FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Gólfhiti

by Bergur Kristinn Guðnason

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Gólfhiti

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Bergur Kristinn Guðnason Bergur Kristinn Guðnason 15 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.07.2009 at 03:36 #205338
    Profile photo of Bergur Kristinn Guðnason
    Bergur Kristinn Guðnason
    Participant

    Hæ, ég hef verið að velta fyrir mér að setja olíumiðstöð í bílinn sem hitar mótorinn og svo aftur setur miðstöðina í gang til að hita inn í bílinn. Ef þetta er í gangi heila nótt er þá ekki hætta á að miðstöðin tæmi rafgeymana meðan maður sefur í bílnum, veit svo sem að hún slær út eða pípar á mann áður en geymarnir tæmast en það sem ég var að hugsa um er gólfhiti. Sjáið þið eitthvað á móti því svona fyrir utan að maður geti gert gat á slöngurnar í gólfinu. Væntanlega myndi maður setja smá dælu til að dæla heitavatninu í gólfið í stað þess að láta miðstöðina blása. hitinn leitar alltaf upp en auðvitað er einhver einangrun í teppi og drasli á gólfinu, en gæti þetta samt ekki gefið ágætis hita í bílinn. Hvað haldið þið?
    Kv Beggi

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 21.07.2009 at 07:55 #652090
    Profile photo of Jóhann Þröstur Þórisson
    Jóhann Þröstur Þórisson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 579

    Sæll þeir hjá Skorra eru með búnað til að tengja miðstöðvar mótorinn þannig að hann taki minni straum.
    kv Jóhann





    21.07.2009 at 08:28 #652092
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    sæll

    ég er með svona olíumiðstöð í jeppanum hjá mér. ég get sagt þér strax að rafgeymirinn myndi aldrei lifa heila nótt. þetta kerfi samanstendur af vatnsdælu til að hringdæla vatninu og svo miðstöðvarmótornum og þessar 2 dælur taka alltof mikinn straum til að þetta geti virkað af einhverju viti á bílgeymi í marga klukkutíma.

    þú værir í raun mikið betur settur með gasmiðstöð, en þar er bara ein lítil vifta til að blása lofti og tekur miklu minni straum. gallinn er vissulega sá að þú þarft þá að rassast um með gaskút, en þetta eyðir svona 200 grömmum á klukkutíma svo lítill grillkútur myndi duga í sólarhring þótt miðstöðin væri alltaf í botni, sem er ekki raunin því þessar miðstöðvar eru með hitastilli svo auðvelt er að stjórna því hversu heitt er í bílnum.

    ég held þú sért að eyða of miklum hita í vitleysu með því að vera að halda vélinni heitri og reyna að hita gólfið í bílnum. að halda vélinni volgri yfir nótt er bara sóun á orku, það er alveg nóg að hita hana rétt fyrir brottför ef þú ert að hugsa um að fara vel með hana.

    en þetta er bara mín skoðun…





    21.07.2009 at 09:09 #652094
    Profile photo of Kristján Jóhannesson
    Kristján Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 74

    sæll

    veit um eitt dæmi

    patrol sem breytt var í húsbíl, þar voru settar krossviðsplötur í gólfið, svo voru fræstar raufar í plöturnar og lögnum komið fyrir í raufunum, því næst var sett álplata yfir lagnirnar, þetta er að virka gólfið er að sjóðhitna.

    Það voru setti kúlulokar á hringrásina sem hægt er að loka á vélina með, svo eru þeir opnaðir til að taka vélina með í hringrásina og hita hana.

    Þessi bíll er með auka rafgeymi, neyslugeymi, sem sér miðstöðinni fyrir rafmagni, ég þori samt ekki að fara með það, hvort hún er keyrð næturlangt

    Kv Kristján





    21.07.2009 at 23:16 #652096
    Profile photo of Karl GuðJónsson
    Karl GuðJónsson
    Participant
    • Umræður: 41
    • Svör: 563

    [color=#0040FF:cuva9x9p]Málið er bara að fá sér almennilegan svefnboka[/color:cuva9x9p]:O)

    kv. Kalli





    04.08.2009 at 22:26 #652098
    Profile photo of Gunnar Sigurfinnsson
    Gunnar Sigurfinnsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 243

    Eða heita konu :-)





    05.08.2009 at 01:19 #652100
    Profile photo of Bergur Kristinn Guðnason
    Bergur Kristinn Guðnason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 371

    Ég á góðan svefnpoka og konan mín er svo heit að við getum bara sofið í blæjubíl saman, með blæjuna niðri hehe





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.