This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 21 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Ég ef verið að velta fyrir mér hvernig megi koma ódýru GPS kerfi í bílinn og held að hér sé komin nothæf uppskrift. Hún er enn óprófuð og þess vegna vil ég gjarna fá athugasemdir og ábendingar um það sem mér kann að hafa yfirsést um.
Eitt af stóru vandamálunum er að staðsetja fartölvuna í bílnum. Pajeróinn minn er háþekja og þá er álitleg lausn að setja tölvuna upp í toppinn, líkt og í flugvélum. Þetta krefst einhvers hugbúnaðar til að snúa skjámyndinni 180 gráður. Sumar fartölvur hafa þetta innbyggt, en ekki mín. Ég er búinn að finna hugbúnað sem virðist duga. Uppskriftin að GPS fyrir fátæka manninn er þá þessi:1. GPS viðtæki: Garmin Geko 201. Kostar ca 14.000 kall í Leifsstöð. Er með tengi fyrir samskipti við tölvu og straumgjafa. Lítil og nett og hentar líka í gönguferðir.
2. Tölva: Gömul 120 MHZ fartölva. Win98/32MB/2GB diskur. Afskrifuð vegna þess að rafgeymar eru útbrunnir og nýir kosta allt of mikið.
3. Tengi milli tölvu og GPS: Hjá umboði ca 5.500 kall, en efni í heimasmíði kostar enn minna. Endanleg útfærsla ekki fullprófuð, en efniskostnaður gæti verið undir 1500 kr ef lóðbolti og kunnátta á hann er til taks. Straumbreytirás til að knýja GPS tækið er í báðum tilfellum innifalin.
4. Straumgjafi til að knýja PC tölvu: Vegna þess að ónýti rafgeymirinn í tölvunni minni er með ástimplað spennugildi 12 Volt datt mér í hug að prófa að tengja 12 Volta rafgeymaspennu úr bílnum beint í stað 19 Volta straumbreytisins. Fyrsta prófun lofar góðu, en ég á eftir að prófa það betur. Verð: 0 kr. í stað 220 Volta áriðils sem kostar glás af þúsundköllum.
5. Festibúnaður fyrir tölvu: Ekki enn búinn að hanna roof-top-console og tölvufestingar, sem varla verða þó dýrari en gólfstatíf eða annar festibúnaður. Þar verður líka rými fyrir fjarskiptabúnað og annað sem ekki má blotna ef …
6. Ef tölvan á að hanga niður úr þakinu þarf hugbúnað til að snúa myndinni á skjánum í 180°. Hann er innbyggður í sumar nýrri tölvur. Ég er búinn að finna hugbúnað sem virðist henta í mína. Hann heitir Pivot Pro og kostar US$ 40 á netinu (http://www.portrait.com).
7. Festibúnaður fyrir GPS: Eftir er að athuga hvort nóg sé að líma GPS tækið innan á framrúðuna. Geko 201 er ekki með loftnetstengi en ef það virkar ekki þannig í bílnum gæti þurft að fara í dýrari græjur.
8. Hugbúnaður fyrir kortaforrit: OZI-explorer kostar US$ 75. Önnur forrit kunna að koma til greina. Athugasemdir og ábendingar óskast.
9. Íslandskort.. Ábendingar óskast varðandi kröfur, valkosti og verð.Kostnaður er þá fyrir utan vinnu:
GPS tæki: (liður 1) 14.000
Tengidót (liður 3) 1.500 til 5.500
Hugbúnaður (US$ 115) 9.200
Kort: ?Alls fyrir utan kort og festibúnað: 25 til 30 þús kall.
Veit einhver um betri lausnir fyrir þá sem enn eru að burra á dollum sem kosta minna en milljón kall ?
Kveðjur
Wolf
You must be logged in to reply to this topic.