Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › GPS handtæki, Magellan vs Garmin
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Már Guðnason 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.04.2006 at 21:18 #197726
AnonymousSælir allir saman
Þessi spurning er sjálfsagt búin að koma áður þá svo ég hafi ekki fundið neitt um það í fljótubragði.Ég er að spá í GPS handtæki og skoðaði hjá Aukaraf þessi Magellan tæki, mér bauðst tæki með Íslandskorti í á flottu verði, það er talsvert ódýrara en Garmin, í hverju felst munurinn.
Kv.
Dóri Sveins -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.04.2006 at 13:00 #549014
Þetta er náttúrulega auglýsing en ég læt vaða, til upplýsingar við spurningunni…
Garmin tækin geta vistað ferla, sem er eitt það vinsælasta sem útivistarfólk vill gera. Öll útivistartækin frá Garmin eru vatnsheld að 1 metra dýpi í 30 mínútur og þola því öll veður sem hægt er að bjóða þeim hér á landi. Hægt er að fá kort í tækin af USA og Evrópu til að auka notkunarmöguleikana. Ef tækin bila þá og ekki er hægt að gera við þau með hugbúnaðaruppfærslu eða með lítilli fyrirhöfn þá er þeim skipt út fyrir nýtt, og ef tækið er komið fram yfir ábyrgðartíma þá er viðskiptavin boðið nýtt fyrir greiðslu sem hrekkur skammt miðað við nýtt tæki. Ábyrgð er 2 ár. Hægt er að forrita flestar skjámyndir í Garmin tækjunum með þeim upplýsingum sem notandi kýs og hvað þessar auka upplýsingar taka mikið pláss á skjánum. Mikið minni fyrir vegpunkta, leiðir og ferla (gerið samanburð).
GPS Kort – Íslandskortið fyrir Garmin tækin er á geisladisk og fylgir hugbúnaður með til að nota í PC tölvum og Pocket PC tölvum. Kortið er samstarfsverkefni R. Sigmundssonar og Hnit Verkfræðistofu.
Hugbúnaðurinn í PC tölvuna er tvennskonar;
MapSource til að setja kort í tækin, vinna með ferla, leiðir og vegpunkta. Hægt er að klippa í sundur og saman ferlum, klippa ferla til að taka auka beygjur úr, skrifa ferla, búa til vegpunkta og leiðir og senda það svo í tækið.nRoute er til að aka eftir koritnu með PC tölvu. Þar er bæði hægt að aka eftir leiðum á veturnar og látið forritið leiðbeina eftir vegum og gefa raddleiðbeiningar um næstu beygjur.
Kortið er byggt á gögnum í kvarðanum 1:50.000 þar sem hæðarlínur eru á 20 metra fresti (mældar), allir vegir eru GPS mældir, mikið af slóðum er á hálendinu, 40.000 örnefni, á annað þúsund Point Of Interest (tjaldsvæði, golfvellir, bensínstöðvar, apótek, flugvellir, bílalegiur, verkstæði og etc.), skálar og skýli, götukort af Reykjavík ásamt húsnúmeraskrá og margt fleira.
Kortið er "routeable" sem þýðir að í tölvunni er hægt að láta forritið reikna styðstu eða hröðustu leið á milli tveggja staða samkvæmt fyrirfram ákveðnum gildum (forðast malarvegi, forðast þjóðvegi og etc.) og einnig gera sum tæki þetta, t.d. öll handtækin sem eru í sölu núna og svokölluð StreetPilot tæki.
Ný útgáfa sem kemur í lok maí (og er frí fyrir þá sem hafa keypt kortið eftir 1. apríl) mun innihalda götuskrá af öllum (allavega 95%) bæjarfélaga í landinu, húsnúmeraskrá af helmingi bæjarfélaga í landinu, fleiri POI, örnefni löguð (skekkja í gögnum frá LMÍ upprunalega) og margt fleira. Einnig mun koma hæðarmódel í kortið sem framkallar skyggingu í MapSource forritinu sem gefur mun meiri dýpt í kortið og gefur því þrívíddar effekt. Hæðarmódelið mun einnig gera skipulag á leiðum spennandi því þá mun vera hægt að skoða graf af hæðarbreytingum í leiðinni.
Mikið af gögnum er til fyrir Garmin tæki á vefnum (t.d. [url=http://gps.snjallt.net/:8fiel5qp][b:8fiel5qp]GPS Skráin[/b:8fiel5qp][/url:8fiel5qp] ).
Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Nánari upplýsingar gefa sölumenn R. Sigmundssonar í síma 520-0000 eða r.sigmundsson@rs.is.
Kveðja,
Rikki
11.04.2006 at 17:04 #549016Sælir
Þetta með hann Magellan sem var víst frægur landkönnuður, Enn ef ég hef lesið söguna rétt þá komst hann ekki heim til sín úr seinasta leiðangrinnum?
Ég hef átt nokkur Garmin tæki og hef verið mjög sáttur.
Ef þetta er ekki rétt með Magellan vinsamlegast leiðréttið mig
Kv. Örn.G
16.04.2006 at 01:50 #549018
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Takk fyrir þetta Rikki
Góðar upplýsingar, núna vantar bara eitthvað sambærilegt um Magellan.
Það sem vekur undrun mína er að það er búið að lesa þráðinn 374 sinnum en einungis eitt svar sem segir mér eitthvað um aðra gerðina og einn sem búin að eiga nokkur Garmin og er sáttur.
Er engin í klúbbnum sem hefur prófað eða á Magellan tæki sem getur sagt eitthvað um það?Meðlimir þessa klúbbs eru nú ekki beint þekktir fyrir að liggja á skoðunum sínum en núna gerist ekkert, hvað er um að ske eiginlega???
Kv.
Dóri Sveins
16.04.2006 at 04:32 #549020Best er að treysta á sjálfan sig. Skoðaðu 50k kortið í garmin tæki og berðu saman við Magellan tæki og þá þarftu væntalega ekki að hugsa málið meir…
-haffi
16.04.2006 at 09:04 #549022
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Takk fyrir það Hafsteinn
Kíki á það og sjá hvort ég sannfærist um aðra hvora tegundina.
Reikna með að þetta ferladæmi og það sé þá kannski á svipuðu róli en munurinn liggi í kortunum.Kv.
Dóri Sveins
16.04.2006 at 09:13 #549024Ég fékk mér Magellan fx324 kortatæki og er mjög ánægður með það.
Það notar venjuleg SD minniskort þannig að það er hægt að kaupa aukakort íí næstu sjoppu (svo til).
Það er tölustafaborð á því þannig að maður er eldsnöggur að stimpla inn punkta ef maður fær hnit í gegnum talstöð/síma.
Kortin eru mun fljótari að hlaðast inn í tækið vegna léttara skrárforms hjá Magellan.
Tækið var líka ódýrara en Garmin (á Ebay).
EN!
Kortin sem Aukaraf selur eru byggð á 1:300.000 skrám frá Máli og menningu
Nýju !:50.000 kortin eru ekki fáanleg fyrir þessi tæki ennþá en það er hægt með smá fyrirhöfn að breyta Garmin kortaskrám fyrir Magellan.
Einnig eru þessi nýju Garmin kort læst fyrir tvö ákveðin GPS tæki af því að seljendurnir komast upp með að þjófkenna notendurnar áður en þeir selja þeim kortin.
Hinsvegar er ekkert ólöglegt við svokallaða "reverse engineering" þegar einhver garfar í skrám til að nota þau í önnur tæki en upprunalega var ætlunin.
16.04.2006 at 09:39 #549026Hef reynslu af Magellan – handtæki, sem ég átti um tíma. Þetta er að mínu mati bölvað drasl, sem stenst engan samanburð við Garmin. Félagar mínir sem eiga Garmin – tæki ljúka upp einum munni um ágæti þeirra, sem ég hef reyndar átt þess kost að kynnast persónulega og tek undir með þeim. Gildir í raun sama um stærri tæki, sem ætluð eru í bíla, báta og sleða.
06.04.2007 at 10:20 #549028Ég hef reglulega verið að spyrja Aukaraf hvort eitthvað sé að gerast í kortamálum og nú segja þeir að eitthvað nýtt muni líklega gerast næstu 2 mánuði.
06.04.2007 at 10:37 #549030Ég var að fá mér Magellan explorist 600 og er mjög ánægður með það. Það er hægt að vista fela, mjög létt og þægilegt að skrá punta. Það er hraðvirt. Ég nota það mest í bilnum og það vinnur vel þar. Góður skjár og kortið er mjög gott. Ég mæli eindreigð með þessu tæki þar sem það virkar bæði vel sem handtæki á göngu og sem bíltæki.
kv
Þórður Ingi
06.04.2007 at 22:07 #549032
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sjálfur hef eg alltaf notad garmin tæki bæði göngu og biltæki….. fyrsta tækid fekk eg 16 ára og var það garmin og hef verið med þau alla tíð siðan…. 2-3 félagar minir hafa verid med maggellan og eg adeins fiktad i þeim og hefur mer fundist þau óþæginleg og hafa leidinlegt viðmót midað við garmin enn kanski er madur ekki dómbær a það því madur er orðin svo vanur hinu!!!! enda þeir sem byrjudu med magellan i höndunum vilja ekki annad….. annad sem eg sé í þessu að þær björgunarsveitir sem eg hef starfað med eru allar med garmin tæki… það endurspeglar kanski ekki allan flotann enn allavega 3 sveitir sem nota ekkert annad enn garmin….
ratkvedjur mikki
06.04.2007 at 22:33 #549034Nú er ég búinn að eiga Garmin CSx 60 tæki um skeið og notað það allnokkuð. Að mínu mati er þetta tæki hreint raritet og kennsludiskurinn sem maður fær aukreitis hjá seljendum er alveg fyrirtak, enda er það Ríkharður sjálfur sem talar inn á hann og leiðbeinir og þegar kálfar eins og ég geta lært eftir því, eiga allir að geta það. Ekki skemmir fyrir að geta notað þetta sem "street pilot" og ef maður þarf að finna eitthvert hús í nýju hverfunum í Kópavogi, ja, þú vildi ég ekki vera án tækisins!
07.04.2007 at 11:57 #549036Mér hefur fundist í gegnum tíðina að Magellan eigendum hefur ekki fundist neitt að því að fá sér Garmin næst en Garmin eigendur svíkja ekki lit þó að það sé byssa við hausinn á þeim.
Svo þegar er búið að skoða allt þá er það umboðið og þjónustan sem skiptir töluverðu máli og ég myndi veðja á R. Sigmunds í þeim málum.
07.04.2007 at 12:54 #549038Við fengum eitt sinn gefins Magellan tæki í björgunarsveitina sem ég er í og var það flottasta tækið frá magellan á þeim tíma, um 6 ár síðan, var með íslandskorti og alles, skemmst frá því að segja að tækið var notað í einn túr og því svo lagt, við höfðum reynslu af Garmin og notum þau tæki eingöngu núna og sjálfur er ég á mínu þriðja garmin tæki, ekki það að hin tvö hafi bilað, hreint ekki, fyrsta Garmin tækið fékk ég fyrir 11 árum síðan og var það garmin gps 128 og er enn í gangi, hitt var gpsmap 162 og virkar fínt líka en fór í að fá mér litaskjá og fór í 176c og er ánægður. nokkrir þúsundkallar skipta litlu máli þegar þú þarft að treysta á áreiðanleika tækisins, það gátum við ekki með magellan, uppfærslan hrikalega hæg og tækið leiddi okkur í ógöngur, þurftum á endanum að fylgja öðrum bílaflota sem var með tæki í lagi… Garmin
07.04.2007 at 15:25 #549040Ég hef átt tvö Garmin tæki eitt handtæki og eitt bíltæki og á núna Magellan handtæki.
Ég er reyndar með ódýrasta tækið Explorist 100 og ég er mjög ánægður með það fljótt að koma inn ekkert vesen með það að neinu leiti.
Munuinn að vinna á þau er ekki mikill bara fara í þetta með opnum huga þá er maður fljótur að læra á það.
Ég hef reyndar notað Magellan tækið mjög lítið en allavegana nóg til að læra á það.
Kveðja Gunnar Már
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.