Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Gormar og loftpúðar í Pajero
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 20 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.05.2004 at 14:04 #194352
Nú langar mig að spyrja hvort það sé einhver glóra í því að blanda þessu saman og ef svo er, hvernig er best að framkvæma það og hvar er hægt að fá það sem til þarf?
Kveðja Keli.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.05.2004 at 23:28 #502163
Sæll Keli
Þekki ekki þetta sem þú ert að spá í en er sjálfur með loftpúða að aftan og það er skemst frá því að segja að þetta er hrein snilld. Ég er með 1300 kg púða með 30cm slaglengd og "Vals" er neð 1500kg púða með 25,4 cm slaglengd og þetta er að svínvirka hjá okkur. Púðana færð þú í Part ehf Eldshöfða og fittings í Barka Kópavogi.
Erum báðir á ´98 Pæjum 2,8 dísel
Vona að þetta leiði þig á rétta braut :0)
(kanski er þetta sniðugt sem þú ert að spá í, veit ekki)
Kveðja Halli.
14.05.2004 at 00:09 #502167Takk fyrir greinargóð svör. Ég er með 90 módel af pæju þannig að þetta er alltaf spurning. Hefði viljað sjá hvernig púðarnir koma út einir og sér áður en ég ákveð að gera nokkuð í því. Væri nefnilega helv…. gaman að hafa þann möguleika að geta hleipt í púðana inní gormum til að stífa aðeins eða lyfta ef aðstæður væru þannig.
14.05.2004 at 09:47 #502171
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er þetta ekki bara ávísun á að púðar skemmast fyrr ef þeir fá að nuddast við gorminn? Bara svona smá hugdetta annars veit ég lítið um þetta
14.05.2004 at 09:50 #502175Það eru til svona púðar sem eru ætlaðir til að auka burðargetu bílsins. Einmitt settir inní gorminn og svo pumpað í.
14.05.2004 at 11:41 #502178Maður verður að spyrja sig hvort maður á að fara hálfaleið núna og seinni hlutann síðar eða fara alla leiðina strax. Því þegar á leiðarenda er komið er ódýrara að sleppa miðstiginu og fara alla leið því þar endar maður hvort sem er. Það er bara spurning um 1.300kg.- eða 1.600kg. púða. það munar einhverju í stofnkostnað en til lengri tíma litið þá er það spurning ???
kv. vals.
14.05.2004 at 12:21 #502181Sæll Vals.
Þetta þarf ekki að kosta svo voðalega.
Ég þekki ekki loftpúðana sem settir eru inní gorm og veit ekki um neinn sem er að nota það. Þar sem bíllinn er nú þegar með gormum er lítið mál fyrir þig að skipta út sætunum sem gormurinn er í fyrir sæti fyrir loftpúða. Að því gefnu að engin sveigja myndast á loftpúðanum.Það sem er misflókið og misdýrt hjá mönnum er hversu flott kerfi menn eru með til að pumpa í púðana og hvort nauðsynlegt er að skipta um dempara.
Demparaskipti fara að mestu eftir því hvort slaglengd breytist með tilkomu loftpúðanna. Stundum nóg að færa demparasæti.
Einfaldasta útgáfa af pumpukerfi er að þú handdælir inná púðana með dekkjapumpunni þinni. Flóknasta útgáfa sem ég gæti hugsað mér er sjálfvirk dæling af kút, stýrt af hæðarskynjara við hvert hjól ásamt því að hafa möguleika á að pumpa og hleypa úr innan úr bíl.
Þitt er valið "mátturinn og dýrðin"
Hitt er annað mál að allir sem ég veit að eru með loftpúða eru hæst ánægðir með græjurnar sínar.Gangi þér vel.
Elvar
14.05.2004 at 13:46 #502187Sæll Elvar og þakka þér fyrir tilsögnina en þú hefur aðeins misskilið mig. Þegar ég segi "maður" á ég við almennt en ekki mig persónulega.
Ég er nú þegar með loftpúða af bestu tegund undir mínum bíl og loftkerfi þ.e. dæla, kútar, "pressostat" loftlokar ofl. í honum. Einnig er ég með mæla og stýribúnað inni í bílnum þar sem ég get hækkað og lækkað bílinn að aftanverðu, allt eftir þörfum í það og það skiptið.
Þetta kerfi hefur hjálpað mér gríðarlega mikið í akstri í snjó og skilið á milli þeirra sem ekki hafa svona kerfi og bílsins míns á þann máta að þegar snjór og ís safnast undir bílana setjast þeir á kviðinn og bitar og annað sem er undir honum taka í snjóinn og halda bílnum föstum. Ég aftur á móti bæti lofti í púðana, innan úr bílnum, allt eftir því hversu mikill snjór safnast undir hann. Ég er ekki með læsingu að framann en hef komist mun meira en bíll af sömu tegund sem er með læsingu en ekki loftpúðafjöðrun.
Áður skrifaður póstur var ætlaður sem hvatning til þeirra sem huga að loftpúðum að fara alla leið og ég vona að þessi póstur verði ekki minni hvatning.
Eins og þú lest þá er ég svakalega ánægður með þetta kerfi og ekki síst vegna þess að ég hannaði það sjálfur og framkvæmdi frá a-ö. Allt tal um sér útbúna dempara fyrir loftpúðafjöðrun, er tómt bull, bara hugsa málið tilenda þá verður þetta besta fjöðrun sem völ er á.
Allt í góðu eins og oft heyrist að handan.
kv. vals.
R-3117
14.05.2004 at 14:13 #502191Takk fyrir svörin. Ég sé á síðasta svari, að það er mesti kosturinn að fara alla leið í þessu ef maður ætlar í loftið á annað borð. En þá er það spurning um kostnaðinn. Hvað svona kerfi kostar og hver er ending á púðunum og svo framvegis. Ef það væri hægt að slumpa á tölur sem væru mjög nálægt þeim kostnaði sem um er að ræða. Þess má í leiðinni geta að ég er alvarlega að spá í að fara með pæjuna á 38 tommur seinna meir.
14.05.2004 at 18:07 #502194Sæll aftur Keli
loftpúðarnir mínir 1300kg kostuðu um 15.000kr stykkið -4×4 afsláttur og fittings um 5.000kr af einföldustu gerð. ventill, T stykki, tveir kúlulokar, slöngur, og hné sem skrúfast í púðana.
1500kg púðarnir eins og Vals er með kostuðu um 23.000kr stykkið -4×4 afsláttur og er loftstýribúnaðurinn hjá honum mun dýrari og fulkomnari.
vona að þetta hjálpi.
Kveðja Halli.
14.05.2004 at 18:30 #502199Ég tel að þetta sé mönnum mikill hvati til að skoða þessi mál. Væri gaman ef hægt væri að skrifa góðan pistil um hvað nákvæmlega þarf að gera, hvar hlutirnir fást og hvað þeir kosta. Ég skal játa að ég er sérstaklega hrifinn af því að geta stjórnað þessu öllu innan úr bílnum. Það væri eins og ég segi, gott að fá að vita hvar allt dótið fæst og hvað það kostar svona gróflega áætlað.
14.05.2004 at 18:32 #502203Sælir félagar.
Mér langar að spyrja þá félaga Dittó og Vals hvort þið eruð með ballansstangirnar enn í bílunum hjá ykkur? Ég setti 1300kg púða undir Hilux sem ég átti á 44" Fjöðrunin var svakalega skemtileg en bíllinn varð rosalega svagur á eftir. Mér finnst algjört skilyrði að maður þurfi ekki að hefta fjöðrunarsviðið með ballansstöng þegar maður er að eyða fullt af peningum í að smíða sér fjöðrun.
Í dag á ég 44" Landcruser á gormum að aftan og mér finnst sú fjöðrun ekkert síðri, nema síður sé og bílinn er ekkert svagur sem heitið getur. Og annað sem má koma fram að það er algjörlega bilana frír búnaður!!!!!!!! Plaströrin vilja brotna að púðunum, nipplarnir á hásingunni vildu gefa sig o.s.frv. að vísu alltaf í snjó og krapa eða miklu frosti. Tek það fram að frágangurinn var ekki slæmur, og ég var með kerfi til að pumpa í púðana inni í bíl sem ég tel vera algjört frumskilyrði til að ná sem mestu út úr púðunum.
Niðurstaða hjá mér, mindi frekar vilja gorma, en loftpúðarnir eru mjög skemmtilegir.
Kveðja
14.05.2004 at 22:39 #502207Sælir piltar.
Ég er með púða undir mínum að aftan og er afskaplega ánægður með þá. Þegar ég fékk bílinn var annar púðinn ekki alveg rétt stilltur af þannig að dekkið nagaði gat á hann. það er allt viðhaldið sem kerfið hefur þurft. Aldrei hef ég lent í neinu veseni með nippla eða slöngur.
Stýribúnaðurinn verður fljótlega kominn inn í bíl, en eins og er felst hann í tveimur ventlum frami í húddi. það virkar bara ágætlega.Ég hef tekið eftir því að bíllin getur verið svagur. það er miklu meira áberandi ef lítið loft er í púðunum. Þeir einfaldlega virka best í ákveðinni lengd. Af þeirri ástæðu er ég akkúrat núna að lækka hann að aftan til að geta haft meira í púðum.
Kv.
Emil
14.05.2004 at 23:21 #502211Kostnaður vegna loftkerfisins sem ég er með var ca.:
Loftpúðar 1T14C-7, burður 3.240lbs. slagleng 10 tommur = 254mm; Partur Eldshöfða
2 stk. 46.000kr.Pressostat; Esso
1 stk. 3.600kr.Loftlokar normal close: Barki
4 stk. 9.600Loftdæla, Fini 173 L/mín
1 stk. 27.000kr.Fittings; Landvélar, Barki
Mörg stk. Ca. 12.000Loftmælar 1 stk. 10bar, 2 stk. 6bar
3 stk. 4.800kr.loftkútar 2 atk. 4 lítra
Átti þá sjálfurRofar, Bílanaust
3 stk. 2.100kr.Hönnun, bara gamann
Vinna, margir tímar
Kostnaður ca. 105.000kr. +/- 10.000kr.
Eflaust gleymist eitthvað smáræðis en þá eru það fáeinir þúsundkallar.
Guðni, í Pajero eru tvær balansstangir, ein að aftan og önnur að framan. Þegar ég fer á jökul tek ég aftari stöngina úr til að fá tegju í fjöðrina, hann verður svolítið svagur í kröppum beygjum en ekki námdans því eins svagur og ég hef séð marga af eldri breyttum bílum. Þegar báðar stangirnar eru í bílnum er hann als ekkert svagur. Nú er ég búinn að vera með loftpúða í tvo vetra og en hefur ekkert bilað (7-9-13 og allt hitt) ég skil ekki þetta með nippilinn á hásingunni ?. Allt loftkerfið er fyrir ofan grind hjá mér og þess vegna í vari fyrir árásun neðanfrá. Ég þekki ekki viðhaldið á gormafjöðrun nema af myndbandi Freysa frá ferð hans á Suðurskautið en það er að sjálfsögðu rétt að gormafjöðrun er góð fjöðrun, svona rétt á eftir loftpúðum.
Hrafkell, það sem græðist á svona kerfi, fyrir utan loftpúðana, er að það tekur mjög skamma stund að dæla í dekkin þar sem kútarnir eru fullir þegar maður byrjar og þegar maður er að færa sig á milli dekkja er dælan að fylla kútana.
Það er nú einu sinni svo að öllum finnst sinn fífill fegurstur og það sem menn gera er alltaf best, mest og fallegast, ég er ekkert öðruvísi. Það er ekkert nýtt í þessu hjá mér og finnst svipuð, betri eða verri kerfi í mörgum öðrum bílum en svona gerði ég þetta og er stoltur af því.
Nú er Pajero tækniþráður Dittos kominn í 182 pósta og flestir lausir við ?bobul and a bullshit? og er hann því orðinn lengsti þráður í sögu 4X4, þetta er 14 pósturinn í þessum þræði en ætti kannski heima hjá Ditto. Þetta segir manni að Pajero-eigendur eru flestir lausir við bernskubrek og hafa áhuga á að fræðast og fræða aðra á tæknilegum útfærslum á leiktækjum okkur.
kv. vals.
R-311715 póstar með Emils. Emil þú þarft fjóra loka, tvo til að hleypa lofti í púðana og tvo til að losa þá, nema þú sér að meina tvívirka loka.
14.05.2004 at 23:29 #502215Sæll Sigurfari.
Ég er með ballansstöngina í hjá mér og er alltaf með opið á milli púðanna og bíllinn er ekkert svagur við þetta reyndar skemmtilegri fjöðrun í venjulegum akstri en í miklum hliðarhalla loka ég á milli púðanna (get blásið í annan og hleypt úr hinum)
Með því að hafa opið á milli púðanna held ég (vona) að ég komist hálfa (jafnvel alla) leið í það að aftengja balansstöngina. (miðað við orginal, gormar + ballansstöng)
Vona að þetta skiljist.
Kveðja Halli.ps. ég hef verið að spá í hvort það sé munur á að vera með gorma og enga ballansstöng í misfjöðrun. Þá er töluverð spenna á öðrum gorminum en hinn nánast hlutlaus. og hinsvegar púða og ballansstöng og opið á milli púðana, þá eru púðarnir hlutlausir en spennan bara í ballansstönginni (fer kannski mest eftir stífleika ballansstangarinnar)
Vona að þetta skiljist líka.
Er þetta ekki bara málið.
15.05.2004 at 02:54 #502219Ég hef verið að velta því fyrir mér að það gæti verið sniðugt að setja loftpúða á miðja afturhásinguna með venjulegri gormafjöðrun, þá bara til að auka burð í ferðum og um leið auka eiginleika fjöðrunarinnar til að misfjaðra þar sem burðurinn færist meira á miðja hásinguna, þessi hugmynd er ca 35 ára gömul úr Range Rover þar sem hleðslujöfnunartjakkur er settur inn á A-stífuna….virkaði bara ansi vel…..
Bónusinn er sá að bíllinn er ekki farlama þó að púðinn klikki!kv
Grímur R-3167
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.