This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Tómas Þröstur Rögnvaldsson 14 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Myndir teknar af gosinu af heiðinni fyrir ofan Fljótshlíð í 550m hæð ca 6-7 km fyrir austan Þríhyrning í gærkvöldi. Gengið frá Reynifelli fram í myrkur. Þetta er sko ekkert krútt gos eins og það fyrra á Fimmvörðuhálsi en fagurt í gífurlegum hrikaleik sínum fyrir áhorfanda hlémegin. Vildi ekki vera inni í þessum skít sem ryðst nú upp úr öskjunni í Eyjafjallajökli. Myndirnar ná ekki að sýna sjónarspilið sem fyrir augum bar sérstaklega þegar fór að rökkva. Viknin í gosinu er í hrinum. Oftast ryðst askan upp og lítið annað sést en svo koma miklar hrinur þar eldstrókarnir inni í mekkinum margfaldast í umfangi, lýsast upp og teygja sig fleiri hundruð metra í loft upp upp. Strókarnir eru ekki greinilegir nema í myrkri. Eldingar geysa stanslaust á meðan hryðjunum stendur sumar svo kraftmiklar að þær eru sjánlegar í umhverfinu þó snúið sé baki í eldstöðina.
You must be logged in to reply to this topic.