Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Gps / tölva. Vantar aðstoð!
This topic contains 48 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Gunnarsson 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.10.2006 at 09:23 #198703
Sælir félagar,
kannske einhver geti aðstoðað mig. Ég er í brasi með mína gömlu fartölvu, kæliviftan að klikka og ekki hægt að afrita upplýsingar (kort og ferla) nema að taka harða diskinn úr og nota „flakkara“. Ég á nýlega fartölvu með biluðum skjá, er raunhæft að nota hana með snertiskjá? Hef notað Garmin 128 með tölvunni, hver er skynsamlegasta leiðin í þessum frumskógi.
Vantar tölvugúrú í vinnu til að koma þessu heim og saman.Ingi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.10.2006 at 09:38 #563036
Ég er að vísu ekki tölvugúru en var að glíma við svipað mál fyrir skömmu, þ.e. skjárinn á tölvunni hætti að virka. Ég leysti það þannig að ég keypti 15 tommu LCD skjá á litlar 23 þús í Íhlutum í Skipholti (líka til hjá Hugver en víða eru ekki til nema 17 tommur sem er of stórt) og útbjó festingu fyrir hann í bílnum. Tölvuna sjálfa hef ég svo bara einhvers staðar til hliðar þar sem hún er ekki fyrir og mús á kassanum milli sæta. Snertiskjár sjálfsagt þæginlegri þar sem þá þarf ekki mús. Miklu betra en að hafa tölvuna alla uppi við því með þessu losnar maður við að hafa lárétt borð uppi við.
Kv – Skúli
11.10.2006 at 10:34 #563038
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
held að skjárinn sem Skúli talar um kosti svipað ef ekki bara mynna en nýr skjár í tölvuna og ef að tölvan á bara að vera notuð í bílnum þá er þetta brilljant lausn, sérstaklega þar sem þú losnar við tölvuborðið og hætturnar sem því fylgja.
11.10.2006 at 13:25 #563040Þar sem margir virðast vera í vandræðum með tölvu í bílin þá setti ég [b:3i4w3b7e][url=http://www.ey4x4.is/myndir/erlingur/bilatolva/:3i4w3b7e]þetta í bílinn minn![/url:3i4w3b7e][/b:3i4w3b7e]Ég er að flytja þetta inn og þetta er að virka. Ég set þetta upp og skila þessu tilbúnu. Þetta er besta og öruggasta leiðin það er engin spurning.
Þetta er 10.4" snertiskjár og 12volta tölva, hvorutveggja sérsmíðað fyrir bíla.
Kveðja:
Erlingur Harðar
(Tölvu- og jeppakall)
11.10.2006 at 13:29 #563042hvað kostar svona gripur án ísetningar?
11.10.2006 at 13:50 #563044Allur pakkinn uppsettur með 512Mb, 40Gb disk og skjánnum er á 120þús.
Kveðja:
Erlingur Harðar
11.10.2006 at 14:00 #563046er það ekki í boði?
11.10.2006 at 14:05 #563048Flott lausn. Þegar gamli lappinn gefur sig kaupi ég svona.
Kv – Skúli
11.10.2006 at 14:12 #563050Þeir sem vilja gera þetta sjálfir geta pantað allt sem þeir þurfa í þetta á [url=http://www.cartft.de:2vpw3zif][b:2vpw3zif]www.cartft.de[/b:2vpw3zif][/url:2vpw3zif]
ég bendi á að það þarf samt talsverða þekkingu til að henda þessu í og mæli með að menn tali við Erling frekar. En það eru alltaf einhverjir sem vilja gera þetta sjálfir…
kveðja,
Lalli
11.10.2006 at 15:21 #563052Þetta er án ísetningar, ég skal hinsvegar glaður gefa mönnum góð ráð við tengingar og þ.h. Ég tel að flestir þekki bílana sína og hvernig menn vilja hafa hlutina, betur sjálfir en einhver annar. Ísetning er heldur ekki flókin, helsta flækjustigið er að velja stað fyrir dótið. Það sem gæti flækst fyrir mönnum er þá heldur í uppsetningu vélana, hvernig stillingar eiga að vera á hugbúnaði. Að auki eru nokkrar stillingar sem þarf að hugsa um á aflgjafanum en hann er afar sérstakur. Sem dæmi er hægt að stilla hann á svipaðan hátt og NMT síma sem slekkur á sér eftir ákveðinn tíma. Einnig að vélin slökkvi á öllu fari voltin niðurfyrir 11.2v í meira en eina mínútu. Þetta er gert til að tölvan tæmi ekki geymana. Aflgjafin þolir þó allt niður í 5v (t.d. þegar bílnum er startað).
Kveðja:
Erlingur Harðarson
11.10.2006 at 17:32 #563054Hvernig tölvu og hvernig hugbúnaður erum við að tala um hérna?
11.10.2006 at 17:36 #563056Sæll Erlingur
Það er væntanlega hægt að tengja skjáinn sem þú ert með (10.4") við venjulega fartölvu. Hvað er verðið á skjánum?Kveðja
Bjarki
11.10.2006 at 18:12 #563058Það er hægt að [b:22tjsspx][url=http://www.mini-box.com/s.nl/sc.8/category.101/.f:22tjsspx]skoða þetta allt hér.[/url:22tjsspx][/b:22tjsspx]
-Einar
11.10.2006 at 18:31 #563060Hvað hugbúnað er verið að tala um. Nú stýrikerfi XP, hugbúnað sem tilheyra móðurborði sem er VIA 1Ghz, skjádrivera, drivera fyrir hnitakerfi (snerti), skjákort og þ.h. Nú svo ef menn hugsa sér að nota Garmin kortið þá set ég það upp, notandi setur síðan inn sína lykla fyrir kortið sitt.
Ég hef ekki reiknað nákvæmlega út hvað skjárinn kostar, líklega um 50þús.
Það sem ég er að gera er að setja þetta saman, setja upp stýrikerfi á diskinn, setja inn "rétta" drivera, stilla aflgjafann og almennt að gera þetta þannig að þetta virki fullkomlega. Þótt ótrúlegt sé þarf all nokkuð að eiga við þetta til þess að það verði gott.Já, skjárinn er með 1 VGA tengi, 2 RCA, Audio IN og Audio Out, það er því hægt að tengja iPod og allskyns "flakkara" beint við skjáinn. Hann er með fjarstýringu sem virkar á allar aðgerðir skjásins.
Kveðja:
Erlingur Harðar
11.10.2006 at 21:46 #563062Mæli samt með að nota frekar tölvur með Intel CPU í stað Via CPU. Þær eru mikið stapilli og afkasta miklu meira í allri vinnslu og bjóða upp á uppfærslur á meðan Via er fastur á móðurborði…
Skal setja inn link seinna í kvöld með tölvum sem eru mjög álitlegar. Já, ég vinn við samsetningar á sambærilegu drasli dags daglega og þekki þetta mjög vel!
Staðreindin er sú að móðurborðin sem eru notuð í þessar smátölvur eru í raun þau sömu og eru notuð í m.a fartölvum og það er staðreind að m.a fartölvur með Via cpu hafa átt það til að vera vandræðagripir í einu og öllu.
11.10.2006 at 22:18 #563064Heldurðu virkilega að við séum svona heimskir. Auðvitað væri best að kaupa Dell ferðavél, til dæmis X1 vélina sem er ekki nema 1,2kg Æðisleg vél, þú gætir aldrei útvegað betri vél! Hún kostar raunar 250þús og þá áttu eftir að kaupa snertiskjá ekki satt.
Benni minn, þú hefur ekki hugmynd um hvað ég er að tala um svo að láttu það bara vera.
Þessi örgjörvi er sérstaklega heppilegur vegna þess að hann er ódýr, dregur litla orku og umfram allt, [b:a1iuce50]hann er fastur [/b:a1iuce50]. Hann hristist ekki úr sökklinum.
Ég vil benda þér á Benni og ég fullyrði að ég veit mun meira um tölvur og hönnun þeirra heldur en þú. Enda er ég búinn að vinna með þær frá 1979, þá varst þú 13 ára.Kveðja:
Erlingur Harðarson
Rafeindavirki og Kerfisstjóri …pirraður!
11.10.2006 at 22:20 #563066Hann lofar góðu, nú langar mig bara til að halla mér aftur í sófanum og horfa á flugeldasýninguna 😉
11.10.2006 at 22:38 #563068Hvernig ætli [url=http://eu.shuttle.com/en/DesktopDefault.aspx/tabid-171/310_read-13200/:3vkzj7bj][b:3vkzj7bj]þessi[/b:3vkzj7bj][/url:3vkzj7bj] henti,hef verið að pæla í henni
Annars lýst mér vel á þennan pakka sem þú ert með Erlingur.
Kv
Jóhannes
11.10.2006 at 22:38 #563070Á síðunni sem ég vísa á hér að ofan er bæði hægt að kaupa móðurboðrð sem eru fyrir Intel og Via örgjörva. Hvor hentar betur fer eftir því til hvers á að nota hlutinn.
Ég er meö tölvu sem er búinn að vera í gangi allann sólarhringinn undanfarin 5 ár. Ég valdi borð með Via örgjörva vegna þess að hann er nægilega öflugur til að leysa gera það sem til er ætlast, en mun ódýrari og notar margfalt minna rafmagn heldur en Intel kubburinn. Minni rafmagnsnotkun þýðir minni hiti, minni hávaði og minni líkur á bilunum. Þessi örgjörvi er ekki hentugur í þunga margmiðlunar eða leikjanotkun, en hann dugir mjög vel til að keyra beini, eldvegg, vefþjón skrámiðlara og þess háttar. Hann myndi líka duga til þess að gera allt það sem ég myndi láta tölvu í bílnum gera.
Ég myndi ekki setja tölvuna sem Jóhannes vísar á, í bíl, þetta er afkasta mikil leikjatölva með tveimur örgjörvum, og notar þar af leiðandi margfalt meira afl en Via örgjörvarnir.-Einar
11.10.2006 at 22:50 #563072Strákar strákar… það er bara eitt sem er langbest í jeppann, og það er Tablet-PC!
[url=http://www.fartolvur.is/?show=detail&flokkur=13&undirfl=14&layout=1&vnr=PV984AW&sid=:venm7wpn][b:venm7wpn]Sjá hér[/b:venm7wpn][/url:venm7wpn]
Félagi minn var að setja svona í bílinn hjá sér á tölvuborð sem hægt er að hafa uppá rönd eins og skjá þegar maður þarf, og svo er hægt að leggja það flatt með einu handtaki og opna skjáinn upp og snúa honum við og þá ertu kominn með venjulega fartölvu.á þessum vélum er 12 tommu snertiskjár og ég get alveg sagt ykkur að þetta er -flottasta- lausn á þessu sem ég hef séð. ég skal fá hann til að skella inn myndum af þessu soon. þetta er leiðin sem ég fer næst, allt annað er bölvuð della.
kerfisstjóri og jeppasauður,
Lárus Rafn
11.10.2006 at 22:51 #563074Það er naumast að sumir eru viðkvæmir í kvöld!
1. CPU losnar ekki úr sökkli nema að það sé gert viljandi!
2. Fyrir 120þ kall er bara til miklu betri og flottari lausn en þetta þ.e. tölvan sjálf.
3. Láttu þér ekki dreyma um að þú sért búinn að opna fleiri lappa en ég hef gert þó þú sért eldri en ég, þegar þú varst í þessum "business" þá varst þú a) ekki að selja fartölvur (allavega sá ég þær aldrei hjá þér). b) enn síður að rífa þær í sundur og setja saman líkt og ég er að gera nánast daglega og búinn að gera í mörg ár.Svo er það líka alger óþarfi að vera með einhvern steiting þó aðrir telji að það séu til betri lausnir, við sem í þessu tilfelli eigum að vita kanski aðeins meir en margur, ef við erum hér að deila uppl. ert það þá bara þú (Erlingur)sem hefur rétt á að varpa fram uppl. og skoðunum um það hvað þér finnst ? Hvað með okkur hina eigum við bara að halda kjafti af því að HERRA ÞÚ varst að tjá þig?????
Varðandi það sem Einar vísar hér að ofan þá fer það eftir hvaða Intel CPU er miðað við ég dreg það í efa að VIA noti minni orku en Intel MOBILE cpu líkt og er á þessari síðu sem hann vísar á þó má það vera. Svo er það hitt ef maður er á annað borð að setja tölvu í dolluna er verra að geta gert það sem manni dettur í hug í henni?
Svo er það líka rangt hjá þér að Dell sé best! Í þessum flokki tolva sem þú vísar í þá er bæði ASUS og Alienware með vélar sem drulla yfir Dell X1 sorry….
Svo er IBM Titanium vélin einnig flottari græja ….
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.