This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Eiður Ragnarsson 18 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Jæja þá er komið að því að smíða gormafjöðrun undir Wranglerinn að framan. Ég er með nokkrar spurningar sem gaman væri að fá álit á frá þeim sem hafa reynslu í þessum málum
Stífur. Mér líst best á afturstífur undan 70 cruiser, þær eru mjög svipaðar Rover framstífum en þar sem að mér skilst að fóðringarnar í Rover stífunum séu ekkert að endast þá vil ég frekar nota þessar. Hvernig er best að hafa þær undir? Á ég að hafa þær alveg lágréttar eða meiga þær halla aðeins niður að hásingunni?
Samsláttarpúðar. Ég ætla að hafa benz púðana en spurningin er hvernig á að ganga frá fletinum þar sem þeir koma á hásinguna. Að aftan er ég með skál undir þá (smíðaði ekki þá fjöðrun sjálfur) en er kannski allt í lagi að hafa bara sléttan flöt?
Spindilhallinn á svona bíl (’87 Wrangler) er 8 gráður original, er það ekki bara nokkuð passlegt fyrir 38″?
Ég ætla að setja lægri stýrisarm úr Grand Cherokee (um 8 cm lækkun) til að fá togstöngina lágréttari. Hvort er sniðugra að hækka festinguna fyrir þverstífuna á hásingunni eða lækka hana úr grindinni?
Síðan vil ég taka það fram að ég er alveg galopinn fyrir öllum hugmyndum og commentum!
Kveðja, Kiddi kjáni.
Just
Empty
Every
Pocket
You must be logged in to reply to this topic.