Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Gólf í jeppa
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Lárus Rafn Halldórsson 19 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.06.2006 at 11:16 #198099
Hvað er sniðugt að nota í gólf á jeppadruslu. Var að spá í að láta setja svipað efni og sett er í palla á pickup bílum. Hafa menn einhverjar tillögur í þessum málum.
Kveðja, Theodór.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.06.2006 at 11:30 #554652
ertu að tala um jeppan þinn að alment um jeppa
ef þú er að tala um þinn þá held ég að þú getir sett hvað sem er nema jeppin þinn þurfi að fara smá stund út úr skúrnum þegar verið er að þrífa gólf eða annað þá er kannsk gott að setja hitablásara inn í hann á meðan hann er út þannig kemur örugglega í veg fyrir að það geti saggggggað inn í honum.
skari
verum í bandi
16.06.2006 at 11:36 #554654hefur verið að setja svona Rhino linings á gólfin á jeppunum sínum. Örugglega þræl sniðugt. Kannski spurning með hljóðeinangrun?
Hvað sem öðru líður, þá eru teppi bara fyrir kell*****, ho*** og patroleigendur

kv
Rúnar.
16.06.2006 at 11:36 #554656Enn bíddu skari minn. Teddi er örugglega ekki að tala um sinn jeppa, þar er ekkert gólf eftir ryðhreinsunina.
Það eru ekki nein pallhúsaúðun sem bjargar þessu hjá þér Teddi minn, talaðu við þá í húsbílaklúbbnum þeir vita um einhverja sérsterka blöndu sem kannski má smíða nýtt gólf úr.
Rosalegt þegar bílar fara svona illa út úr saggmyndun.
Lúther.
16.06.2006 at 12:48 #554658trégólf teddi þá ertu nú orðinn flottur bara lakka það vel.
skari
verum í bandi
[img:2467prbs]http://www.sportsmobile.com/sections/4×4/rally/2003/07qrally.jpg[/img:2467prbs]
16.06.2006 at 16:12 #554660Rétt það runar, vinyll alla leið;)
16.06.2006 at 18:09 #554662Er ekki spurning um að hjálpa Tedda að koma bílnum á götuna og veita honum uplýsingar um það sem hann var að spyrja um.
Svona slitsterk kvoða eins og er sprautað inní palla og á gangbretti, endist allavega forever, miklu lengur en bíllinn. Límist líka alveg á alla fleti þannig að útilokað er fyrir vatn og annað að komast undir og skemma. Þetta er frekar mjúkt efni og þolir mikið frost án þess að harna og eiga á hættu að springa. Þetta kostar líka slatta.
Ég man ekki í augnablikinu hvað fyrirtækið heitir sem sprautar þessu á, en þeir sprauta þessu efni á gangbrettin sem Gunnar Ingvi í Brettaköntum smíðar á Pajero svo hann getur gefið þér upplýsingar.
Kveðja siggias74 E1841
ps. þetta er sprautað í nokkra millimetra þykku lagi og er svona gúmíkent, þannig að þetta er örugglega líka ágætis hljóðeinangrun
16.06.2006 at 18:23 #554664Teddi ath með að láta heitklæðningu í gólfið,þetta er það sem er sprautað í palla á bílum.
Veit að það kostar um 60 þús að láta sprauta þessu í pallinn á bílnum mínum,þannig að þetta er ekki ódýrt en endist vel.
Svo er bara spúlað dekkið (Gólfið)eftir túra á fjöll,einfalt og þægilegt.
Heitklæðning ehf Vagnhöfða 20 110 Reykjavík 8925065Kv,JÞJ
16.06.2006 at 19:08 #554666Held það hafi verið fyrirtæki í þessu sem er/var staðsett í
rauðu húsunum við Dalvegin í kóp.
prufa líka að hríngja í bílaklæðningar ehf þeir gætu
vitað hvað fyrirtækið heitir. man það ómugulega núna.
já það er búið að setja svona í nokkra bíla sem ég veit um.
ma einn land rover
16.06.2006 at 19:20 #554668Sæll Theodór
Ég keypti mottur hjá Bílasmiðnum sem ég kem til með að bræða í hjá mér. Þær eru reyndar hugsaðar sem aukahljóðeinangrun hjá mér. Svo set ég original teppið ofaná.
Þetta hugsa ég að komi til með að halda allri bleytu frá gólfinu sjálfu.Svo skemmir ekki fyrir að þetta kostaði tæpar 20.000 en í því verði er líka þynnri einangrun í allar hurðar og þak.
En þetta eru frekar þungar mottur, ca 4 mm þykkar.Kveðja
Arnór
16.06.2006 at 20:56 #554670Jú strákar auðvitað á að hjálpa Tedda greyjinu að koma bílnum á götuna, við Skari erum bara svo vitlausir að við kunnum ekkert nema að keyra og varla það.
Enn TEDDI af hverju gengur Cruiserinn undir nafninu "Pólverjinn"??
Lúther
16.06.2006 at 21:12 #554672Þar sem Teddi er svo duglegur að festa sig í vatni, mæli ég með alvöru límdum dúk, eins og er í rútubílum. Reyndar ekki ódýrasta gólfefnið, en alveg rosalega gott ef vel er frá því gengið.
Góðar stundir
17.06.2006 at 11:16 #554674Síðast þegar ég smíðaði gólf í bíl þar sem upprunalega gólfið var búið að yfirgefa svæðið þá barði ég til húdd úr skóda og sauð það undir…..
svo er bara að vippa bílnum á toppinn og bræða þakpappa yfir viðgerðina!
suðukveðjur,
Lalli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
