Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › GPS staðsetningartæki
This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Aðalsteinn Leifsson 21 years ago.
-
CreatorTopic
-
04.11.2003 at 19:48 #193114
Anonymoushvort kemur betur út Garmin eða Magellan GPS tækin er að hugsa um göngutæki sem hægt væri að hafa bíl eða bát þekkir einhver til Magellan Sportrak Color Compass og Magellan Meridian Color
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.11.2003 at 00:34 #479674
Ég hef átt 3 gps tæki
Garmin 38 göngutæki
Garmin 128 bílatæki
Magellan FX 324mapcolorGarmin tækin eru búin að reynast mér mjög vel
En svo fékk ég þetta svaka fína Magellan tæki sem kostar aðeins 130þús eða eitthvað álíka.
ég er ekki ánægður með það tæki.
Ég ætla aftur að fá mér garmin tæki.
05.11.2003 at 02:49 #479676
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Komdu sæll.
Ég er með Magellan. Meridian Platinum kortatæki og er mjög ánægður með það. Að vísu má eitthvað að öllu finna, en það sem menn eru að flaska á þegar þeir eru að ráð leggja mönnum með svona tæki er það að það sem þeir venja sig á í upphafi þikir mönnum best og segja að það sé það best.
Það er ekki mælikvarði á tækin alment, ef þú byrjar að nota Magellan og ferð svo í Garmin finst þér kanski Garmin ómugulegur og öfugt. Þetta er allt einstaklings bundið.
Þessi tæki eru orðin mjög sambærileg hvert í sínum flokki. Spurningin er sú hvað villt þú hafa í þínu tæki.
Þú setur það upp fyrir þig og ferð svo og berð samað þau tæki sem uppfylla þínar kröfur osv.
Enn no.1-2-3 er að læra almennilega á tækið sitt í upphafi þá eru menn yfirleitt sáttir sama hvað tækið heitir.
Magellan Meridian Color er nánar sagt sama tækið og það sem ég er með en komið í lit. þú getur farið með þetta hvert sem þú villt í bílinn,bátin gönguna og hvað eina.
Það er að vísu ein galli á þeim að þau eru svolítið frek á battetý en aftur á móti er það ,að þau eru að nota bara tvö batterý í enu. Enn að vísu er í flestum tilvikum hægt að komast í sígrettukveikjara tengi þannig að þetta kemur ekki að sök nema menn gangi því meira með kveigt á tækinu, enn það þarf ekki að hafa alltaf kveigt á því í svo leiðis tilvikum.
Leitaðu svo upplýsinga hjá þeim sem eru að selja þessi tæki og berðu þær saman , það er eina vitir. Hérna á vebnum færðu ekkert nema misvísandi upplýsingar sem ekki er hægt að fara eftir , bara hafa til hliðsjónar.
Kv. S.B.
05.11.2003 at 09:33 #479678Sælir
Ég var að velja mér tæki um daginn og er því alveg til í að deila með ykkur eftir hverju ég fór við valið. Ekki horfa á þetta sem heilagan sannleik, má vel vera að annað henti þér en mér.
Hvernig á að nota tækið? Keyra og ganga, jafnvel hjóla?
– Veldu þér skjástærð sem hentar miðað við aðstæður sem á að nota tækið við
– Eru til hentugar festingar
– Kemst tæki fyrir þar sem þú vilt hafa það
– Skoðaðu tengimöguleika útiloftnet,tölvutengi og 12volt
– Þarftu íslandskort
– Hver er minnisþörfin.
– Aðrar kröfur, passar í vasa, vatnshelt o.fl.Þegar ég var búinn að fara í gegnum þetta valdi ég mér
garmin gpsmap 76.
Ég valdi Garmin af því að ég átti garmin áður og margir sem ég þekki eru að nota garmin án þess að hafa heyrt eða kynnst verulegum annmörkum á notendaviðmót eða notagildi.
Ég spáði lítið í rafhlöðuendingu af því að ég nota tækið langmest í bílnum.Vona að þetta gagnist
Kveðja
Elvar
05.11.2003 at 10:02 #479680
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Tek undir það sem að framan kemur. Menn venjast ákveðinni tegund og finnst það best, þannig að þetta er fyrst og fremst spurning um að velja tæki sem hefur þá eiginleika sem þú sækist eftir. Ef þínir ferðafélagar eru flestir með ákveðna tegund getur þó verið þæginlegt að fara í það sama þannig að menn geti lært hver af öðrum.
Atriðin sem Elvar nefnir er það sem skiptir máli. Mjög mikilvægt að geta tengt tækið við 12 volt ef þú ert að nota það í bílnum og ef þú ert með það þar tengt við tölvu skiptir skjástærð ekki öllu, en þá frekar leggja áherslu á að það sé létt og nett og fari vel í vasa þar sem þú notar það líka á göngu. Eitt sem má bæta við listan sem ég myndi a.m.k. spá í ef ég væri að kaupa nýtt tæki og það er að einhver tæki eru komin með giro kompás. Það þýðir að það sýnir áttirnar réttar þó þú sért kyrrstæður, en venjuleg tæki þurfa að vera á ferð til að sýna þær réttar. Svo er auðvitað enn ein breyta í þessu og það er hvað þú ert tilbúinn til að kaupa dýrt tæki.
Kv – Skúli
05.11.2003 at 12:59 #479682Eftir dálitla umhugsun valdi ég mér Garmin GPSMAP 76. Aðalástæðan er sú að ég notaði Garmin fyrir allmörgum árum og upplifunin var eins og með þetta að læra að hjóla. Litaskjáir hef ég heyrt að séu ekki að koma eins vel út við ákveðin birtuskilyrði.
Kortin í tækinu er eru nógu góð til að ég nenni ekki að vera að vandræðast með Laptop í bílnum og auk þess miklu ódýrara því að kortin kosta ekki mikið meira en áriðill sem margir kaupa bara til að geta notað tölvu. Mér þætti gott að geta notað kortin úr tækinu í tölvunni heima t.d. í MapSource og spyr hvort einhver viti hvernig færa megi kortin á milli?Kveðja Aðalsteinn.
steini@that.is
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.