Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Gormar aftan í Hilux
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Gunnarsson 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
20.01.2006 at 09:37 #197110
Hvaða gorma hafa menn verið að nota þegar að þeir hafa verið að smíða gormafjöðrun að aftan í Hilux?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.01.2006 at 11:01 #539634
þegar ég breytti mínum og setti fourlink að aftan þá notuðum við range rover fram gorma að aftan
og komu þeir mjög vel út og veit ég um fleiri hiluxa á þessum gormum.keyptum við þá hjá bsa í kópavogi blá gata ef mig minnir réttkv Heiðar U-119
20.01.2006 at 14:30 #539636Gormar sem arctic trucks selur, minnir að þeir heiti HT, þeir eru fjólubláir. Prógressífir gormar sem eru held ég smíðaðir sem aukahlutur í 4runner.
20.01.2006 at 14:49 #539638Hægt að nota hvað sem er.
Einhverjir hafa notað 90-cruiser gorma. Og einhverjir hafa kvartað undan því að þeir séu of mjúkir.Er sjálfur með afturgorma úr 93 patrol (30 cm hjólhafslenging). Eru of stífir þegar bíllinn er ólestaður, en fínir þegar hann er lestaður.
Myndi sjálfur mæla með annað hvort Runner eða Rover gormum. Með þeim getur þú valið þann stífleika sem þú vilt hafa. Best er þó á svona bíl að hafa loftpúða að aftan.
kv
Rúnar.
20.01.2006 at 15:55 #539640Er ekki langbest að fara bara alla leið og setja loftfjöðrun í bílinn? Ég segi bara svona, held það sé ekki svo mikið dýrara að það eigi að fæla frá.
20.01.2006 at 20:49 #539642Búinn að heyra það frá manni sem VAR með loftpúða að það hafi ekki verið sniðugt, hann reif púðana úr og setti gorma í staðinn og fílar það mun betur!
20.01.2006 at 21:22 #539644Ég er alveg sammála Þorkel, loftpúðar. Ég setti loftpúða að aftan í Pajero-inn minn og mundi gera það strax aftur ef ég væri að spá í afturfjöðrunina.
kv. vals.
20.01.2006 at 21:31 #539646Sælir kæru spekúlantar. ég smíðaði gormasystem undir bíl sem ég átti og valdi gorma úr range rover. Ástæða þess að ég valdi gorma var sú að ég átti ekki aur fyrir púðum sem ég hefði annars gert.
Ég er búinn að umgangast marga bíla með púðum og gormum, og mitt mat er það að það er betra að vera með púðanna vegna þess að maður stillir þá bara eftir hleðslu bílsins en gormarnir eru verri upp á það að gera. það er örlítið flóknara að setja púða í bíl ef það er gert almennilega með hæðarstilli og öllu en gormarnir eru ódýrari.
Svo er það bara að vega og meta hvað henntar og í hvað á að nota bílinn.Kveðja Helgi
20.01.2006 at 22:43 #539648en sama hvað menn gera þá er það best að velja gorma í samræmi við hinn ásinn. Þ.e. ef maður er búinn að smíða eitthvað fínt að framan, þá fæst best fjörðun með því að hafa eigintíðni afturfjörðunar þá sömu og framfjörðunar.
Þetta er frekar auðvelt að gera, bara mæla þetta með því að finna út á hvaða tíðini bíllinn hreyfist mest, með því að djöflast á stuðurunum. Í sumum tilfellum væri ágætt að aftengja demparana til að gera þetta auðveldara.
Ég hef reyndar aldrei lesið neitt eða lært um loftpúða, en ég geri ráð fyrir því að þetta sé hætt að mæla og breyta þá þrýstingi eftir því sem þarf.
21.01.2006 at 00:19 #539650
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég setti gorma úr 90 cruiser undir 4-Runner hjá mér að aftan 4-link, þeir voru fínir þegar bíllin var ólestaður en hann var sestur á púðana þegar útilegudótið var komið inn, ég myndi ekki hugsa mig um í dag heldur setja púða strax, það er kannski aðeins dýrara en þú færð miklu betri, skemmtilegri og lengri fjöðrun í staðin.
21.01.2006 at 12:27 #539652Hefði nú haldið að það væri ekki best að hafa sömu tíðni að framan og aftan. Það hlítur að valda því að bílinn steypir stömpum í öldóttu undirlagi, frekar en að krúsa "flatur". Tíðnin að aftan ætti að vera eitthvað hærri. Þetta las ég allavega í amerískrí bók.
Tíðnina ætti maður að geta stillt nánast alfarið með dempurunum, enda skipta þeir meira máli í fjöðruninni en nokkurntíman gormarnir.
Annar er svo sem lítið sem er rétt eða rangt við fjöðrun í bílum, bara mismunandi eiginleikar.
Svo er annað og það er bílveikin. Hún kemur þegar eigintíðnin á bílnum er á ákveðnu bili (minnir 0.5-1 hz). Menn verða síður bílveikir í höstum bílum (hærri tíðni).
kv
Rúnar.
21.01.2006 at 12:41 #539654Egintíðni fer eftir hlutfalli massa og fjaðurstuðuls. Demparar koma þar ekki við sögu. Mér finnst sennilegt að bílum sé hættara við steypa stömpum ef egintíðni fjöðrunar er sú sama að framan og aftan, en dempun hjólabil og stærð yfirbyggingar skipta líka máli. Loftpúðafjöðrunin sem ég er með að aftan gerir það að verkum að bíllinn alveg laus við að steypa stömpum, sem var alltaf vandamál á öðrum jeppum sem ég hef átt. Einn helsti kostur loftpúðafjöðrunar, er að egintíðnin er óháð hleðslu, að því gefnu að púðarnir séu stilltir fyrir sömu hæð.
-Einar
21.01.2006 at 16:15 #539656Það er rétt sem eik segir, dempunarstuðull styttist út þegar maður reyndar eigintíðni svo hann skiptir ekki máli í því samhengi, en hefur vissulega mikið um fjörðunareiginleika bílsins.
En ef eigintíðin framan og aftan er sú sama hreyfist bíllinn eins framan og aftan, þe. akkúrat öfugt við það sem þið segið. Þá fer hann frekar mjúklega upp og niður í staðinn fyrir að hendast fram og aftur.
Ef þið hafið séð Dakar rally bíla hreyfast þá er þetta nákvæmlega þannig. Enda er þessi hönnunar aðferð notuð þar.
Þetta er fræði sem ég hef beint úr Vélhlutahönnunarfræðunum sem ég er að stúdera, og ég ræddi þetta einmitt við kennara í fyrra sem er með með háar gráður í þessum fræðum og jeppakall.
Hins vegar hugsa ég að það sé nú aðallega horntíðni dekkjanna sem hefur áhrif á jeppaveikinna, er það ekki annars þegar stýrið djöfllast til? hefði haldið að það væri kerfið dekk-hásing sem hefur mest um það að segja. En það er nú eitthvað sem ég hef lítið stúderað.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.