Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › GPS tæki
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinn Óðinn Ingimarsson 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
26.11.2007 at 22:10 #201262
hvernig GPS tæki er best í jeppan?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.11.2007 at 23:18 #604636
Ef þú ert að leita að bíltæki þá er það Garmin. Síðan er það bara spurning um hvað þú vilt eyða miklu !
28.11.2007 at 15:15 #604638er búinn að vera að skoða garmin tæki hjá [url=http://www.rsigmundsson.is/:cl4q8zvu][b:cl4q8zvu]r.sigmundsson[/b:cl4q8zvu][/url:cl4q8zvu] og mig langar að spurja hvort að það sé eitthvað mikill munur á [url=http://www.velasalan.is/subcategory.php?category=67&idsubcat=287:cl4q8zvu][b:cl4q8zvu]vegaleiðsögutæki[/b:cl4q8zvu][/url:cl4q8zvu] og [url=http://www.velasalan.is/subcategory.php?category=67&idsubcat=286:cl4q8zvu][b:cl4q8zvu]jeppa- og sleðatækjum[/b:cl4q8zvu][/url:cl4q8zvu] ?
magnús
28.11.2007 at 15:27 #604640Garmin 276c eða 278c. Sýnist munurinn á þeim aðallega bara vera sá að 278 kemur með forhlöðnu Evrópukorti inni (eða Ameríkukorti ef þú kaupir tækið þar).
.
Skoðaði mörg tæki og finnst þetta koma almennt best út þegar líka er tekið mið af verði.
.
Keypti mér 276c í Bandaríkjunum og sem aukahluti keypti ég sogfót frá RAM til að festa á framrúðuna, hlífðar "cover" framan á tækið þegar það er ekki í notkun og 2×128 mb. minniskubba.
.
Þetta allt saman fékk ég hingað heim með skatti og skyldum á 49.500.- (Þurfti reyndar ekki að borga flutning þar sem félagi minn gat tekið þetta heim fyrir mig.
.
Tækið strípað var á $420 á Amazon.com
.
Ég valdi mér þetta tæki vegna þess að það er afar notendavænt, m.a. mjög þægilegt að fara á milli glugga í því og skipana (sem mér finnst allt of miklar langlokur í t.d. 525 tækinu), og vegna þess að stærðin á því er mjög hentug bæði í bíl og á sleðann.
.
Þegar ég vil stærri skjá í jeppann (þegar ég ferðast sjálfur en ekki vegna vinnu), þá tek ég bara lappann með og tengi saman.
30.11.2007 at 09:02 #604642Aðalmunurinn er sá að með vegatækin (Nüvi, StreetPilot) ferðu ekkert út fyrir vega-/slóðakerfið sem er á kortinu – það er hvorki hægt að ferla né elta feril/rútu.
Eins og fram kemur í öðru skeyti þá koma x76c (276c, 376c) og x78 (278, 378, 478) tækin vel út á pappír, munurinn er sem sagt að fyrri flokkurinn er ekki með "pre-loaded" korti og hefur heldur ekki rödd (segir ekki "turn left" o.s.f.v. heldur pípir væntanlega bara).
Fyrir þá sem vilja safna ferlum eru hins vegar göngutækin öflugust (þau sem enda á "x", t.d. GPSMap 60CSx), þau eru með mircoSD spjöldum sem hægt er að kaupa í hvaða stærð sem er, ég er með 2GB í mínu og gæti sennilega safnað ferilpunktum með 1 sekúndu bili í nokkrar vikur áður en tækið fyllist – það tekur milljónir punkta. Jeppatækin eru held ég takmörkuð við 10 þúsund.
Allt sagt án ábyrgðar að sjálfsögðu – en vona að þetta komi að gagni
Leifur
30.11.2007 at 09:19 #604644Ég er ánægður með mitt 276 tæki, það er hægt að skipta því á milli "automotive" og "marine" mode getur s.s. bæði verið götuleiðsögukort, safnað ferlum og hagað sér eins og stóru "plotterarnir". Eini gallinn.. skjárinn er ekki nógu stór en þegar það fer að pirra mig meira (sem styttist óðfluga í…) þá á ég einhversstaðar 10" og 12" ferðavélar sem er auðvelt að tengja við.
Nuvi og Streetpilot flest geta ekki trackað sem er stór galli (eiginlega showstopper). Viðmótið í þeim er samt alveg frábært svo langt sem það nær.
Svo sá ég á einhverju eldhúsborði tæki sem heita hellingur-af-þúsundum frá Garmin, þau voru flott en eiginlega bara of stór fyrir flesta 😉
30.11.2007 at 09:46 #604646Sæll
Ég keypti tæki um daginn og velti þessu heilmikið fyrir mér en á endanum sá ég að fyrir mér er bara eitt tæki sem virkar í jeppann.
Það er Garmin Gpsmap 60 Csx. Eins og einhver minntist á áðan þá tekur það tæki micro minniskort sem gefur tækifæri til að vista mjög mikið af pungtum ásamt öllu íslandskortinu. Ég er reyndar ósáttur við að tækið virðist ekki geta hjálparlaust kallað fram ferla eða pungta af minniskortinu sem er asnalegt. Garmin gamli hlýtur að fara að sjá viðp þessu.
60 tækin eru vatnsheld handtæki og þ.a.l. getur maður kippt því úr bílnum og stungið í vasann rölti maður á rjúpu eða til að skoða foss. Eins er hægt að setja festingu á snjósleðann og nota bara eitt tæki. Verði tækið bateríislaust þá er bara venjuleg AA batterí og hægt að hafa nokkkur auka í vasanum. Tækið er með USB tengi, serial, straum og loftnetstengi sem eykur nákvæmnina í bílnum.
Pælingin mín var alltaf sú að hafa fartölvu í bílnum og nýta þann skjá. Þetta combó er alveg að þrælvirka.
Handtækið getur ratað eftir vegi en í staðin fyrir þýða kvennmannsrödd (eins og Kolbrúnar Halldórsdóttur þegar hún segir að enginn notandi sé með símanúmerið) kemur píphljóð. En í staðin þá talar tölvan með fallegu röddinni.
Kv Izan
P.s. ég hef ekki notað 276 eða 286 eða hvað það heitir, en kostirnir sem ég sé umfram 276 er batteriisdótið og fyrirferðin. 276 er ekki beinlínis handtæki þó að það sé hægt að labba eitthvað með það undir hendinni.
30.11.2007 at 13:10 #604648Alveg er það stórkostlegt hvað menn eru blindir á allt annað en Garmin.
.
Ég var að kaupa mér Magellan Crossover tæki í jeppan og það sameinar kosti nokurra Garmin tækja.
.
Það trackar, það er með götuleiðsögn og tekur SD minniskort (þar af leiðandi óendanlegt geymslupláss fyrir ferla)
.
3,5" snertiskjár, þægilegt í notkun, skýrt og greinilegt, vatnshelt, með battery-i (8klst) og bílhleðslutæki og kemur með rúðufestingu.
Þetta tæki er hægt að fá frá ameríkuhrepp fyrir um 25þúsund krónur með flutningskostnaði, vsk og toll. Og þá með innbyggðu götukorti fyrir ameríku, kanada, hawai og puerto rico. Og á leiðinni er glænýtt íslandskort og á það að koma núna fyrir jól.
30.11.2007 at 14:06 #604650Ekki vil ég nú kannast við að vera blindur á kosti annarra tækja en Garmin – ég er hins vegar á þriðja Garmin tækinu mínu og í þeim öllum hefur verið ágætt Íslandskort – raunar farið batnandi eftir því sem tíminn hefur liðið (byrjaði í 2.0, er í 3.5).
Það er tvennt sem myndi fæla mig frá Magellan. Ef ég man rétt er erfitt að negla ferlunina niður á ákveðin gildi (ég tek punkt á 5 sek. fresti þegar ég labba) heldur er tækið með "meira" og "minna" eða eitthvað í þá áttina. Hitt er að ég vil hafa AA batterí í mínum göngutækjum, það gerir mér kleift að fara til Grænlands með tækið og slatta af batteríum og ferla í nokkra daga.
Sennilega er þetta spurning um smekk.
Leifur
30.11.2007 at 16:03 #604652Já ég skil þetta með AA batteríin en í sambandi við bil milli punkta þá er það allt orðið stillanlegt í dag.
Ég get á Crossover tækinu still þetta frá 0,1m uppí 2km eða þá frá hverri sekúndu uppí 60 sekúndna millibili
Og íslandskort hafa lengi verið til í magellan tækin og þá á sama gæðastigi og 3.0 en núna er að koma út nýtt kort sem er eins og 3.5
.
En að sjálfsögðu eru þetta trúarbrögð eins og svo margt annað og langar mig bara að koma með smá ferskan blæ í annars málefnanlega umræður
30.11.2007 at 18:54 #604654Alla mína tíð hef ég verið með Magellan tæki fyrir utan fyrsta tækið mitt sem var Eagle. Er með Garmin í dag minnir að það heiti 292 sem er kortatæki. Það eina sem fékk mig til að kaupa Garmin var kortið en um leið og það fást sambærileg kort í Magellan þá skipti ég aftur,að mínu mati er Magellan notenda vænna tæki og skémtilegra fyrir minn smekk. Þetta er bara svipað og PC og Apple menn bara finna það sem þeym hentar. Það fylgja kostir og gallar báðum.
Kveðja Sveinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.