Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › gps ísland..
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Ríkarður Sigmundsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
14.07.2006 at 16:35 #198250
Anonymoushvernig er það , veit einhver hvernig það virkar með þessi gps kort sem að rsiggmundss. gaf út hvort að maður getur skipt ut gamla kortinu er með gps kort 2,01 fyrir þetta nýja eins var með uppfærsluna eða þarf maður að kaupa þetta aftur ?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.07.2006 at 16:51 #556438
ef þú átt gamla 2.01 þá kostar níja 9900 kr að mig minnir annar 16900
14.07.2006 at 18:12 #556440Össi mér skilst að við sem höfum keypt kort hjá
R sigmunds eigum inni eina uppfærslu á kortinu svo þú verður eins og ég að fara með tækið til R Sig. og láta þá géra sitt ?!?!
kv:Kalli semheldursitt
14.07.2006 at 18:31 #556442
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
jamm ég keypti mitt reyndar í bílanaust og þar var hann að tala um það að maður gæti bara komið og skipt og allir væru sáttir… en það hefur greinilega eitthvað skolast til … en hefur einhver prófað nýja kortið .. er mikill munur ?
kveðja orninn
15.07.2006 at 09:50 #556444Það er töluverður munur. En það verður að kaupa þessa uppfærslu.
Steini
15.07.2006 at 12:56 #556446Keypti mitt 2.01 kort í ferúar á þessu ári og þarf að borga 9900kr. fyrir uppfærsluna.þeir sem keypt hafa kortið á síðustu 3.mán.fá kortið frítt eftir því sem skildist á þeim í R.Sigmundssyni .Annars finnst mér það helvíti dýrt að borga yfir 25 þús.á sama árinu fyrir Íslandskortið frá þeim, þó gott sé.Kv.Viðar
16.07.2006 at 12:45 #556448ég seigi kverar krónu virði .
það er komin götukort af flesun bæjum og borgum á klakanum og svo má leingi telja mæli higlaust með þessu keðja jepp
16.07.2006 at 20:25 #556450Kortið sem kom út núna í júlí er 3.0 og þeir sem keyptu eldri útgáfur eftir 1. apríl fá þessa uppfærslu án endurgjalds. Aðrir borga þennan c.a. tíuþúsundkarl (notkunarleyfi á 2 tæki).
Ég fékk þetta kort í síðustu viku og mælil hiklaust með því! Var með 2.03 minnir mig og munurinn er alveg peninganna virði. Búinn að prófa leiðsöguhlutann og meira að segja flunkunýja hringtorgið við nýja BYKO á Akureyri er komið inn.
26.12.2006 at 16:21 #556452
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er það bara mér sem finnst ekki eins þægilegt að vinna með þetta kort eins og nýja , vegslóðar koma ekki inn fyrr en í 200 m zoomi en kom langt um fyrr i hinu kortinu , mer finnst maður missa svo mikla yfirsýn þegar að maður getur ekki séð hvert slóðarnir liggja fyrr en maður er kominn alveg ofani í kortið … er þetta bara bölvað væl í mér eða finnst fleirum þetta ?
26.12.2006 at 18:30 #556454Sæll
það er hægt að stilla hvenær details koma inn í tækjunum og örugglega tölvuni líka.
RTFM
lalli
26.12.2006 at 18:31 #556456þú getur þurft að breita uppsetniguni í tækinu til að allar upplisingarnar sjáist ferð inní map á tækinu gangi þér vell
kveðja Ægir
26.12.2006 at 19:10 #556458
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þetta er komið i lag, mér datt ekki í hug að það væri misjafn detail levelið á milli korta þegar aðmaður svissaði á milli þeirra , en annas er jólunum reddað fyrst að þetta er kommið í lag
26.12.2006 at 20:50 #556460Ég er ekki alveg sáttur við þetta kort. Las um það að allir helstu skálar landsins ættu að vera inn á því, en fór um daginn upp í sultarfit og nyðrað Klett og 2 öðrum skálum, en tækið síndi ekkert af þeim. ER það kanski eh stillingar atriði líka?
27.12.2006 at 01:06 #556462Mér skilst á þeim ágætu mönnum hjá RS að það komi ný kort út í vor og ef menn eru að pæla í að uppfæra að bíða þangað til ef þeir hafa þolínmæði til
kv…Birgir
27.12.2006 at 12:41 #556464Sælir allir saman,
Það er rétt að það komi út uppfærsla með vorinu, í apríl eða maí. Þessi uppfærsla átti að koma núna fljótt eftir áramót en Samsýn (fyrirtækið sem býr til kortið) vill hafa meira "kjöt" í uppfærslunni og því var samþykkt að seinka henni, það verður meira fyrir viðskiptavininn fyrir vikið.
Til að útskýra mun á uppfærslum: Uppfærsla er bætt útgáfa af síðustu útgáfu, uppfærsla er eiganda að nýjustu útgáfu að kostnaðarlausu. Ný útgáfa er svo nýtt kort með nýjum upplýsingum eða fítusum í kortinu. Að sjálfsögðu er þetta ekki alveg svona svart og hvítt en þetta er nokkurnvegin svona.
Skýring; útgáfa 2.0 kom út í júní, 2005. Í október 2005 kom uppfærsla á útgáfu 2.0 sem bar númerið 2.01, hún var eigendum útgáfu 2.0 að kostnaðarlausu. Í júlí 2006 kom ný útgáfa, 3.0. Þeir sem eiga útgáfu 2.0 eða 2.01 fá þessa nýju útgáfu á sér kjörum, 9.900 í stað 16.900. Þegar uppfærslan kemur í vor mun hún verða eigendum 3.0 að kostnaðarlausu en þeir sem hafa ekki uppfært, eigendur 2.0 eða 2.01 munu fá þá útgáfu á sömu kjörum og nú, 9.900.
Hvað framtíðin ber í skauti er óljóst, fer það eftir gögnum sem við getum bætt við og hvað tæknin hjá Garmin mun bjóða uppá. Það eiga eftir að koma nýjar útgáfur seinna og einnig mun að öllum líkindum koma sérútgáfur sem verða ódýrari, einskonar viðbætur. T.d. sérkort með reiðleiðum, sérkort um golfvelli og sv.fr.v. Ekkert er ákveðið en margt er í skoðun.
Varðandi athgugasemdir þá viljum við fá þær frá notendum, ef það vantar götu, ef einstefna er vitlaust skráð, ef það vantar skála eða jeppaslóða, endilega látið vita. Til að koma þessu til skila er sérstök skráningarsíða á heimasíðu Samsýn sem er mjög einföld í notkun, hver sendir, hvaða útgáfu er verið að nota, viltu fá svar og svo hvað er að, mjög einfalt. Slóðin er: [url=http://www.gpskort.is:2qhch53a][b:2qhch53a]www.gpskort.is[/b:2qhch53a][/url:2qhch53a]
Ég vil koma á framfæri þakklæti fyrir góð viðbrögð og svo eru einstaklingar í 4X4 sem hafa komið að gagnavinnslu fyrir kortið. Þetta væri ekki hægt nema að frá notendum kæmi gagnrýni, sem er gott, rýnt til gagns.
Það sem ég get upplýst að eigi að koma í næstu uppfærslu er: Meira af slóðum, leiðréttingar á því sem er rangt (hringtorg er öfugt, vantar húsnúmer í götu o.sv.fr..), leiðrétta staðsetningu á sveitabæjum og reyna að leiðrétta sem mest staðsetnignar á örnefnum (sem eru misjafnlega hliðruð).
Með hátíðarkveðju,
Rikki
R. Sigmundsson ehf.
27.12.2006 at 13:13 #556466Það sem mér finnst helst að er að þegar zoomað er út á 2km eru allar slóðir horfnar. Þetta er mjög bagalegt það sem maður er gjarnan að sjá stærra kort til að átta sig á aðstæðum. Einnig eru slóðir mjög ógreinilegar á skalanum 1.5Km og eitthvað niður. Slóðir eru merktar sem punktalínur. Það vantar því stórlega aðgerð sem gerði slóðir að heilum línum og jafnvel í einhverjum lit. Annars er þetta kort alger snilld og eflaust það besta sem völ er á. Ég ímynda mér þó að það væri hægt að hafa kortin lagskipt svo að notandi gæti valið það lag sem hann hefði þörf fyrir hverju sinni, eitt eða fleiri.
Annað, stendur til að setja aftur inn navigate flipann í Mapsource? Hann hvarf fyrir nokkrum útgáfum síðan sem er slæmt.Kveðja:
Erlingur Harðar
27.12.2006 at 14:27 #556468Já, ég gleymdi að nefna það, það á einnig að reyna að gera sýnilegri í hærri skala og greinilegri með annaðhvort lit eða munstri.
Varðandi MapSource, þá kemur GPS flipinn líklega ekki aftur inn, forritið var ekki skrifað í upphafi með þetta í huga og með tilkomu nRoute þá tóku þeir þetta út, nRoute er skrifað til að keyra eftir kortunum og plotta.
Kveðja,
Rikki
27.12.2006 at 14:49 #556470Ég er á þeirri skoðun að það eigi að fá gps flipan aftur inn í MapSource því að mér personulega finnst ólíkt skemmtilegra að nota MapSource til að keyra eftir og plotta heldur en nRoute.
Eflaust eru margir sammála mer í því þannig að mér finnst að þeir í R.guðmundssyni ættu að reina að beita sér aðeins fyrir því að fá þetta inn aftur fyrir okkur sem vilja nota MapSource frekar en nRoute, það ætti ekki að vera svo erfit að koma því aftur inn þar sem þetta var í útgáfu 2 að MapSource en hvarf í útgáfu 3.
Virðingafylst Addi
27.12.2006 at 16:11 #556472Þekkjandi Garmin, þá efast ég um að ég komi því í gegn, ég get samt spurt einusinni enn fyrir ykkur.
En varðandi nRoute, er ekki bara málið að læra á það? Ég er ekki að plammera á einn eða neinn, veit að skoðanir á forritum eru margar, en ég hef notað bæði forritin mikið og veit að MapSource er takmarkað að þessu leiti.
Þegar það er komið mikið af plottferlum í MapSource, það er að segja þegar þú ert búinn að plotta allan daginn, þá vill hægjast á forritinu. Annar galli við MapSource er að það var alltaf að "refresh-a" sig, það er að það var einskonar blikk á skjánum (svipað og þegar keyrt er eftir VisIT forritinu). Og svo er ekki hægt að virkja leið og aka eftir henni í MapSource né velja stefnu upp á skjánum.
nRoute er hugsað til að keyra eftir, bæði með norður upp og stefnu upp. Það er skrifað til að plotta ferla og keyra eftir leiðum og vegpunktum, bæði beint eins og í snjóakstri og reikna sig eftir vegum. Það sem MapSource vanir menn eiga oftast erftitt með að venjast er að þetta forrit er með gögnin í Database, ekki skrám eins og MapSource. Auðvelt er að lesa skrár inn og út úr nRoute og opna þær í MapSoure til að vinna í þeim og senda öðrum.
Auðvitað eru alltaf einhverjar athugasemdir sem maður hefur við forrit og vildi ég til dæmis sjá takka til að kveikja og slökkva á ferli í stað þess að haka við en það kemur vonandi seinna…
Snaran er forrit sem var smíðað fyrir okkur til að breyta Nobeltec (Navtrek) gögnum á GPX format sem MapSource getur opnað. Þannig geta menn auðveldlega flutt vinnugögn sín á milli forrita ef menn vilja byrja að notast við Garmin forritin.
Í lokin má nefna að verið er að vinna kennslumyndband á Íslensku fyrir forritin og verður það kynnt á heimasíðu okkar [url=http://www.rs.is:23ubpfam][b:23ubpfam]www.rs.is[/b:23ubpfam][/url:23ubpfam].
Vona að þetta svari einhverjum hugmyndum.
Kveðja,
Rikki
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.