This topic contains 62 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldvin 14 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.03.2010 at 12:09 #211606
Sælir félagar, hafið heyrt um einhverja góða staði þar sem hægt er að sjá gosið með góðu móti? Það er mikið talað um Valahnjúk núna en það er að vaxa í Krossánni og bannað að fara þangað inneftir eftir því sem ég best veit.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.03.2010 at 19:35 #687856
Ætli það sé ekki aurbleyta.
24.03.2010 at 20:33 #687858Það er vissulega svolítið skrýtið að það megi ganga þarna upp en ekki keyra, þó væri ekki nema upp að vaði. En eins og alltaf ýmsar hliðar á málunum, ég myndi allavega ekki öfunda Sigurð bónda á Skógum að fá traffíkina í gegnum hlaðið hjá sér og í gegnum beitarhólfið.
Kv – Skúli
24.03.2010 at 20:55 #687860Já kríli, kíkka á TNT á morgun væri gaman að hjálpa honum með alla þessa olíu:-) Mig langar ofsalega mikið til að komast þarna upp hvort sem það er á bíl eða fótgangandi ekki svo oft á lífsleiðinni sem maður sér svona lagað:-) Spurning um að fara á mánudegi, kannski minni trafík þá?? En má maður fljúga þarna, var ekki búinn að kanna það?
24.03.2010 at 21:26 #687862Jamm svo er ekkert sem bannar að kíkja upp á Kötlu stóru og fara þaðan inn á hálsinn, ábyggilega fínt færi núna. Bara Fyndið. Spurning hvort það verður soldið hraunbleyta á leiðinni.
24.03.2010 at 23:18 #687864Ég held að það séu ekki allir að hugsa málið til enda. Mér finnst á mörgum hér að þeir virðast kanski bara hugsa þannig að það sé bara þeir og kanski 4-5 aðrir sem ættu eftir að keyra á slóðonum ef þeir yrðu opnaðir. En svo er ekki heldur yrðu það eitthver hundruð eins og smári segir hér að ofan sem myndu keyra slóðana og er ég efins um að þeir þoli það. Ekki viljum við sjá miklar skemdir á vegum því um leið og vegir eru orðnir erfiðir yfirferðar þá fara menn að keyra utan vega. Það er alveg víst að ekki er hægt að gera öllum til hæfis en verið er að vinna í þessum málum þ.e að geta leift fólki að skoða gosið svo mikið veit ég.
Ps verum nú hress og njótum þess að skoða úr öruggri fjarlægð Kv Sveinbjörn
24.03.2010 at 23:30 #687866Mér finnst það stórmerkilegur fjandi að menn eru að missa sig yfir einhverjum tímabundnum lokunum við gosstöðvarnar í Eyjafjallajökli og menn keppast við að fordæma þær. Væla yfir því að sumir fái að fara með leyfi að skoða gosstöðvarnar á meðan aðrir fá það ekki. HVERJUM ER EKKI SAMA…
Síðan þegja menn þunnu hljóði á meðan verið er að taka afdrifaríkar ákvarðanir [b:5tlbsywj]til frambúðar [/b:5tlbsywj]s.s. [b:5tlbsywj]hvort maður megi keyra yfir Vatnajökul. [/b:5tlbsywj]
Það er verið að BANNA AKSTUR Á VATNAJÖKLI.
Það er verið að BANNA AKSTUR Í GEGNUM VONARSKARÐIÐ.
Það er verið að BANNA AKSTUR Á SLÓÐUM LÍKA YFIR VETRART’ÍMANN þ.e. ÞEIM SEM EKKI VERÐUR LOKAÐ.Það er verið að svæðaskipta landinu. Göngumenn mega fara allt sem þeir vilja. Jeppamönnum [b:5tlbsywj]er bannað að keyra nema eftir fyrirfram ákveðnum ferlum, hólfum, svæðum, á fyrirfram skilgreindum tíma [/b:5tlbsywj]
Ferðaklúbburinn 4×4 hefur þurft að beita óhefðbundnum leiðum til að komast yfir skýrslurna sem sýna þetta svart á hvítu. Það eru fulltrúar okkar í gegnum SAMÚT sem koma frá göngugeiranum sem bera ábyrgð á því hvernig komið er fyrir útivistarfólki sem notar jeppann sinn til að skoða landið sitt. Það eina sem tekið er tillit til eru hagsmunir göngufólks.
Það eru komin LOKADRÖG að verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Það má finna skýrslurnar (þær sem við höfum komist yfir) og umræður um þær á þessum slóðum. Það er fljót rennt í gegnum það þar sem mönnum finnst þetta ekki koma þeim við… halda að þeir geti bara keyrt þangað sem þeim langar að fara eins og verið hefur… en FRAMT’ÍÐIN er boð og bönn. Ef við viljum hafa einhver áhrif á framtíðina þá verður það að gerast í núna.
[b:5tlbsywj]Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs[/b:5tlbsywj]
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … =5&t=20391[b:5tlbsywj]Síða Ferðafrelsisnefndarinnar[/b:5tlbsywj]
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … Itemid=243[b:5tlbsywj]SAMANTEKT[/b:5tlbsywj]
[color=#800000:5tlbsywj][b:5tlbsywj]8.3. Vetrarakstursleiðir og akstursleiðir á jökul
Helstu markmið:[size=150:5tlbsywj]a. Að afmarka akstursbelti fyrir helstu vetrarakstursleiðir utan jökla[/size:5tlbsywj].[/b:5tlbsywj]
[b:5tlbsywj]Til að valda ekki árekstrum milli mismunandi útivistarhópa er nauðsynlegt að skilgreina betur helstu vetrarakstursleiðir á hálendinu norðan Vatnajökuls og afmarka skýr akstursbelti (og gönguskíðabelti) þar sem vetrarakstur getur rúmast með góðu móti án þess að trufla umferð skíðafólks [/b:5tlbsywj](sjá mynd 8.4. yfir helstu núverandi vetrarakstursleiðir og akstursleiðir á jökli).
[b:5tlbsywj][size=150:5tlbsywj]Á eftirfarandi svæðum er vetrarakstur utan vega bannaður eða takmarkaður [/size:5tlbsywj][/b:5tlbsywj](sjá ennfremur viðauka 12): Jökulsárgljúfur[/color:5tlbsywj]
En góða skemmtun við að horfa á gosið.
24.03.2010 at 23:31 #687868Það væri forvitnilegt að vita hvað "á eigin ábyrgð" þýðir í þessu sambandi.
Hef ég verið að ferðast á annara ábyrgð hingað til ?
Ég hef ekki álitið hingað til að ég ætti óskilyrtan rétt á að mér væri reddað úr hvaða skít sem ég hef komið mér í sama hverju aðrir verða að fórna til þess.
24.03.2010 at 23:43 #687870Þjóðhátíðarbragur inn í Fljótsdal í Fljótshlíð,, örtröð að fólki,,,,, mér datt það í hug en vá ,,, rosa útsýni þaðan,,,,,
Siggi gamli í skógum byrjaður að selja inn ,,, ,,nei djók,, hann vildi helst loka niður við veg,, hehehe,,
Svo allt strand við sólheimavélsleðaleigu, karlinn lokaði enda eru ja báðir slóðar í druslum,,,,,,,,
já ekki f/ umferð, þola það ekki.
Væri gaman að sjá þetta ,,, ég held bara að ég sé vísundamaður núna,,,, hvað m/ykkur,,,,,.Kv: ASig
25.03.2010 at 00:28 #687872Já það verður fróðlegt að sjá hvaða menn verða í því að fylgjast með mönnum hvar þeir keyra á jöklum og á hálendinu að vetralagi þegar þessar regglur taka gildi: Ekki færi ég eftir þessu það get ég svarið, alveg komið gott af lögum og regglum á þessum klaka okkar:-)
25.03.2010 at 00:52 #687874Robbi þetta er einmitt það viðhorf sem er að kosta okkur ferðafrelsið. Það eru svo margir sem því miður hugsa eins og þú. Ég ætla að gera það sem mér sýnist sama hvað hver segir…
Ég óttast það ekki að framkvæmdavaldið finni ekki aðila sem geta farið upp á Vatnajökul á þessum stæðstu ferðahelgum sem vitað er að menn fara í jöklaferðir. Þeir yrðu ekki lengi að hala inn kostanði fyrir þyrluferðinni ef þeir taka 300 bíla sem allir hugsa eins og þú. Af hverju nefni ég 300 bíla? Jú þetta er c.a. fjöldinn af bílum sem voru á Vatnajökli um síðustu helgi. (Að ógleymdu þessum 7 gönguskíðamönnum. Það er spurning um að nafngreina þá.)
Vilja menn þurfa að sæta lagi til að geta farið í jöklaferð s.s. taka sér frí í vinnu í miðri viku því það eru minni líkur á eftirliti þá.
Ég bara finn ekki pistil sem ég skrifaði hér fyrir löngu síðan um framtíðarsýn mína (árið 2015 eða 2020 að mig minnir) fyrir jeppamenn og akstur á Vatnajökli, innan þjóðgarðs. Það hefði verið vel þess virði að kíkja á hann aftur.
25.03.2010 at 02:16 #687876Hvernig er það, er ekki opið enn yfir Mýrdalsjökul?
25.03.2010 at 09:29 #687878Mikið rosalega er ég sammála þér Stefanía, við þurfum að hafa meiri áhyggjur af einhverju öðru en að fá að fara og kíkja á eitthvert eldgos sem maður hvort sem er sér í hverjum fréttatíma. Það eru þessar hægt og hljótt aðferðir ríkisvaldsins sem við þurfum virkilega að hafa áhyggjur af, það á að laumast með í gegn allskonar lokanir, boð og bönn án þessa að við fáum að segja svo mikið sem eitt aukatekið orð um þau mál. En við hverju er að búast af rauðgrænni ríkistjórn sem kann það eitt að setja boð og bönn meðan allt annað fær að sitja á hakanum. Það er eins og hugsunin sé sú að koma sem mestu í verk í boð og banndeildinni meðan þessi stjórn situr við völd.
Kv. Björn Ingi
25.03.2010 at 10:40 #687880Ég held nú að flestir þeir sem skrifað hafi á þessum þræði gegn lokunum og forræðishyggju hafi ekki endilega verið að beina spjótum sínum að eldgosasvæðinu eingögnu, heldur gegn lokunum almennt. En lokunar- og forræðishyggjan endurspeglast svo sterkt á þessu eldgosasvæði að athyglin beinist þangað. Margir hefðu getað sett nánast sömu póstana á þráðinn um Vatnajökulsþjóðgarð enda lítill munur á þeirri lokunarstefnu sem verið er að beita á þeim stöðum og fleiri, þó aðstæður séu kannski aðrar.
Ef jeppafólk hefur ekki áttað sig á því þá eru mörg svæðin sem við þurfum að berjast fyrir rétti okkar til að ferðast á. Það nýjasta og mest áberandi er gossvæðið og kannski þessvegna sem það fær mestu athyglina.
Það er rétt Stefanía að við þurfum að gera mjög alvarlegar athugasemdir við þessari undurfurðulegu skýrslu um Vatnajökulsþjóðgarð, en það minnkar ekki þörfina fyrir að gagnrýna lokanirnar við gossvæðið og annarstaðar … nema kannski að sumar lokanir séu betri en aðrar lokanir ?
Kv. Óli
25.03.2010 at 12:37 #687882Elsku Stefanía mín, þessi skýrsla hlítur bara að vera einhver miskilningur, maður fattar bara ekki svona ruggl! Í þessi fáu skipti sem ég hef hitt gaungufólk/skíðafólk á hálendinu að vetrarlagi hefur það verið ekkert annað en almennilegheitin og túristinn verða oftast kampakátir ef þeir sjá jeppa sprautast framhjá í snjó:-) Nei með þessu áframhaldi þá verður bannað að aka á óruddum vegum eins og í Norge……
25.03.2010 at 14:22 #687884Vegurinn upp með Skógum og á Fimmvörðuháls er lokaður vegna aurbleytu, hef það staðfest. Vegurinn inn að Emstrum er sömuleiðis lokaður vegna aurbleytu.
Fyrir utan aurbleytuna þá geta menn alveg séð fyrir sér hvernig staðan væri ef 100+ bílar ætla að fara um þessa vegi á einum og sama deginum… vegurinn yrði sjálfkrafa eitt drullusvað alveg um leið nema ef það væri þykkt snjólag niður í fjöru og hörkufrost.
Þið ykkar sem viljið sjá gosið verðið að nota skynsemina meira en svo að halda því fram að vegurinn upp á Fimmvörðuháls sé (liggur við) álíka stitsterkur og þjóðvegur 1. Sjálfur vil ég helst komast í gönguhóp upp á hálsinn fyrst jepparnir komast ekki, það væri líka gaman.
25.03.2010 at 16:31 #687886Flaug þarna yfir í gær og tók myndband af því.
Þetta er aðflug frá þórsmörk og hringin í kringum gosstöðvarnar. Myndbandið er óklippt og sýnir held ég bara ágætlega hvar þetta liggur.
http://www.youtube.com/watch?v=HxGfGE3LYoU&fmt=22
Kveðja, Birkir
25.03.2010 at 19:13 #687888Robbi
Ég vildi að ég gæti sagt þér að þessar skýrslur um verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs séu byggðar á einhverjum misskilningi en svo er ekki.[b:3e0ypxez][color=#800000:3e0ypxez]ÞAÐ ER VERIÐ AÐ LOKA Á AKSTUR INNAN VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐS JAFNT SUMAR SEM VETRARLEIÐIR[/color:3e0ypxez].[/b:3e0ypxez]
Vatnajökulsþjóðgarður er ekki bara Vatnajökull heldur svæðið sem er aðliggjandi að jöklinum líka.
Og þið þessir 6000 félagsmenn í F4x4 takið því þegjandi og hljóðalaust. Svo munið þið vakna upp við vondan draum þegar þið farið að skipuleggja ferðir í framtíðinni og uppgötvið að í stað þess að kaupa 44" dekk þá þurfi þið að kaupa ykkur gönguskó nr. 44 ef þið viljið fara á þessa staði sem menn hafa verið að fara á hingað til.
Það er verið að vinna í því að búa til stæðsta GÖNGUþJÓÐGARÐ í evrópu á kostnað þeirra sem njóta þess að vera í náttúrunni og koma sér á milli staða á jeppum.
Óli
Ég þarf ekki annað en skoða innleggin á þessum þræði þar sem menn eru að tjá sig um þessar tímabundnu lokanir við Eyjafjallagosið og svo þau 12 innlegg sem eru komin á þráðinn um Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem verið er að fjalla um [b:3e0ypxez][color=#800000:3e0ypxez]VARANLEGAR LOKANIR Á AKSTRI BÆÐI AÐ SUMAR OG VETRARLAGI[/color:3e0ypxez][/b:3e0ypxez] til að sjá hvar áherslurnar liggja hjá jeppamönnum.[b:3e0ypxez][color=#800000:3e0ypxez]Það er búið að vara ykkur við því í hvað stefndi í langann tíma og nú er tíminn bara kominn[/color:3e0ypxez].[/b:3e0ypxez]
25.03.2010 at 20:39 #687890Hef eftir áræðanlegum heimildum að góðar líkur séu á að Þórsmerkurvegur verði opnaður fljótlega. Það sem beðið er eftir í því sambandi er áræðanleg merki þess að þennslan í Eyjafjallajökli hjaðni, en eins og komið hefur fram hefur hann haldið áfram að þenjast eftir að gos hófst, öfugt við það sem menn þekkja t.d. úr Heklugosum. Það þótti gefa tilefni til að óttast að ný gosrás opnist, t.d. í toppgígnum sem hefði þýtt skyndiflóð upp á 30 þús rúmmetra á sek. Líkur á því fara minnkandi og þá verður opnað inn í Mörk. Þar er kjörið að nálgast gosstöðvarnar uppi á Morinsheiði og eins að ganga móts við hrauntunguna inn í Hrunagili.
Kv – Skúli
25.03.2010 at 21:07 #687892Stef…Já hvað skal gera….Hefur klúbburinn nokkuð með þetta að gera, ef þetta hauslausalið á þíngi áhveður eittvað þá er það bara framhvæmnt.
25.03.2010 at 21:14 #687894Má líka benda á að það er "opið" inn í Húsadal yfir Markarfljótið. Það er Þórsmerkurvegurinn sjálfur sem er lokaður. Hafa þó nokkuð margir farið þarna yfir undanfarið og gengið á Valahnúk.
Er fremur lítið í fljótinu, en það er þó að sjálfsögðu varasamt að fara þar yfir.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.