Forsíða › Forums › Almennt › GPS Grunnur F4x4 › Almennt um GPS Grunninn › GPS gagnagrunnur
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur G. Kristinsson 13 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.09.2011 at 18:51 #220408
GPS gagnagrunnur Ferðaklúbbsins 4×4 er á leið á vefinn á næstu dögum. Um er að ræða sumarleiðir í 15 landshlutafælum. Auk þess verður kannski eitthvað meira á síðunni (kannski einhverjir vetrarferlar og efni beintengt hagsmunabaráttunni). Þetta er í tengslum við hagsmunabaráttu klúbbsins. Ég á eftir að uppfæra skrárnar með töluverðu efni sem kemur inn síðar í haust. Við viljum endilega að þeir sem eiga eitthvað af ferlum sendi þá á ferlaráð. Við eru á höttunum eftir öllum ferlum, gönguleiðum, vetrar- og sumarleiðum jeppa, mótorhjóla, vélsleða og hvað eina. Því unnið verður áfram með það að þróa GPS grunninn á nýrri síðu f4x4.is.
Þeir sem hafa athugasemdir við gagnagrunninn er bent á að senda póst á netfangið ferlarad@f4x4.is og einnig þeir sem vilja senda okkur efni, á sama netfang.Ferlaráð f4x4
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.09.2011 at 15:56 #737285
Ó þú mikli meistari!. Þú átt mikinn heiður skilinn fyrir þetta starf:-)
l
16.09.2011 at 17:36 #737287Hverju orði sannarra. Jón Ofsi á mikin heiður skilin fyrir óeigingjarnt starf í þágu klúbbsins, og í þágu ferðafrelsis. Þrátt fyrir frekar dræma hvattningu og þakklæti okkar félaga í klúbbnum heldur hann ótrauður áfram. Það eru svona áráttueinstaklingar sem bera okkar orðstír. Þeir eru að sjálfsögðu fleirri og fá þeir allir minn heiður og virðingu fyrir.
Kv. SBS.
16.09.2011 at 19:58 #737289Takk fyrir þetta strákar. Það er reyndar auðvelt að sýsla við það sem maður hefur gaman af. Einnig hafa margir lagt mér lið og þeir mættu gjarna vera fleiri, því nú fá félagsmenn að njóta hluta afrakstursins, og verður gps vefurinn þéttari ef við fáum fleiri gögn. En við munum uppfæra vefinn með fleiri gögnum síðar. Eftir að ákvörðun var tekin að setja gögn á vefinn, þá var vefnefndin snögg að græja gps síðuna. Hafa ber í huga að þetta er bráðabyrðarsíða og er umfangið í samræmi við það
17.09.2011 at 14:34 #737291Ég er að verða búinn að lista upp flesta skála á hálendinu inná gpsinn, sendi það inn þegar að ég klára það.
19.09.2011 at 13:26 #737293[url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1367&Itemid=256%20target=_blank:17efmvfr]GPS Grunnurinn[/url:17efmvfr] er nú aðgengilegur öllum sem heimsækja [url=http://f4x4.is:17efmvfr]f4x4.is[/url:17efmvfr] hægra megin ofarlega á [url=http://f4x4.is:17efmvfr]forsíðunni[/url:17efmvfr]
19.09.2011 at 14:36 #737295Þetta er frábært framtak sem byggir á mikilli vinnu fárra einstaklinga. Þetta er núna aðgengilegt fyrir alla, innan sem utan klúbbsins og örugglega einstakt í heiminum að fólk hafi aðgengi frítt að svona upplýsingum. Vonandi verður þetta lofsverða framtak til að sýna stjórnvöldum fram á að klúbburinn vilji leggja grunn að ábyrgri ferðamennsku og að það sé nauðsynlegt að hafa hann með í ráðum um þessa hluti í framtíðinni.
Flott uppsetning hjá þér Bragi, einföld og auðskiljanleg. Klúbburinn ætti að gera Jón Snæland að heiðursfélaga til framtíðar fyrir þetta framtak. Bestu þakkir líka til þeirra sem komu að þessu fyrir utan Jón Ofsalega.
Guðmundur G. Kristinsson
19.09.2011 at 17:23 #737297frábært framtak!
20.09.2011 at 23:26 #737299Frábært framtak.
Nú þurfum við félagsmenn að vera virkir í starfinu! T.d með að finna rök með og á móti lokun/opnun einstaka leiða, sem og hugmyndum að betrumbætingu gagnagrunnsins og framsetningu hans.
Það eru nokkrir hlutir sem mér dettur strax í hug sem ég væri til í að sjá betrumbót á.
Möguleikann á stærri mynd af svæðaskiptingunni fyrir okkur sjóndöpru einstaklingana, hehe. T.d. sem PDF skjal, ef það er til.
Eyðublað með föstum reitum til að senda inn athugasemdir, eða ámóta gagnvirkt kerfi.
Fleiri vetrarferla, og betur uppfærða. Það væntanlega kemur en það byggist svolítið á því að við félagsmenn séum virkir að fara yfir þessa ferla og senda inn leiðréttingar ef við á og með góðum rökstuðningi.
Umræðu um hvert svæði/ferla innan þess svæðið eða einstakan feril.
Annars vil ég hrósa klúbbnum og þeim sem stóðu að þessu fyrir þetta frábæra framtak!
Kkv, Samúel Úlfr
21.09.2011 at 20:30 #737301G, J, N og O fælar eru ekki aðgengilegir í smá tíma vegna upp færslu
Kv Ferlaráð f4x4
21.09.2011 at 22:33 #737303Flott framtak !
Það væri samt ofsalega vel þegið að geta fengið þessa ferla á GPX formi fyrir okkur sem eru ennþá "old school" og notum önnur forrit.
Það er hundleiðinlegt að converta svona mörgum .gdb ferlum yfir í td .plt (OziExplorer) því hver ferill vistast sem sér skrá en ekki allir í sömu skránni.
takk,
21.09.2011 at 23:21 #737305Þá er bara að converta 4-5 eða 6000 sinnum, þú verður fjandi góður í lokin :-)… Ætlunin var að hafa þetta einnig á gpx en þar sem þessi síða er til bráðabirðar þá var þetta sett inn á sem einfaldastan máta. Vefnefnd ætla að vinna í öðrum vef. Þar ættum við að geta haft Ozi og navobj fæla og gpx auk þess link á snöruna og Babel og fleira góðgæti. kv Ofsi
22.09.2011 at 00:39 #737307Ein lausn, fá vin til að converta þessu í Mapsource yfir í GPX og þaðan yfir í Ozi.
Annars heyrði ég smáfuglana kvaka á þá leið að GPX skjölin væru mögulega í uppsiglingu, þori ekki að staðfesta eitt né neitt.
kkv, Samúel
22.09.2011 at 00:53 #737309[url=http://www.gpsbabel.org/:3f7a97ub]GPSBabel[/url:3f7a97ub] er líka nokkuð gott og ókeypis 😉
22.09.2011 at 14:39 #737311[quote="Bragi":3c0fctbg][url=http://www.gpsbabel.org/:3c0fctbg]GPSBabel[/url:3c0fctbg] er líka nokkuð gott og ókeypis ;)[/quote:3c0fctbg]
Ég er kominn með þetta, takk.
Vandamálið fólst í því að ef ég converta .gdb yfir í .plt (Ozi) þá fæ ég hundruðir skráa (ferla) og að sauma þá saman í eina Ozi skrá er killer. Það er þó til hjáleið, converta með GPSBabel beint yfir í .gpx og taka þannig inn.
Nú er bara að fara að skoða og rýna ……
kv / Agnar
22.09.2011 at 15:52 #737313Ótvíræður kostur við GPSBabel er einnig sá að það keyrir á flestum stýrikerfum í dag.
Til er pakkaútgáfa í amk ubuntu og má nálgast hana með skipuninni
‘sudo apt-get install gpsbabel’kkv, Samúel
24.09.2011 at 10:07 #737315Væri ekki hægt að hafa viðvarnir um takmarkanir á ensku líka vegna þess að erlendir ferðamenn gætu nýtt sér þessa ferla og bent á að þeir hafi fengið þá á síðu f4x4 sem kæmi okkur illa ef þeir væru gripnir við utanvega akstur á ósamþykktum slóða.
Flott framtak
Kveðja Trausti
27.09.2011 at 22:19 #737317Ég sé að komin er tilkynning á forsíðu klúbbsins. Þar stendur “ Klúbburinn er ánægður með starfið í hópnum og hefur góðar væntingar til niðurstöðu þeirrar vinnu.“ Hér hefði nú átt að standa Stjórn klúbbsins er ánægð…. Ég vil mynna okkar ágætu stjórnarmenn á að þeir eru að fást við pólitíkusa. Það er sú manngerð sem réttir fram Júdasar-faðm með loforðum. Síðan þegar menn ganga brosandi frá samningaborði fá þeir rítinginn í bakið. Þið getið allir rakið þessa blóði drifnu slóð til 1960 og lengra.
Kv. SBS Fyrir löngu búin að fá sig fullsaddann.
28.09.2011 at 06:55 #737319Ég velti því fyrir mér, hvað sé ánægjulegt við þessa nefnd. Nefndin er tilkomin vegna lélegra vinnubragða við verndaráætlun Vatnajökulsgarðs sem klúbburinn hefur m.a kært til umborðsmanns alþingis. Og tilurð nefndarinnar er tilkominn vegna þrístings stjórnarandstöðuþingmanna í umhverfisnefnd alþingis. Það var einmitt þess vegna sem við fórum og reistum krossinn inn á Sprengisandi. Það sem maður sér ánægjulegt við nefndina er það að Elín Björg Ragnarsdóttir er einn nefndarmanna. Engu að síður er það klúður í stjórnsýslunni og hjá svæðisráðunum að það hafi yfirleitt þurft að stofna þessa nefnd sem auk þess kemur til með að kosta þjóðfélagi nokkrar miljónir. Niðurstöður þessara nefndar vitum við lítið um og er það nokkurn veginn óskrifað blað. Einhverjir vilja það að við séum ekki að lifa í fortíðinni, en málum er þannig háttað að fortíðin er ekki langt að baki og nákvæmlega engar jákvæðar breytingar hafa átt sér stað í neinum málaflokkum. Einungis eru tvær vikur síðan formaður slóðanefndar ríkisins neitaði fulltrúa Samút um upplýsinga um stöðuna í slóðamálum sveitarfélaganna. En þar eru öll sveitarfélög landsins undir. Á sama tíma sendir Umhverfisstofnun frá sér fréttatilkynningu og bendir Ferðaklúbbnum 4×4 á þessa nefnd sem samskiptavettvang. Í 4 ár höfum við lært það að það hefur ekki skilað einu né neinu. Samskiptin við slóðanefndina eru engin og ekki heldur við sveitarfélöginn 23 sem eiga land og slóðakerfi innan miðhálendisins. Eina sem fengist hefur er aðkoma að nokkrum kynningarfundum hjá sveitarfélögum. Það sem er undir núna eru allar leiðir innan miðhálendisins í gegnum slóðanefndina, auk vegakerfi Vatnajökulsgarðs. Og svo endurskoðun á náttúruverndarlögum þar sem aðkoma útivistarfélaga var O. Það sem við vitum núna er það að 9 óþekkt sveitarfélög hafa skilað inn tillögum um hvaða vegir eigi að vera opnir eða lokaðir á miðhálendinu. Við vitum líka að aldrei var klárað að g.p.s mæla miðhálendið vegna fjárskorts. Þetta bíður þeirri hættu heim að eitthvað gleymist einsog gerðist með leiðina niður að Svartá í Vatnajökulsgarði. Engar áætlanir virðast heldur vera í gangi að ljúka mælingaverkefninu eða fara að huga að mælingum neðan miðhálendisins því skilgreiningu á því svæði á að vera lokið 2 árum á eftir miðhálendinu. Og við vitum að þar er mikið verk að vinna sem verður ekki hrist fram úr erminni á lokametrunum.
28.09.2011 at 10:03 #737321Er hægt að sjá okkar alvarlegu stöðu með einfaldari og skýrari hætti en í þessum pistli frá Jóni Snæland. Er ekki kominn tími til að gera eithvað alvarlegt í málunum. Hversu lengi ætlum við að láta stjórnvöld komast upp með þetta gerræði í stjórnarháttum og yfirgang í okkar hagsmunum. Það er stofnuð ný og ný nefnd um hver mistökin á fætur annarri og opinberir aðilar gefa út yfirlýsingar hægri og vinstri um samstarf sem eigi að laga eithvað. Hvenær ætlar fólk að sjá þessa fyrringu sem er í gangi.
Það er eins gott að eitthvað komi út úr þessari samgöngunefnd um Vatnajökulsþjóðgarð, því ef það kemur enn ein yfirlýsingin kemur um að samstarfi hafi verið fullnægt og niðurstaða sé óbreytt ástand, þá er hætt við að alvarlegt ástand skapist hjá okkar baráttufólki fyrir ferðafrelsi. Kannski verður næsta skrefið að stofna enn eina rannsóknarnefndina um samstarfsbrot stjórnvalda gagnvart almenningi í náttúruverndar- og friðunarmálum um misnotkun á þessum málaflokkum til að berjast gegn virkjunum, stóriðju og þar með atvinnuuppbyggingu í landinu.
Þeir aðilar innan F4x4 sem hafa viljað berja niður alvöru baráttu í þessum málum og sagt undanfarin ár að ekki megi styggja samstarfið sem er í gangi við stjórnvöld, ættu að velta fyrir sér hversu miklu við höfum náð fram undanfarin ár. Því miður er það ekki mikið eða kannski bara ekki neitt eins og Jón Snæland segir.
Guðmundur G. Kristinsson
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.