This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Hérna í þessum spjallþræði ætlum við að kynna eitthvað af þeim leiðum sem vantar í safnið. Og gætu félagsmenn notað það til þess að fara óhefðbundnar leiðir og ferla í leiðinni sér til skemmtunar og fyrir klúbbinn. Ég færði þetta yfir í innanfélagsmál, enda fannst mér að það ætti frekar heima undir slíkum lokuðum þræði.
Gagnagrunnur klúbbsins samanstendur af 1534 sumarferlum. Og er vegalengdin 14900 kílómetrar. Vetrarferlarnir eru margföld sú vegarlengd. Sumir ferlarnir mættu vera betri en þeir eru og skiptum við út gömlum ferlum fyrir nýja ef við fáum ferla sem eru með styttra á milli punkta. Af þessari kílómetra tölu eru einhverjir þjóðvegir. Svo það eru allavega komnir um 11000 km af slóðum. Það merkilega er að vegakerfi landsins er MIKLU stærra heldur en nokkur hefur gert sér grein fyrir. Mig minnir að þjóðvegakerfið sé á milli 12000-15000 km. Þá gætum við verið að tala um þjóðvegir ca 13500 + 11000 km ferla af slóðum + 10.000 km óferlað.Þetta er að vísu bara vangaveltur er þá gæti vega kerfið verið 35000 km og mótorhjólaleiðir gætu bæst við og gætu þær verið 3-5000 km.
Svo loka kílómetrafjöldinn gæti nálgast 40000 km. Bara svona óábyrgar vangaveltur.
En af því að ég mynntist á vélhjólaleiðir, þá höfum við verið að vinna með mótorhjólamönnum í því að safna ferlum og hefur það gefið góðaraun. Það hefur einnig komið okkur í tengsl við mótorhjólamenn á landsbyggðinni.
Við Slóðarnir ætlum að setja hérna inn myndir úr Mapsource af teiknuðum ferlum sem okkur vantar í safnið. Það væri einnig gaman ef menn segðu okkur eitthvað frá leiðunum ef menn þekkja eitthvað til. Kv Jón Snæland
You must be logged in to reply to this topic.