FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Gormafjöðrun

by Kristinn Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Gormafjöðrun

This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Eiður Ragnarsson Eiður Ragnarsson 19 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 03.02.2006 at 18:13 #197231
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant

    Jæja þá er komið að því að smíða gormafjöðrun undir Wranglerinn að framan. Ég er með nokkrar spurningar sem gaman væri að fá álit á frá þeim sem hafa reynslu í þessum málum

    Stífur. Mér líst best á afturstífur undan 70 cruiser, þær eru mjög svipaðar Rover framstífum en þar sem að mér skilst að fóðringarnar í Rover stífunum séu ekkert að endast þá vil ég frekar nota þessar. Hvernig er best að hafa þær undir? Á ég að hafa þær alveg lágréttar eða meiga þær halla aðeins niður að hásingunni?

    Samsláttarpúðar. Ég ætla að hafa benz púðana en spurningin er hvernig á að ganga frá fletinum þar sem þeir koma á hásinguna. Að aftan er ég með skál undir þá (smíðaði ekki þá fjöðrun sjálfur) en er kannski allt í lagi að hafa bara sléttan flöt?

    Spindilhallinn á svona bíl (’87 Wrangler) er 8 gráður original, er það ekki bara nokkuð passlegt fyrir 38″?

    Ég ætla að setja lægri stýrisarm úr Grand Cherokee (um 8 cm lækkun) til að fá togstöngina lágréttari. Hvort er sniðugra að hækka festinguna fyrir þverstífuna á hásingunni eða lækka hana úr grindinni?

    Síðan vil ég taka það fram að ég er alveg galopinn fyrir öllum hugmyndum og commentum!

    Kveðja, Kiddi kjáni.

    Just
    Empty
    Every
    Pocket

  • Creator
    Topic
Viewing 14 replies - 1 through 14 (of 14 total)
  • Author
    Replies
  • 04.02.2006 at 00:28 #541462
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Ég vil byrja á að taka það fram að ég er ekki einhver expert með allt á hreinu heldur aðallega hugmyndir.

    í sambandi við halla á stífum þá myndi ég láta þær halla aðeins niður að hásingu með bílinn tóman, stilla það þannig af að "tilbúinn" á fjöll séu þær beinar.
    .
    Það er betra að síkka þverstífu í boddýi heldur en að hækka hana á hásingunni. Það gerir tvennt, þá síkkar þú hana eins og sektorinn og ef hún er hækkuð frá hásingunni þá fer hásingin að "pendúla" þ.e.a.s. vagga um þann punkt. Mikilvægt er að hafa sama halla á togstöng og þverstífu því annars beygir bíllinn alltaf þegar hann fjaðrar.
    .
    Ertu viss um að hallinn sé 8° orginal? mér vitanlega eru 3-4° nær lagi en það skiptir svo sem ekki máli, 8° ættu að vera mjög fínar.
    .
    Svo í samb. við benz púðanna þá var ég að heyra að þessir púðar sem nær allir eru að nota og kalla benz púða eru ekki benz heldur einhverjir bílanaust púðar. Alvöru Benz púðarnir eru festir með splitti en bílanaust púðarnir með 8 mm bolta. Gúmmíið í Benz púðunum er svo mýkra heldur en í hinum.
    .
    Annars segi ég bara góða skemtun og gangi þér vel
    .
    Freyr





    04.02.2006 at 17:10 #541464
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Cruiser stífurnar eru örugglega mjög fínar. Toyota fóðringar eru þekktar fyrir að endast og kosta ekkert svo mikið.

    Hvað hallann á stífunum varðar, þá er best að grindar-endinn á stífunum (endinn sem festist í grindina) sé ca í sömu hæð og miðlína hásingarinnar (hvernig stífunni sjálfri hallar skiptir í raun engu máli). Einhverjir örfáir cm til eða frá skipta vart neinu lykilatriði. Ef þessir cm hætta að vera barar örfáir, þá fer misfjöðrun (t.d. þegar þú beygir og bílnum hallar) að hafa áhrif á stefnu bílsins (hásingin skekkist undir bílnum). Þetta skiptir einnig máli með afturfjöðrunina.

    Þverstífan stjórnast aðalega af því hvernig stýristöngin liggur. Þessar tvær stangir verða að vera samhliða, og best er ef þær eru nokkurnvegin jafn háar einnig.

    Til að fá bestu fjöðrunina er best að hafa þverstífuna sem neðst (helst bara rétt yfir götunni…!).
    Til að fá bíl sem leitast við að halla sér inn í beygjum (í staðin fyrir út) skaltu setja þverstífuna fyrir ofan þyngdarpunkt bílsins, og til að fá bíl sem hallar ekkert í beygjum skaltu setja þverstífuna í nákvæmlega sömu hæð og þyngdarpunkturinn er…. :)
    Ofangreint er að sjálfsögðu ómögulegt að framkvæma í raun (nema að hluta til með þróaðri fjöðrun)…

    En svona almennt og í raun, neðar er betra. Neðar þýðir minni hreyfingar á yfirbyggingunni þegar bíllinn burrar yfir ójöfnu.

    Og eitt enn. Af einhverri ástæðu sem ég þekki ekki þá láta framleiðendur hásingarbíla alltaf þverstífuna að aftan alltaf liggja öfugt á við að framan.

    kv
    Rúnar.





    04.02.2006 at 17:47 #541466
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Ég þakka fyrir þetta, núna er þetta allt saman að smella í kollinum á mér.
    Þá ætla ég s.s. að lækka þverstífuna úr grindinni jafn mikið og ég lækka togstöngina.

    En varðandi þverstífurnar að aftan, er það ekki bara á jeppum frá löndum þar sem stýrið er hægra megin, og þar af leiðandi þarf þverstífan að framan að snúa þannig og þá láta þeir þverstífuna að aftan snúa eins. Síðan færa þeir stífuna að framan á þeim bílum sem fá stýri vinstra megin og láta afturstífuna vera? Bara pæling…

    En ég er ennþá að velta fyrir mér samsláttarpúðunum, þ.e. hvort ég geti ekki bara haft sléttan flöt á hásingunni fyrir þá…

    kv. Kristinn





    04.02.2006 at 17:56 #541468
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Á að vera alveg nó að hafa bara flat sæti á hásingunni fyrir stopparana. "Benz" púðarnir úr bílanaust eru grjót harðir, eða voru það allavega þegar ég keypti mína. Hægt að kaupa orginalinn í Ræsi. Einnig gætu frampúðar úr 80-cruiser verið góður candidat. Afturpúðar úr cruiser er stórir mjúkir góðir og dýrir og sennilega of stórir. Gott er að hafa púðana inn í gorminum.

    Á 80-cruiser og fleiri bílum er afturstífunni snúið við á bílum með stýrið öfugu megin. Veit ekki af hverju eða hvort þetta skiptir einhverju máli.

    kv
    Rúnar.





    04.02.2006 at 18:21 #541470
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Í verkstæðisbókunum sem ég á um Patrol þá snýr afturstífan eins hvort sem bíllinn er RHD eða LHD. Þannig að ég held það sé ekkert heilagt að þær snúi á móti hvor annarri.

    -haffi





    04.02.2006 at 18:44 #541472
    Profile photo of Guðmundur Magni Helgason
    Guðmundur Magni Helgason
    Participant
    • Umræður: 82
    • Svör: 767

    Ég fékk mér benz púða frá bílabúð benna, þeir eru 12cm og leggjast saman um helming hér um bil og voru þeir ódýrari en í bilanaust.





    04.02.2006 at 23:02 #541474
    Profile photo of Loftur Matthiasson
    Loftur Matthiasson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 50

    er að breyta grand cherokee um þessar mundir og ætla að nota svona úr Bílarusl sem er ekki frásögufærandi, en málið er að ég setti einn í legupressuna sem pressar 10 ton (lítil pressa)
    og mældi þegar pressan fór að svíkja (mæli ekki með þessari aðgerð) "DO NOT TRY THIS AT HOME"
    en ég er of forvitin og gat ekki hamið mig en guð má vita hversumikið power er í þessu ef smellur úr
    en hann fór í 3 cm sem er þá 75% og reikna ég með að 10 ton sé raunhæft meðað við að lenda úr ca 1m hæð og verður maður að gera ráð fyrir því til að skemma ekki demparana og/eða nýta þá til fulls.
    svo frufaði ég líka að pressa Ranco púða en hann fór saman um helming og það er ekki nogu gott
    en ég hefði notað cruiser púðanna en verðmunurinn er of mikill.

    kv Loftur





    04.02.2006 at 23:35 #541476
    Profile photo of Hrolfur Árni Borgarsson
    Hrolfur Árni Borgarsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 878

    Ég held reyndar að púðar eins og bens cruiser og td.gömlu góðu cortinu púðarnir verði að hafa mjög góðan flöt til að lenda á sléttan eða helst kúptan (skál),því þeir virka eins og loftpúðar ss. þeir eru holir og virknin byggir á því að púðinn sé þéttur og loftið tolli inn í honum, sérstaklega í mestu látunum.
    Ég var með massíva púða í Patrol framan og setti svo cortinu púða og skál á móti maður steinhætti að finna hann slá saman sama hvað gekk á.
    Kveðja jeepcj7 eða 2





    04.02.2006 at 23:52 #541478
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Eitt sem hægt er að gera ef menn vilja, og það er að hafa tvo samsláttarpúða sitthvoru megin. Einn stóran og mjúkan og svo einn svona neyðar-púða sem er þá lítill og tryggir það að ekkert skemmist ef mjúki púðinn gengur of mikið saman.
    80-krúserinn er þannig hannaður held ég.

    Notaði svona Bílanaust púða (eru þeir ekki innlendir frá gúmisteypunni eða eitthvað svoleiðis?), að aftan hjá mér. Gerði ráð fyirr að þeir slægu saman um 60%. Strax í fyrsta túr kom í ljós að eitthvað var ekki í lagi, bíllinn barði saman í tíma og ótíma. Eftir smá pælingar náði ég mér í sög og sagaði neðan af púðunum. Bíllinn snarskánaði eftir það, en slær samt fast saman ennþá. Var frekar fúll með þetta, púðarnir greinilega alveg grjótharðir.

    kv
    Rúnar.





    05.02.2006 at 01:09 #541480
    Profile photo of Ingimundur Bjarnason
    Ingimundur Bjarnason
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 110

    sælir
    Með þessa púða pælingar þá hef ég notað í fjölda ára Bens búðanana,
    Og mín skoðun er að þeir henta mjög vel bæði í þungum jeppum og og minni.
    en ef Jeppinn slær mjög fast saman á fjöðrum getur þá verið að hann sé of nálag hásingu?
    eða fjöðrunin of mjúk?,þá skiptir ekki máli hversu margir púðar eru notaðir,það alltaf jafn vont.
    þetta hlítur að hafa sína formúlu og það hlítur einhver kunnáttumaður hér ,,,,að geta svarað þessu
    Mundi





    05.02.2006 at 01:24 #541482
    Profile photo of Albert Sigurðsson
    Albert Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 51
    • Svör: 257

    Við strákarnir í torfærunni vorum með þessa púða,
    og boruðum göt í gegn.Þeir myktust við það.

    kv. ö1235





    05.02.2006 at 01:28 #541484
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Þar er betra að þversífurnar halli á móti hvor annarri en að þær séu báðar festar v.m. í grind. Ef þær eru báðar v.m. í grind þá dugar hliðarvindur eða beygja til þess að halla bílnum töluvert á hliðina. Ef þær eru hinsvegar á móti hvor annarri þá mynda þær nokkurskonar x sem minnkar veltu (hliðarhreyfingar) á yfirbyggingu.
    .
    Varðandi hallann þá held ég að best sé að miða við að stífan sé lárétt þegar bíllinn er akkúrat á miðju fjöðrunarsviðinu, þannig verður minnst hliðarhreyfing á hásingunni við fjöðrun.

    Freyr





    06.02.2006 at 21:57 #541486
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Man allt í einu eftir einu.
    Á sumum bílum getur fjarlægð dekks frá grind bílsins takmarkað það hvað þverstífan er sett neðarlega. Við misfjöðrun gengur dekkið inn að ofan, og getur rekist í grindina. Þeim mun neðar sem þverstífan er (veltipunkturinn verður neðar), þeim mun nær grind gengur dekkið.

    Gæti vel verið að þessir "Benz" púðar séu mis góðir eftir því hvenær þeir eru framleiddir. Ég gæti hafa lent á mjög slæmu "batchi". Mínir leggjast allavega ekki saman um nein 50%….

    kv
    Rúnar.





    06.02.2006 at 23:36 #541488
    Profile photo of Eiður Ragnarsson
    Eiður Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 315

    Að hafa stífurnar láréttar á miðju fjörðunarsviðinu, til að hásing gangi ekki til hliðanna þegar hún fjaðrar. Sérstakleg á þetta við ef fjörðunin er mjög löng
    Varðandi "Bens" og bens púða þá fjárfestum við í Bílanaust "Bens" púðum og þeri virka fínt, þú finnur alsrei fyrir samslætti að af framan, en að aftan þar sem enn eru orginal Landroverpúðar finnur maður verulega vel fyrir samslætti.

    kv
    Austmann





  • Author
    Replies
Viewing 14 replies - 1 through 14 (of 14 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.