This topic contains 75 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.02.2007 at 10:47 #199810
æja þá er það að bresta á helgina 9-11 mars verður Góugleðin okkar í Árbúðum og skráning er hafin hjá Hrafnhildi á mailinu topas@topasnet.com.
Verðið fyrir 1 nótt +mat er 2000kr.Það verður brugðið út af vananum og grillinu lagt en í staðinn verður Súpukjöt með karrí og hrísgrj.og kjötsúpu með.Lagt verður af stað á laugard frá select kl 9 og verða Kjartan,Kristinn og Haffi Toppur við stjórnvölin.
Skráningu lýkur fimmtud á opnu húsi og þá verða síðustu greiðslur að vera komnar inn á reikning klúbbsins sem er 111-26-74444 og kt 701089-1549.
Þeir sem hafa skráð sig og vilja fara á föstud til að taka úr sér hrollinn,þá verður Stefán Árbúðarjarl á svæðinu,en gistingin á föstud er ekki innifalin í ferðagjaldinu.
Þeir sem eru til í að taka gítarinn með endilega látið það eftir ykkur og höfum góða kvöldvöku.Kjartan bendir á að það sé vissara að vera með 20-40l af eldsneyti með ef færið gæfi nú tilefni til jökla eða annara skemmtilegra leiða.
Fyrir hönd Litlunefndar Laugi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.02.2007 at 11:19 #582550
Sæll Laugi minn og takk fyrir síðustu hjálp en hvernig er það kemur þú á góugleðina??? og kristinn sagði mér hvað hefði verið að patrol er hann kominn í lag aftur???
Kv Davíð Karl Dekkjalánari:D
28.02.2007 at 11:40 #582552Hvernig dettur þér í hug að Patrol bili???????? hvaðan færð þú slíkar ranghugmyndir,en pattinn þarf víst að vera með ákveðið magn af olíu á tanknum til að halda vélinni í gangi.
Já ég og ‘Oli stefnum á að mæta á svæðið með ásláttarhljóðfærin ef mögulegt er og hafa ofan fyrir ykkur,ekki víst að við komum fyrr en um seinnipartin á Laugardeginum.mikið að gera hjá Óla og mikil veikindi heima hjá mér.
Kv Klakinn
28.02.2007 at 12:33 #582554Já Laugi minn er það ekki eins með þinn bíl og minn?? hann bilar ekki hann fer bara í frí endrum og sinnum??? allavegana virkar toyotan mín þannig en já ég ætla að athuga hvort ég geti ekki mætt á góugleðina þrátt fyrir hvað það sé mikið að gera hjá mér með 2 bíla á skurðarborðinu og svo tilfallandi viðgerðir sem ég hjálpa til við og svo fr.
En ég innilega vona að það fari allt að ganga á góðan veg hjá þér og fjölskyldunni.
Góukveðja Davíð Karl og þreytta toyotan og litli mussoinn:D
hvernig er það get ég ekki alveg komist á musso 33" uppeftir?? hann meirasegja gæti verið kominn á 35" þegar að þessu líður???
28.02.2007 at 15:27 #582556Hvernig dettur þér í hug að við í Litludeildini förum að taka með 33"Musso í ferðir,heldur þú að við séum að þvælast með smábíla í ferðir.
Klakinn
28.02.2007 at 19:08 #582558
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nú gat minn ekki haldið aftur af sér en að patrol bili ekki hum ég segi bara pass við því hehe og dabbi musso hvað ertu að spá þú sást sjálfur að musso á 38" komst bara í nettó þá stopp annars er ég með helvíti góðan 4×4 lancer kagga til að lána þér , færir ábyggilega leingra á honum hehe en minnst ætlar bara vera heima þessa helgi og klappa toyýtunni
Kv Hjalti þreytti!!
28.02.2007 at 21:47 #582560Mér sýnist á öllu að ef þið ætlið að halda þessum þjóðlega matseðli til streitu, þá verður maður að hafa Ameískan skyndibita með í för.
–
Laugi varst þú ekki nógu duglegur að háma í þig á Sprengidaginn? Annars veit ég það að þetta verður afgangur úr Kjötbankanum sem Kristinn er vinsamlegast beðinn um að fjarlægja, ha haSjáumst hress
Magnús G.
28.02.2007 at 22:30 #582562Við Mussofeðgarnir ættlum að skella okkur í þessa ferð, við erum jafvel að spá í að fara á föstudeginum upp í árbúðir ef allt gegur eftir og báðir bílarnir verða tilbúnir.
Kv AddiKr
28.02.2007 at 22:31 #582564Þetta Ameríska skyndibitafæði á ekki heima á þjóðlegri hátíð eins og Góugleði,sumir vilja ekki "Skemda matinn" sem etin er á Þorra og svo var vanin að slátra einu líflambi til Góu og það er hvorki skemmt eður gamalt né heldur brennt inní álpappír á la nýmóðins style,svo bætum við Karrí við og hrísgrjónum vegna fjölmenningarþjóðfélagsins,kneyfum öl að sið Víkinga hellum í okkur SvartaDauða að hætti sjómanna,kyrjum drykkjuvísur að hætti Írskra þræla elskum konur að sið Vestmanneyinga ökum eins og Íslendingum einum er lagið og slúttum ferðinni á SÁÁ í meðferð svo við séum tilbúinn í Vetrarslúttið þar sem við endurtökum leikinn.
Kemur þú ekki meðKlakinn
En hvar er Kalli Sektorsarmsbjargvætturogbensínttur
28.02.2007 at 22:56 #582566Að sjálfsögðu er ég búinn að skrá mig. Ég sleppi nú ekki svona svaðilförum með þvílíka þjóðháttarfræðingi og öðrum góðum. Eftir lestur pistils þíns held ég að ég skilji bara börnin eftir heima þar sem allt stefnir í villt partý að Íslendingasið.
–
Mér sýnist þú vera kominn með framboðsræðu fyrir Frjálslyndaflokkinn,Bkv.
Magnús G.
28.02.2007 at 23:07 #582568Nei Magi minn þú tekur börnin með,Því ungur nemur gamall temur,og var ekki Egill á Borg 3 ára er hann klauf mann í herðar niður.
Að sálfsögðu kemur yngri kynslóðin með,heima í eyjum er ungafólkið alltaf tekið með á Þjóðhátíð og þótt ég sé orðin gráhærður á þeim fáu hárum sem eftir eru þá man ég enn hvað það var gaman að fá að vera með og syngja og vaka með þeim eldri,það gleymist aldrei.Svo er þetta ekki fyrsta skrallið sem börnin þín koma með okkur 3 Vetrarslútt og eitthvað meira.
Klakinn
28.02.2007 at 23:20 #582570Maður fer á einn fund og þá byrja allir að þenja sig hérna!!!:D
Laugi 33"mussoinn sem ég á (ekki) fer örugglega lengra en þessi blessaði patrol þar sem jú ég er auðvitað undir stýri en fyrir þá sem ekki vita þá er ég guðdómlegur ökumaður (jahh eða þykist vera það) og ég tala nú ekki um að olíumælirinn í Musso er ekki bilaður (þótt ég þurfi að skipta um glóðarkerti , dempara, dekk, skera úr hækka, bóna og síðast en ekki síst þá er einn spíss óþéttur að mér sýndist í dag) svo tala ég ekki um þegar runnerinn er tilbúinn kominn á hásingu milligír og allann pakkann (stendur úti með 3 dekk föst og eitt liggjandi undir honum ekkert framdrif og enga öxla og klafa ennþá undir sér og hitt og þetta en bensínmælirinn virkar þó:D) ókei ókei ókei skódinn virkar fínt hjá mér allavega
ókei kannski ert þú betur settur en ég með jeppamál at the moment Laugi minn:D en ég kem aftur eða eins og frægt orðatiltæki segir "Minn tími mun koma!!!!!" en svona á alvarlegu nótunum er mælirinn kominn í lag hjá þér???
og Hjalti Toyotudýrkandi hvað á ég að segja við þig??? þú sérð ekkert annað en Toyotu svona svo aðrir heyri en ég veit eftir góðum heimildum að þú varst að hugsa um hvort þú ættir ekki að fá þér amerískt á alvöru dekkjum ???? Laugi hefur það þó framm yfir þig að hann er á alvöru dekkjum þótt hann sé kannski að bæta um litla stærð á bíb eins og við margir en við eigum þó stóra jeppa:D og Lancerinn það er alveg rétt hjá þér það er alvöru bíll nú enda seldi ég þér hann og græddi alveg 50% á þeim bíl (þó það hafi nú ekki verið mikil fjárhæð í þessum 50 prósentum:D)
og AddiKr þú kemst ekkert í þessa ferð þar sem ég ætla sko að hlekkja þig inní skúr og láta þig hjálpa mér að breyta mussonum sem ég á (ekki) og mun ég fóðra þig yfir þessa helgi á teiknuðum kartöflum og burtflognum kjúkling svo þú ert ekkert að fara í matarboð í Árbúðum og hana nú:D
og með kristinn sko það er lágmark að sprengja dekk í einhverju aksjóni en á planinu á NETTÓ kommon 😀
EN ATHUGIÐ!!!!!!! Allt sem ég segi hér að ofan er dagsatt rugl í mér og ætla ég ekki að særa neinn og vona að enginn taki þetta illa (þar sem jú allir sem ég er að hrauna yfir þekki ég og langar mig ekkert að þeir kötti á mig því eru þetta allt sómamenn allir saman) og er ætlunin að skemmta lesendum sem lesa þetta 😀 en ég reikna ekki með að ég komist í góugleðina þar sem mussoinn sem ég á (ekki) er jah örlítið bilaður en það er aðeins smávægilegt eins og stendur hér að ofan:D en góða skemmtun í árbúðum
og já
hjalti takk fyrir að ætla að plögga mér með 35" og felgur að prófa
Laugi Takk fyrir alla hjálp sem þú hefur veitt hingað til og frábæra framkomu þótt ég sé bara pínulítill ungur vitleysingur með kjaft og á stórum jeppa
Addikr takk fyrir hjálp hingað til og komandi bráðlega:D ég þarf einmitt að fá þig til að dæma spíssinn hjá mér á mussonum sem ég á (ekki)
Kristinn þú ert sómamaður (þrátt fyrir innanbæjarsprengingar:D) og hefur gefið mér góðar ráðleggingar við eitt og annað og ætlar meira að segja að hleypa mér í rokkinn annað kvöld (vonandi:D)
og þið hin sem ég nefni ekki. ég nefni ykkur seinna:D
og eitt enn vantar endilega myndir af Lauga og Kristni föstum í þessari ferð svo ég geti nú híað á þá:D
ofvirkniskveðja Davíð Karl Hinn kjaftrífandi
28.02.2007 at 23:35 #582572
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Dabbi minn það er bara miðvikudagur eru menn að sulla núna í öli eða bara hreinlega búnir að missa toyýtu vitið eftir að hafa verið svona mikið á musso og skoda En rétt hjá þér að maður hefur verið að spá í amerísku á RISA togleðurshringjum hef alltaf þótt amerískt gott enda átt þá nokkra en já toyutík er ég og mun vera , get líka vel skotið á þá þar á meðal minn eðal . En Þessi toy jeppi þinn er hann ekki orðinn hluti af malbikinu hjá þér á planinu farinn að safna mosa og öðru eins . Þú getur bráðum farið að láta krakkana nota þetta sem leikvöll hann er búinn að standa svo leingi , toy eru þekktar fyrir að vera leingi en ekki svona leingi Farðu nú að drífa í að laga þessa truntu svo sé hægt að tala við þig er ekki talandi við þig í augnablikinu talandi um musso og aðra eins vitleysu. Já stóð ekki til að henda lancer kagganum áður en ég keyfti hann af þér 😉 .
Kv Hjalti semlangaríöl
28.02.2007 at 23:52 #582574sko með Lancerinn þá átti að henda honum þegar ég kaupi hann og fæ ég hann á hringrásarverði sem ég náttla doblaði og seldi þér með 50% hagnaði sem hehh dugaði í ca korter hehe
en með tví þrí eða fjórhlauparann (misjafnt hvað hann er kallaður) varðar þá er hann ekki kominn með mosa því hann er nú hreyfður reglulega (nema þegar ég lána dekk undan honum til innanbæjarsprengjara:D) og það er reyndar satt hann er ágætis skemmtun fyrir börnin þar sem þau horfa á hann og hafa aldrei séð aðra eins fegurð og ég tala nú ekki um þegar litlu frændsystkyn mín fá að biba og þykjustunni keyra þá er sko kátt í höllinni en talandi um að láta bíla sína rotna niður þá er ég að spá í að taka eignarhald á 38" econoline-inum sem stendur útá plani en hann er búinn að standa þar í hátt í 3 ár óhreyfður og eigandin býr hér hvergi nálægt (kannski hann hafi verið brottnuminn af geimverum??? maður spyr sig jahh nú eða strumpar hafa étið hann það er annað hvort) en með rönnerinn þá fer ég að fá hásingu og er búinn að redda suðumanni og allann pakkann en vantar bara skúr sem ég get fengið afnot af ég er stopp þangað til en þetta fer allt að gerast bíddu bara og þá fölnar lúxinn þinn hliðiná hinni einu sönnu Rönner fegurð 😀 en ég held að ég segi þetta gott í bili jahh nú nema þú komir með eitthvað á móti þá skal ég sko glaður rugla meira:D
Kv Davíð hinn ó-af-ruglaði:D
28.02.2007 at 23:57 #582576
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
minn getur ekki fölnað meira en toy er alltaf hrein fegurð sama hvaða hrúgu á við . En já skellum okkur í ferð þegar þú ert búinn með þinn ég skal fara allt sem þú ferð og ég verð bara á lowprofile Kannski kominn með töllukubb til að flýta dagatalinu aðeins .
Kv Hjalti toyutíkin
01.03.2007 at 00:01 #582578Hvað gerir maður ekki ef manni langar í ný dekk undir bílinn???
Er kominn á ný dekk undir bílinn, hin voru hvort sem er orðin frekar slitin eins og ég fann í krapaferðinni.kveðja Kristinn.
01.03.2007 at 00:02 #582580Á koluni og púkinn á fjósbitanum vera farinn að fitna,er ekki Davíð farinn að blása.
Eftir að hafa lesið þessa langloku um bilaða mussur og toyotugróðurhús sem alltaf er á leiðinni á fjöll,þetta er farið að minna á Óskar minn Abba touotustorie newer ending,aldrei á fjöllum alltaf á leiðinni,Þá er ég búinn að komast að því hvers vegna þessi langloka kom svona óvænt.
Davíð minn þú átt að hleypa úr dekkjunum loftinu,ekki sjúga það úr,væri mikið nær að sjúga úr nokkrum baukum með vini þínum Klakanum og kyrja miður siðlega söngva út undir nýja kamrinum í Árbúðum og pissa upp í vindin eins og sannir jeppamenn.Kveðja Klakinn
Gleymdi að setja það inn að fararstjórarnir verða á spjallinu á Litludeildarsíðunni á föstudagskvöldinu fyrir ferðina
01.03.2007 at 00:07 #582582já hjalti minn það er rétt að toy er alltaf hrein fegurð í sinni bestu mynd sama hvaða flak það er (meira segja þinn gamli var nú fallegur á sinn sérstaka hátt:D) en ég skal sko koma í ferð með þér þegar ég er kominn á hásingu að framan og 4link að fr og aft. en hjalti minn leiðinlegt að segja þér en ég er bara raunsær að þótt þú fáir þér töllukubb og sverara púst svaka interkúler og allann pakkann þá muntu aldrey halda í mig 😀 þar sem rönnerinn er svo öflugur að ég fæ endalausar sektir fyrir of hraðann akstur og hann er bara kyrrstæður í bílastæði og sko ef ég fer í lága og gef onum duglega og kippi kúplingunni upp þá hendist hann svoleiðis áfram að ég dett afturúr honum og enda sitjandi í svaðinu með stýrið í höndunum:D…………..
ókei hann er ekkert öflugur miðað við eyðslu þessvegna ætla ég að koma eina dimma nótt og hirða mótorinn þinn og setja bensín relluna mína í húddið hjá þér múhahahaha
en í alvöru þá kemur að því að ég skipti yfir í diesel
spurning hvort ég fái þá dagatal eins og þú:D
Góðir tímar Davíð Karl Rúnkadur í rímíní
01.03.2007 at 00:15 #582584
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
já þú segir nokk þú ert allveg ómögulegur svona edrú það vellur bara vitleysan á eftir annari út úr þér En svona að örðu efni hvernig er stadusinn á mexikóbörn og allt það ??
Kv Hjalti kominnlúllutími
01.03.2007 at 00:49 #582586ætlaði að setja mexicoþráðinn inn á morgun en ákvað að gera það núna bara
vonast eftir liðsauka í því máli
Kv Davíð Karl
01.03.2007 at 17:43 #582588Er það í kvöld (1.3.) sem skráningu lýkur eða er það fimmtudagskvöldið (8.3.) þegar Litlanefndin hefur umsjón með opnu húsi?
Kristján
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.