This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 19 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Skriðgírinn frá Ashcroft er kominn aftur í framleiðslu úti. Þetta er gírinn sem boltaður er aftan á aflúrtakið á LT230 millikassanum og er til í nokkrum bílum hér á landi. Þessi gír gefur niðurfærslu um 2,69 og er þá hlutfallið í 1. gír LóLó komið í 116,8 eða þar um bil. Gírinn á að verða tilbúinn til afgreiðslu 1. júli 2005, en þeir eru byrjaðir að taka við pöntunum.
Sjá hér
Tók eftir því að þarna segja þeir að sögulega séð sé þetta framleitt fyrir ‘..the ‘Rock Crawlers’ in the USA and the ‘Glacier Crawling’ in Iceland.’
Verðið er 1.500 pund eða 180 þús + flutn. og tollur.
Einnig gömul umfjöllun um hann hér: hér
Annar valkostur sem þeir eru að bjóða þarna er að skipta út hlutföllum í kassanum og verður þá hlutfallið í niðurgírun í háa drifinu 1,222 (í stað 1,411 og 5,950 (í stað 3,321) í láa drifnu. Með því verður engin skörun milli gíra, þ.e. 5. láa er lærri en 1. háa. Spurning hvort það sé ekki óþæginlegt í mismunandi færi (alltaf að hræra í millikassanum)
Allavega það er eitthvað verið að framleiða fyrir þennan litla markað okkar (og kanana)
Kv – Skúli
You must be logged in to reply to this topic.