This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Alltaf hefur maður yfir einhverju að nöldra, en nú vil ég skipta um gír og hrósa góðri þjónustu.
Lenti í því á föstudagskvöldið í túr að alternatorinn í jeppanum gaf sig. Reif hann daginn eftir og sá að kolin voru í þokkalegu standi.
Hringdi í helstu verslanir sem mér datt í hug að væru með nýja alternatora en auðvitað var lokað hjá öllum um verslunarmannahelgi, meira að segja hjá Ljónsstaðabræðrum.
Komst eftir krókaleið í samband við partasala sem ég man því miður ekki hvað heitir. Hann átti ekki alternator fyrir mig en benti mér á að tala við Jamil við Rauðavatn.
Sló á þráðinn og fyrir einhverja lukku tók hann símann, fastur heima á hækjum með brotinn fót. Altarnatorinn fannst og ég gat fengið hann sendan með kunningja.
Vil hrósa Jamil fyrir að vera til þjónustu reiðubúinn og hinum partasalanum (ef þú lest þetta og kannast við að það sért þú) fyrir frábæra greiðvikni.
Einar Magnússon
You must be logged in to reply to this topic.