Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Gormar umdir patrol
This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.02.2003 at 14:12 #192204
Hvaða gorma eru menn að kaupa undir patrolinn vantar að hækka minn svolitið meira upp er með 10cm klossa undir orginal gormunum
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.02.2003 at 14:38 #468922
Talaðu við þá hjá Bílabúð Benna og athugaðu með OEM gorma (Old Man Emu). Svoleiðis gormar ca 5-7 cm hærri en orginal væru mjög góðir undir Patrol. Mundu að velja dempara sem passa þeim.
Kveðja Theodor.
20.02.2003 at 16:51 #468924
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef þú vilt lifta Patrol upp um 2,5 cm umfram 10cm klossa þá er lang einfaldast fyrir þig að fara bara með bílinn til Bigga í Breyti og láta þá sjóða 2,5 cm flatjárnsbútum undir gormasætin á hásingunni, þessi aðgerð er partur af standard 38" breytingu hjá þeim og þeir eru enga stund að þessu. Ef þú ert ánægður með fjöðrunina einsog bíllin er þá skaltu ekki skipta (að sjálfsögðu getur þú gert þetta sjálfur ef þú er dúittjorself með suðuaðstöðu).
kv,
gáb
20.02.2003 at 23:17 #468926
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fjallasport og fl verkstæði á Höfðanum benda á stífari og lengri gorma 5-10cm hækkun (ca 10 ef ég héldi núverandi klossum)(Áströlsk framleiðsla)+demparar á ca 100þ fyrir Patrol. ég var að velta fyrir mér hvað kæmi best út. Pattinn minn mætti hækka og drífa þ.m. betur í snjó . Pajero sem fékk slíka upplyftingu virkaði áberandi betur á jökli fyrir vikið Eru aðrar leiðir ódýrari jafngóðar eða betri
Kveðja Guðberg
21.02.2003 at 10:28 #468928Keypti einhverja rauða gormar frá Fjallasporti undir 2000 árgerð að patrol, áttu að hafa 7cm lift. Bíllinn hækkaði eitthvað pínu við að setja þá undir en eftir mánuð var bíllinn sestur á samsláttarpúðana, og við settum orginal gormana undir aftur. Við þá aðgerð hækkaði bíllinn um 2-3 cm…! Þar fyrir utan voru þessir gormar alltaf allt of mjúkir (sennilega ætlaðir undir gamla patrol). Eru komnir undir kerru í dag og passa fínt þar.
OME er mjög góðir gormar, og eiga að vera fáanlegir í mismunandi hæðum og stífleikum. Myndi reyndar freka nota Koni dempara með þeim en OME demparana.
Bestu gormarnir sem þú færð eru líklega HT gormar frá Arctic-trucks, en þeir kosta líka sitt. Svoleiðis set með Koni dempurum er algjör snilld. Hækkun er 10 cm.
Kveðja
Rúnar.
21.02.2003 at 11:25 #468930Já hef heyrt þetta með gormana frá Fjallasport en hafa menn notað gorma frá IRONMAN eða TJM frá Ástralíu
Það þarf að hækka þessa bíla meira en 10cm liggja á kviðnum alltaf er með 2001 bil
21.02.2003 at 13:30 #468932Svo er eitt hægt að gera og það er að nota framgorma úr 80 cruiser, en þá þarf að skipta um gormasætið á hásingunni. Skilst að með því að nota OME hækkunargorma (ome851 ?) fyrir 80 cruiser, þá hækki bíllinn um 13 cm.
Kveðja
Rúnar
21.02.2003 at 14:22 #468934
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það var nokkuð vinsælt (og gott) að nota LC80 framgorma undir gamla Patrol boddíðið einsog Rúnar segir, og þá voru settir með ca 3-5 cm upphækkunarklossar (total lift ca 10-12cm), ég veit ekki til þess að menn hafi almennt verið að skipta um gormasæti þegar þetta var gert.
Svo er annar möguleiki en það er að nota Landróver gorma en þeir eru á MJÖG góðu verði hjá BSA og fást í óteljandi útfærslum (lengd og stífleiki), ennig er hægt að fá hjá þeim LR gormasæti og BSA verðin eru djók við hliðin á verðunum á OME og öðrum upphækkunargormum.
Persónulega finnst mér algjör della að eyða 100 þúsund í þetta á 2001 árgerð af bíl, þar sem að orginal Patrol gormar eru góðir og passa bílnum vel og síðast en ekki síst þá eru orginal dempararnir í sérflokki sem endast og endast.
Eg ég segi það enn og aftur, láttu bara setja smá upphækkun með faltjárnum undir gormasætin, efniskostnaður við það er 0 krónur og vinna nokkrir tímar, heildarkostnaður eflaust í kringum 20 þúsund.gáb
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
