Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Góð þjónusta
This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 17 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.03.2005 at 14:34 #195739
Oft er talað um slæma þjónustu hérna og er þá hinum og þessum úthúðað en nú vil ég þakka mjög góða þjónustu.
Ég fór með tvö drifsköft í styttingu og lengingu sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema að ég borgaði bara fyrir lengingu og styttingu en sköftin voru tekin og smurð alveg frá a til ö og allt gert alveg frábærlega.
Ég vil þakka Stál og Stansar Fjallabílum fyrir frábæra þjónustu.
Kveðja Vignir E-1816
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.03.2005 at 15:54 #519708
Sæll vertu.
Mér sýnist þú vera með samstæðu að framan á plastbílnum, ef rétt er, hvernig reynist hún? Er mikið basl að fjarlægja hana til að komast í mótorinn, og að eiga við hana almennt?
Kveðja, Hjölli.
24.03.2005 at 17:19 #519710Það er ekki mikið basl að kippa þessu af en erfitt ef maður er einn af því að innri brettin eru soldið fyrirferðamikil og festast gjarnan í grindinni en ekkert mál að kippa af ef það eru tveir við það.
En hvað varðar vinnuaðstöðu í vél og öðru frammí þá er þetta alveg frábært.
Kveðja Vignir E-1816
24.03.2005 at 18:06 #519712Gaman að sjá að það eru fleiri en ég sem er að dunda með svona bíl.
25.03.2005 at 11:26 #519714Þetta eru unaðsleg apparöt, og yfirgengileg della sem grípur mann.. Hvernig væri að Bronco menn hér á spjallinu létu vita af sér svo maður geti skoðað myndir og jafnvel komið upp varahlutaneti?
Kveðja, Hjölli.
25.03.2005 at 11:44 #519716Það mættu fleiri vera duglegir að setja inn myndir af Bronco fákunum sínum á netið svo að við hinir smituðu getum skoðað myndir hjá sem flestum og fengið hugmyndir og breytingar að láni. Einnig á ég slatta af varahlutum ef menn vantar m.a. eina fljótandi 9"
en endilega að benda á myndir af fleiri Bronco fákum.
ég reyni allavega að vera duglegur við að setja inn myndir af mínum
Kveðja Vignir E-1816
25.03.2005 at 12:03 #519718Já maður þarf að vera duglegri við að setja inn myndir af fáknum. Minn er reindar í annsi mörgum pörtum núna og það gengur ílla að setja saman. Ég á talsverðann slatta af varhlutum, í augnablikinu allavega, en ég er alltaf að bíða eftir að það komi einhvet algert gúru og hjálpi mér að klára bílinn heheheheheheeee.
Hinn bensín draugurinn
25.03.2005 at 16:04 #519720Já, Gamli er nú allur í spaði í þessu fríinu líka, sleit hásingarnar undan honum og byrjaði á að gera upp afturhásinguna og skipti um bremsur. Fékk svo kast þegar kom að framhásingunni og pantaði diskabremsusett á http://www.broncograveyard.com og er að dunda þeim á. Bara fjör.. Svo er ég kominn með veltibúr upp í hendurnar sem á að fara í hann um leið og ég fæ klæðningarefnið til að nota í toppinn, nenni ekki að klæða eftir að búrið er komið í. Ætli hann komi ekki út á morgun eða hinn, þetta er allt að hafast.
Kveðja, Hjölli.
25.03.2005 at 20:59 #519722Þetta virðist vera sama sagan með flesta Bronco bíla að í hverju fríi eigandans er allt rifið og sett saman aftur.
Minn er í pörtum en er að skríða saman smátt og smátt var að setja 460 í hann og er að lenda í smávandamálum t.d. vantar núna vatnskassa sem passar. En vonin er samt að allt komist í gang um leið og vatnskassi finnst.
Kveðja Vignir E-1816
ps. Ef þið vitið um stórann vatnskassa sem er með efra rörinu farþegameginn og neðra rörinu bílstjóramegin þá megiði láta vita í síma 868-6230
25.03.2005 at 21:27 #519724Tjahh minn hefur ekki bilað síðan ég tók hann í gegn fyrir ca 15 árum. Setti hann á stærri dekk og læsingu fyrir 8 árum. Fátt annað sem gert hefur verið. Núna átti "bara" að skifta um bretti og horn að aftan en það er búið að vinda annsihreint uppá sig. Er kominn með lengri grind sem ég er að spá í að nota, diska að framan, sjálfskiftingu og eithvað fleira. En boddýið er annsi ílla farið og mikill tími farinn í það og það er ekki búið ennþá. Er núna að steikja í gólfið að framan og reina koma boddýinu upp í eðliga stöðu. Það virtist hafa sigið mikið í miðjunni. Það virðist ekki hafa verið gengið nógu vel frá því þegar skift var um innri bretti að framan á sínum tíma. Ég lýsi líka eftir góðum og ódýrum suðumanni ;o)
Hinn bensíndrugurinn
11.11.2005 at 19:06 #519726Hvað er um að vera hjá Bronco mönnum, Gamli er rólegur þessa dagana, óskoðaður vegna óstjórnlegrar mengunar sem angrar skoðunarmenn. Annars hefur andskotann ekkert verið gert við hann síðan í sumar, annað en að keyra um fjöll og firnindi og eyða bensíni. Hvað er títt af Broncoum um landið??
Kveðja, Hjölli.
12.11.2005 at 01:07 #519728Ég er með ykkur í anda en því miður ekki í verki blái fordinn minn fór sína síðustu ferð hjá mér fyrir einum 8 árum síðan þarna er hann á Brúarjökli um mitt sumar sennileg´96 Þessi Bíll reyndist mér vel. Ég fékk hann í skiptum fyrir hestakerru 1990 og fékk borgað helling á milli, breytti honum fyrir 35"dekk sem voru notuð í eitt eða tvö ár áður enn hann fór á 38" .ég keyrði þennan bíl tæpa 200 þúsund kílómetra og fór með honum alla helstu jökla landsins.
Með barátukveðju Guðmundur
[img:2a5b8jvp]http://www.mmedia.is/gjjarn/drasl/folinn.jpg[/img:2a5b8jvp]
13.11.2005 at 17:27 #519730
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já minn gamli hefur verið heldur lengi á bílastæðinu núna . Setti ofaní húddið á gamla, 351windsor sem aðeins er búið að eiga við og núna vantar mig bara einhvern klárann til að stilla Holley kvikundið sem trónir á toppnum. Ef þið vitið um einhvern klárann stillara endilega látið mig vita.
ps búinn að prufa mótorstillingu og Björn stefáns uppá höfða.
[img:3phac3f4]http://www.hi.is/~sng/Picture%20332-minni.JPG[/img:3phac3f4]
13.11.2005 at 17:43 #519732Sæll
Afhverju ekki að kanna hvort að þeir í kvartmíluklúbbnum kunni ekki eitthvað á þetta.
Allaveganna ætti að vera sniðugt að spyrja þá, þeir ættu að kannast við einhverja sem kunna á gömlu klósettinn ennþá, ég meina það eru ekki allir komnir með þessar hightech sturtur sem er það eina sem virðist gilda ídag.
Kv
Siggi
13.11.2005 at 18:28 #519734Tjahh ef ég man rétt þá er þetta bara stillt þannig að vélin gangi létt. Ég er með 302 í mínum og pabbi gamli stillir þetta bara eftir eyranu. Skrúfar nálarnar þangað til vélin malar einsog vel haldinn köttur. En það er síðan ekki einsgott að ná kveikjunni réttri, erum með alltaf með tæki á henni. En ef þú ert að spá í mikilli mengun hjá þér þá er bara að reka krúfjárn í nálarnar á meðan hann er í mælingu hjá skoðunarstofu, hefur virkað fínt hjá mér. En hvernig er það … er ekki einhver hérna sem á stýris túpu fyrir sjálfskiptingu og er tilbúinn að láta mig fá hana á sanngjörnu verði ??? hummm já og jafnvel til í að pota skiftingunni í fyrir mig á einhvern óskaplega sanngjarnann pening ??? Er það ekki ??? hahhh ???
13.11.2005 at 20:32 #519736Sælir Bronco menn. Hef nú aldrei átt svona hest sjálfur en þegar ég var yngri voru þetta aðal tækin og kunningjar mínir hafa átt marga og ég hef ferðast með þeim nokkrum. Einn sá atyglisverðasti sem ég hef komist í í kynni við er sextíu og eitthvað módel sem Hjörleifur Ólafsson úr Vík í Mýrdal (hann er núna fluttur austur á land) lengdi og setti skúffu fyrir aftan húsið og bjó til svona "double cab" úr honum. Því miður á ég engar myndir af honum en kannski hafið þið séð hann. Gaman að sjá að einhverjir eru enn að halda þessum höfðingjum við.
13.11.2005 at 21:03 #519738Veit eitthver hvað varð um broncoinn sem var búið að setja undir Unimoghásingar, Þessi bíll var á einni sýningu þar sem honum var ekið yfir fólksbíla askoti lögulegur bíll.
Klakinn
13.11.2005 at 21:12 #51974013.11.2005 at 21:23 #519742Sælir
Ég hef verið að sjá Willys cj-7 á unimog hásingum hérna á ferðinni í Grafarvoginum. Sá lítur út fyrir að vera töluvert öflugur.
Kveðja O.Ö.
14.11.2005 at 09:28 #519744Ef hann er svartur þá er það líklega bíll sem er á lapplander hásingum en samt niðurgíruðum svipað og unimog og á 40 og eitthvað tommu irok hjólum.
14.11.2005 at 11:00 #519746Ég hef lengi gengið með þá flugu í höfðinu að stofna félag um Gamla Bronco, þ.e. frá 66-77 eða early bronco eins og það heitir í USA.
Kannski er komið að því núna?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.