This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Bergur Kristinn Guðnason 15 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Hæ, ég hef verið að velta fyrir mér að setja olíumiðstöð í bílinn sem hitar mótorinn og svo aftur setur miðstöðina í gang til að hita inn í bílinn. Ef þetta er í gangi heila nótt er þá ekki hætta á að miðstöðin tæmi rafgeymana meðan maður sefur í bílnum, veit svo sem að hún slær út eða pípar á mann áður en geymarnir tæmast en það sem ég var að hugsa um er gólfhiti. Sjáið þið eitthvað á móti því svona fyrir utan að maður geti gert gat á slöngurnar í gólfinu. Væntanlega myndi maður setja smá dælu til að dæla heitavatninu í gólfið í stað þess að láta miðstöðina blása. hitinn leitar alltaf upp en auðvitað er einhver einangrun í teppi og drasli á gólfinu, en gæti þetta samt ekki gefið ágætis hita í bílinn. Hvað haldið þið?
Kv Beggi
You must be logged in to reply to this topic.