This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 23 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Til hamingju með nýja vefspjallið.
Ég er að byrja í jeppamennsku og hef mikinn áhuga á að læra á GPS þar sem ég tel það vera grundvöllinn fyrir því að ég fari eitthvað að ráði á veturna. Ég var á fyrsta mánudagsfundinum á Hótel Loftleiðum og þar var talað um að GPS námskeiði hefði seinkað og yrði í október eða nóvember minnir mig. Það myndi vera góður leikur ef ýtarlegar upplýsingar um námskeiðið yrðu settar á heimasíðuna þannig að maður geti áttað sig betur á þessu. Þá á ég við námskeiðslengd, hvenær, hvað lærir maður, hvað kostar þetta og þarf maður að eiga eitt slíkt til að taka þátt eða er nóg að hafa það á óskalistanum.
Ég er allavega mjög áhugasamur um að læra á þetta undratæki til þess að losna við mikil samskipti við björgunarsveitir á mínum ferðum um landið.Kveðja, Valdi
You must be logged in to reply to this topic.