This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Þengill Ólafsson 15 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Nýlega þurfti ég að fá lagfærðan láscylinder í bílstjórahurðinni í Gallopernum mínum og leitaði til Lásaþjónustunnar Grensásvegi 16.
Í leiðinni datt mér í hug að spyrja hvort þeir gætu útbúið fyrir mig aukalykil, en það er tölvukubbur í þessum lyklum sem þarf að forrita við bíltölvuna til að hann virki.
Þetta reyndist ekki vera neitt mál, cylinderinn varð nánast eins og nýr og það sem betra var að í stað þess að sendast milli umboðs og lyklasmiða til að kaupa, skera og forrita nýja lykilinn þá fékkst þetta allt gert á einum stað. Best af öllu var samt að í stað þess að borga umboðinu milli 15 og 20 þúsund fyrir nýja lykilinn þá fékk ég cylinderinn lagfærðan, nýjan lykil smíðaðan og forritaðan ásamt tölvukubbslausum aukalykli sem virkar bara á hurðirnar – allt fyrir tæpar 8000 krónur.Mæli með þessum – og svo er hægt að kíkja á Harley hjólin í leiðinni, það er í hinum enda á sama húsi.
Jólakveðjur
Ágúst
You must be logged in to reply to this topic.