Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Gps / tölva. Vantar aðstoð!
This topic contains 48 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Gunnarsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
11.10.2006 at 09:23 #198703
Sælir félagar,
kannske einhver geti aðstoðað mig. Ég er í brasi með mína gömlu fartölvu, kæliviftan að klikka og ekki hægt að afrita upplýsingar (kort og ferla) nema að taka harða diskinn úr og nota „flakkara“. Ég á nýlega fartölvu með biluðum skjá, er raunhæft að nota hana með snertiskjá? Hef notað Garmin 128 með tölvunni, hver er skynsamlegasta leiðin í þessum frumskógi.
Vantar tölvugúrú í vinnu til að koma þessu heim og saman.Ingi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.10.2006 at 23:02 #563076
Benni minn, ég ætla ekki að þvarga við þig hver okkar er mesti tölvukallinn! Munurinn á okkur er hinsvega sá að ég er með fína tölvu í bílnum mínum en ekki þú.
Kveðja:
Erlingur Harðarson
Sem kaupi EKKI Asus né eitthvað Alien… whatewer en kaupi þó um 200 vélar á ári.
11.10.2006 at 23:05 #563078er það erlingur EN ég er með flottara loftnet en þú.
Reindu svo að manna þig upp í að drullast með okkur hinum á árshátíð asnin þinn….
11.10.2006 at 23:22 #563080Jup ég verð að staðfest þetta með loftnetið hans Benna…. bara flott, langar í svona þó ég sjái engan tilgang með því 😉
11.10.2006 at 23:45 #563082Örgjafarnir sem fara á ITX móðurborð eru nær eingöngu VIA, Intel hafa ekki verið á þessum markaði fyrr en nú svo ég viti og eru þá bara með eldgamla fartölvu örgjafa. Ég hef ekki mikla trú á að benni hafi einhverja reynslu af ITX Intel tölvu eða hvað benni.
ITX VIA er búið að vera til ansi lengi og er orginal í einhverjum þískum lúxusbílum Ég myndi allavega miklu frekar veðja á ITX VIA og hafa stýrikerfið og kortinn á flash disk ef ég ætlaði að uppfæra hjá mér í dag.[url=http://en.wikipedia.org/wiki/Mini-ITX:zpw7c4r9][b:zpw7c4r9]her er [/b:zpw7c4r9][/url:zpw7c4r9]smá fróðleikur um hvað MINI ITX er.
guðmundur
11.10.2006 at 23:56 #563084Sko…
Mr.TManstu þegar þú fórst útaf forðum daga og þú náðir ekki í okkur nema símleiðis til að hjálpa þér…
Hefðir þú verið með svona loftnet þá eru líklega meiri líkur á að þú hefðir geta náð talstöðvarsambandi við okkur. Allavega er tilgangurinn í þessu að geta talað og hlustað lengra.
Ég og VINUR minn Erlingur gerðum smá test á þessu um daginn og það var klárlega meiri sendistirkur úr nýja loftnetinu. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta svosem ekkert merkilegt loftnet kanski svolítið öðruvísi að því leitinu að neðarlega á því standa út 4 stangir sem eru ca 35cm og eru það svokallaðir "Ground pólar" og getur Einar frætt okkur meir um það hvernig þeir virka, þetta loftnet er 134 á hæð og er 6db ef ég man rétt.
Sjá uppl. hér (GP2M 5/8). Svo á nu eftir að reina á þetta apparat hvort þetta er virkilega að gera sig
en allt lofar góðu t.d er talsverður munur á hljóði og ber m.a minna á truflunum.http://www.polaris-as.dk/media/cx4_-_vh … M%205%2F8′
12.10.2006 at 00:06 #563086jú ég man það mjög greinilega… en þar hefði líka getað hjálpað að hafa stöð sem kunni á sítóna! ég gat almennt séð ekkert tjáð mig í þeirri ferð á norðlendingarásinni bara hlustað og ekki svarað bullinu og ruglinu í ykkur 😉
Átt þú ekki annars að vera sofnaður eða farinn að rífa dekk undan jeppanum þínum durgur?
12.10.2006 at 00:20 #563088Flott útfærsla á þessu hjá Erlingi. Persónulega er ég hættur að nenna að eltast við það nýjasta og flottasta í tölvuheimum. Gamla draslið gerir sama gagn, tekur kannski aðeins lengri tíma. Hvað eru menn annars að nota þessar tölvur í upp á fjöllum? Grafíska hönnun og myndbandavinnslu ? Málið er gömul fartölva með u.þ.b. 10 tommu snertiskjá, gamla navtrek og eitthvað gamalt GPS stillt á Hjörsey. Þetta er a.m.k það besta sem ég hef prófað, einhvernveginn small bara allt saman og fyrir utan þægindin af snertiskjánum þá var þetta lang nákvæmasti búnaður sem ég hef ekið eftir. Ef kortið sýndi bílinn á vegi, þá var hann á vegi. Því miður stútaði ég tölvunni fyrir nokkrum árum og er því búinn þurfa að prófa eitthvað af þessu nýja og "flotta". Hvað er ég að spá, farinn að leita að gamalli eins og ég átti.
E.s. nokkura mánaða IBM fartölva er til sölu.
Kveðja,
JKK
12.10.2006 at 00:36 #563090Nú veit ég ekki hve mikið þú er inn í tölvudótinu en gefum okkur að það sé þó nokkuð út frá þeirri hugmynd þinni að nota flash sem er hækt, spurning hvort það sé góð hugmynd…..
Manstu þegar AMD kom með K6 CPU á markað? ef ekki þá hér smá fróðleikur. Það var altalað og alvitað meðal okkar sem vinnum við þetta og margra þeirra sem notuð tölvur með þessum örra að þær virkuðu ekki alltaf sem skildi og sum forrit var bara ekki hækt að nota á þeim, það bara virkaði ekki. Það var vegna þess að þessi forrit voru hönnuð með INTEL í huga og og virkuðu m.a þess vegna ekki eins og ættla mætti í mörgum tilfellum. Þarna kemur upp í hugan hjá mér að VIA sem hefur framleitt örra (CPU) í nokkur ár og þá aðalega og nánast eingöngu í iðntölvur ef ég man rétt og þar að leiðandi er ekki ólíklegt að þær virki ekki jafn vel og tölvur sem eru með Intel. VIA hefur EKKI enn í dag komið með CPU á markað fyrir tölvur eins og við erum að nota sem hefur staðist þær kröfur sem gerðar eru til þeirra þó eru örfáar undantekningar á því t.d hefur þetta verið prufað í fartölvum með mjög slæmum árangri. VIA hefur hinsvegar framleitt svokölluð kubbasett KT400-KT800 etc) sem eru notuð á móðurborð en eru ekki CPU og hefur það verið þeirra aðal framleiðsla sl. ár og eru þeir nú í dag gersamlega að lúta í minni pokan fyrir bæði nVidia og intel í þróun á þessum kubbum. AMD lifa hinsvegar góðu lífi í dag vegna þess að þeir komu með nýja CPU með betri hönunn. Fyrst sá ég svona "bílatölvu" fyrir 4 árum og þá var hún með INTEL cpu. Þetta er ekkert svo flókið, þetta virkar eflaust allt samann en ef þú ættlar að fá þér tölvu í helv dolluna sem virkar í allt og er hellst "bögg frí" þá veðja ég á tölvu með Intel, ég er búinn!!! að vera með allt of margar tölvur á milli handanna með VIA cpu til að ég fengi mér svoleiði sjálfur!Annars eru tölvur eins og konur, maður veit aldrei hvar maður hefur þær…..
Og nú er ég hættur þessu helv… tölvubulli og farinn að strjúka jeppanum.
Ef þið viljið eitthvað sem vit er í þá er þetta ein af þeim vélum sem ég myndi skoða en ath! verðin eru ekki með CPU!
http://www.mini-itx.de/s625f-neu.htm
12.10.2006 at 09:32 #563092Þar sem fullpatchað XP er orðið heldur þungt í vöfum langar mig að spyrja. Hefur einhver sett upp linux á svona VIA vél og keyrt Wine eða crossover linux til að keyra mapsource/nroute?
-haffi
12.10.2006 at 09:38 #563094Ég er með gamla 10" ferðavél 450MHz með minnir mig 128Mb í minni og keyri á henni TinyXP. Hún keyrir Mapsource/nRoute ágætlega og er bara alveg merkilega nothæf.
13.10.2006 at 07:56 #563096Til að gera langa sögu stutta…,-ég veit ekki hvort tölvukallarnir geri sér grein fyrir því hvursu lítið svona meðalheimskur maður sem ég skilur í þessum tölvupælingum. En takk fyrir innleggin í umræðuna eftir sem áður!
Þar sem ég er að leita að ódýrri, einfaldri og öruggri lausn þá líst mér einna best á snertiskjá.
Svo að : a)Getur einhver bent mér á góðan, ódýran og skýran skjá, -líka í mikillri birtu. Hverjir eru helstu vankantarnir í notkun?
b)Má fartölvan mín standa upp á endann eða upp á kant, -eða verður hún að liggja flöt?Ingi
13.10.2006 at 10:16 #563098Já svona þróast málin oft. En ódýr snertiskjár… ég á sjálfur 7" snertiskjá frá Lilliput [url=http://www.lilliputweb.net/product2.html:1ytsslyi]getur líklega séð hann hér.[/url:1ytsslyi] Svona skjáir eru í nokkrum bílum hér fyrir norðan og virkar ágætlega við ferðavélar. Einhver hafði keypt svona skjá á um 25þús. Eini gallin við hann er að hann er of lítill fyrir mig þar sem sjónin er farin að versna. 10.4" hentaði því betur fyrir mig.
Ferðavél getur vel verið í sætisvasa svo framarlega sem viftan hefur eitthvert svigrúm. Þetta saman virkar ágætlega og vélin þarf ekki að vera öflug. Nema auðvitað að þú ætlir í einhverja grafíska vinnslu á jökli! Það er þó eitt sem menn ættu að átta sig á er að ferðavél þolir aðeins takmarkað frost, sumar þola það alls ekki. Vélin sem ég er að bjóða þolir til að mynda -40 gráður.Sá 7" á 44.900 og 10.4" á 59.900 hjá [url=http://www.aukaraf.is/index.php?cPath=23_42:1ytsslyi]Aukaraf[/url:1ytsslyi]
Kveðja:
Erlingur Harðarson
13.10.2006 at 10:55 #563100er eflaust að gera eins og Skúli, kaupa 15" lcd og skella í mælaborðið. Svo er hægt að fá svona lyklaborðsforrit þannig að þú getur notað músina til að slá á lyklaborðið.
kv
Rúnar.
13.10.2006 at 11:06 #563102Afhverju eru menn alltaf að vesenast við að finna ódýrustu lausnina? ég hlýt bara að vera eitthvað misþroska eða eitthvað, en ég nennnnnnnni bara ekki alltaf að fara ódýrustu leið. (Hagkvæmustu leið já, en ekki ódýrustu)
Yfirleitt er nefnilega ódýrasta lausnin sú versta, og með mesta vesenið/bilanahættu og endist styttra.
þetta er eins og þegar menn eru að breyta bílunum á sem ódýrastan hátt… hvað er að? vilja menn ekki geta treyst þessum jeppahræum sínum þegar mest á reynir? Einmitt þegar draslið þarf að virka og mesta hættan er á bilunum? Í JEPPAFERÐUM????? halló? ég bara fatta ekki þennan hugsunarhátt…..
Ef þú ert of nískur/fátækur til að gera almennilega það sem þú ert að gera…. slepptu því þá bara og finndu þér áhugamál sem er ódýrara.
post-millenium tension kveðjur,
Lárusp.s. ég er ekki að blammera neinn sérstakann heldur að drulla yfir þetta fjárans "ódýrasta leiðin" syndrome sem virðist loða við sportið.
13.10.2006 at 11:13 #563104Ég er innilega sammála Lárusi. Ódýrasta lausnin er auðvitað að vera heima og labba… En við viljum ferðast og það almennilega. Ég valdi minn búnað út frá hagkvæmustu lausn, þessi vél er ekki notuð í neitt annað. Hún er föst í bílnum en, hún er alltaf þarna og því alltaf til taks. Hún er alls ekki ódýrasta lausnin en í leiðini ekki dýr. Skilvirk lausn sem er hönnuð fyrir þessar aðstæður og virkar sem slík eftir að búið er að stilla allt sem stilla þarf.
Kveðja:
Erlingur Harðarson
13.10.2006 at 11:31 #563106á mp3car.com er hægt að sjá skjá sem sést vel á í mikilli birtu.
http://store.mp3car.com/ProductDetails. … =MON%2D010
13.10.2006 at 12:51 #563108Þetta er alltaf spurning um notagildi. Einmitt m.a. út frá þeim forsendum sem koma fram hér að ofan "ég veit ekki hvort tölvukallarnir geri sér grein fyrir því hvursu lítið svona meðalheimskur maður sem ég skilur í þessum tölvupælingum" bendi ég á aðra möguleika, hugsum sem svo að þú sért á ferðalagi og vilt hafa tök á að henda DVD disk í tölvuna til að lofa ormunum að horfa á, hvað gerir þú? Jú, einmitt á svona tölvu sem ég benti á þá bara stingur þú DVD í helv. tölvuna og það virkar því hún er með geisladrif. Vissulega er það lítið mál að spila myndir án þess að hafa DVD drif en þá þarft þú að kunna eitthvað til að geta græjað það, ekki satt? Og staðreyndin er sú að það eru ekki allir sem kunna að 1) taka DVD inn í tölvu 2)"Encoda" það svo það sé spilanlegt sem videofæll o.s.frv. Mér finnst betra ef maður er á annað borð að kaupa svona græju, að eyða aðeins meira og vera með græju sem virkar í einu og öllu án þess að þurfa að þurfa að stilla og græja og vesenast með hitt og þetta, ekkert bull. Þetta með hve mikinn kulda tölvur þola þá eru þær allar á sama róli hvað það varðar vegna þess að flestar þessar vélar eru að nota 2.5" fartölvudiska og eru þeir allir með svipað kuldaþol. En þetta er bara mín skoðun, ég vill tölvu sem ég get notað í það sem mér dettur í hug þegar mér dettur það í hug og nýtist öðrum fjölskyldumeðlimum á ferðalögum og ekkert bull.
Það má ekki misskilja þetta að ég sé á móti því sem félagi minn Erlingur er að gera, þvert á móti er ég mjög hrifin af þessari lausn en við horfum bara á þetta með ólíkum augum.
13.10.2006 at 14:21 #563110Ég veit ekki með þig Benni en mér og flestum þeim sem ég ferðast með nægir bara að njóta útsýnisins. Ég þarf ekki að horfa á DVD mynd. Mér finnst miklu skemmtilegra að fara í skála og skemmta mér með félugunum. Það er umtalsvert meira skemmtilegt heldur en að hanga einn úti í bíl og horfa á sjónvarpið. Hinsvegar hafi menn gaman að því þá er það ekki neitt mál.
Nei Benni, hættu nú þessu bulli um DVD, þetta er leikur einn að gera á hvaða tölvu sem er, við vitum það og meira að segja virðist þú vita það líka.
[b:1x46dfws]Við hinir erum mest að tala um tölvu fyrir gps og kortagrunna. [/b:1x46dfws]Svo ska ég hætta að ergja mig yfir þessum hugmyndum þínum.
Kveðja:
Erlingur Harðarson
13.10.2006 at 16:17 #563112Erlingur lestu alla greinina áður en þú ferð að svara..
Benni: "hugsum sem svo að þú sért á ferðalagi og vilt hafa tök á að henda DVD disk í tölvuna til að lofa ormunum að horfa á"
13.10.2006 at 18:39 #563114að núna skal ég vera þér alveg sammála. Þú hlýtur "bara að vera eitthvað misþroska eða eitthvað"
Ingi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.