FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

GPSBabel – Notkun og umbreyting ferla

by Samúel Þór Guðjónsson

Forsíða › Forums › Almennt › GPS Grunnur F4x4 › Almennt um GPS Grunninn › GPSBabel – Notkun og umbreyting ferla

This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson Samúel Þór Guðjónsson 13 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 23.09.2011 at 02:37 #220495
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant

    Sæl öll.

    Ég eins og eflaust fleiri, nota ekki endilega Garmin Mapsource þegar ég vinn með ferlana mína. Ég nota aðalega OziExplorer og notaði þar áður (og nota stundum enn) Nobeltec. Þó þessir ferlar séu ekki ætlaðir til að aka eftir, heldur fremur að nota sem yfirlitsgögn um hvaða leiðir eiga að haldast opnar og hverjar þeirra ættu að vera lokaðar. En það breytir ekki því að sum okkar nota OziExplorer eða önnur forrit til að skoða ferlana.

    Fyrst smá upplýsingar um hvað GDB er í raun og veru. GDB stendur fyrir Garmin Data Base eða Garmin gagnagrunn. Þetta skráarsnið átti að leysa GPX af hólmi sem geymsluform fyrir ferla (e. Track), staðarpunkta (e. Waypoint) og rútur (e. Route). Þar sem GPX er XML staðlað form, getur það orðið óheyrilega stórt þegar margir ferlar eru saman komnir í eina skrá. Sem dæmi getur GDB skjal orðið næstum 10 falt stærra sem GPX skjal og töluvert þyngra í vinnslu. GPX er hinsvegar mikið notað þegar færa þarf á milli ýmsa skráarsniða t.d. fyrir mismunandi tegundir GPS tækja.

    Þar sem ég veit að nokkrir hafa lent í vandræðum með að skoða ferlana og einnig lent í vandræðum með að koma þeim yfir lesanlegt form fyrir OziExplorer. Ozi býður upp á að lesa GPX skrár, en ekki GDB. Reyndar hafa tilraunir sýnt að Ozi virðist oft misskilja eða allavegana, ekki túlka GPX skjölin alveg rétt. Í þau hefur vantað ferla og ýmsar upplýsingar.

    Ég fór á stúfana og skoðaði forritið GPSbabel.

    Þarna er mjög einfalt að breyta GDB yfir í GPX, PLT eða hvaða annað skrársnið sem manni sýnist, svona upp að vissu marki. Það má lesa meira um það á síðu GPS babel sem ég vísaði í hér á undan.
    Ekki skemmir úr vegi að GPSBabel keyrir á Windows, Mac Os X (hef ekki prófað það sjálfur) sem og, á mínu eftirlæti, linux.

    Uppsetning
    Ef þú notar Windows, þá skellir þú þér bara á heimasíðuna http://www.gpsbabel.org/ og nærð í windows útgáfuna, setur hana upp og byrjar að nota

    Ég hef ekki prófað GPSBabel á Mac Os X en það ætti að vera mjög einföld uppsetning sem skýrir sig. Ef einhver er búinn að prófa það á Mac Os X mætti viðkomandi endilega láta mig vita svo ég geti uppfært þetta.

    Ef þú ert að nota Ubuntu GNU/linux þá opnar þú útstöð (e. terminal) sem er undir applications -> Accessories.
    Skrifar þar inn skipunina:

    sudo apt-get install gpsbabel

    klárar uppsetninguna og þá ættir þú að vera með GPSbabel inni, flest öll önnur GNU/Linux kerfi sem hafa pakkakerfi t.d. Fedora með yum ættu að styðja þetta einnig, þó hef ég ekki prófað það.
    Á síðunni býðst einnig að ná í kóðann í tarbolta og ætti að vera hægt að vistþýða forritið á flestum stýrikerfum sem byggja á *nix grunni. Ég ætla ekki nánar út í það.

    Windows

    Notkun GPSBabel á windows stýrikerfinu er ósköp einföld.
    Eftir að þú opnar forritið ætti gluggi að birtast með ýmsum valmöguleikum.
    Inngangshlutinn (e. Input)
    Fyrst, velur þú skráarsniðið sem þú vilt breyta frá, í okkar tilfelli GDB eða GPX, það er undir ‘format’ í efsta glugganum.
    Síðan velur þú skránna sem þú vilt breyta, í okkar tilfelli B-f4x4.gdb (notaði hana sem test skrá)
    Þú getur einnig valið hvort þú vilt ná í einstaka punkta, ferla eða rútur. Skiptir ekki máli í okkar tilfelli þar sem við erum einungis að vinna með ferla. Síðan eru fleiri valmöguleikar sem fólk verður að fikta með eftir sínu skapi. Fer ekki nánar útí það.

    Næst er það útgangs hlutinn (e. Output)
    Þar gerir þú hið sama með ‘format’ hlutann, í okkar tilfelli veljum við OziExplorer. Hægt er að velja GPX eða hvaða annað skráarsnið sem forritið býður uppá, en við prófum með Ozi.
    Næst er að velja skráarnafnið, (e. File Name). Þar í raun velur þú bara möppu, og skrifar svo nafnið á skránni sem þú vilt fá út. t.d. B-f4x4 og það kemur þá út sem B-f4x4.PLT.

    Þú vilt endilega nota valmöguleikann ‘pack’ ef þú ert að færa yfir í Ozi, annars færðu hvern feril sem eina skrá, og endar þar með einhverja tugi eða hundruði skráa eftir því hve margir ferlar eru í hverri skrá. Getur hentað stundum þó, til dæmis til að slíta í sundir skjal með mörgum ferlum.

    Hér er síðan mynd af því sem ég var að kynna hér fyrir ofan. Til útskýringar, þó þarf sennilega að smella á myndina til að sjá hana í almennilegri upplausn.
    [attachment=0:1lf1xgco]gpsbabel_windows.png[/attachment:1lf1xgco]

    Mac Os X
    Þar sem ég hef ekki möguleikann á að prófa þetta á Mac Os X get ég ekki sagt neitt um það, en ég geri ráð fyrir að það sé annaðhvort grafískt viðmót eða skipanalínu viðmót. Hvort sem heldur er ætti önnur hvor útskýringin fyrir Windows eða linux að gilda.

    GNU/Linux

    Þar sem ég sjálfur nota linux í mest alla vinnslu með GPS gögn og flest allt sem ég geri daglega, ætla ég að hafa einnig smá kynningu á því hvernig GPSBabel er notað í GNU/Linux.
    Stærsti munurinn á Windows útgáfunni og Linux útgáfunni er sá að Linux býður bara upp á notkun í skipanalínu að sinni. En örvæntið ekki, man síðurnar segja ykkur helling sem og upplýsingar á vefsíðu GPSBabel.

    Ég vænti þess að flestir sem nota linux kannist við útstöðina (e. Terminal).
    Þegar þú hefur opnað útstöð þá þarftu að fara í viðkomandi möppu sem geymir gdb skjalið sem breyta á.
    Þetta er gert með cd skipuninni, í mínu tilfelli geymi ég ferlana undir Ferlun/Ferlar/Ferlasafn F4x4/

    cd Ferlun/Ferlar/Ferlasafn F4x4/

    Næst er það að finna skránna sem við viljum breyta.

    ls ./

    Þá sjáum við á skjánum nöfnin á GDB skránum t.d. A-f4x4.gdb
    Þá er komið að hinni torskiljanlegu skipun til að breyta gdb yfir í plt skjal.

    gpsbabel -i gdb -f A-f4x4.gdb -o ozi,pack -F A-f4x4.plt

    Þá ætti að birtast skjal sem heitir A-f4x4.plt og má sjá með skipunnini

    ls *.plt

    Það sem birtist á skjánum ætti að vera

    ulfr@ulfr-laptop:~/Ferlun/Ferlar/Ferlasafn f4x4/gpxplt$ ls *.plt
    A-f4x4.plt
    ulfr@ulfr-laptop:~/Ferlun/Ferlar/Ferlasafn f4x4/gpxplt$

    Það sem skipunin merkti var að:
    gpsbabel (keyrir GPSBabel)
    -i gdb (-i skrársnið inngangsskjals, í þessu tilfelli gdb skráarsniðið)
    -f A-f4x4.gdb (-f skjalið sem við notum til að færa úr)
    -o ozi,pack (skráarsniðið sem við viljum fá út, í þessu tilfelli ozi með aukaskipun pack sem gefur okkur alla ferlana í eitt skjal, ef pack skipunin er ekki notuð þá fáum við út eitt plt skjal fyrir hvern feril)
    -F A-f4x4.plt (Nafnið á skjalinu sem kemur út sem plt skjal)

    Þetta ætti þá að vera komið. Ég ætla ekkert að fjalla um forrit til að skoða gögnin á linux þar sem það kallar á aðra eins grein ef ekki lengri.
    Ég vona að þetta veiti mönnum smá innsýn í GPSBabel sem er stórsniðugt forrit fyrir alla þá sem hafa gaman af því að grúska í GPS gögnum. Ég tek vel í alla gagnrýni svo lengi sem hún er á málefnalegum nótum og þakkir eru alltaf vel þegnar. 😉
    Vona að þetta gagnist fleirum!

  • Creator
    Topic
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)
  • Author
    Replies
  • 26.09.2011 at 12:54 #737703
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Flottar leiðbeiningar, takk fyrir það :)





    18.10.2011 at 17:48 #737705
    Profile photo of Búi Baldvinsson
    Búi Baldvinsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 6

    Sælir.
    Virkilega gott að fara eftir þessu hjá þér.

    Hef smá spurningu handa þér.

    Ég er að vinna með að notast líka við iPad sem GPS tracker og nýta mér GPS punktana frá f4x4.is
    MotionX er virkilega gott forrit fyrir það. Nema að forritið tekur ekki inn nema 100 leiðir eða 505 punkta.

    Og nú eru þó nokkuð fleiri leiðir inn í nokkrum fælum þarna.

    Það sem ég þarf að gera er að breyta .gdb fælum í .gpx og það er ekkert mál.
    Nema það sem kemru út úr GPSBabel er einn .gpx fæll sem inniheldur allar leiðirnar.

    Það sem ég væri til í að geta gert er að exporta bara einni leið úr .gdb fælnum til að notast við hann.

    Hvaða leið er til að exporta einstökum leiðum úr td. sv-n-f4x4.gdb fælnum?

    Kv.
    Búi Baldvinsson





    20.10.2011 at 00:51 #737707
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Sæll.

    Þetta er góð spurning og ég velti þessu aðeins fyrir mér.

    Einfaldasta leiðin er að fara eftir þeim hluta leiðbeininganna sem talar um OziExplorer með smá breytingum, það er, sleppa "pack" flagginu. Þannig færðu hvern feril sem einn plt fæl, svo er hægt að umbreyta þeim skrám yfir í gpx eða gdb eftir þörfum. Svolítið seinleg leið en ég veit ekki um aðra betri nema að vinna þetta í Mapsource.

    Í mapsourcer hægt að velja eina leið og afrita hana yfir í nýja skrá með því að velja leiðina, velja "copy", búa til nýja skrá og velja "paste" þar.

    Endilega láttu mig vita hvort þú rekist á einhver vandamál þessu tengdu.

    kkv, Samúel





  • Author
    Replies
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.