Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Gps spurning
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 19 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.08.2005 at 07:58 #196133
Hvort á maður að fá sér Garmin 182c eða 172c ?
Koma svo með smá koment.Kveðja
Kalli. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.08.2005 at 13:37 #525424
Það er nú eitthvað lítill munur á þessum tækjum, en 182c er ekki til lengur það heitir 192c, persónulega myndi ég kaupa 192c og nýja kortið frá þeim. Ps er sjálfur með 182c með nýja kortinu. Garmin kveðjur. Bjarki
06.08.2005 at 15:43 #525426eru R Sigmundsson með þessi 192 c ? og hvað kostar það?
Hilsen
Kalli
06.08.2005 at 17:26 #525428Sælir
Ég var að versla nýtt tæki um daginn og ég endaði á 192c eftir töluverðar pælingar.
það sem gerði útslagið var skjárinn – þú sérð betur á 192 tækið frá nánast hvaða horni sem er. ég setti þessi tæki hlið við hlið og prófaði og það var eina tækið sem sást vel á nánast alveg á hlið – Kóarinn sér loksins almennilega á tækið.
Síðan er einhverskonar sólskins-glampa vörn í skjánum og ég er búinn að prófa – það sést vel á tækið alveg sama hvernig sólin skýn á það.
Ég keypti tækið hjá R.Sigmunds en ég man ekki hvað það kostaði – keypti fullt af öðru dóti í leiðinni og finn ekki nótuna. En þetta var örugglega eitthvað í kringum 100.000.
Benni
06.08.2005 at 19:18 #525430Farðu á http://www.garmin.com og notaðu product comparison fídusinn. (Velur fyrst eitt tæki og smellir svo á product comparison)
-haffi
06.08.2005 at 20:53 #525432Ég var orðinn veikur fyrir 172 tækinu, en komst svo að því að við ákveðin birtuskilyrði sést ekki nægjanlega vel á skjáinn á 172, miðað við 182. Ég þekki ekki 192 tækið, en ef það er arftaki 182 (sem er klassa tæki) er það eflaust betri kostur. Ég er enn að nota 128 tæki og tölvu, en maður nennir ekki að hafa tölvuna alltaf í bílnum, svo maður endar trúlega á 192 ef það er gott tæki. Tölvan hefur samt mikla yfirburði yfir GPS tækin og er alltaf nr.1 í lengri ferðum.
Góðar stundir
06.08.2005 at 21:53 #525434Við keyptum 172c tæki í vor, og nýja kortið um leið og það kom, og erum mjög ánægð með það, tækið er staðsett upp á mælaborðinu, fyrir miðju. Við sjáum bæði mjög vel á skjáinn, þó að sólin skíni beint á hann þá truflar það ekkert. Við tókum 172c fram yfir hin tækin út af skjánum. Það er miklu meiri upplausn í skjánum á því heldur en hinum tækjunum og þú getur horft á það frá hvaða sjónarhorni sem er og sérð vel á það. Skjárinn er skýr við öll birtuskilyrði. Höfum ekki opnað fartölvuna á ferðum síðan við keyptum það. Aldrei nein fartölvuvandamál lengur.
Kveðja
Áhöfnin á Dittó.
07.08.2005 at 12:29 #525436
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég fékk mér 172C tækið í sumar og get tekið undir með áhöfninni á Dittó. Það sést ótrúlega vel á skjáinn á tækinu í mikilli sól, tölvuskjárinn er þá löngu orðin svartur.
Fyrir utan skjáinn þó hann sé minni, að þá fannst mér 172C hafa (10.000) track-punkta mynnið fram yfir (182C) 192C, en það er fjórum sinnum stærra en í hinum tveim. Ég er að vona að þetta stóra mynni verði til þess að maður þurfi enn sjaldnar að setja upp tölvuna.
Samanburður á [url=http://www.garmin.com/marine/compare.jsp:2xa8eghe]Garmin[/url:2xa8eghe] tækjum.ÓE
07.08.2005 at 12:34 #525438Hvernig er þetta nýja kort? Hvað kostar það?
-haffi
20.08.2005 at 01:40 #525440Fór í R.S og skoðaði þetta hjá þeim, kortið kostar 16900 og 192c. 77900 svo fáum við 8% afslátt, en hvort ætti maður að fá sér útiloftnet eða loftnet í tækinu sjálfu ?
mkv. Kalli
20.08.2005 at 10:56 #525442Ef þú ferð í útiloftnet, tékkaðu líka á þessu:
http://www.rsh.is/toppur.php?val=13&sid … 1&vara=159
-haffi (á ekki svona, ennþá)
21.08.2005 at 11:44 #525444Sælir Félagar
Hvenær kom þetta kort út ég keypti mér 172c í apr
og er ekki viss um kortið en tækið er bara að virka í sól og myrkri og ég er mjög ánægður með tækiðKlakinn
21.08.2005 at 12:15 #525446Fyrsti diskurinn með GPS Korti fyrir Garmin afhentur! [22 Jun 2005]
Í dag var fyrsti geisladiskurinn afhentur með nýju Íslandskorti í Garmin tæki, GPS Kort. Það var Einar Karl Kristjánsson hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík sem keypti fyrsta kortið og notar hann það í iQue M5 handtölvunni frá Garmin.
R. Sigmundsson óskar Lögreglustjóranum í Reykjavík til hamingju með nýja kortið um leið og við fögnum nýrri útgáfu.GPS Kort er Íslandskort fyrir Garmin GPS tæki með leiðsögutækum vegagögnum um allt land ásamt götukorti af höfuðborgarsvæðinu, 40.000 örnefnum & áhugaverðum stöðum. Hæðarlínur eru byggðar á 1:50.000 gögnum og er til notkunar í Garmin GPS tækjum, PC heimilistölvu eða Windows Mobile handtölvu.
GPS Kort er vektorkort af Íslandi með 20 metra hæðarlínum vatnafari, þjóðvegum og fjallaslóðum. Einnig er götukort af höfuðborgarsvæðinu með heimilisföngum. Vegir eru leiðsöguhæfir í PC tölvu, Windows Mobile handtölvu og í völdum Garmin GPS tækjum og eru meðfylgjandi Garmin forritin MapSource og nRoute ásamt Garmin Que forritinu fyrir Windows Mobile tölvur.
Með MapSource eru kort lesin yfir í Garmin tæki ásamt því að lesa gögn (vegpunkta, leiðir og ferla) í og úr Garmin tækjum, nRoute er til að keyra eftir kortinu í PC tölvu & Que er hugbúnaður í Windows Mobile handtölvur.
GPS Kort er unnið af verkfræðistofunni Hnit hf. fyrir R. Sigmundsson ehf., umboðsaðila Garmin á Íslandi. Gögn eru fengin frá: Hnit hf, ÍS-50V frá Landmælingum Íslands, Landupplýsingakerfi Reykjavíkur (LUKR), Slóðasafni F4X4 og einstaklingum.
GPS Kort er önnur útgáfa af Íslandskorti fyrir Garmin tæki en fyrri útgáfa kom út fyrir rúmum þremur árum og var gefin út í samstarfi við Haftækni og Óskar Axelsson. Með auknum tækninýjungum í Garmin tækjum, sv.s. sjálfvirkri vegaleiðsögu, var komin þörf á að endurnýja kortið og var ákveðið að endurnýja allt gagnasettið; vegi, ár, vötn, hæðarlínur, örnefnaskrá, áhugaverða staði og þjónustur ásamt götukorti af höfuðborgarsvæðinu með heimilisföngum.
Í samninginum við Hnit mun áframhaldandi uppbygging á kortinu halda áfram og vera gefnar út uppfærslur. Fyrirliggjandi er frí uppfærsla um mitt sumar með ítarlegra safni af áhugaverðum stöðum og þjónustum, t.d. hótelum, bensínstöðvum, veitingastöðum, golfvöllum, verslunum, sundstöðum, bönkum, o.fl.. Um áramót mun svo koma ný útgáfa með götukortum og heimilisfangaskrá af flestum bæjarfélögum á landinu ásamt fleiri nýjungum.
Kortið fæst í glæsilegri verslun R. Sigmundssonar að Fiskislóð 16 úti á Granda, verslunum með Garmin vörur eða hjá umboðsaðilum um allt land.
rikki@rs.is | til bakamkv
Kalli
28.08.2005 at 10:37 #525448Í fjallaferðir.
http://www.garmin.com/products/rino520/#Svo er hér tækið sem Bjarki og benni bentu á
http://www.garmin.com/products/gpsmap192c/#Kv
JÞJ
28.08.2005 at 23:54 #525450Á tenglinum hér eru GPS-kerfi fyrir bíla. Eini gallinn sem ég fæ séð á þessu er að með nýja kortaforritinu frá Garmin þarf að nota garmin GPS, en GPS-mús frá Garmin kostar ca 10000 kr. Ég á erfitt með að sjá að í bílum þurfi nokkuð flóknara en slíka mús. Ég hef ferðast með mína GPS-mús og fartölvu um allt land og um Evrópu og líkað það vel.
http://www.cartft.com/catalog/gl/2
Sjálfur hef ég mús eins og þeir eru með í pakkanum, snertiskjá 7" og gamla fartölvu með þreyttum skjá og 600 MHz í vasanum aftan á bílstjórasætinu. Þessi búnaður kostaði mig um 30000 kr.
Kveðjur BEy
02.09.2005 at 15:18 #525452Sælir félagar.
Ég fór á ebay því einhverjir voru að nefna þetta hérna í sumar. Ég er búinn að liggja dálítið yfir þessu og skoða. Fyrir 10 dögum pantaði ég síðan tæki á þessum link:
http://cgi.ebay.com/Garmin-GPSMAP-182C- … dZViewItem
Og fékk þetta í hús í fyrradag á 44.644,-Ég var svona hálf vantrúaður á þetta, og´hélt að þetta yrði dýrara. Kunningi minn reiknaði þetta fram og til baka og fullyrti að þetta stæðist svo ég lét slag standa og pantaði. Það er enginn tollur borgður af þessu því þetta er flokkað með myndavélum og úrum. Ég pantaði líka 256 mb mynniskort og er það í þessum pakka en ég á eftir að borga vaskinn af því. Ég hélt að kortið kæmist til mín fyrir helgi en svo var ekki, fæ það líklega eftir helgi.
Kveðja Oddur Örvar Þ-450
02.09.2005 at 21:06 #525454Magellan 324 fx color komið í hús hingað á 36 þúsnd.
Kostar annars 79.900 hjá aukaraf.
Loftnet fylgir
04.09.2005 at 00:25 #525456Já það er þetta sem ég á við, maður fær þetta á hálfvirði beint frá usa núna. Ég sá það á netinu að þetta tæki Garmin 182c kostar 98.000,- í Kópavoginum.
kv ice
10.09.2005 at 22:03 #525458Var að rápa á netinu og datt inná þessa tölvu í bílinn.
Skoðið þessa.
http://www.karpc.com/lxevx5.htm
Kv-JÞJ
12.09.2005 at 10:22 #525460Mér finnst nú [url=http://store.yahoo.com/geminicomputersinc/vx501d1h1w1s1m2pa0r5.html:s3zn0vi0]verðið[/url:s3zn0vi0] vera aðeins í hærri kantinum, c.a. 7500 dollarar, fyrir þann pening má kaupa 10 arb læsingar eða 4 skriðgíra, svo dæmi sé tekið.
-Einar
12.09.2005 at 12:49 #525462Sæll Einar
Já ég er sammála þér að hún sé dýr og finnst mér hún fokdýr,ég sá nú bara ekki verðið á henni þegar ég var að skoða hana.
En þetta hlýtur að vera ágætis talva fyrir þennan pening.
Kv-JÞJ
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.