This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 14 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Ég má til með að deila smá með ykkur félögum.
Málið var að pústið hjá mér var orðið eitthvað lélegt, bæði var stúturinn upp að túrbínunni ónýtur svo að það var engin leið að koma honum uppá (pústaði fram hjá) og ég beyglaði pústið aftast í aldamótaferðinni í vetur sem átti eftir að laga betur.
Ég fór í eina ágæta pústþjónustu í Hafnarfirði korter áður en ég ætlaði að leggja af stað í sumarfrí (allt á síðustu stundu eins og venjulega) og lét þá skoða þetta hvort að hægt væri að laga þetta.
Þeir tjáðu mér að þetta væri allt saman ónýtt, (þar á meðal barkinn við túrbínuna) og þyrfti að skipta öllu draslinu út, aftari hlutinn var nú aðeins nokkurra mánaða gamall sagði ég honum, en hann sagði að það borgaði sig ekki að laga þetta.
Jájá sagði ég nú bara, og með mitt litla vit á þessu spurði ég hvað kostaði nýtt púst og hvort þeir gætu reddað því áður en ég fer úr bænum?
Það var eitthvað um 80þ kallinn, en sem betur fer (segi ég nú) þá áttu þeir ekki tíma.
Þannig að ég ákvað að drífa mig bara að stað og spá bara í þessu fyrir veturinn. Áhvað samt að hringja austur í Bón og púst á Egilstöðum og tékka hvað þeir tækju fyrir að smíða nýtt rör undir Musso, fyrst ég var nú á leiðinni austur. 50 þúsund kall sagði hann, ég tjáði honum að ég væri nú nokkuð sáttur með það og yrði í sambandi þegar ég kæmi austu.
Síðan fer ég austur og panta tíma hjá þeim, og hendi bílnum til þeirra og bíð, kem síðan aftur 3 tímum seinna og hann tjáir mér að það sé allt í lagi með þetta púst, ætti að duga í allavega 2-3 ár í viðbót, eina sem þeir gerðu var að laga beygluna á aftari hlutanum og skipta um stút uppá túrbínuna. þrýstiprófaði það, og það var í góðu lagi með barkann.Reikningurinn 17þúsund krónur með 4×4 afslætti, sem hvarflaði ekki að mér að biðja um (sá hann á reikningum þegar ég var búinn að borga)
Svo ánægður var ég að ég bauð kellingunni út að borða um kvöldið (sem gerist nú ekki oft)
You must be logged in to reply to this topic.