This topic contains 62 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldvin 14 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.03.2010 at 12:09 #211606
Sælir félagar, hafið heyrt um einhverja góða staði þar sem hægt er að sjá gosið með góðu móti? Það er mikið talað um Valahnjúk núna en það er að vaxa í Krossánni og bannað að fara þangað inneftir eftir því sem ég best veit.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.03.2010 at 12:58 #687816
Rakst á flott myndband af herlegheitunum frá Flubba strákum sem fóru þarna upp á sleðum.
[url:1t6q5gtc]http://www.facebook.com/?ref=logo#!/video/video.php?v=1240308489634&ref=mf[/url:1t6q5gtc]
23.03.2010 at 13:13 #687818Af hverju halda menn endilega að einhverjar aðrar ástæður en almennt öryggi fólks liggi á bak við þessar lokanir. Ég held að þeir sem þarna stjórna séu einfaldlega að vinna vinnuna sína og gæta þess að fólk fari sér ekki að voða, eldgos og eldfjöll eru óútreiknanleg og allt getur gerst með leifturhraða og þá er nú ekki sniðugt að hafa nokkur hundruð manns á þvælingi um svæðið. Þetta fer að minna mann á ísbjarnarfárið, fallegur lítill bangsi en menn gleyma því hann er stórhættulegur og algjörlega óútreiknanlegur, það eru eldgos líka.
Nú þegar þetta er skrifað er búið að opna að mestu fyrir umferð á svæðinu og afmarka sérstakt hættusvæði.
Kv. BIO H-1995
23.03.2010 at 17:09 #687820Ég ætla að leggja af stað frá Akureyri eldsnemma á fimmtudagsmorgun, allavega einn jeppi úr Reykjavík slæst með í för, gaman væri ef fleiri vildu koma með. Stefnan er að öllum líkindum tekin á Tindfjöll en allar uppástungur að betri útsýnisstað eru vel þegnar. Veðurspá fyrir fimmtudaginn er góð eins og er.
24.03.2010 at 09:47 #687822Af því Óskar er að velta fyrir sér hvað þetta hérna er:
[img:a8gbfrci]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=58651&g2_serialNumber=1[/img:a8gbfrci]Þetta er svelgur sem hefur myndast þarna á síðustu árum. Ísinn þarna sunnan við Útivistarskálann hefur þynnst mikið en vestari Skógaáin rennur þarna undir og nú er svo komið að vatn rennur ofan í hana um þennan svelg. Núna lítur þetta enn verr út þar sem jökulísinn á þessu svæði myndar raunar risastóra trekt sem endar ofan í þessu gati. Það er því betra að steypa sér ekki niður þessa brekku frá skálanum eins og gert var áður, því ekki er víst að maður komist þá undan gatinu. Raunar er gamla leiðin á milli skálana orðin hálf ómöguleg, vænlegra að fara annað hvort frá Fúkka vestur yfir Skógaá vestari og upp eftir endilöngum hryggnum eða koma frá Mýrdalsjökli og fara norður fyrir … en sú leið liggur kannski of nærri gosstöðvunum í dag.
Kv – Skúli
24.03.2010 at 09:57 #687824Skemmtileg mynd hjá Óskari og góð lýsing hjá Skúla
En varðandi umræðuna um opið eða lokað þá snýst hún ekki um það hvort einhver er af illgirni að loka, eða að verið sé að ásaka einhverja um að vinna ekki vinnuna sína, heldur er þetta allt önnur umræða. Þær ástæður að verið sé að tryggja almennt öryggi fólks, eru bara ekki mjög sterk rök. Þau rök að tryggja öryggi fólks og ríkisins hafa verið notuð í gegnum söguna og það jafnvel í siðmentuðum ríkjum. Í sumum ríkjum var jafnvel til eitthvað sem hér "öryggislögregla". Starfsmenn þar sinntu sínum störfum mjög vel til að tryggja öryggi borgaranna og ríkisins, eða hvað? Nú er ég ekki að segja að slíkir starfshættir séu hafðir hér, aðeins að benda á það að við þurfum ekki endilega að gleypa það gagnrýnislaust þegar einhverjir sérfræðingar segja okkur að eitthvað sé ákveðið fyrir okkur, öryggis okkar vegna.
Með því að láta aðra aðila ákveða þessa hluti fyrir okkur er verið að taka af okkur frelsi sem við höfum notið í áratugi eða árhundruð. Þessu frelsi fylgir að sjálfsögðu ábyrgð líka og við höfum fyllilega staðið undir þeirri ábyrgð hingað til, Íslendingar. Það er auðvitað voðalega þægilegt að láta aðra bara ákveða fyrir sig hvað á að gera og sleppa jafnframt ábyrgðinni, gera bara eins og manni er sagt, kannski hætta að hugsa sjálfstætt…. En viljum við það?
Miðað við þann málflutning sem ég hef heyrt hjá nokkrum félögum hér á þessum þræði er jafnvel búið að sannfæra þá um að best sé að sérfræðingarnir ráði fyrir okkur, hvað við eigum að gera og að við eigum bara að hlýða. Ég get bara ekki verið sammála því, tel að boð og bönn séu komin allt of langt og tími til kominn að stoppa. Slaka á í bannstefnunni, eyða meiri orku í að leyfa, en jafnframt að nýta fræðingana í að leiðbeina og fræða, því það er miklu sterkara vopn heldur en boð og bönn.
Kv. Óli
24.03.2010 at 10:40 #687826Ég held ég hafi bara aldrei verið jafn sammála nokkrum manni eins og honum Óla núna.
Það er þessi ævintýralega forræðishyggja stjórnvalda sem er hér allt að drepa – bæði í þessu máli sem og mörgum öðrum, þar má sérstaklega nefna foræðishyggjuna í náttúruverndar- og bannmálum.
Láta stóra bróður ákveða allt og ganga svo í röð eins og sauðir á leið til slátrunar – af því að okkur er sagt það… Þetta fyrirkomulag hefur verið reynt í kommúnistaríkjum án árangurs – en hálf íslenska þjóðin kaus kommana yfir okkur núna og sjá í hvað stefnir….
Benni
24.03.2010 at 10:55 #687828
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
segjum tveir…. [u:2scrcp4y]það er búið að gera fólki grein fyrir hættuni[/u:2scrcp4y]
Mér finnst amk sumar lokanirnar hafa átt við veik rök að stiðjast og er farin að efast um trúverðugleika þeirra….
Kv.
Óskar Andri
24.03.2010 at 11:48 #687830Hvað er að vera á eigin ábyrgð ? Er það að viðkomandi mun bjarga sér ef eitthvað kemur uppá, hann mun ekki kalla á björgunarsveit ef á þarf að halda eða ef viðkomandi slasast ætlar hann ekki að fara með sjúkrabíl og notfæra sér þjónustu spítala eða læknis. Berum við ekki ábyrgð á okkar gjörðum hvað sem við gerum, hvort sem við brjótum gegn lokunum inn á hættusvæði eða ökum of hratt.
Ef við seigjum að eigin ábyrgð sé að viðkomandi muni bjarga sér sjálfur þá er það mín reinsla að eigin ábyrgð sé fljót að fjúka út í veður og vind ef eitthvað kemur fyrir ? Vita fjölskyldur ykkar að þið eruð á eigin ábyrgð og eru þær sammála því ?Veit ekki betur en það sé en að byggjast upp spenna í eldstöðinni og frekara gos í jöklinum ekki óhugsandi. Er það mat ykkar að óhætt sé að fara um svæðið. Á að að leyfa sumum sem eru vanari en aðrir að fara inn á svæðið eða á að hleypa öllum hvert sem er ?
Nú er góð spá fyrir helgina hvað haldið þið að margir muni fara á þetta svæði ? Hvernig haldið þið að veigir á svæðinu verði eftir þessa umferð og hvernig á að rýma svæðið ef á þarf að halda ? Ég bara skil ekki þessa umræðu enda er ég kannski partur af þessu komma kerfi.
24.03.2010 at 12:12 #687832En Friðfinnur,
Það er í lagi að:
Vísindamenn – vinir þeirra, félagar og fjölskyldur fari að gosinu
Fréttamenn – vinir þeirra, félagar og fjölskyldur fari að gosinu
Ljósmyndarar – vinir þeirra, félagar og fjölskyldur fari að gosinu
Lögreglumen – vinir þeirra, félagar og fjölskyldur fari að gosinu
Björgunarsveitarmenn – vinir þeirra, félagar og fjölskyldur fari að gosinuEn ekki aðrir – af því að það er of hættulegt.
Og þú sérð ekki hræsnina í þessu…
24.03.2010 at 12:17 #687834
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
og [u:2y3u6jum]vísindamenn[/u:2y3u6jum] sem fóru á jeppa í leifisleysi inn á gossvæðið skömmu eftir að það byrjaði festu sig, bíll [u:2y3u6jum]fréttamanna[/u:2y3u6jum] sem var á staðnum (væntanlega í leifisleysi líka) myndaði festuna, báðir bílarnir voru breyttir en það þurfti að kalla til björgunarsveit til að koma með [u:2y3u6jum]bandspotta[/u:2y3u6jum] á staðin???????????????????????????????? það er allt í lagi að svona fólk ferðist núna um lokaða svæðið en síðan var setið fyrir jeppamönnum á selfossi skv. því sem ég hef lesið hér.
Fannst þetta engum athugavert nema mér?
24.03.2010 at 13:19 #687836Auðvitað er það ekki í lagi að þeir sem ekki eiga erindi fari inn á hættusvæði hverjir sem það eru. Það má rökræða hverjar lokanirnar eiga að vera og það hverjir hafa fengið leyfi og hverjir ekki. Ég tel þó lokanir réttmætar ef þær taka mið af þeirri hættu sem er á svæðinu núna,þeirrar hættu sem getur skapast tld ef gosið færist inn á jökul eða að Eyjafjallajökull fer að gjósa og með tilliti til þess hvað veigir á svæðinu þola miðað við aðstæður og ástan. Mér fannst umræðan hér að framan snúast um annað og þá frekar að það ættu ekki að vera neinar lokanir.
24.03.2010 at 14:33 #687838Núna er t.d. hópur af pólitíkusum að flækjast þarna uppeftir að skoða gosið eins og hverjir aðrir túristar. Þeir hafa að sjálfsögðu fullkomlega ekkert erindi þarna uppeftir nema til að fullnægja ævintýraþörf sinni, þar sem allar þær upplýsingar sem þeir þurfa starfs síns vegna geta þeir fengið beint frá viðbragðsaðilum, vísindamönnum og almannavörnum.
Allir eru jafnir, nema sumir eru bara pínu jafnari
kv
Rúnar.
24.03.2010 at 14:57 #687840Ég tek heilshugar undir með þeim sem gagnrýna þessa yfirgengilegu forsárhyggju í nafni öryggis og verndunar fyrir alla hina vitleysingana. Stefna og framkvæmd stjórnvalda, eða öllu heldur stofnana, nefnda og ráða sem hlut eiga að máli, virðist hér komin langt út fyrir rökhyggju og skynsemi, enda verða þau gildi ávallt aukaatriði þegar drottnunartilhneigingar fara að segja til sín. Raunar virðist hér komið ágætis dæmi um hvað gerist þegar hugunarháttur og framkvæmdagleði forsjárhyggjunnar fá og ná að skjóta rótum og enda jafnan á bakhlið kúrfunnar og þá sem ofríki og drottnunarárátta. Kannski má því við bæta, að drottnunarárátta sú sem hér virðist hafa skotið rótum finnur sér ekkert síður farveg í samfélögum sem teljast til nýfrjálshyggju, líkt og hér hefur ríkt, sem og á hinum endanum eins og fram hefur komið að framan.
Síðan verð ég að játa að mér þykir nokkuð sérstakt að sjá fjölmiðlafólk spila með þessu og afar ófagmannlegt af fréttastofunum að senda einstaklinga sem seint verða taldir kunnugir íslensku fjalllendi, hvað þá að vetri til, út af örkinni til að kveða upp úr um ágæti alls þessa og upplýsa okkur hin um hvað okkur sé fyrir bestu. Fróðlegt hefði t.d. verið að heyra fréttaskýringar Ómars Ragnarssonar á þessu.
Og þegar jarðeldur þessi skráist í sögubækur legg ég til að hann verði nefndur „Lokaða Leynigosið“ a.m.k. fer það þannig af stað, hvað sem síðar kann að verða. Síðan get ég ekki annað en tekið undir með ábúendum Glæsistaða neðst í V-Landeyjum (hugsið ykkur), sem gátu ekki annað brosað í gegnum veðurbarin andlitin að þessum látalátum!
Með "Lokuðum Leynigosskveðjum"
24.03.2010 at 15:22 #687842Skil ekki þessa æsifréttamennsku…td þegar Kristján fréttamaður St2 var að tala við Sýslumanninn á Hvollsvelli..gat ekki séð annað en að sýslumaðurinn átti í stökustu vandræðum með að halda andliti og hefur sennilega lagst í jörðina af hlátri eftir viðtalið..!
Held að þetta Elítu lið ætti að ætti að finna einhverja aðra afsökun fyrir því að gera ekki neitt..drekka kaffi og ferðast á kostnað ríkisins…!!!
24.03.2010 at 16:47 #687844Þetta er svolítið athyglisverð umræða og eiginlega held ég að allir hafi nú nokkuð til síns máls. Það er í sjálfu sér alveg rétt sem Benni segir hér síðast að það lítur ekkert sérstaklega vel út þegar sumir mega og aðrir ekki. En þessir aðilar eru skráðir inn á svæðið og út af svæðinu þannig að meðan þetta fyrirkomulag er í gangi er fullkomin yfirsýn yfir það hverjir eru hvar ef eitthvað gerist. Og ég held að það sé akkúrat það sem menn hafa verið að velta fyrir sér, meðan þrýstingur í fjallinu er ekki farinn að falla að ráði sé meiri hætta en á venjulegum degi að nýjir atburðir eigi sér stað, mögulega gos í Kötlu. Við þær aðstæður vilja þeir væntanlega hafa frekar meiri ráðstafanir í gangi en minni. Menn eru líklega minnugir katastrófunni í Þrengslunum í síðasta Heklugosi. Ef þetta eru orðnir þúsundir misvel búinna bíla á ferli á misgreiðfærum slóðum þá bætist töluvert stórt verkefni ofan á aðra rýmingu á svæðinu. Ekki hægt að bera það ástand saman við það þegar einhverjir nokkrir jarðfræðingar og fréttamenn eru á ferðinni og til skrá yfir hvern og einn og símanúmer hjá þeim. Þannig að ef menn telja að tímabundið sé aukin hætta á t.d. Kötlugosi er kannski skiljanlegt sjónarmið að hafa umferðatakmarkanir meiri en minni. Þetta snýst um meira en bara hvort leyfa eigi jeppakörlum að fara um, þetta snýst um að stór hluti þjóðarinnar reynir að komast eins nærri og þeir geta, alveg áháð getu og kunnáttu. Reynslan sýnir það, klárlega.
Nú veit ég ekki hvort það sé mat jarðfræðinga að áhættan sé meiri núna en ella, en það er ekki alveg sjálfgefið að lokanirnar séu endilega að öllu leiti út í hött. Hins vegar finnst mér þessu svolítið ofgert og ég held að það sé orðið nauðsynlegt að opna á einhverja möguleika almennings til að skoða gosið. Eins og staðan er núna þegar fólk er góðfúlega leyft að horfa úr mikilli fjarlægð, þá verður það bara til þess að menn eru að reyna að laumast aðrar leiðir sem stundum eru mun varasamari, sérstaklega ef eitthvað fer af stað. Það er mikilvægt að létta takmörkunum eins fljótt og hægt er og ef ekki að koma fram með góðar útskýringar á takmörkunum og skýra alla myndina.
Kv – Skúli
24.03.2010 at 16:54 #687846Mér skilst að farið sé að kalla gosið “Litla klíkugosið”
24.03.2010 at 16:57 #687848Ég veit fyrir víst að það er mikið verið að velta fyrir sér öllum mögulegum leiðum til að gera aðgengi að svæðinu betra. Eitt af stóru vandamálunum er bara að þeir slóðar sem þarf að fara bera ekki mörg hundruð bíla umferð á dag vegna tíðarfars, málið liti allt öðruvísi út ef jörð væri frosin.
24.03.2010 at 17:07 #687850Hversu margir hér fóru niður að strandstað Vikatinds á sínum tíma?
Ég gerði það einhverjum vikum eftir strandið og slóðinn niður á fjörukambinn var orðinn hrikalega ljótur, gjörsamlega útúr tættur og á köflum allt að 10 metra breiður. Skil vel að menn séu hræddir við svæðið þarna enda miklu miklu viðkvæmara.
kv
Rúnar.
24.03.2010 at 19:19 #687852já finnst þetta óþolandi paronoja allt í kringum þetta túristagos eins og það er kallað, af hverju ekki að leifa fólki á velútbúnum bílum að skoða þetta inn í mörk á sýna ábirð, allt í lagi að vera með eftirlit en ekki loka alveg…. EN nú má víst ganga upp á fimmvörðuháls, en afhverju má ekki keyra þángað?????
24.03.2010 at 19:34 #687854Sæll Rófustappa. Skv. fréttum áðan máttu labba uppeftir en ekki fara á bíl. Hmm, eitthvað í þessu sem ekki passar. Ætli maður væri ekki fljótari í burtu á bíl. Æ, óttaleg forræðishyggja og Stóra Bróðurs stjórnun. En sjálfsagt að gæta öryggis og fara vel með umhverfið en óþarfi að vera með ofstjórnun. Þú ættir að ath. hvort TNT vilji ekki fara með þér. Hann á helling af díesel sem þarf að brenna.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.