Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › GPS spurningar
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Karl Haraldsson 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.08.2008 at 13:19 #202754
Ólyginn sagði mér að það væri hægt að keyra og láta tracka í Map Source. Hvernig er þetta látið virka og skiptir aldurinn eða gerðin á gps tækinu máli. Eða er þetta bara hægt í nýjasta map sourcinu? Hvar finnur maður bátinn og þetta dót?
kv. stef….
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.08.2008 at 13:46 #626986
Það er því miður ekki hægt að nota MapSource til að trakka -> þú verður að sækja þér forrit sem heitir nRoute og fæst á garmin.com
08.08.2008 at 15:00 #626988Guðni ég stóð í þessari meiningu líka að ekki væri hægt að trakka í map source en mér var samt talið í trú um það að það væri hægt að sigla báti í map source á tölvuskjá hvernig sem það svo sé gert. Hvort að það sé bara stækkuð mynd af gps kortagrunninum úr gps tækinu og flutt yfir í tölvuna ég hef bara ekki hugmynd um. þannig að ég er enn að pæla.
En jú jú ég er með Frú nRoute og lét hana malla í rúma 2000 km síðustu daga. Ég skil þessa skvísu samt ekki alveg því þegar ég gerði "route to it" hvert sem það svo var og keyrði eftir þá var hún að segja mér að beygja í gríð og erg þó engar væru beygjurnar þannig að ég setti hana bara á silent.
kv. stef…
08.08.2008 at 15:45 #626990Í gamla mapsource var þetta hægt. Núna notast maður við Nroute, ef maður nennir svoleiðis viðbjóð (fyrirgefðu Rikki. ;P ). Ég gafst amk upp og færði mig aftur yfir í Nobeltec.
.
Nobeltec tekur bara við NMEA merkjum, man ekki hvort nýleg GPS tæki frá Garmin senda frá sér NMEA kóða, minnir samt að það eigi að vera hægt að stilla.
Kortin í Nobeltec eru líka snilld, þó þau blandist stundum saman í einn graut, þykir amk mikið betra að keyra eftir þeim en helv. kortinu í mapsource.
En svo er náttúrlega bara að gera eins og Hlynur sagði, alvöru jeppamenn RATA!
.
Baráttukveðjur, Úlfr
E-1851
08.08.2008 at 16:15 #626992Sælir,
Ég er með 520 tæki og er engan veginn að finna út hvernig ég trakka á því. Þegar ég fer í það sem ég tel vera track þá byrjann hann alltaf trakkið í usa or some en ekki á staðnum sem ég er á.
Þekkir einhver þetta tæki ?
08.08.2008 at 16:41 #626994Eins og Úlfurinn bendir á, þá var þetta í eldri útgáfum af MapSource en ég er 90% viss um að það er ekki hægt að fá "skipið" inní mapsource… amk ekki í rauntíma.
.
Hinsvegar hef ég þurft að gera eitt í ferð og það var bara útaf þeirri einföldu ástæðu að það gleymdist að setja nRoute í vélina áður en við lögðum af stað. Þú getur sótt trackið úr tækinu og hlaðið því upp í MS en það hefur auðvitað sína vankosti einsog t.d. að vera ekki í rauntíma og vera frekar þreytandi…
.
Úlfr: Tékkaðu á forriti sem heitir GPSGate sem breytir á milli strauma on-the-fly og getur multiplexað merki og ég veit ekki hvað… hef notað þetta með góðum árangri til að multiplexa straumi frá garmin tæki í einn garmin straum og einn nmea straum. Veit að SAR-link hjá Landsbjörgu notar þetta líka.
08.08.2008 at 19:11 #626996smá meiri spurningar. Er hægt að hafa bæði forritin opin í einu nRoute og nobeltec. því eins og þið segið þá verður "host" í nobeltecinu að vera þetta NME…. eitthvað. En það virðist þurfa að vera Garmin fyrir nRoute eða er ég að rugla. Spurningin er: er hægt að nota bæði forritin á sama tíma í gegnum eitt GPS tæki.
kv. stef…
08.08.2008 at 21:09 #626998[b:nzxde1lu]Stefanía[/b:nzxde1lu]:
Aðeins einn notandi getur lesið af com portinu í einu. Þannig að svarið væri, nei.
.
En tilhvers að ferla í Nobeltec OG Nroute? Það er bara tvíverknaður, þar sem maður notar bara snöruna til að snara navobj fælnum yfir á gpx format.
.
Viðbót, væntanlega væri hægt að nota multiplexinn til að strauma einu NMEA merki yfir á NMEA og Garmin eða eitthvað í þá áttina.
Þannig að þetta er gerlegt, en svolítið að finna upp ferkantað hjól.
.
Fínt að sætta sig bara við klámið í öðru hvoru forritinu og nota það, óþarfi að vera að klæmast í þeim báðum í einu, ef þið skiljið mig. ^,-
Nobeltec er með súran skilning á legu landsins nema á ákveðnum kortum, en Nroute er á móti manni og kortið er alltaf lélegt í því. Vantar helling af slóðum og rugli, tala nú ekki um örnefni.
.
[b:nzxde1lu]Guðni:[/b:nzxde1lu]
Takk fyrir ábendinguna, ágætt að vita sem mest um þetta þar sem maður er mikið að fikta við þetta drasl.
.
Ratvís kveðja, Úlfr
E-1851
09.08.2008 at 10:03 #627000Takk fyrir svörin…
Pælingin með tenginguna við bæði forritin var sú að ég hafði ekki fengið nobeltecið til að virka með gps tækinu og var því búin að láta nRoute vera að trakka (bara svo ég vissi hvert ég hafði farið) og svo fór ég að skoða nobeltecið betur og fékk það til að virka með gps tækinu (breytti einmitt hostinu) og þá langaði mig að geta horft á nobeltec kortið þegar ég keyrði en láta nRoute klára að trakka ferðina til að hafa allt á sama stað.
það var nú ekki dýpri pæling en svo og var að spá hvort að það væri hægt með þessum com (sem ég veit ekki alveg hvað er) annað forritið noti t.d. com 1 og hitt com 2. En nobeltecið vildi bara virka með "host" NMEA en nRoute með "host" Garmin minnir mig …. og þar með varð ég að velja og hafnaði og hafnaði nobeltecinu í þessu tilfelli.kv. stebba týnda
09.08.2008 at 11:07 #627002Sko. Com1 er væntanlega portið sem þú notar til að tengja gps tækið við tölvuna, og það getur bara annað forritið notað það í einu. Og nei, það er ekki hægt að nota 2 com port fyrir eitt tæki.Hinsvegara er spurning um þetta multiplex forrit hvort ekki sé hægt að búa til eina NMEA tengingu fyrir Nobeltec og eina með Garmin sullinu.
.
Vona að þetta skiljist.
kkv, Úlfr
E-1851
09.08.2008 at 19:38 #627004Það er einmitt hægt að nota GPSGate til að gera þetta en það kostar peninga ($$$) og spurning hvort að það sé til eitthvað svipað sem gerir það sama nema kostar ekkert.
10.08.2008 at 19:04 #627006Það er alveg hægt að nota bæði forritin í einu með til dæmis map 60 tækinu .Þá er usb snúra notuð fyrir nrute en porstnúran fyrir nobeltek hef oft gert þettað .Það er bara snild að geta haft bæði forritin í gangi í einu.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.