FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

GOÐA KVÖLDIÐ HER

by Sigurður Hilmarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › GOÐA KVÖLDIÐ HER

This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson Samúel Þór Guðjónsson 17 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 25.07.2007 at 21:18 #200573
    Profile photo of Sigurður Hilmarsson
    Sigurður Hilmarsson
    Member

    Er að leita mer að upplysngum hvort eitthver her inni geti tjað mer með hvernig vegir inn i ÖSKJU, HERÐUBREIÐARLINDIR OG vegir þar i kring eru? er að pæla að fara þar um i næstu viku er a pajero sem er a „33“. VITIÐ NOKKUÐ UM sPRENGISAND HVERNIG HANN ER.

  • Creator
    Topic
Viewing 18 replies - 1 through 18 (of 18 total)
  • Author
    Replies
  • 25.07.2007 at 21:39 #593944
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    ÞETTA ER ALLT FÆRT SMÁ JEPPUM, Þ.A.S ÞÆR LEIÐIR SEM ÞÚ SPYRÐ UM. SPRENGISANDUR ER AÐ VERÐA ÞVOTTABRETTI EN ANNARS FÓRU 15 HÚSBÍLAR ÞARNA FYRIR SKEMMSTU OG LÉTU BARA VEL AF ÞVÍ
    KV OFSI





    25.07.2007 at 21:47 #593946
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Flestir fjallvegir eru í ömurlegu ástandi þessa dagana. Það var viðtal við Gísla Rafn, mann sem gerir út dagsferðir í Öskju frá Mývatni, í kvöldfréttum fyrir stuttu. Vegirnir eru eitt þvottabretti og allir bílar að hristast til helvíts á þessum vegum. Hann benti réttilega á, að á þegar vegirnir eru svona slæmir, þá keyrir fólk fyrir utan þá, og utanvegaakstur stór eykst, eins og er að gerast núna meðfram flestum fjallvegum. Það er alltaf sama svarið frá vegagerðinni, við eigum ekki pening til að hefla.

    Góðar stundir.

    ps: menn eru að skjóta á að ferðaiðnaðurinn sé að skila 6 milljörðum í þjóðarbúið seinustu 2 vikurnar í júlí.





    25.07.2007 at 21:55 #593948
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Sérkennilegt með þessi fjandans þvottabretti, Sprengisandur var orðin þvottabretti í sömu viku og það var opnað. Er verið að hefla þetta svona grunnt eða eru þetta þurrkarnir sem gera hefilstjórunum lífið leitt. Skil þetta ekki alveg. PS fara þessi 6.0 miljarðar ekki allir i Glitnir og dempara Hlynur





    25.07.2007 at 22:37 #593950
    Profile photo of Ingi Björnsson
    Ingi Björnsson
    Participant
    • Umræður: 73
    • Svör: 1022

    Kunningi minn er að vinna hjá jarðvinnuverktaka sem er staðsettur á hvanneyri. Þeir þurftu að vera að hefla á nóttunni í júní vegna að þegar vatnsbíllinn hellti vatni á undan heflinum þurkaðist það bara jafn óðum og það lenti á jörðinni… Þannig að þetta þurkatímabil sem er búið að vera hefur mikið að segja um þetta.

    p.s. rólegir á CAPS LOCK…





    25.07.2007 at 22:47 #593952
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 463

    Það er alveg ótrúlegt hvernig er hugsað um þessa fjallvegi suma.Það er heflað í byrjun sumars inn í Veiðivötn og á svæðinu og Veiðifélagið látið borga fyrir það . Síðan eru veiðiverðirnir að reyna að halda í horfinu með tönn aftan á traktor yfir sumarið og gebgur illa þar sem umferðin er mikil og þar með tekjur ríkisins miklar af eldsneytisgjaldi. Það væri fróðlegt að hafa teljara á þessum fjallvegum eins og Fjallabaksleið. Þar væri þörf á að bera almennilegt efni ofan á grjótið sem alltaf er að koma uppúr veginum þegar fína efnið fíkur burt við hvern bíl sem um veginn fer. Sum hraunhöftin á Dómadalsleiðinni eru búin að vera í yfir 40 ár og alltaf að hækka. Ég fór uppúr Skagafirði síðast í júní og var þá nýbúið að opna veginn. Það var afskaplega vel gert ,steinar teknir úr veginum og möl sett í staðinn og vel straujað með nettri gröfu. Mér varð starsýnt á hauga af unnu efni uppi í 550 metra hæð og búið að nota það í veginn! Með þessu áframhaldi fer að verða tímabært að nota litaða olíu á þessum vegum sem varla teljast með vegakerfinu. Kveðja Olgeir





    25.07.2007 at 23:12 #593954
    Profile photo of Ingi Björnsson
    Ingi Björnsson
    Participant
    • Umræður: 73
    • Svör: 1022

    Ég er meðal annars búinn að fara í veiðivötn og þórsmörk í sumar. Vegirnir þangað eru vægast sagt hræðilegir, fleiri kílómetrar af þvottabrettum, á svona fjölförnum slóðum finnst mér lágmark að hefla 2svar í mánuði að lágmarki. Svona í ljósi þess að það er þvílikur straumur að fólki á þessa staði.





    25.07.2007 at 23:28 #593956
    Profile photo of Róbert Benediktsson
    Róbert Benediktsson
    Member
    • Umræður: 138
    • Svör: 896

    Strákar eruð þið ekki á jeppum? Er ekki bara gaman að ferðast á þvottabretti:o)





    25.07.2007 at 23:34 #593958
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    uuuh, hleypa úr?
    -haffi





    25.07.2007 at 23:46 #593960
    Profile photo of Hafliði Jónsson
    Hafliði Jónsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 410

    Eru menn hættir að nýta jeppadekkin til að mýkja hjá sér bílana?

    Ég var á ferð á Kjalavegi um helgina, hann er eitt stórt þvottabretti en ég hafði bara gaman af því að geta nýtt mér tæknina við að hleypa úr.

    Keyrði þetta á fullri ferð í 12 pundum á mínum 35" dekkjum, mjög sáttur við veginn.

    Eins með veginn inn i Þórsmörk, hann á að mínu mati að vera jeppavegur. Megi hann vera sem torfærastur, þá kannski losnar maður við slyddubílana, fellihýsin og ökumennina sem að dóla inneftir á 7 km hraða og hleypa ekki frammúr sér af veginum.





    25.07.2007 at 23:58 #593962
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Sprengisandur, er frekar grófur og stórar holur inná milli, þar sem léttur brúnn sandur kemur uppúr.
    Ég fór á sliddara með lint í dekkjunum, samt var farangurinn kominn í gegnum lakkið á pallinum eftir ferðalagið, sem að lýsir ástandinu best.

    Vegurinn að Dettifoss, er einstaklega skemmtilega eitt heildar þvottabretti, en er fínn á góðum hraða, annars hristist hausinn af mönnum, aumingja túristarnir á 10kmh að keyra hverja hvern hól fyrir sig.
    Það er líka flott skilti á þeim vegi, eða holottur vegur næstu 43km!





    26.07.2007 at 00:33 #593964
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    þú ert nú komin helvíti nálagt því að byðja um að uppbyggðir malbikaðir vegir verði lagðir um þvert og endilangt hálendið.
    þetta er hálendi íslands og er gefið út fyrir að vera hrjóstugt og þá á það að vera hrjóstugt.
    ef menn vilja aka um á malbiki þá bara aka menn eftir þjóðvegi 1. eða miklubrautinni.
    ef það væri búið að vera rigningasumar þá væri bara fullt af fólki sem nöldraði yfir því að ekki væri hægt að aka um hálendi íslands án þess að bíllinn væri mórauður af skít og rúðupissið allt löngu búið, maður hefur nú heyrt það nöldur bæði hér og annarstaðar. sumir eru bara atvinnunöldrarar.





    26.07.2007 at 00:40 #593966
    Profile photo of Sigurður Hilmarsson
    Sigurður Hilmarsson
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 68

    Það væri gaman að fa að vitta þetta.





    26.07.2007 at 07:23 #593968
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Það er nú ekki rétt að ég sé að biðja um betri vegi á hálendinu. Þó svo að mér þyki það furðulegt að vegur sem var heflaður fyrir viku skuli vera eitt þvottabretti. En mér finnst líka að vissir stofnvegir eigi að vera góðir malarvegir þó svo að þeir sé ekki uppbyggðir.
    Þar á ég við Kjöl, Sprengisand, Fjallabaksleið Nyrðri og Þórsmerkurleið. Þessar leiðir mætti hefla oftar. Því það má ekki gleyma ferðamannaiðnaðinum einsog Hlynur benti á, þá er hann að skila miklu inn í þjóðarbúið og er ekki lengur einhver jaðarbúgrein á hliðarlínunni. Því má búast við því að Fjallabak og Kjölur verði malbikað, sama verður gert við Dettifossleið vestan ár. Mér datt í hug að minna á gamla leið sem virðist hafa fallið í gleymsku. Og á kannski erindi inn í þessa umræðu. En það er sennilega heldur leiðinlegt fyrir túristaökumenn að aka alltaf sömu leiðirnar. Þ.a.s inn að Skálparnesi eða upp hjá Jaka. Núna með þessum vegaframkvæmdum við Tröllháls, opnast kannski sá möguleiki að aka Tröllháls og síðan Skessubásaleið ( Línuveg norðan Hlöðufells ) inn hjá Tjaldafelli og aka gömlu slóðina sem liggur austan við Langavatn og aka þar inn á Vestari Hagafellsjökul. Datt þetta bara svona í hug, það er ekkert víst að þetta sé raunhæfur möguleiki en orð eru til alls fyrst.





    26.07.2007 at 08:39 #593970
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Það er vegna þess að yfirborð vegarins ber ekki dekkið sem rúllar á yfirborðinu. Vegir með venjulegri jeppaumferð eru venjulega alveg lausir við þetta en um leið farartæki sem þurfa 30 psi og yfir í dekkin bætast við umferðina þá myndast þessi yndislegu þvottabretti. Til að halda vegunum á hálendinu í lagi án þess að malbika þá er bara að banna umferð farar tækja sem þurfa meira en 25 psi í dekkin og láta tollarana bara hafa loftmæla í staðin fyrir vigtar.Hverjum vantar svosem þessa smáaura, sem koma fyrir þessar helvítis rútur sem flytja leiðinlega ljóta útlendinga um vor fagra land. Ekki mér.
    guðmundur





    26.07.2007 at 10:09 #593972
    Profile photo of Hrönn Sigurðardóttir
    Hrönn Sigurðardóttir
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 96

    Hvaða væl er þetta eiginlega ??? þetta er mjög einfalt
    46" Dekk hleypt úr niður í 6 pund og málið er dautt !!
    Fór inní þórsmörk fyrir stuttu og fann ekki fyrir neinum holum og fór samt hratt yfir á leiðinni til baka !! Þori ekki að segja hversu hratt :) En það var hratt

    Kveðja Sæmi





    26.07.2007 at 13:29 #593974
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    viðurkendu það bara að slóðríkur þolir ekki að aka eftir þvottabrettisvegum, það brotna bara undan honum hjólin:)
    við heimtum betri vegi fyrir slóðrík!
    SLÓÐRÍKSVARNARNEFND





    26.07.2007 at 17:59 #593976
    Profile photo of Ingi Björnsson
    Ingi Björnsson
    Participant
    • Umræður: 73
    • Svör: 1022

    Sko á meðan ég á Nissan þarf sko virkilega að hefla þessi þvottabretti… :Þ

    Svo eru ekki allir á 38"+ og geta hleypt í 5 pund fyrir þvottabrettin. Annars var Navaran svo sem ágæt í 12 pundum inn í veiðivötn.





    27.07.2007 at 19:14 #593978
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Fá sér bíl með fjöðrun?
    Ég hef verið á subaru á fjallvegum í 15psi, 32" á 12psi og fleiri smádekkjajeppum og samt verið fínt að keyra þessi þvottabretti…

    Góðar stundir, Úlfr





  • Author
    Replies
Viewing 18 replies - 1 through 18 (of 18 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.