til að presturinn lesi biblíuna yfir aftur, því hún hefur kannski mist af einhverju í henni eða kannski misskilið markmiðið. Að vísu er hún ekki eini presturinn sem hefur gert það í gegnum tíðina, það ætti kannski að bannfæra hana að hætti kirkjunnar ? Ég get lagt smá aur í púkkið svo hún komist til gullgrafarabæjarins nýja í Grænlandi, það sem hún myndi smell passa í kramið.
Með trúarkveðjum Jón Snæland
You must be logged in to reply to this topic.