This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Óskar Hafþórsson 18 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Nú er mál að fara að græja bílinn, götubílaflokkurinn kominn af stað og ef við ætlum að halda honum inni þurfum við fleiri keppendur.
‘I keppninni í Mosó vorum við tveir, en þriðji bíllinn var skráður en mætti ekki. Brautarlagning í flokknum á að vera þannig að líkurnar á veltum séu í lágmarki, svo að bíllinn komi ekki heim í plastpokum, og að menn keppi sín á milli í þröngum brautum með fullt af hliðum svo að ökuleikni ráði ferðinni. Þetta er hrikalega gaman og hvet ég þá sem hafa gaman að þessu að kynna sér reglurnar og mæta.
Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega að spyrja.
Kv
Palli PReglur fyrir götubílaflokk í torfæru.
Hæfar bifreiðar.
1.Bifreiðar skulu vera á númerum og tryggðar, keppanda er skylt að hafa tryggingaviðauka til keppna
og æfinga.
2.Bifreiðar skulu hafa fullnaðar skoðun frá skoðunarstöð, eða endurskoðun innan uppgefins tíma
skoðunarstöðvar, og skal keppandi sýna fram á að viðgerð hafi farið fram og öll skoðunaratriði séu í
lagi. Það er á ábyrgð keppenda að sýna skráningarskírteini og viðeigandi pappíra við keppnisskoðun.
3.Hjólbarðar skulu vera löglegir og D.O.T merktir, leyfilegt er að skera í dekk en ekki breiðari skurði
en 10mm og skal þá brún yfir í næsta skurð 10mm eða meira. Bannað er að skera heila kubba úr
dekkjum. Stærð hjólbarða er frjáls. Aðeins má stækka dekk um 10% frá því sem bíllinn er skráður á
í skráningarskirteini.
4. Notkun hálkubúnaðar er heimil í samræmi við íslenskar reglur. Allur slíkur búnaður, hvort heldur
eru sérstök dekk eða naglar, skulu vera í samræmi við íslensk umferðarlög og reglugerðir um þessi
atriði.
Stjórnendur geta þó alltaf veitt upplýsingar í þessum efnum. Þó mun eftirfarandi ávallt vera bannað:
Keðjur á hjólbarða.
Málmhjól eða málmspyrnur.
5.Allar keppnisbifreiðar skulu meðan á keppni stendur hafa:
Opnar bifreiðar skulu hafa veltibúr úr lágmarksefni 42mm x 2.5mm, með skástífu (nánar í
veltibúrareglum LIA).Skástífa má vera boltuð í en samkvæmt reglum LIA.
Lokaðar bifreiðar skulu hafa veltiboga úr lágmarksefni 42mm x 2.5mm. Boginn á að vera yfir
ökumanni og þá annar aftast og stífur milli þeirra, eða bogi yfir ökumanni og stífur úr boga ská niður
í gólf í ca 45° halla. (Nánar í veltibúrareglum LIA)
Plattar undir veltibúr skulu vera 120 fersentimetrar.( Nánar í reglubók LIA)
Belti af viðurkenndri gerð, í opnum bíl fjögurra punkta belti skylda, í lokuðum bíl lágmark þriggja
punkta en fjögurra punkta æskileg.
Tryggilega festan og óskemmdan stól, körfustóll æskilegur
Dráttarkrók eða auga að framan og aftan.
Rafgeymir skal vera tryggilega festur, og ef rafgeymir er staðsettur í ökumannsrými skal það vera
Þurrgeymir.
Straumrofa sem drepur á og rýfur aðalstraum ökutækis, barki skal tengdur straumrofanum sem er
staðsettur undir framrúðu vinstramegin(bilstjmegin) og drepur á bílnum sé togað í hann, útfærsla
frjáls svo lengi sem barkinn virkar og er greinilegur.
Ekki skal vera hægt að ræsa sjálfskipt ökutæki nema í P on N.
Tryggilega festan eldsneytistank með þéttu loki og vel frágenginni öndun.
Baksýnisspegill.
Opnar bifreiðar skulu hafa plötu í toppi, álplata lágmark 2mm eða 1.5mm stál, með lágmark fjórum
festingum. Púströra klemmur 8mm eða soðin eyru eru ákjósanlegur kostur því ekki má bora í
veltigrind/búr.
Allan búnað í bifreiðinni tryggilega festan.
Slökkvitæki skal staðsett í bifreiðinni þannig að ökumaður nái í það úr bílstjórasæti, spenntur í belti.
Stærð slökkvitækis er 2kg eða 2 stk 1kg tæki.
6. Eldsneyti skal fást á bensinstöðvum, nitró gas er bannað.
7. Keppnisaðili á að hafa á reiðum höndum allar vitneskju um bílinn og búnað hans sé hann spurður.
8. Æskilegt er að fjarlægja rúður úr ökutækjum, eða skrúfa þær niður.
9. Net á að vera fyrir hliðarúðugati bílstjóramegin, í opnum bílum skal vera net alveg fyrir hurðaropi.
Hæfir keppendur
1. Ökumaður skal hafa gilt ökuskirteini og keppnisskirteini, útgefið af LIA.
2. Ökumaður og aðstoðarmenn skulu vera félagar í klúbbi með aðild að LIA.
3. Ökumaður ber ávallt ábyrgð á aðstoðarmönnum sínum.
Búnaður ökumanns
1. Hjálmur af viðurkenndri gerð, óskemmdur.
2. Eldtefjandi galli, leyfilegt er að nota kart galla eða rafsuðugalla(með stroffum á höndum og fótum).
3. Kragi og hanskar æskilegir.
Skýringar.
4. Opinn bíll, er bíll með losanlegan topp/blæju, og lokaður bíll er bíll með ásoðinn topp.
You must be logged in to reply to this topic.