Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › GPS tæki eða Tölva
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Hilmar Freyr Gunnarsson 15 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.08.2009 at 14:49 #205531
Sælir.
Ég er með gps tæki í bílnum sem er ekki kortatæki en nú er ætlunin að fjárfesta í einu slíku. Spurningin er hvort það sé eitthvað sniðugt að kaupa litla fartölvu eða kaupa bara tæki með kortagrunn.Er að pæla í Garmin 420 tæki eða sambærilegu.
Kv.Hilmar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.08.2009 at 18:26 #652930
Það er mjög sniðugt að fá sér bara nógu litla fartölvu .
Til dæmis Eeepc 10" eða sambærilega helst án harða disksins það er með ssd drifi harðdiskar þola illa að vera í bíl.Talvan hefur margfalt notagildi og stærri skjá.Og kostar lítið meira.
02.08.2009 at 18:49 #652932Takk fyrir svarið.
Hvað eru svona tölvur að kosta með þessu ssd drifi.
02.08.2009 at 23:48 #652934Ég leitaði víða og það virðist vera að eepc tölvurnar sem hafa ssd eru nánast horfnar af markaðinum en ég fann eina sem er á nákvæmlega sama verði og Garmin 420,
Hér er verðið á Garmin 420:
http://www.garmin.is/product/baturinn/map420.shtmlOg hér er verðið á eee-pc vélinni
http://www.tl.is/vara/17108Vonandi finnur þú út úr þessu.
03.08.2009 at 16:28 #652936Ég er búinn að finna tölvu sem mér líst ágætlega á en hún er með Linux stýrikerfi. Hvernig er það að virka með Garmin?
Hélt að það þyrfti alltaf Windows til að keyra Garmin kortin.
05.08.2009 at 16:45 #652938Annað hvort setur þú bara Windows upp á henni í staðinn fyrir Linux eða keyrir Mapsource/nRoute í Wine. Þá þarftu ekki að "kaupa" Windows leyfi.
Annað í þessa umræðu, að þá er miklu ódýrar að versla þessar vélar í t.d. Danmörku.
Það munaði rúmlega 20þkr á vélinni sem ég keypti um daginn.
05.08.2009 at 22:36 #652940
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Wine er ágætt, Sun er líka komið með alveg frábært virtualbox(frítt), sem keyrir t.d. XP í glugga inní Linux.
Alger snilld.
Setti upp svona virtualbox um daginn, og það var fljótlegra en að setja upp Windows á venjulegan hátt, og ekkert restart, Linux bara endurræsir Windows í litla sæta glugganum sínum
Svo er auðvitað alveg hægt að setja virtualboxið í "fullscreen" þegar maður vill.Ég notaði nLite-aða útgáfu af Windows XP, sem er bara með því allra nauðsynlegasta. Þannig búnaður hentar einmitt sérlega vel í svona sérhæfð tilfelli eins og tölvur í bíl. Þær hafa bara ekkert að gera með helminginn af ruslinu sem fylgir full-blown version af Windows.
06.08.2009 at 00:35 #652942Ég er með ASUS eee 8.9" tölvu og er sáttur við hana þó ég verði að viðurkenna að ég væri meira til í 10.4" tölvuna en hún er með stærra lyklaborði og náttúrulega aðeins stærri skjá. Ég setti upp light XP í stað Linux til að geta keyrt OziExplorer, hún er pínu slow með XP en dugar fínt í jeppann og létta vinnslu eins og að horfa á video af drifinu. Uppseting í jeppanum er sáraeinföld ef þú ert með smá pláss ofan á mælaborðinu, fjórir litlir franskir punktar í hvert horn undir tölvunni og málið dautt.
Það er ágætt að versla núna frá UK eða Svíþjóð en gengið þar er hagstæðara en í DK. Ég keypti mína fyrir jól á nokkuð háu gengi af EBAY.CO.UK, lítillega notaða, á 35 þús kr ÍSK [u:36pm9kcz]án heimsendingar til Íslands og skatta [/u:36pm9kcz].
kv
AB
06.08.2009 at 07:28 #652944Sælir.
Ég er búinn að finna tölvu í Danmörku ASUS Eee PC701 með 7" skjá en er núna bara að pæla hvað upplausnin á skjánum þarf að vera fyrir þessi kortaforrit.
Kv.Hilmar
06.08.2009 at 10:04 #652946Ef þú skoðar svörin hér að ofan, með tilliti til upphaflegu spurningunar þá er svarið einfalt. Fáðu þér gott Garmin litatæki með kortagrunni, tengdu það í bílinn og brostu. Þetta tölvudæmi er löngu úrelt fyrirbæri.
Með góðu GPS tæki ertu með vesenisfrítt kerfi sem þú getur treyst á!
06.08.2009 at 12:07 #652948[quote="Freyr44":1up6m0x1]Sælir.
Ég er búinn að finna tölvu í Danmörku ASUS Eee PC701 með 7" skjá en er núna bara að pæla hvað upplausnin á skjánum þarf að vera fyrir þessi kortaforrit.
Kv.Hilmar[/quote:1up6m0x1]Yfirleitt eru þessar vélar (7-10") með 1024×600 upplausn sem er aðeins lægri á hæðina en t.d. á venjulegum skjá (4:3). Það er vegna þess að þetta eru Widescreen skjáir (ca. 16:9). Á Eeepc vélinni (1000HE og H), og líklega fleiri vélum, er hægt að fá 1024×768 upplausn (með réttum driver(fylgir)) og þá er farið með músina niður fyrir skjáinn til að hreyfa skjámyndina upp. Þetta er vegna þess að það eru sum forrit sem krefjast 1024×768 upplausnar (t.d. Lightroom) fyrir dialog glugga eða þ.h.
Ég mæli hiklaust með 10" vél, þ.e. ef þú ætlar að nota hana í eitthvað annað líka. Fyrst og fremst er það lyklaborðið sem er stærra en að mínu mati er 7" og 8,9" vélarnar með of litlu lyklaborði fyrir fullskapaða menn (er sjálfur ekki með stórar hendur) en þessar vélar væru fínar fyrir börn, upp að ca. 16 ára aldri.
Í nRoute er hægt að stækka myndina af kortinu með því að ýta á F12 en þá fellur upplýsingastikan niður. Þannig færðu svipaða mynd, hlutfallslega, og á GPS bíltæki, nema mun stærri. Svo er bara ýtt aftur á F12 til að kalla upplýsingastikuna upp þegar vinna þarf með leiðir og ferla.
ps. ég er ekki sammála "bjornod", vissulega eru menn orðnir þreyttir á þessum stóru, venjulegu ferðavélum sem taka allt plássið, hjarirnar gefa sig í öllum hristingnum og þær eru bara að flækjast fyrir, en þessar "netbook" vélar er allt annað mál. Þeim má koma haganlega fyrir, annað hvort uppi á mælaborði eða á standi. Hjarirnar eru mun betri (minni skjár) og þær vega ekki nema 1-1,5 kg. Það er því mun auðveldara að festa þær og ekki nærri eins mikil hætta á að þær séu að sveiflast mikið til og frá á stöndum.
Auðvitað er mönnum það í sjáflvald sett hvað þeir kaupa sér og nota. Menn verða bara að kunna á græjurnar. En fyrir þá sem eiga kannski gamalt GPS tæki eða jafnvel handtæki og langar að fá stærra kort og fleiri fítusa, þá er þetta klárlega það sem ég mæli með. Fínt fyrir bíómyndir og músik í bílinn líka 😉
pss. fyirr þá sem eru með hærri tækjastuðul, að þá er líka hægt að kaupa sér Garmin bluetooth GPS-tæki og nota saman með svona "netbook" sem og GSM-símanum og fl. tækjum.
kv. Bragi (tæknigúrú)
17.08.2009 at 21:06 #652950Gætuð þið sent mér link á annaðhvort Sun eða Wine. Er búinn að vera að leita en finn ekki neitt inn á þessum síðum sem virkar.
Kv.Hilmar
17.08.2009 at 22:49 #652952Ég keypti MSI Wind með 10 tommu skjá í Tölvulistanum [url:1o4rhqpl]http://www.tolvulistinn.is/vara/18872[/url:1o4rhqpl] og so far hefur hún verið gagnast vel, nett í bílnum en samt næganlega stór skjár til að þæginlegt sé að lesa á hann sjá örnefni í næst nágrenni og nægjanlega stórt lyklaborð til að geta t.d. skrifað texta eins og þennan án vandræða. Það leyfir hins vegar ekkert af því síðastnefnda þannig að ég get ímyndað mér að á minni vélum fari puttarnir að flækjast fyrir hver öðrum.
Kv – Skúli
18.08.2009 at 12:31 #652954[quote="Freyr44":3lfjdllo]Gætuð þið sent mér link á annaðhvort Sun eða Wine. Er búinn að vera að leita en finn ekki neitt inn á þessum síðum sem virkar.
Kv.Hilmar[/quote:3lfjdllo]
[url=http://www.winehq.org/:3lfjdllo]hér[/url:3lfjdllo] finnur þú wine og [url=http://www.virtualbox.org/:3lfjdllo]hér[/url:3lfjdllo] er virtualbox frá sun.
en það er oft þægilegra að installera þessu með distroinu sem er á vélinni.
18.08.2009 at 15:46 #652956nú er ekki mikið inn í þessu tölvumáli en hvað er distro?
En hafa menn lent í einhverju veseni með að downloada á þessum asus vélum með Linux.Kv.Hilmar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.